Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Page 15

Skessuhorn - 09.02.2022, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 15 Svo skemmtilega vildi til síðast­ liðinn föstudag að tveir menn á Akranesi sem bera sama nafn fengu afhenta eins bíla á bílasölunni Bílás. Guðmundur Valdimarsson fékk nýjan Kia EV6 Luxury rafbíl, svart­ an að lit, en nafni hans fékk hvít­ an. Þótt báðir séu þeir nafnarn­ ir komnir á lífeyrisaldur er ann­ ar tæpum tveimur áratugum eldri. Það fór vel á með þeim nöfnun­ um þegar skrifað var undir pappíra og gengið frá kaupunum síðdegis á föstudaginn. Bílar af þessari tegund eru 77 kWh og er uppgefin drægni þeirra 506­528 kílómetrar. mm Stjórnvöld og Íslandsstofa hafa undirritað samning um fram­ hald verkefnisins „Ísland saman í sókn“ sem er markaðsverkefni fyr­ ir íslenska ferðaþjónustu. Verk­ efnið er hluti af viðspyrnu stjórn­ valda vegna COVID­19 heimsfar­ aldursins. Með samningnum eru verkefninu tryggðar 550 milljón­ ir króna í viðbótarfjármagn frá rík­ inu en peningurinn verður nýttur til að framlengja markaðsverkefnið í ár. „Ísland saman í sókn fór vel af stað, vakti mikla og verðskulda athygli og skilaði góðum árangri. Í ljósi þess að faraldurinn hefur dreg­ ist töluvert á langinn er nauðsyn­ legt að halda verkefninu áfram og byggja þannig undir nauðsynlega viðspyrnu ferðaþjónustunnar á ár­ inu 2022,“ segir Lilja Dögg Al­ freðsdóttir ferðamálaráðherra sem skrifaði undir samninginn við Pétur Þ. Óskarsson framkvæmdastjóra Ís­ landsstofu. Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands sem áfanga­ staðar, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferða­ þjónustu og annarra útflutnings­ greina. Verkefnið er unnið í sam­ ræmi við framtíðarsýn og leiðar­ ljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem ber yfirskriftina „Leið­ andi í sjálfbærri þróun“ og lang­ tímastefnu stjórnvalda og atvinnu­ lífs fyrir íslenskan útflutning. „Í gegnum faraldurinn hefur tekist að viðhalda miklum áhuga á ferðalögum til Íslands með mark­ vissum aðgerðum. Markaðssetning áfangastaðar er langhlaup, og nú þegar gera má ráð fyrir að ferða­ þjónusta sé að taka við sér á ný þurfum við að vera tilbúin til þess að mæta þeirri miklu samkeppni sem gera má ráð fyrir frá öðrum áfangastöðum og breyta þessum uppsafnaða áhuga í heimsóknir til landsins. Við erum spennt fyrir því verkefni sem framundan er í sam­ starfi við íslenska ferðaþjónustu,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, fram­ kvæmdastjóri Íslandsstofu. „Það er mjög mikilvægt og í raun nauðsynlegt fyrir greinina og áfangastaðinn Ísland að fá þennan stuðning núna þegar allir áfanga­ staðir heims fara að keppast um að ná til sín takmörkuðum fjölda ferðamanna. Ég vil hrósa ríkis­ stjórninni fyrir að taka þetta skref núna. Þessi fjárfesting mun skila sér í hraðari viðspyrnu fyrir ferðaþjón­ ustuna í landinu og efnahagslífið í heild,“ segir Bjarnheiður Halls­ dóttir, formaður Samtaka ferða­ þjónustunnar. mm Nú í maí verður kosið til sveitar­ stjórna á Íslandi. Það gefur tækifæri til breytinga í bæjarstjórnum og yfir stjórnum sveitarfélaganna. Í Borgarbyggð hefur hvert vanda­ málið á fætur öðru komið upp. Má þar nefna skipulagsmál, skólamál, málefni húsa í Brákarey og leigj­ enda þar og þá má ekki gleyma framkvæmdum við Grunnskólann í Borgarnesi. Skýrsla KPMG um það mál er ein samfelld lýsing á afleitri stjórnun, í raun algjöru stjórnleysi við framkvæmdina. Það sem blasir við er að þörf er á fólki í sveitarstjórn