Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Qupperneq 19

Skessuhorn - 09.02.2022, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 19 Vísnahorn Margir gera lítið úr rímnahefð Ís­ lendinga og finna henni flest til for­ áttu. Sama fólk horfir andagtugt á misgáfulegar kvikmyndir í hin­ um ýmsu fjölmiðlum og dáist að leikurunum. Í raun voru rímurn­ ar bara kvikmyndir eða fjölmiðl­ un þeirra tíma. Fólk hlustaði á lýs­ ingar rímunnar og sá fyrir sér í hug­ anum atburðina gerast hver með sínum hætti og ímyndaði sér síðan það sem ekki kom beinlínis fram í rímunni en stemmuval og radd­ beiting kvæðamannsins í hlutverki kvikmyndatónlistar. Má í raun segja að það sé mun fullkomnara kerfi en þessar kvikmyndir þar sem all­ ir sjá það sama. Séra Jón Hjaltalín var prestur í Saurbæ á Hvalfjarðar­ strönd 1786 til 1811. Var talinn all­ gott skáld og orti meðal annars Þorrareið fyrsta Þorradag 1808. Of langur bragur til að birtast sem heild en smá sýnishorn: Eg gat sofið ei í nótt upp því fékk þá staðið, klæddist því og fór svo fljótt fram og út á hlaðið. Leit ég fyrst í austurátt öllu frá ég skruma heyrðist mér um hvolfið blátt hvína reiðarþruma. Ótti nokkur að mér rann, augun því ég hvessti, leit ég þá í lofti mann ljósum ríða hesti. -- -- -- Sýndist mér á höfði hans hjálmur gulli roðinn, hvítur gljáði hærumanns hökustallur loðinn. Þarna var þá kominn Þorri kon­ ungur á yfirreið og urðu einhver orðaskipti milli þeirra höfðingjanna en þegar kóngsi bjóst til brottfar­ ar fór sérann að veita honum meiri athygli og kom nánari lýsing: Hjálmur sem á höfði bar harðindanna boðinn snæfgur skýjaskafl einn var skini sólar roðinn. Brynjan hans var klaka knúð klembruð jarðartorfa. Sundur brotin lest og lúð ljótt var á að horfa. -- -- -- Hestur kóngs var krapaský kornéljum er spáði hríms af frosti hélað, því hvítt sem silfur gljáði. Skeggið hvítt um hökudrög hríslaðist sem skógur, norðan kafaldsmökkur mjög mér nú sýndist nógur. Má segja að ekki hafi þarna skort myndrænar lýsingar og hægt að búa sér fyrir hugskotssjónum æði til­ komumikla sviðsmynd. Allavega á við tveggja tíma netflix. Tyrfingur hét maður hagmæltur vel og eitt sinn var honum réttur matur með þessum orðum: Brotinn diskur berst með fiski. -Bættu við Tyrfingur! Tyrfingur tók við matnum og hélt áfram vísunni: Þrotinn vizku, þrátt hjá hyski þiggja hlýt óslyngur. Trúlega hefur þarna verið á ferð sá Tyrfingur Sigurðsson sem Svein­ björn Beinteinsson telur hafa dáið í Hjörsey 1841 þá 96 ára. Sá sami Tyrfingur kom að Saurbæ til séra Jóns Hjaltalín og var þá að koma frá Reykjavík og lýsti því plássi þannig: Er í -víkur Reykja- reit réttur hrærigrautur. Prestur botnaði: Hvert vill núna sækja í sveit Svafurlamanautur? En Svafurlami hét konungur einn ágætur og átti sverð það er Tyrf­ ingur hét og var ágætast sverða. Á þeim tímum þekkti hvert barn slík­ ar tilvísanir ekki síður en nútímafólk hlutverk Hollívúdd leikaranna enda hefur kvikmyndagerðin tekið við af rímum og fornsögum sem drauma­ grunnur unglinganna. Nú verð ég að viðurkenna að sjálfur er ég á engan hátt eins vel að mér í fornsögun­ um og algengast var meðal fólks á þessum tíma en í Hervarar sögu og Heiðreks mun Tyrfingur vísa þegar hann svarar spurður að heiti: Nokkrir greina nafnið sitt nú með berum orðum en Hervör sótti heiti mitt í haug á Sámsey