Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2022 13 Talning atkvæða fer annars vegar fram í íþróttahúsi Laugargerðisskóla og hins vegar í Grunnskólanum í Ólafsvík og hefst eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Verða atkvæði talin og úrslit birt í hvoru sveitarfélagi og á snaefellingar.is. Um undirbúning, framkvæmd og frágang sveitarstjórnarkosninga fer eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Kjörstjórnir Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps Kjörstaðir sameiningarkosninga 19. febrúar Kjörfundir fara fram í hvoru sveitarfélagi og verða þeir opnir sem hér segir: Kjörfundir í Snæfellsbæ: Grunnskólinn í Ólafsvík frá kl. 10 til 18 Grunnskólinn á Hellissandi frá kl. 10 til 18 Grunnskólinn á Lýsuhóli frá kl. 10 til 18 Kjörfundur í Eyja- og Miklaholtshrepp Íþróttahús Laugargerðisskóla frá kl. 10 til 18 Laugardaginn 19. febrúar næstkomandi fara fram kosningar um sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna. Einstaklingar geta athugað hvort þeir séu á kjörskrá og hvar þeir eigi að kjósa á heimasíðu Þjóðskrár. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki. Aðsetur kjörstjórnar verður á viðkomandi kjörstað á kjördag. Kraumar krafturinn í þér? Atvinnumál kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum! Styrkir eru veittir til kvenna með góða viðskiptahugmynd eða til verkefna innan fyrirtækja í meirihlutaeigu konu/kvenna. Verkefnið þarf að fela í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi og atvinnusköpun. Umsóknarfrestur er frá 1.febrúar til og með 3.mars og skal sækja um rafrænt á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is Að þessu sinni er sérstök áhersla á að hvetja frumkvöðlakonur á landsbyggðinni til að sækja um. Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir lánsumsóknum! Svanni veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna Lán eru veitt til starfandi fyrirtækja og til verkefna sem skapa atvinnu og auka verðmæti í fyrirtækjum. Umsóknarfrestur er til og með 15.mars og skal sótt um rafrænt á heimasíðu sjóðsins, www.atvinnumalkvenna.is Allar nánari upplýsingar um styrki og lán má finna á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is Fylgist með á Facebook: https://www.facebook.com/atvinnumalkvenna Stafrænn háskóladagur verð­ ur haldinn 26. febrúar næstkom­ andi frá klukkan 12 til 15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vef­ síðunni http://www.haskoladagur­ inn.is er nú mögulegt að leita í öll­ um námsleiðum sem eru í boði í ís­ lenskum háskólum. „Nemendur, kennarar, náms­ og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða tilbúnir til að spjalla við gesti dagsins í net­ spjalli. Það verður hægt að komast í beint samband við fulltrúa frá öll­ um námsleiðum í grunnnámi há­ skólanna og um að gera að nýta tækifærið og spyrja um hvað eina sem lítur að draumanáminu og eiga samtal um námsleiðirnar og há­ skólalífið. Líkt og í fyrra var tekin ákvörðun um að halda daginn ekki með hefðbundnum hætti á staðn­ um heldur stafrænan. Er það gert í ljósi ástandsins í samfélaginu. Með þessu móti er hægt að bjóða öllum áhugasömum í netspjall við starfs­ fólk háskólanna og tryggja aðgengi fyrir öll þau sem hafa áhuga á að kynna sér úrvalið hjá íslensku há­ skólunum,“ segir í tilkynningu frá verkefnisstjórn. „Við erum rosalega ánægð með virkni leitarvélarinnar á síðunni enda er þetta í fyrsta skiptið á Ís­ landi þar sem áhugasömum um há­ skólanám gefst tækifæri til að leita að námi í öllum háskólum lands­ Eins og víðar um landið hefur veð­ ur verið með ýmsum hætti á Snæ­ fellsnesi að undanförnu og töluvert snjóað suma dagana. Meðfylgjandi mynd var tekin á miðvikudaginn í síðustu viku. Þá var Jóhannes Stef­ ánsson skipsverji á línubátnum Kviku SH í óða önn að moka bát­ inn. Sagðist hann hafa varla fund­ ið hann! Veðurspáin fyrir dag­ ana á eftir var mun hagstæðari og héldu margir smærri bátar til veiða á fimmtudaginn. Afli hefur ver­ ið góður í öll veiðarfæri þegar gef­ ið hefur. af Ætlaði varla að finna bátinn fyrir snjó Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt á einum vettvangi ins,“ segir Sigrún Einarsdóttir, verk efnastjóri Háskóladagsins. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.