Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 202222
Framboðstilkynningar:
Bára býður sig
ekki fram aftur
Bára Daðadóttir, sem hefur
verið bæjarfulltrúi fyrir Sam
fylkinguna á Akranesi síðustu
fjögur ár, tilkynnti það á face
book síðu sinni á mánudags
kvöldið að hún hafi ákveðið
að bjóða sig ekki aftur fram til
starfa í bæjarstjórn næsta kjör
tímabil. „Undanfarin fjögur
ár hef ég setið í bæjarstjórn
Akraness og verið formað
ur skóla og frístundaráðs.
Að hafa fengið tækifæri til
þessara starfa eru forréttindi
að mínu mati og ég er mjög
þakklát fyrir það. Ég tel okkur
hafa verið að vinna vel og að
góðum verkefnum fyrir bæ
inn okkar. Bæjarstjórnarstarf
ið er að mestu unnið síðdegis
og á kvöldin. Tíma sem hent
ar alls ekki fjölskyldufólki en
á kjörtímabilinu minnkaði ég
líka starfshlutfallið mitt (svona
þegar ég var ekki í fæðingaror
lofi) til þess að ná að halda öll
um boltunum mínum á lofti.
Ég hef því ákveðið að bjóða
mig ekki aftur fram til starfa
í bæjarstjórn þetta kjörtímabil
og njóta seinnipartanna og
kvöldanna með fjölskyldunni
og minnka púsluspilið,“ seg
ir Bára meðal annars í færslu
sinni.
vaks
Davíð gefur
kost á sér
Davíð Sigurðsson í Miðgarði,
sem skipar annað sæti á lista
Framsóknarflokksins í Borg
arbyggð, hefur tilkynnt að
hann gefi kost á sér að nýju
á lista flokksins. „Við höfum
staðið vaktina sem minnihluti
og bent ótal sinnum á hluti
sem við töldum að ætti að
gera á annan hátt og stundum
fengum við áheyrn og stund
um ekki. Þannig er það bara,
ég viðurkenni að það tekur
á taugarnar að ná ekki alltaf
sínu fram en þannig er það
bara í lífinu,“ segir Davíð m.a.
í færslu á Facebook síðu sinni.
„Þrátt fyrir að það hafi ver
ið misjafnlega skemmtilegir
tímar á kjörtímabilinu þá hef
ég tekið ákvörðun um að gefa
aftur kost á mér á lista Fram
sóknarflokksins fyrir kosn
ingar í vor og ég er búinn að
tilkynna uppstillingarnefnd
um það,“ skrifaði Davíð.
mm
Stofnfundur Hjólreiðafélags Vest
urlands verður haldinn á Bara Öl
stofu Lýðveldisins að Brákarbraut
3 í Borgarnesi þriðjudaginn 22.
febrúar næstkomandi eða, 22.02.22
kl. 20:02. Síðastliðið haust var það
Helgi Guðmundsson sem plant
aði litlu fræi í tvo Facebook hópa,
Hjólað í Borgarbyggð og Samhjól
Vesturlandi, þar sem hann viðraði
þá hugmynd við meðlimi hópanna
hvort það væri ekki áhugi fyrir því
að stofna hjólreiðafélag. Vel var
tekið í hugmyndina og strax hent í
fund í kjölfarið. „Það voru fimmt
án manns sem mættu á fundinn,
sem var svona hálfgerður upplýs
ingafundur. Aðalmarkmiðið var að
athuga hvort það væri áhugi fyr
ir því að stofna hjólreiðafélag yfir
höfuð,“ útskýrir Guðríður Hlíf
Sigfúsdóttir sem hefur verið hluti
af ákveðnum undirbúningshópi
sem settur var á laggirnar í kjöl
far upplýsingafundarins. Ásamt
henni í undirbúningshópnum eru
Helgi Guðmundsson, Anna Hall
dórsdóttir, Sigurkarl Gústavsson
og Haukur Erlingsson. „Við buð
um okkur öll fram til að undirbúa
stofnfund sem verður núna næst
komandi þriðjudag, 22. febrúar.“
Allir Vestlendingar
velkomnir í félagið
Félagið verður kallað Hjólreiða
félag Vesturlands og verður Vest
lendingum öllum velkomið að vera
með í því. „Við hugsuðum að til
þess að þetta yrði stórt og öflugt
félag að gefa öllum á Vesturlandi
tækifæri á að vera með,“ útskýr
ir Guðríður. „Pælingin er einnig
að þetta á að vera opið fyrir all
ar tegundir reiðhjólaiðkunar og á
öllu getustigi. Það getur verið að
það verða einhverjar deildir innan
félagsins seinna meir, en við eigum
eftir að sjá betur hvernig því verð
ur háttað eftir stofnfundinn,“ bæt
ir hún við.