forðum. Um svipað leyti og þetta var Þor­ steinn Sveinbjarnarson prestur á Hesti og mætti manni á ferð sem spurði klerk að nafni. Hann svaraði: Þú mátt hafa vit í vösum vel ef skilur orð mín sljó. Bær minn frísar freyddum nösum, ferðmikill en latur þó. Ekki tókst manninum að átta sig á þessu samstundis þannig að séra Þorsteinn bætti við: Svarið bresta mig ei má, mér er verst að þegja, ég á Hesti heima á hreint er best að segja. Séra Þorsteinn átti gamlan reiðhest sem hann sendi vini sín­ um til „lífslokameðferðar“ og þess­ ar vísur með: Læst ég vanda legstaðinn. Lengi klárinn þénti mér. Halldór gróf hann Mjóna minn matlystugur niðri í sér. Nægjast mun mér nær ég veit nú fyrir hestinn dáðugan kominn vera í kristinn reit í kviðinn Halldórs gráðugan. Það má lengi velta fyrir sér hver ætti að teljast snjallastur hagyrðinga enda ekki svo gott að gera upp á milli. Hver hefur sitt lag að nokkru leyti og smekkur manna ekki held­ ur sá sami. Rósberg Snædal held ég að hljóti þó alltaf að teljast fram­ arlega í flokki. Það var hins vegar Ingvi Guðnason bróðir hans sem orti þessar vetrarvísur: Fram í háum fjallasal flest eru stráin kalin. Streymir áin ofan dal ísi bláum falin. Víst á yndi verður bið vonarlindir frjósa. Kaldir vindar kveða við klakastrindið ljósa. Eigum við svo ekki að ljúka þættinum með þessari vísu eftir Björn S. Blöndal í Ásbrekku: Köld var vetrarkveðjan þín, kenndi ég smátt af ylnum. Sólarþyrsta sálin mín svalt í norðanbylnum. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Kaldir vindar kveða við - klakastrindið ljósa Pennagrein Þann 14. desember 2021 sam­ þykkti bæjarstjórn Akraness ein­ róma áætlun um uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar að Dalbraut 8. Þessi ákvörðun kom í kjölfarið á deilum og ósætti í bæjarstjórn um hvernig uppbyggingu Fjöliðjunn­ ar skyldi háttað eftir brunann sem þar varð þann 7. maí 2019 og varð til þess að starfsemin þurfti að flytja tímabundið í annað húsnæði. Þörf Fjöliðjunnar á lausn í hús­ næðismálum var og er mikil og bæjarfulltrúar voru ekki á eitt sáttir um hvaða leið var rétt að fara. Leit­ að var leiðsagnar margra aðila um hvernig verkefnum og húsnæðis­ málum Fjöliðju framtíðar væri best fyrir komið. Sú vinna færði bæjar­ fulltrúa nær endanlegri ákvörðun um húsnæðismál og uppbyggingu Fjöliðjunnar. Hlutirnir gerðust hins vegar hratt í desember og í meðförum bæjarstjórnar í lok vinnu við fjár­ hagsáætlun víkkaði hugmyndin um uppbygginguna og ákveðið var að hugsa stærra og til lengri tíma. Bæjar stjórn bar sú gæfa að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir bæjarfulltrúar eru ánægðir með og stoltir af. Samfélagsmiðstöðin að Dalbraut 8 mun hýsa Fjöliðjuna, Frístunda­ miðstöðina Þorpið og þá starfsemi sem þar hefur verið, Arnardal og Hvíta húsið og Endurhæfingar­ húsið Hver. Þessar þrjár einingar munu hver hafa sinn sérhluta í húsinu en með því að hafa þær undir sama þaki er hægt að samnýta ótal rými yfir daginn og hægt að hafa þau veg­ legri en ella. Það er bara und­ ir þeim starfshópum sem taka við hugmyndinni komið hvað er hægt að gera. Möguleikarnir eru óþrjót­ andi. Samhliða samfélagsmiðstöð er hægt að byggja upp þjónustu og tækifæri til frístundastarfs fyr­ ir hinn almenna borgara. Byggja upp miðstöð sem endurspeglar og fagnar margbreytileikanum í sam­ félaginu, starfar