Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Síða 28

Skessuhorn - 16.02.2022, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 202228 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna Pennagrein Pennagrein Við undirrituð viljum eftir að hafa skoð­ að hugmyndir og tillögur VSÓ fyrir Vegagerðina, sem unnar voru fyrir til­ stuðlan sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveit­ ar, um vegarlagningar um sveitarfélag­ ið, mótmæla þessum tillögum harðlega. Við teljum þær engan veginn fullnægja þeim væntingum eða kröfum sem gera má til slíkra framkvæmda í dag. Einnig þarf að horfa til þess að þær verða óaftur kræfar og munu notast til næstu 100 ára hið minnsta. Við getum séð fyrir okkur og höfum þá trú að mikil uppbygging geti átt sér stað í þessu friðsæla og fallega sveitar­ félagi, ef það verður ekki skaðað veru­ lega, ekki síst í­ og kringum Melahverf­ ið og einnig í Leirár­ og Melasveitinni. Þá er ekki gott ef búið verður að leggja hraðbraut einmitt þar sem íbúðabyggð­ in gæti verið þéttust. Tökum sem dæmi Lambhaganesið, þangað gæti Melahverfið stækkað eða það orðið úti­ vistarsvæði, þá væri ekki gott að vera með hraðbraut í gegnum mitt hverf­ ið með þeim hættum og ónæði sem því fylgir. Þessar fjórar leiðir sem boðið er upp í tillögum VSÓ, eru að okkar mati engan veginn ásættanlegar, vafalaust hafa þær allar einhverja kosti, hver með sínu sniði, en allar eru þær stórgallaðar. Til­ lögurnar kalla á mikið af hliðarvegum með ýmisskonar tengingum og undir­ göngum, smíði nokkurra brúa, tak­ marka íbúum aðgang að eigin landi, ná­ lægð vega við íbúðabyggð og frístunda­ byggð, gerir fólki jafnvel dvöl í eigin húsum illmögulega. Nú í dag er mikið talað um kolefnis­ spor, verndun votlendis og náttúru. Það er ekkert tillit tekið til þess í þess­ um hugmyndum, akstursleiðir lengd­ ar, skurðir grafnir með vegum og ræst fram, þurrkað upp votlendi, fjöldi undirganga sem einnig þarf að fram­ ræsa, byggðar brýr á veiðiárnar Laxá og Leirá. Hitaveitulagnir sem nýbúið er að endurnýja svo og raf­ og ljósleiðarlagnir sem einnig eru nýlega lagðar í jörðu til hliðar við þjóðveg eitt, þurfa þá vænt­ anlega að færast eða hliðarvegur sam­ kvæmt valinni tillögu (tillaga 1c) færast enn meira til hliðar. Mikið hefur verið rætt um að ekki megi snerta við Grunnafirðinum vegna Ramsarsáttmála en það er einmitt gert samkvæmt þessari tillögu. Sjávarfalla gætir upp undir Laxárbakka, undir brúna við Laxá, einnig er það við læk­ inn milli bæjanna Lækjar og Lyngholts, þar fellur alveg að þjóðvegi 1 og reynd­ ar aðeins lengra á stórstreymi. Það þarf að taka inn í dæmið að friðun Grunna­ fjarðar nær allan hringinn. Þetta tel ég þó ekki vandamál, má leysa með stærra ræsi og brú. Þess skal einnig getið að lagning hliðarvega og akstursleiða er einnig á teikniborðinu hvað varðar veg­ inn frá Grundartanga að Hvalfjarðar­ göngum en ég mun ekki fara nánar út í það hér. Ekki gengur að vera með ábendingar og athugasemdir nema koma með ein­ hverjar tillögur og lausnir á móti. Legg ég til að Grunnafjarðarleiðin verði fyr­ ir valinu, það er að leggja veginn með brú fyrir mynni Grunnafjarðar, það er leið sem búið er að skoða mjög vel af sérfræðingum Vegagerðarinnar m.a. í skýrslu sem var unninn af VSÓ 2009. Niðurstaða þeirrar skýrslu var sú að þetta væri álitlegur kostur og vel fram­ kvæmanlegur að uppfylltum þeim kröf­ um sem til þess væru gerðar. Eins og vel sést á meðfylgjandi korti af hugs­ anlegri veglínu, þá er þetta þægileg, bein leið með mjúkum sveigum, lítill halli og gott sjónsvið. Þessi leið er fjarri allri íbúðabyggð og skerðir lítið aðgang svæða. Einhver röskun verður á grónu landi en það er óhjákvæmilegt hvar sem vegurinn verður lagður. Mjög lítið er af tengingum inn á veginn, aðeins 7­8 frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðar­ brú og eykur það öryggi vegfaranda enn frekar. Í dag eru tengingar um 40 tals­ ins og í hinum tillögunum fjórum sem liggja fyrir líklega 12­15. Þá er einnig vert að taka fram að þennan veg er hægt að leggja að mestu án þessa að trufla aðra umferð eða leggja bráðabirgðar­ vegi meðan á vegarlagningu stend­ ur. Bendi á fram­ kvæmdir á Kjal­ arnesinu og austan við Hveragerði því til stuðnings. Það sem er mikilvægast er að röskunin verði sem allra minnst, tekið tillit til náttúr­ unnar og öryggis vegfaranda. Eftir að hafa átt samtal við ýmsa ráða­ menn og aðila sem þetta mál varðar þá virðast flestir vera sammála því að veg­ ur yfir Grunnafjörð