Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Síða 18

Skessuhorn - 16.02.2022, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 202218 Bjarni Jónsson alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi mælti í síð­ ustu viku fyrir tillögu til þingsálykt­ unar um að gerð verði hagkvæmnis­ athugun á uppbyggingu Skógar­ strandarvegar. Meðflutningsmað­ ur að tillögunni er Steinunn Þóra Árnadóttir. Þar segir: „Alþingi ályktar að fela innviðaráðherra að hlutast til um að gerð verði fjöl­ þætt hagkvæmnisathugun á upp­ byggingu þess hlutar stofnvegar nr. 54 sem kallast Skógarstrandarveg­ ur og er á norðanverðu Snæfells­ nesi, milli Búðardals og Stykkis­ hólms, sem heilsársvegar. Athug­ unin taki til samfélagslegra og byggðalegra áhrifa þess að efla þannig samgöngur á milli byggðar­ laga á norðanverðu Snæfellsnesi, um Dali, í Reykhólasveit, sunnan­ verða Vestfirði og norður á Strand­ ir. Sérstaklega verði litið til styrk­ ingar svæðisins sem eins atvinnu­ og þjónustusvæðis, uppbyggingar ferðaþjónustu og vegaöryggis. Ráðherra leggi niðurstöður hag­ kvæmnisathugunarinnar fyrir Al­ þingi ásamt kostnaðaráætlun vegna uppbyggingarinnar í síðasta lagi 15. september 2022.“ Í greinargerð með tillögunni segir að hún hafi ítrekað áður verið lögð fram á undangengnum þing­ um, meðal annars af Sigurði Páli Jónssyni fv. þingmanni, en hafi ekki hlotið afgreiðslu. „…þar sem ástand Skógarstrandarvegar er enn áþekkt því sem var er hún var fyrst flutt og áætlanir gera ekki ráð fyrir endurbótum í bráð er hún endur­ flutt nú, óbreytt en með uppfærðri greinargerð, enda má ætla að sú hagkvæmnisathugun sem lögð er til verði til þess að treysta forsend­ ur ákvörðunar um skjótari aðgerðir við uppbyggingu Skógarstrandar­ vegar en nú eru áformaðar.“ Rannsókn sem gerð var á slysa­ tíðni á vegum á árunum 2007– 2010, undir stjórn Þórodds Bjarna­ sonar, leiddi í ljós að Skógar­ strandarvegur var einn þriggja hættulegustu vegarkafla landsins. Í greinargerðinni segir jafnframt að ekki sé ástæða til að ætla að þetta hafi breyst til bóta þar sem fréttir af umferðaróhöppum á þessum vegi eru tíðar enda ástand hans bágbor­ ið og ljóst að hann stendur engan veginn undir þeirri umferð sem um hann fer né þjónar hann því hlut­ verki sínu að mynda greið tengsl milli byggðra bóla þar sem hann liggur. mm Nytjamarkaður Körfuknattleiks­ deildar Skallagríms í Borgarnesi missti húsnæði sitt í Brákarey í febrúar á síðasta ári. Markaðurinn fékk bráðabirgðahúsnæði í Félags­ bæ þar sem hann var fram á sum­ ar en í september var hann fluttur í Grímshús í Brákarey. Nú hefur markaðurinn enn á ný tapað hús­ næðinu og illa hefur gengið að finna varanlega lausn svo ákveðið hefur verið að loka markaðnum um tíma. „Þetta verður að öllum líkindum lengri lokun en hefur áður verið og við höfum til að mynda látið frá okkur allar hillurnar okkar,“ seg­ ir Guðmundur Skúli Halldórsson í samtali við Skessuhorn. „En við erum með alla anga úti að leita að húsnæði og skoðum allar hugsan­ legar lausnir. Það er ekki um auð­ ugan garð að gresja í húsnæðis­ málum og við höfum líka verið að skoða húsnæði fyrir utan þéttbýl­ ið og jafnvel að setja upp gáma. Ef fólk hefur hugmyndir að lausnum fyrir okkur er það vel þegið,“ seg­ ir Skúli. Ljóst er að markaðurinn verður lokaður í það minnsta næstu tvær helgar á meðan unnið er að frágangi og aðrar lausnir skoðaðar. En áfram verða vörur seldar í gegn­ um netið. „Allir hjá Íslenska gáma­ félaginu hafa verið mjög liðlegir við okkur og við fáum að afhenda vör­ ur sem við seljum á netinu beint af gámasvæðinu. Það er í raun mik­ ill velvilji víða og fólk vill halda þessum markaði opnum þannig að starfsemin leggist síður af. Það er líka högg fyrir körfuboltann að missa þennan markað en hann hef­ ur verið ein stærsta tekjulindin fyrir körfuna,“ segir Skúli. arg Samtök leigjenda á Íslandi hafa sett upp reiknivél á netinu sem