Skessuhorn - 12.01.2022, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 202218
G-vítamín dagatalið fyrir þorrann
er komið í sölu hjá Geðhjálp en í
því eru 30 skammtar af G-vítamíni
fyrir alla. „Í dagatalinu eru lítil og
einföld geðræktandi ráð sem hjálp-
ar fólki að bæta geðheilsu sína.
Við þurfum öll að glíma við eitt-
hvað í gegnum lífið og stundum
blæs hressilega á móti. En ef maður
stundar reglulega geðrækt er mað-
ur betur í stakk búinn til að takast á
við stærri verkefni lífsins,“ útskýrir
Grímur Atlason framkvæmdastjóri
Geðhjálpar í samtali við Skessu-
horn. Öll vitum við að með reglu-
legri líkamsrækt getum við bætt
ónæmiskerfið okkar, styrkt hjart-
að og líkamlega heilsu og um leið
dregið úr líkum á alvarlegum sjúk-
dómum. Það sama á við um geð-
heilbrigði að sögn Gríms. „Við
getum ekki alveg komið í veg fyr-
ir geðrænar áskoranir en við getum
dregið úr líkunum og komið í veg
fyrir stærri vandamál með reglu-
legri geðrækt.“
Geðhjálp á
landsbyggðinni
Íbúar á landsbyggðinni búa margir
langt frá geðheilbrigðisþjónustu en
að sögn Gríms eru þó nokkrir val-
kostir sem fólk getur nýtt sér. Fyrst
og fremst leggur hann áherslu á
fyrirbyggjandi aðferðir eins og geð-
rækt en fyrir þá sem þurfa meiri að-
stoð er hægt að fá viðtöl í gegn-
um fjarbúnað á netinu auk þess
sem hægt er að leita til heilsugæsl-
unnar í sínu sveitarfélagi. „Það er í
dag hægt að fá sálfræðiþjónustu á
netinu. Mín líðan býður til dæmis
upp á fjarviðtöl. Þar fer öll þjónust-
an fram á netinu. Við hjá Geðhjálp
erum með sálfræðing sem býður
upp á fjarviðtöl í gegnum öruggan
búnað. Það er líka hægt að leita til
heilsugæslunnar en í dag eru komin
geðheilsuteymi í öllum landshlut-
um. Lykillinn er samt alltaf geð-
rækt, að sinna sér á hverjum degi
og styrkja sig þannig þegar stærri
verkefni lífsins berast manni,“ seg-
ir Grímur.
„Þunglyndi er ekki eitt-
hvað sem maður rífur
sig upp úr“
Heimsfaraldurinn hefur haft mik-
il áhrif á geðheilsu almennings og
þau sem eru komin djúpt í vanlíð-
an og þurfa á aðstoð að halda strax
geta leitað á bráðamóttöku geðsviðs
eða til heilsugæslunnar. „Það er líka
alltaf hægt að hringja til okkar og
fá ráð eða fá viðtal, það getur þess
vegna verið nafnlaust. Oft er bara
gott að tala við einhvern og það er
mikilvægt að fólk leiti sér aðstoð-
ar þegar þess þarf,“ segir Grímur.
„Við vissum það þegar Covid kom
að veiran myndi hafa áhrif á geð-
heilsu fólks. Við erum ekki vön
sóttkví, einangrun og að fá ekki að
hitta fólkið okkar. Það sem skiptir
mestu máli er að halda rútínu eins
og hægt er og vera í tjáningu við
fólk. Einangrun er aldrei góð og
vindur oft upp á sig, veldur kvíða
og vandinn bara vex. Það er mik-
ilvægt að fólk reyni að vera virkt til
að koma sér út úr þessum aðstæð-
um, en bara taka lítil skref í einu.
Þunglyndi er hins vegar ekki eitt-
hvað sem maður rífur sig upp úr,“
bætir hann við.
Umræðan að breytast
Aðspurður segir hann geðheilsu
enn vera tabú umræðuefni en að
það sé að breytast. „Það er skrýt-
ið hvað við virðumst eiga erfitt
með að tala um þetta. Það er t.d.
vandamál hversu margir taka eig-
ið líf á Íslandi og þetta er oft ungt
fólk. Þetta snýst um geðheilsu og
því miður hafa verið fordómar fyr-
ir geðrænum vanda og fólk hefur í
gegnum árin skammast sín fyrir að
þurfa aðstoð. Sem betur fer er þetta
að breytast og ungt fólk talar um
að fara til sálfræðinga, geðlækna
og annarra sem bjóða upp á við-
talsmeðferðir eins og ekkert sé
sjálfsagðara,“ segir Grímur „Við
þurfum líka að muna að við höfum
öll geðheilsu sem þarf að huga að.