sé besti kosturinn, fyrir öll sveitarfélögin hér á Vesturlandi, einnig alla þá sem leið eiga um veg­ inn bæði suður og norður, auk þess að þetta er augljóslega besti kosturinn fyr­ ir sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit. Það virðist vera aðeins sveitarstjórn Hval­ fjarðarsveitar sem þetta strandar á og finnst hún þurfi að gefa skýringar á því. Ég vil benda á að líklega sparast svona 6­7 þúsund km. akstur á dag ef Grunna­ fjarðarleiðin er valin. Það má reikna það yfir í krónur eða kolefnisspor. Við förum fram á að Grunnafjarðar­ leiðinni verði bætt inn sem valkosti við þær fjórar leiðir sem nefndar hafa ver­ ið sem valkostir í tillögum Vegagerðar­ innar. Einnig óskum við eftir að haldinn verði kynningarfundur um málið. Þá óskum við eftir að sveitarstjórnin svari þessu erindi hér á sama vettvangi auk þess sem hægt er að hafa samband við undirritaðan eftir öðrum leiðum einnig. Fyrir hönd eigenda sumarhúsasvæðis í landi Beitistaða, Ólafur Óskarsson Opið bréf til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar: Björgum sveitinni „Við förum fram á að Grunnafjarðarleiðinni verði bætt inn sem valkosti við þær fjórar leiðir sem nefndar hafa verið sem valkostir í tillögum Vegagerðarinnar.“ Hér má sjá frumhönnun veglínu frá Akranesi, yfir Grunnafjörð og inn á þjóðveg- inn í Melasveit. Teikning: Hnit. Hinn 7. febrúar síðastliðinn spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, mat­ vælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist styðja frumvarp Lilju Rafn­ eyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu­ og byggðakvótakerfisins. Svan­ dís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiði­ kerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei. Og svarið var afdráttarlaust NEI. Svandís samþykkir ekki frumvarp flokkssystur sinnar! Frumvarpið vakti eðlilega miklar væntingar meðal strandveiðimanna eftir hið furðulega útspil matvæla­ ráðherrans og félög strandveiði­ manna víða um landið höfðu lýst yfir stuðningi við það. Jafnframt studdi Flokkur fólksins frumvarpið heils hugar. Leikið tveimur skjöldum Neitun ráðherra VG er í hróp­ andi ósamræmi við hástemmdar yf­ irlýsingar VG í kosningabaráttunni í NV kjördæmi sl. haust: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheim­ ilda er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. En hún er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhag­ munagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. „Sam­ tökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Brot á búseturétti og atvinnufrelsi Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggð­ anna eiga tilkall til fiskimiðanna undan strönd­ um lands­ ins. Takmark­ anir stjórn­ valda á veið­ um íbúa und­ an ströndum sjávarbyggð­ anna eru því skerðing á búseturétti sjávarbyggð­ anna. Takmarkanir á atvinnufrelsi þurfa að byggjast á sterkum rökum og ekki ganga lengra en nauðsyn krefur, það er meðalhófið. Aflahá­ mark, sem takmarkar fiskveiðar, á eingöngu að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum, ekki til veiða sem ógna þeim ekki. Hand­ færaveiðar ógna alls ekki fiskistofn­ um og það munar ekkert um þessi 1.500 tonn í heildarafla Íslendinga en sjávarbyggðunum blæðir ef þetta er tekið af þeim. Höfum hugfast að strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnis­ sporið og hámarka verðmæti aflans. Barátta fyrir mannréttindum Sagt er að leiðin til Heljar sé vörðuð góðum áformum. Kvóta­ kerfið, sem komið var á til bráða­ birgða 1984, er slík varða fyr­ ir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofn­ inn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag! Árangurinn er sem sagt enginn. Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín mestum hluta afla­ marksins og skeyttu litlu um sjávar­ byggðirnar. Kvótakerfið er óbreytt og sjávarbyggðum heldur áfram að hnigna og íbúum fækkar. Þessi þró­ un mun halda áfram verði ekki nýt­ ingarréttur sjávarbyggðanna viður­ kenndur. Það er hin brennandi spurning um viðurkenningu á at­ vinnufrelsi og búseturétti fólksins í landinu. Bann við frjálsum hand­ færaveiðum er mannréttindabrot og svikin loforð VG við íbúa sjávar­ byggða frá því fyrir kosningar tala sínu máli um pólitískan heiðarleika þess flokks sem stýrir þessum mála­ flokki í dag. Eyjólfur Ármannsson Höfundur er alþingismaður fyrir Norðvesturkjördæmi. Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar!

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.