og yfirstjórn Borgarbyggðar með menntun og reynslu af stjórnun rekstrar og framkvæmdum. Stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til sveitarstjórnar í vor þurfa að skoða sín mál vel og spyrja sig hvort ekki sé nauðsyn á breyting­ um og hvort ekki sé hægt að fá öfl­ ugt fólk til framboðs, fólk sem get­ ur tekið á fjölþættum vandamálum sveitarfélagsins. Það er gott að búa í Borgarnesi. Bætt stjórnsýsla mundi án efa gera Borgarbyggð eftirsóknaverðari til uppbyggingar og búsetu. Borgarnesi, 10. febrúar Guðsteinn Einarsson. Frétt í Skessuhorni 26. janúar bar yfirskriftina: Staðfestir ákvörðun um lokun mannvirkja í Brákar­ ey. Fréttin byggir á yfirlýsingu frá sveitarstjórn Borgarbyggðar (byggðarráði), en þar segir: ,,Í úr­ skurði samgöngu­ og sveitarstjórn­ arráðuneytisins er staðfest að að­ gerðir slökkviliðsstjóra vegna Brák­ arbrautar 25­27, um bæði lokun húsnæðisins og…. hafi verið í sam­ ræmi við valdheimildir slökkviliðs­ stjóra og stjórnsýslureglur.“ Hér hlýtur fyrsta spurningin að vera: Er það slökkviliðsstjóri, ekki sveitarstjórn, sem tekur ákvörðun­ ina? Dæmi: Sóttvarnalæknir sendir heilbrigðisráðherra tillögur. Heil­ brigðisráðherra gefur út reglu­ gerðina. Hún þarf ekki að vera í samræmi við tillögur sóttvarna­ læknis! Fyrir nokkru birtist í sjón­ varpinu viðtal við slökkviliðsstjór­ ann í Reykjavík þar sem hann sagði frá því að eldvarnareftirlit Reykja­ víkur hefði þá stefnu að „...lagfæra það sem lagfæra þyrfti í samráði við eigendur/íbúa, enda væri það tak­ markið að bæta eldvarnir!“ Í greininni í Skessuhorni kemur einnig fram að leigjendur húsnæð­ isins/íbúar hafi verið óánægðir með aðgerðirnar, eins og rétt er. Það kemur hins vegar ekki fram að: 1. Hluti bygginganna hafði verið lagfærður og mátti auðveld­ lega gera að sér eldvarnarhólfi. 2. Hluti bygginganna voru ekki tengdar rafmagni. Athugasemdir eldvarnafulltrúa voru fyrst og fremst um eldhættu vegna rafmagns. Athugasemdir íbúa, leigenda, hafa fyrst og fremst snúið að því að aðgerðir sveitarfélagsins (eldvarna­ fulltrúa) hafi verið bæði snöggar og valdið óeðlilegri röskun á starfsemi félagasamtaka og klúbba sem höfðu aðstöðu í ,,Sláturhúsinu“ Brákar­ braut 25. Fjárhagstjón einstaklinga, félagasamtaka og sveitarsjóðs Borg­ arbyggðar er verulegt. Annað atriði sem gagnrýnt hef­ ur verið er að sveitarstjórn hefði átt að setja upp áætlun um úrbæt­ ur á húsnæðinu, eins og eldvarnar­ eftirlit Reykvíkinga virðast hafa á sinni stefnuskrá. Fram hefur kom­ ið að einstaklingar/félagasamtök sem þarna störfuðu hefðu verið fús til að taka þátt í að lagfæra það sem laga þurfti. Það vilja allir hafa eldvarnir í lagi. Sveitarstjórn hefur valdið óþarfa röskun á starfsemi klúbba, fé­ lagasamtaka og atvinnustarfsemi í Brákarey. Það versta er þó, að sveitarstjórn virðist ekki hafa tek­ ið ákvörðun um hvaða starfsemi eigi eða megi vera í Brákarey! Það veldur stöðnun og óvissu. Sveinn Hallgrímsson Höf. er eldri borgari. Pennagrein Breytinga þörf! Pennagrein Brákareyjar - málið Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferða- þjónustunnar undirrituðu samninginn í Grósku. Aukið fjármagn til markaðssetningar ferðaþjónustunnar Alexander Þórsson bílasali, Guðmundur Valdimarsson, Guðmundur Valdimarsson og Jón Haukur Pálmason bílasali. Alnafnar fengu afhenta tvo nýja Kia rafbíla Guðmundur eldri verður níræður á þessu ári. Hann var hvergi banginn að fjár- festa í nýjum rafbíl, sagði þetta vera draumabíla.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.