Helstu markmiðin eru að fá fleiri
iðkendur í sportið, auka aðstöðu til
hjólreiða bæði innanhúss og utan
dyra og einnig að auka fræðslu,
halda námskeið, bæta við hjólaleið
um og þar fram eftir götum. „Það
eru fullt af skemmtilegum leiðum
hérna í kring og viljum við gera þær
enn betri og bæta við leiðum. Okk
ur langar líka að kynna svæðið okk
ar hérna á Vesturlandi og fá fólk til
að staldra lengur við heldur en bara
í sjoppunum. Til dæmis í Borgar
nesi, þá sérðu fullt af fólki með hjól
á þakinu keyra hérna í gegnum bæ
inn, en það er ekkert að koma hing
að til að hjóla heldur frekar fer það
norður eða eitthvað álíka. En ef
upplýsingar um hjólaleiðir yrðu að
gengilegri, þá myndi það kannski
stoppa aðeins lengur við í bænum.“
Hefur alltaf hjólað
En hvað hefur þú hjólað lengi? „Ég
er frekar ný í þessu sporti,“ svar
ar Guðríður og hlær. „Ég hef alltaf
hjólað og þótt það rosalega gaman.
En svo langaði mig að gera eitthvað
meira með hjólið. Ég keypti mér
nýtt hjól 2019 og kom mér í sam
band við Dagnýju Pétursdóttur og
þau sem voru á kafi í hjólreiðunum
hérna í Borgarnesi. Það vildi líka til
að á svipuðum tíma og ég fékk nýja
hjólið hafði Dagný skipulagt hjól
reiða námskeið í Borgarnesi. Ég
skráði mig og kom mér á sama tíma
betur inn í þennan heim,“ bæt
ir Guðríður við um hjólaferilinn
sinn en hún hjólar mest megnis á
fjallahjóli. „Þetta er svo fjölbreytt
sport. Ég, Dagný og Helgi erum
til dæmis á fjallahjólunum. Hann
Sigurkarl er meira í götuhjólum og
sumir í bæði eins og hann Haukur,
hann á öll hjólin,“ bætir hún við og
hlær.
Hjólreiðar sem
heilsueflandi og
útiveruaukandi
„Ég vil hvetja sem flesta til þess
að prufa hjólreiðar. Í dag er um
margar mismunandi gerðir að velja
og ættu allir að finna eitthvað við
sitt hæfi. Má þar nefna götu, mal
ar, fjalla, rafmagns og innanhúss
hjólreiðar,“ segir Dagný Péturs
dóttir, hjóla og náttúruelskandi
eins og hún gjarnan kallar sig. „Að
hjóla fer afar vel með skrokkinn og
eykur þolið mjög fljótt, hvort sem
þú vilt hugsa um þær til heilsuefl
ingar eða eingöngu til afþreyingar
með það í huga að njóta í náttúr
unni. Einnig er hrikalega gaman
að finna aftur gleðina þegar hjólað
er og má nefna það að hjólreiðar
auka á þessa barnsgleði við hreyf
ingu, sem við töpum gjarnan þegar
við eldumst,“ bætir hún við. „Raf
hjólin eru um þessar mundir að
koma sterk inn og er það frábært
því margir sem hefðu ekki farið á
venjuleg hjól finna sig algjörlega
á rafmagninu þar sem það hjálp
ar við ákveðnar aðstæður. Ég hvet
ykkur sem flest að mæta og prufa
og það má alltaf hafa samband,“
segir Dagný glöð. Hægt er að hafa
samband í gegnum Facebook hóp
inn, Hjólreiðafélag Vesturlands,
eða finna Dagnýju á Facebook og
spyrja hana út í hjólreiðar.
Allir hvattir til að
mæta á stofnfund
Ein af ástæðum þess að stofna til
hjólreiðafélags var meðal annars
til að auðvelda styrktar umsókn
ir. „Styrkirnir verða meðal annars
nýttir til að búa til brautir í skóg
ræktarlandi, fá þjálfun og líka styrk
til að senda fólk á þjálfaranámskeið
svo við getum verið með okkar eig
in þjálfara í heimabyggð. Við vilj
um fjárfesta í einhverju sem myndi
svo skila sér áfram í samfélagið
okkar,“ útskýrir Guðríður bjartsýn
að endingu.
Eins og fyrr kemur fram þá verð
ur stofnfundur Hjólreiðafélags
Vesturlands haldinn á Bara Ölstofu
Lýðveldisins næstkomandi þriðju
dag kl. 20:02 og eru allir sem hafa
einhvern áhuga á hjólreiðum á öll
um getustigum hvattir til að mæta
á fundinn.
glh
Lukkulegur hjólreiðahópur í júní 2020 eftir árlega Skarðsheiðarför. Hefð hefur
verið að fara fyrsta laugardag í júní ár hvert og hjóla Skarðsheiðina. Stefnt er að
því að fara 4. júní næstkomandi og verður það fimmta árið í röð sem það verður.
Ljósm. aðsend.
Stofnfundur Hjólreiðafélags Vesturlands
verður haldinn í Borgarnesi
Mæðgurnar Guðríður Hlíf og Þórdís Hrefna.
Dagný Pétursdóttir, hjóla- og náttúruelskandi og einn af forsprökkum hjólreiða í
Borgarnesi. Ljósm. aðsend.