Geðheilsa er ekki bara eitthvað sem
á við um þá sem glíma við mikinn
geðrænan vanda. Geðrænar áskor-
anir eru allskonar,“ segir Grímur.
G-vítamín dagatalið er hægt að
kaupa á gvitamin.is og upplýsingar
um hvert er hægt að leita og góð
ráð til geðræktar má finna á heima-
síðu Geðhjálpar, gedhjalp.is.
arg
Prjónagleðin verður haldin á
Blönduósi helgina 10. - 12. júní
í sumar og að venju er blásið til
hönnunar- og prjónasamkeppni af
því tilefni. „Að þessu sinni geng-
ur samkeppnin út að að hanna og
prjóna lambhúshettu á fullorðinn.
Þema keppninnar er huldufólk sam-
tímans og ber að hafa það í huga
við hönnunina, sem á að vera hand-
prjónuð úr íslenskri ull. Óskað er
eftir því að sagan á bak við hugmynd
og hönnun fylgi með þegar verkinu
er skilað inn í keppnina,“ segir í til-
kynningu.
Dómnefnd velur þrjú efstu sætin
og verða úrslit kynnt á Prjóna-
gleðinni 2022, þar sem verðlaun
verða afhent. Styrktaraðilar keppn-
inar eru Ístex, Tundra, Vatns-
nesYarn og Rúnalist sem gefa glæsi-
leg verðlaun. Lambhúshetturnar
sem taka þátt í keppninni verða til
sýnis á meðan á hátíðinni stendur.
Nánari upplýsingar veitir Svanhild-
ur Pálsdóttir svana@textilmidstod.is
og þær má einnig finna á www.text-
ilmidstod.is -fréttatilkynning
Miðvikudaginn 19. janúar næst-
komandi verður #ruralbusiness
dagurinn á samfélagsmiðl-
um. Þennan dag er almenningur
hvattur til að vekja athygli á því frá-
bæra fólki, þjónustu og vörum fyr-
irtækja á landsbyggðinni með því
að segja frá sínum uppáhalds fyr-
irtækjum á samfélagsmiðlum með
myllumerkinu #ruralbuisness eða
#landsbyggda fyrirtaeki. Markmið-
ið er að vekja athygli á fyrirtækjum
á landsbyggðinni og styðja þannig
við og byggja upp samfélög á lands-
byggðinni og styrkja viðskipta-
tengsl þeirra um allan heim á breið-
um alþjóðlegum vettvangi. Fólk er
hvatt til að nota sína samfélags-
miðla: Instagram, Facebook, Twitt-
er, Linkedin eða aðra miðla. arg
Matvælastofnun hefur lokið rann-
sókn sinni á meðferð hryssna við
blóðtöku, sem fram kom í mynd-
bandi sem dýraverndarsamtök-
in Animal Welfare Foundation
(AWF) og Tierschutzbund Zürich
(TBZ) gerðu opinbert á vefmiðlin-
um YouTube 22. nóvember 2021.
Matvælastofnun hefur nú vísað
málinu og þeim gögnum sem fyr-
ir liggja til lögreglu til frekari rann-
sóknar og aðgerða.
„Með bréfi til ofangreindra
samtaka, óskaði Matvælastofn-
un eftir upplýsingum um hvar og
hvenær myndböndin hafi verið tek-
in upp auk þess sem óskað var eft-
ir óklipptu myndefni til að nota
við rannsóknina. Samtökin svör-
uðu með opnu bréfi þann 1. des-
ember 2021 þar sem þau höfnuðu
að afhenda óklippt efni og tilgreina
tökustaði en gáfu upp tökudaga
myndbandsins,“ segir í tilkynningu
frá MAST. „Sérfræðingar Mat-
vælastofnunar hafa farið ítarlega
yfir myndbandið og greint þau at-
vik sem talin eru brjóta í bága við
lög um velferð dýra og metið áhrif
þeirra á hryssurnar. Rannsókn
stofnunnarinnar leiddi enn frem-
ur í ljós hvar atvikin áttu sér stað
og hvaða fólk átti hlut að máli. Við
rannsóknina leitaði stofnunin eft-
ir skýringum og afstöðu fólksins
til þess sem fram kemur í mynd-
böndunum. Eins og áður seg-
ir hefur stofnunin ekki aðgang að
óklipptu myndefni sem takmarkar
möguleika hennar á að meta alvar-
leika brotanna og gerir stofnuninni
því ókleift að rannsaka málið til
fullnustu,“ segir í tilkynningu.
mm/ Ljósm. Ísteka.is.
Vísa blóðtökurann-
sókn til lögreglu
Vekja athygli á fyrirtækjum
á landsbyggðinni
Lambhúshettur þema
Prjónagleðinnar 2022
G-vítamín dagatalið er komið í sölu.
Geðrækt er lykillinn að góðri geðheilsu
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar.