Skessuhorn


Skessuhorn - 12.01.2022, Síða 2

Skessuhorn - 12.01.2022, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 20222 Þá er Þrettándanum lokið og geta sprengjuhræddir loksins andað létt- ar. Þó að bannað sé samkvæmt lögum að sprengja upp flugelda eftir 6. janú- ar þá hafa sprengjuglaðir flugeldavin- ir stolist til þess á síðustu dögum hér um slóðir. Flestir eru kannski ekkert að pæla í þessu en líklegt að barnafólk sem er að koma börnum sínum í ró á kvöldin og þau vaknað upp með and- fælum við læti í sprengjum og flugeld- um hugsi þeim þegjandi þörfina. Hvað þá heimilisdýrin sem kúra sig einhvers staðar þar sem erfitt er að finna þau í öllum látunum en sem betur fer fyrir marga er þetta nú bara einu sinni á ári í skamman tíma. Á morgun eru líkur á að það verði suð- vestan og vestan 13-20 m/s og él, en yfirleitt þurrt á Austurlandi. Dregur úr vindi og ofankomu seinnipartinn. Hiti um eða undir frostmarki. Á föstu- dag má búast við suðlægri eða breyti- legri átt 5-13 og fer að snjóa, hiti breyt- ist lítið. Rigning sunnanlands síðdeg- is með hita 1 til 7 stig. Á laugardag er gert ráð fyrir vestan og suðvestan 8-13 og dálitlum éljum en birtir fyr- ir austan. Frost 0 til 7 stig. Hvessir um kvöldið með rigningu eða snjókomu um landið vestanvert. Á sunnudag er útlit fyrir norðvestlæga eða breytilega átt og él, frost 0 til 9 stig. Hlýnar sunn- an- og vestan til seinnipartinn með dá- lítilli rigningu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvernig fannst þér Ára- mótaskaupið á RÚV?“ 32% sögðu „Skelfilegt,“ 21% sagði „Sæmilegt,“ 20% sögðu „Mjög gott,“ 19% sögðu „Í með- allagi“ og 7% sagði „Frábært.“ Í næstu viku er spurt: Hvert er uppáhalds bakkelsið þitt í bakaríinu? Nú er ljóst að bakarí er ekki lengur starf rækt í Ólafsvík. Síðustu tvö ár hefur Jón Þór Lúðvíksson starfað einn í bak- aríinu og notið aðstoðar konu sinnar af og til en nú hafa þau selt húsnæðið og eiga að afhenda það nýjum eigendum fyrir 1. febrúar. Vissulega er eftirsjá af handverksbakstri í heilu bæjarfélagi og er Jón Þór Vestlendingur vikunnar fyrir að hafa staðið vaktina alla sína starfstíð. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Þjóðskrá býður nú upp á nýjung á vefsvæði sínu. Þar getur almenn- ingur kallað fram skýrslu um ýmis opinber gögn í sveitarfélaginu sem það býr í. Meðal annars er þar að finna gögn um aldur íbúa og aldurssamsetningu, ýmsar upp- lýsingar um fasteignamarkað- inn og algengustu mannanöfn í sveitarfélaginu, svo dæmi séu tek- in. Tölurnar eru uppfærðar reglu- lega og taka því breytingum eft- ir því sem fleiri gögn bætast við gagnagrunninn. Allar nánari upp- lýsingar má finna með að fara inn á skra.is Fróðlegt er að skoða þessar skýr- slur. Í þeim er meðal annars að finna myndrænt aldurstré íbúa. Meðfylgandi eru myndir af tveimur stærstu sveitarfélögunum á Vestur- landi; Akraneskaupstað og Borgar- byggð. Þar má sjá hvaða aldurshóp- ar eru undir eða yfir landsmeðaltali, eftir kyni. Aldurssamsetning íbúa er nokkuð mismunandi í sveitarfé- lögunum ef grannt er skoðað. mm Vegagerðin stefnir að því að bjóða út seinni áfanga breikkunar Vest- urlandsvegar á Kjalarnesi á þessu ári en nákvæm tímasetning útboðs liggur ekki fyrir. Verkið í heild snýst um breikkun Vesturlandsvegar á um níu kílómetra kafla milli Varm- hóla í Kollafirði og gatnamóta við Hvalfjarðarveg. Verður þetta 2 + 1 vegur en á honum verða þrjú