Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Qupperneq 20

Skessuhorn - 16.02.2022, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 202220 Matvælaráðuneytið hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun 700 millj­ óna króna framlags í fjárlögum 2022 til að koma til móts við auk­ inn kostnað bænda vegna áburðar­ kaupa. Áburður á alþjóðavísu hef­ ur hækkað um 93% frá síðasta ári. Áætluð hækkun hérlendis frá síð­ asta ári er um 87% samkvæmt mati Hagstofunnar fyrir verðlags­ grundvöll kúabús. Matvælaráðu­ neytið gerir ráð fyrir að verja 650 milljónum króna í beinan stuðning við bændur og 50 milljónir í sér­ stakt átak um bætta nýtingu áburð­ ar og leiðir til að draga úr notkun hans sem Ráðgjafarmiðstöð land­ búnaðarins (RML) verður falið að framkvæma samkvæmt sérstökum samningi þess efnis. 650 milljónum verður varið til greiðslu álags á jarðræktarstyrki og landgreiðslur sem greiddar voru árið 2021 samkvæmt rammasamn­ ingi landbúnaðarins og jarðræktar­ styrki samkvæmt garðyrkjusamn­ ingi á árinu 2021. Þessi aðferð við úthlutunum peninganna hef­ ur mætt andstöðu, ekki síst úr röð­ um bænda. Alls fengu 1.534 bú slík­ ar greiðslur á liðnu ári vegna rækt­ unar á samtals 91.610 hekturum. Áætlað er að álagsgreiðslan þýði um það bil 79% álag á greiðslurnar 2021. Gætt verður sérstaklega að búum sem nýir ábúendur hafa tek­ ið við eftir að greiðslan á síðasta ári fór fram. „Með þessum aðgerðum komum við til móts við bændur og þá erf­ iðu stöðu sem þeir standa frammi fyrir. Við höfum lagt áherslu á að fjármunirnir skili sér sem fyrst til bænda og á sem einfaldastan hátt. Með þessari útfærslu náum við því fram. Við höfum átt gott samstarf við Bændasamtökin vegna máls­ ins. Ég býst við því að greiðslurn­ ar verði afgreiddar strax um næstu mánaðamót,“ segir Svandís Svav­ arsdóttir, matvælaráðherra í til­ kynningu. mm Lionsklúbburinn Agla í Borgarnesi hefur í gegnum tíðina látið gott af sér leiða. Nýverið afhenti klúbbur­ inn björgunarsveitinni Brák pen­ ingagjöf, sem á eftir að koma sér vel nú þegar hún stendur í hús­ byggingu. mm Matvælastofnun hafa borist upplýs­ ingar frá Tilraunastöð HÍ að Keld­ um og Dýraspítalanum í Grafar­ holti um niðurstöður rannsókna á sýnum sem tekin hafa verið á undanförnum vikum úr hundum með öndunarfæraeinkenni. Í stór­ um hluta þeirra hafa greinst (PCR) kórónaveirur sem valda sýkingum í öndunarfærum hunda. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi veira greinist hér á landi svo vitað sé. Raðgrein­ ing verður gerð til staðfestingar. Engin tenging er á milli þeirra og kórónaveirunnar sem veldur COVID­19. Þessar kórónaveirur kallast á ensku „canine respiratory corona­ virus“ sem er skammstafað CRCoV. Þær greindust fyrst í Englandi árið 2003 en eru hluti af þeim stóra hópi sýkla sem valda smitandi öndunar­ færasýkingu í hundum sem stund­ um kallast „hótelhósti“. Flest­ ir sýklar í þessum hópi valda svip­ uðum einkennum og því er ekki hægt að greina sýkingu af völd­ um CRCoV út frá einkennum. Öndunarfæra kórónaveirur hunda (CRCoV) eru mjög smitandi eins og greinilega hefur sýnt sig í þeim tilfellum sem komið hafa upp hér á landi að undanförnu. Ekkert bóluefni er til gegn CRCoV, enn sem komið er. Mikil­ vægustu aðferðir til að draga úr lík­ um á smiti er að forðast staði þar sem margir hundar koma saman og halda veikum hundum aðskildum frá öðrum hundum í um þrjár vikur eftir að einkenna verður vart. Rétt er líka að gæta vel allra sóttvarna við umhirðu og umgengni við hundana því smit getur auðveld­ lega borist með fatnaði og höndum fólks. Meðhöndlun veikra hunda byggist á mati dýralækna í hverju tilfelli fyrir sig. mm Starfsmenn Telnets stóðu í ströngu fimmtudaginn 10. febrúar síð­ astliðinn þegar þeir þurftu að að standa í viðgerð fram í myrkur við Grundargötu í Grundarfirði. Sam­ kvæmt heimasíðu Mílu fór strengur í sundur sem olli því að netsamband rofnaði víða í bænum. Viðgerð lauk um klukkan átta og komst netsam­ band á að nýju. tfk Á mánudagskvöldið í síðustu viku flæddi sjór yfir hluta Ægisbrautar á Akranesi. Varnagarður norðan við götuna mátti sín lítils þegar saman fór óvenju mikil ölduhæð, vegna djúprar lægðar, og stórstreymi. Aldrei hefur verið lokið við gerð sjóvarnargarðs sem endar á móts við skólpdælustöðina. Aðkeyrslan framan við dælustöðina var því sem stórfljót yfir að líta á mánudags­ kvöldið þegar sjórinn átti greiða leið niður hana. Mestur aurburð­ ur varð framan við Bílaverkstæði Hjalta þar sem vatn náði tíu senti­ metra upp á hurðir. Á verkstæðið þurfti því að kalla til mannskap um kvöldið til að verja hús og tæki sem og kalla til verktaka til að hreinsa frá niðurföllum. Svo þegar flóð­ inu linnti þurfti að hreinsa töluvert mikinn aur af götunni og bílastæð­ um. mm Áburðarstæður á landfyllingu á Akranesi. Ljósm. mm. Greiða strax út stuðning til bænda vegna hækkunar áburðaverðs Áburði til bænda á Snæfellsnesi skipað upp í Stykkishólmshöfn á síðasta ári. Ljósm. sá. Netsamband fór af í Grundarfirði Hundakórónaveirur líkleg orsök smitandi hundahósta Gáfu björgunarsveitinni Brák pening til húsbyggingar Bæta þarf sjóvarnagarðinn við götuna til að flóð sem þetta verði síður í framtíð- inni. Ægisbrautin var sem sjór yfir að líta Seint á mánudagskvöldið var gatan sem samfelldur sjór yfir að líta. Ljósm. þs. Gatan var fremur sóðaleg eftir atganginn, en myndin var tekin á fimmtudaginn.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.