Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2022 19 Sólarpönnukökur eru bakaðar víða um land þegar sólin skín aftur í byggð eftir skammdegið. Í Ólafsvík er venjan að baka þær þegar sólin nær að skína á Snoppuna. Kvenfélag Ólafsvíkur bakaði sólarpönnukökur eins og undanfarin ár þó það væri í seinna lagi þetta árið, enda hafði ástandið og samkomutakmarkanir hamlað því. Kvenfélagskonur fóru snemma á fætur og hófust handa við pönnukökurnar um hálf fimm um morguninn síðastliðinn fimmtu­ dag. Deigið höfðu þær undirbú­ ið daginn áður enda var búið að panta um það bil 2.200 pönnukök­ ur og þær fyrstu þurftu að vera til­ búnar upp úr klukkan sjö. Þær gáfu sér þó tíma fyrir myndatöku þessar hressu kvenfélagskonur þegar ljós­ myndara bar að garði. Kvenfélags­ konur í KÓ hafa bakað pönnukökur fyrir bæjarbúa í langan tíma og hafa alltaf haft hreinlæti og svo sóttvarn­ ir í hávegum. Þær tóku þó flestar niður hárnetin og grímurnar rétt á meðan myndin var tekin. þa Togarinn Guðmundur í Nesi RE­ 13 kom til Grundarfjarðar mið­ vikudaginn 9. febrúar síðastliðinn. Skipið lagðist að bryggju rétt fyrir hádegi og lét svo úr höfn um það bil tveimur tímum síðar. Erindið var líklegast að sækja varahluti eða eitt­ hvað álíka en það er alltaf ánægju­ legt þegar svona stór og glæsileg skip leggjast að bryggju í Grundar­ fjarðarhöfn. tfk Í síðustu viku voru haldnir Opn­ ir dagar í Fjölbrautaskóla Vestur­ lands þar sem nemendur fengu smá frí frá kennslu og í staðinn að taka þátt í mörgum ólíkum námskeiðum og alls konar afþreyingu. Viðburð­ ir opinna daga fóru vel fram en því miður varð ekki af árlegri skíðaferð nemenda í Bláfjöll vegna ofankomu og rafmagnsleysis, en hópurinn fór á skauta í staðinn. Dagskránni lauk með íþróttamóti þar sem nemend­ ur og kennarar öttu kappi í blaki, bandí og skotbolta. Til að gera langa sögu stutta sigruðu vígreif­ ir nemendur með nokkrum yfir­ burðum naumlega í öllum keppn­ isgreinum eins og það var orðað á heimasíðu skólans. Blaðamaður Skessuhorns kom við á nokkrum stöðum í síðustu viku og tók mynd­ ir og þá fékk blaðið einnig send­ ar myndir frá Björgu Bjarnadóttur kennara við skólann. vaks Bökuðu 2.200 sólarpönnukökur Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri dregur hér landfestar og kemur þeim fyrir á réttum stað. Guðmundur í Nesi kom við í Grundarfjarðarhöfn Skipverjar á Guðmundi í Nesi nýbúnir að setja spottana í land. Vel heppnuðum Opnum dögum í FVA lokið Glaðir nemendur í púttkeppni á Garðavöllum. Þessar tóku lagið í karókí. Námskeið í handavinnu á bókasafninu. Hópur nemenda í keilusalnum. Finnbogi kenndi krökkunum að baka brauð. Miðasalan á árshátíðina gekk mjög vel.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.