í anda samfélags án aðgreiningar í víðum skilningi og eykur möguleika íbúa á fjölbreytni í tengslamyndun og samfélagslegri þátttöku. Hugmyndin að samfé­ lagsmiðstöð er ekki sett fram sem sparnaðar hugmynd eða til hag­ ræðingar. Vissulega getur bærinn boðið tveimur starfsstöðvum sem ekki eru í ákjósanlegu húsnæði upp á úrvals aðstöðu mun fyrr en ella. Við vitum að líklega mun starfsemi Fjöliðjunnar kosta meira í nýju húsnæði en teljum þeim fjármun­ um vel varið. Ný Fjöliðja býður upp á ótal tækifæri Starfsemi Fjöliðjunnar er í dag á allt að fimm stöðum. Það er vegna þess að þegar Fjöliðjan missti hús­ næði sitt þá var starfsemin þegar búin að sprengja húsnæðið utan af sér. Fjöliðjan mun eftir upp­ byggingu verða staðsett á tveim­ ur stöðum, í glæsilegri samfélags­ miðstöð að Dalbraut 8 og nýju húsi að Kalmansvöllum 5 ásamt áhalda­ húsi Akraneskaupstaðar. Þang­ að munu endurvinnsla dósamót­ töku og Búkolla flytjast og byggjast upp líflegur vinnustaður þar sem bæjarbúar eiga erindi með drykkj­ arumbúðir til endurvinnslu og hluti til endurnýtingar og endursölu. Möguleikarnir eru margir. Mikil umræða er í samfélaginu um atvinnumál fatlaðra. Það er mikilvægt að fatlað fólk hafi fjöl­ breytt tækifæri til atvinnu, geti uppfyllt drauma sína og stundað innihaldsrík og gefandi störf. Vax­ andi krafa er um að atvinnulífið taki betur á móti fötluðum. Þar get­ ur Akraneskaupstaður einnig stað­ ið sig betur og aukið þátttöku sína. Tækifærin þurfa að vera fjölbreytt og þjónustan þarf að fylgja þegar fatlað fólk tekur skrefin út í at­ vinnulífið, þróttur fólks er mismik­ ill og ekki er hægt að gera ráð fyr­ ir að allir séu allan daginn í vinnu. Því er nauðsynlegt að hafa hjarta í þjónustunni að Dalbraut 8 þar sem hægt er að stunda vinnu með vernd og fá stuðning. Fjöliðjan er eitt af framsækn­ ustu vinnuúrræðum sem til eru á landinu í dag og án efa eru margir sem gjarnan vildu hafa slíka starf­ semi í sínu sveitarfélagi. Hér er boðið upp á fjölbreytta starfsemi með fjölbreyttum verkefnum fyr­ ir fjölbreyttan hóp fólks, starfið er einstaklingsmiðað eins og kostur er. Atvinnufulltrúi er á staðnum sem vinnur gott og mikilvægt starf í því að finna atvinnutækifæri á almenn­ um vinnumarkaði og gera vinnu­ samninga við fyrirtæki og stofn­ anir. Þessi þáttur starfsins, þ.e. at­ vinnuþátttaka fatlaðra einstaklinga í almennu atvinnulífi, mun von­ andi fara vaxandi til framtíðar og óhjákvæmilega leiða til breytinga á hlutverki og starfsemi Fjöliðjunn­ ar en það gerir hana ekki óþarfa. Við munum áfram hafa þörf fyrir þennan vinnu­ og hæfingarstað til að tryggja sem besta þjónustu við fatlaða einstaklinga í samspili við þátttöku þeirra á almennum vinnu­ markaði. Það er von okkar að þegar starfsemin verður komin í nýtt hús­ næði að Dalbraut 8 og Kalmans­ völlum 5 þá eigi Akurnesingar ekki bara frábæra Fjöliðju áfram heldur verði hún líka áfram drifkrafturinn í atvinnumálum fatlaðra á Akranesi. Bára Daðadóttir, bæjarfulltrúi Einar Brandsson, bæjarfulltrúi Elsa Lára Arnardóttir, bæjarfulltrúi Kristinn Hallur Sveinsson, bæjarfulltrúi Ólafur Adolfsson, bæjarfullrúi Ragnar B. Sæmundsson, bæjarfulltrúi Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi Valgarður Lyngdal Jónsson, bæjarfulltrúi Fjöliðjan og ný samfélagsmiðstöð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.