sýnir við­ miðunarverð húsaleigu. Þar má sjá eftir hverfum, byggðarlögum og íbúðastærð viðmiðunarverð mark­ aðsleigu, en einnig viðmiðunarverð óhagnaðardrifinna leigufélaga og „okurmörk“, sem er leiguverð í al­ gjörum efri mörkum hins siðlega, eins og segir í tilkynningu frá sam­ tökunum. Viðmiðunarverð Samtaka leigj­ enda byggir á útreikningum á kostn­ aði við kaup, viðhald og rekstur húsnæðis. Grunnurinn er kaup­ verð íbúða samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár, en síðan heldur utan um þinglýsta kaupsamninga. Byggt er á almennum lánskjörum á fjármála­ markaði, kostnaði stærri leigufé­ laga vegna greiðslufalls og rekstrar, viðhalds og opinberra gjalda. Reikn­ að er með að leigusalar leggi til eigið fé til kaupanna og það ávaxtist eft­ ir því sem íbúðaverð hækkar en að húsaleigan standi undir rekstri og endurgreiðslu lána á mislöngum tíma. Sambærilegar reiknivélar leigu­ verðs eru til í öllum nágrannalönd­ um okkar. Þær eru ein af forsend­ um þess að hægt sé að byggja upp siðaðan leigumarkað. Víða eru það opinberir aðilar sem halda utan um reiknivélarnar, sums staðar eru þær hluti af samningum leigjendasam­ taka og leigufélaga og annars staðar eru þær einvörðungu á vegum sam­ taka leigjenda, eins og raunin er hér. Slíkt er eðlilegt og á sér mörg for­ dæmi í sögunni. Verkamannafélag­ ið Dagsbrún gaf til dæmis út vinnu­ taxta fyrir rúmri öld áður en félaginu tókst að semja við viðmælendur sína. „Stjórnvöld á Íslandi hafa gert óbeislaðan leigumarkað hérlendis að leikvelli fyrir braskara og okrara. Stjórnlaus leigumarkaður hefur leitt til þess að of há leiga er helsti vandi um 30 þúsund fjölskyldna í landinu. Í stað þess að temja þenn­ an markað svo hann þjóni almenn­ ingi hafa stjórnvöld fallist á að hús­ næði séu tæki til auðsöfnunar fárra, auðsöfnun sem byggir á að þrýsta fjölda fólks niður í fátækt og kippa fótunum undan efnahagslegri stöðu þeirra hópa sem standa veikast fyr­ ir. Leigumarkaðurinn á Íslandi er skömm stjórnvalda og samfélagsins alls. Útgáfa reiknivélar viðmiðunar­ verðs leigu er lítið skref í átt til sið­ aðri leigumarkaðar,“ segir í yfirlýs­ ingu Samtaka leigjenda. „Leigjendur geta valið sitt hverfi eða byggðarlag í reiknivélinni, sleg­ ið inn stærð íbúðar og ásigkomulag og þannig séð hvernig leiga þeirra fellur að raunveruleika reiknivélar­ innar, hversu mikið leigusalinn okr­ ar á þeim. Leigusalar sem vilja ekki taka þátt í stríðinu gegn leigjendum geta slegið inn byggðarlag, hverfi og stærð húsnæðis og séð hvert eðlilegt leiguverð er, sanngjarnt verð sem tryggir leigusala ávöxtun en leigj­ endum einnig skaplegt líf.“ Reiknivélin nær yfir öll svæði á landinu þar sem sala eigna er nógu mikil og ör til að skila raunhæfu við­ miðunarverði. Sama á við stærð hús­ næðis. Það er t.d. of lítil sala á stúd­ íóíbúðum til að raunhæft sé að hafa þær með og sala á íbúðum í mörg­ um fámennari bæjum og sveitum er of lítil til að hægt sé að byggja á henni. Notendur sem búi í eða eiga húsnæði sem fellur ekki að reiknivél­ inni verða að beita nálgun með því að skoða nálægar byggðir og hús­ næði sem er sambærilegt. Það sama á við um sérbýli, reiknivélin miðar við fjölbýli svo notendur geta valið að húsnæðið sé í góðu ástandi til að vega inn kostina við sérbýlið. „Stjórn samtaka leigjenda hvet­ ur alla leigjendur og leigusala til að nota reiknivélina og kynna hana fyr­ ir sem flestum. Við þurfum að siða leigumarkaðinn. Reiknivélin er skref í þá átt,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá reiknivélina: https:// leigjendasamtokin.is/reiknivel/ mm Markaðurinn hefur verið á hrakhólum síðan loka þurfti í gamla sláturhúsinu í Brákarey fyrir ári. Nytjamarkaðurinn án húsnæðis Vegurinn um Skógarströnd. Endurflutti tillögu um að kanna hagkvæmni Skógarstrandarvegar Samtök leigjenda halda úti reiknivél fyrir húsaleigu

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.