hring- torg; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikk- uninni er vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gang- andi og hjólandi vegfarendur. Ístak hf. í Mosfellsbæ bauð lægst í breikkun hringvegar á Kjalarnesi, þ.e. fyrsta áfanga frá Varmhólum að Vallá, sem er skammt fyrir sunnan Grundarhverfið á Kjalarnesi en til- boðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í ágúst 2020. Framkvæmdir hófust í september sama ár en fyrsti áfangi verksins er 4,13 kílómetrar. Fjöldi starfsmanna Ístaks hefur unnið við verkið auk tíu undirverktaka á vörubílum. 15 vörubílar hafa sótt grjót í efnishauga í Hvalfirði og verið í stöðugum ferðum. Áætlað er að vinnu við fyrsta áfanga, frá Kollafirði að Vallá, ljúki árið 2023 en samkvæmt samningi á verkinu að vera lokið í júní 2023. Við Grundarhverfi var gerð breyting deiliskipulagsbreytingu á árinu 2021. Samkvæmt fyrra skipulagi átti 1+1 vegur að halda sér framhjá hverfinu en sam- kvæmt nýju deiliskipulagi verður Hring vegur einnig breikkaður við Grundarhverfi. Þegar framkvæmdum við breikk- un Vesturlandsvegar á Kjalarnesi verður að fullu lokið, fyrir árið 2025 samkvæmt áætlun, verður aðeins eftir einn einbreiður kafli á veginum. Um er að ræða fimm kílómetra kafla frá Varmhólum að vegamótum Hringvegar og Þing- vallavegar. Tvöföldun vegarins á þessum kafla er ekki á áætlun sam- kvæmt upplýsingum sem Skessu- horn aflaði frá starfsmanni Vega- gerðarinnar. Ástæðan er sú að sam- kvæmt umferðarspám tekur fyrir- huguð Sundabraut við meginhluta umferðarinnar til Reykjavíkur en brautin á að koma á brú yfir Kolla- fjörð við Varmhóla. Sundabrautin er hins vegar ekki komin á fram- kvæmdastig og samkvæmt yfirlýs- ingu samgönguráðherra og borg- arstjóra Reykjavíkurborgar frá því sumarið 2021 er gert ráð fyrir að Sundabrautin eigi að verða tilbúin 2031. vaks Afli báta frá Snæfellsbæ var mjög góður árið 2021, eða sam- tals 35.539 tonn, en árið 2020 var landaður afli 32.304 tonn. Þetta er því 10% aukning milli ára. All- ar þessar tölur miðast við óslægð- an afla. Hafnir Snæfellsbæjar eru þrjár og var landað 1.647 tonnum á Arnarstapa árið 2021 á móti 1.784 tonnum árið 2020. Í Rifi var land- að 21.882 tonnum árið 2021 á móti 15.581 tonni árið 2020. Í Ólafs- vík var landað 12.008 tonnum árið 2021 á móti 15.011 tonnum árið 2020. Rifshöfn er þriðja hæsta löndunarhöfn landsins í þorski en Grindavík er í efsta sætinu og svo Siglufjörður í því þriðja. Bátar frá Snæfellsnesi lönduðu á síðasta ári miklu á Siglufirði og var aflinn fluttur að stórum hluta til vinnslu í Rifi. af Hægt að kalla fram skýrslu um opinber gögn sveitarfélags Aldurstré þeirra sem nú búa í Borgarbyggð í dag. Þarna má t.d. sjá að stúlkur á aldrinum 10-19 ára eru undir landsmeðalstali í fjölda, en ekki drengir á sama aldri. Eldri borgarar í öllum aldurshópum eru yfir landsmeðaltali. Aldurstré þeirra sem nú búa á Akranesi í dag. Þar má sjá að aldurshóparnir 25-34 ára og 50-59 ára eru undir landsmeðaltali, en aðrir hópar yfir, svo sem börn á aldrinum 5-14 ára. Svipmynd frá Rifshöfn en aflaaukning þar var 6.300 tonn milli ára. Tíu prósenta aukning lönduna í Snæfellsbæ Hluti annars áfanga er nú þegar kominn til framkvæmda með fergingu vegstæðis. Ljósm. Vegagerðin. Seinni áfangi breikkunar Vestur- landsvegar boðinn út á þessu ári Ú T S A L A 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Opið: mán – föst 10–18 laugardaga 10-15

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.