Skessuhorn - 16.03.2022, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 20226
Mál kjörstjórnar
fellt niður
NV-KJÖRD: Lögreglustjór-
inn á Vesturlandi hefur fellt
niður mál Inga Tryggvason-
ar, fyrrverandi formanns yfir-
kjörstjórnar Norðvesturkjör-
dæmis. Þetta staðfestir Ingi í
samtali við fréttastofu Ríkis-
útvarpsins sem fyrst birti frétt
þar að lútandi. Fullvíst er talið
að aðrir í yfirkjörstjórninni fái
sambærilegt bréf á næstu dög-
um. „Það var ekki talið lík-
legt til sakfellis. Það eru svo
sem engin sérstök viðbrögð
við þessari niðurstöðu, ég átti
alltaf von á þessu,“ sagði Ingi
í samtali við fréttastofu RUV.
-mm
Nýtt rekstrar-
leyfi gefið út
HÚSAFELL: Matvælastofn-
un hefur veitt Veiðifélagi Ytri
- Rangár rekstrarleyfi til fisk-
eldis á Húsafelli í Borgar-
firði. Matvælastofnun aug-
lýsti tillögu að rekstrarleyfi á
vef stofnunarinnar 11. nóv-
ember 2021 og var frestur
til að skila inn athugasemd-
um til 3. desember. Veiðifé-
lag Ytri-Rangár sótti um nýtt
rekstrarleyfi vegna 40 tonna
hámarkslífmassa á seiðaeldi á
laxi til stangveiða á Húsafelli.
Starfsemin er einnig háð
starfsleyfi Umhverfisstofn-
unar. Heimilt er að kæra
ákvörðun Matvælastofnun-
ar um útgáfu rekstrarleyfis til
úrskurðarnefndar umhverf-
is- og auðlindamála og er
kærufrestur einn mánuður frá
birtingu auglýsingar. -mm
Reykhóladagar
haldnir í ágúst
REYHÓLAHR: Reyk-
hóladagar verða í ár haldnir
helgina 12.-14. ágúst. Þema
hátíðarinnar verður menn-
ing og séreinkenni Reyk-
hólahrepps. Einstaklingar
og fyrirtæki sem vilja koma
að hátíðinni geta sótt um
styrki hjá Reykhólahreppi
til að standa undir kostnaði
við þeirra framlög á hátíð-
inni. Verkefni sem tengj-
ast menningu og sérkenn-
um Reykhólahrepps eiga for-
gang á styrki sem verða að
hámarki 100.000 krónur fyr-
ir hvert verkefni. Opið er fyr-
ir umsóknir til 1. júní. Opinn
fundur varðandi hátíðina
verður haldinn á næstu vik-
um þar sem áhugasamir geta
komið með hugmyndir, tekið
þátt í umræðum um hátíðina
og fengið nánari útskýringar á
styrkjafyrirkomulagi. -vaks
Ók upp á vegrið
DALABYGGÐ: Síðasta
fimmtudag um kvöldmatar-
leytið var hringt í Neyðar-
línuna og tilkynnt um óhapp
í Bröttubrekku. Ökumað-
ur hafði misst stjórn á bifreið
sinni og ekið á vegrið. Fór bif-
reiðin upp á vegriðið og rann
á því um 50 metra. Ökumann
sakaði ekki en bifreiðin og
vegriðið voru mikið skemmd.
Bifreiðin var síðan flutt af
vettvangi með dráttarbifreið.
-vaks
Bíll frá ferðaþjónustufyrirtæk-
inu Into the glacier var á ferð upp
í ísgöng í Langjökli með 37 far-
þega og leiðsögufólk á sunnu-
daginn þegar hann festist í krapa í
Geitlandi. Að sögn Birgittu Bjargar
Jónsdóttur, rekstrarstjóra Into the
glacier, er alltaf öryggisbíll með í
för þegar ferðir eru farnar á jökul-
inn en ekki vildi betur til en svo að
sá bíll festist einnig. Var þá kallað á
þriðja bílinn til að sækja farþegana.
„En sá var á leið niður með farþega
og því var bið eftir honum,“ seg-
ir Birgitta og bætir við að lögreglu
hafi verið gert viðvart um stöðuna.
Hún segir enga hættu hafa skapast,
veður hafi verið gott og bílarnir vel
útbúnir. „Í samráði við lögreglu var
ákveðið að kalla út björgunarsveit-
ir í nágrenninu klukkan 21 þar sem
búist var við versnandi veðri,“ seg-
ir Birgitta. Hún segir að á svipuð-
um tíma hafi öryggisbíllinn ver-
ið losaður og farþegar ferjaðir yfir
í þriðja bílinn og í kjölfarið héldu
bílarnir af stað niður til byggða aft-
ur og var beiðni um aðstoð björg-
unarsveita afturkölluð um klukk-
an 22.
„Við komuna í Húsafell var far-
þegum boðið upp á áfallahjálp sem
enginn þáði,“ segir Birgitta og bætir
við að farþegarnir hafi fengið upp-
lýsingar um hvernig ætti að bera sig
að ef óskað yrði eftir aðstoð seinna.
„Í samræmi við öryggisreglur okkar
metum við alltaf aðstæður áður en
haldið er af stað. Það var ekki ófært
þennan dag en það getur alltaf
komið fyrir að bílar festist á jökli.
Við erum með frábært starfsfólk
og í góðu sambandi við viðbragðs-
aðila, sem við erum þakklát fyr-
ir,“ segir Birgitta. Ekki voru farnar
ferðir upp á jökulinn á mánudaginn
vegna veðurs. arg
Á þriðja hundrað björgunarveitar-
menn, þar á meðal frá Vesturlandi,
tóku á mánudagskvöldið þátt í leit
að ferðamanni að Fjallabaki, en
leitinni lauk rétt fyrir miðnætti.
Fyrstu sveitirnar voru kallaðar út
klukkan fimm síðdegis eftir að
boð barst frá neyðarsendi norð-
austur af Mýrdalsjökli. Síðar voru
fleiri kallaðar til.
Á hálendinu er mikill snjór og
víða krapi og því aðstæður erfiðar.
Kallaðar voru út sveitir frá Suður-
landi, Suðvesturlandi og Vestur-
landi með snjóbíla, breytta jeppa,
vélsleða og leitarhunda. Í neyðar-
boðunum barst ónákvæm stað-
setning og því var leitarsvæðið
í upphafi nokkuð stórt. Sótt var
að svæðinu úr nokkrum áttum og
voru fyrstu hópar komnir á vett-
vang um klukkan átta og hófst þá
leit. Fljótlega fjölgaði leitarmönn-
um og voru hátt í tvö hundruð
komnir á vettvang þegar maður-
inn fannst klukkan 23:40 um 4,5
kílómetra frá upphaflegri stað-
setningu. Ferðamaðurinn var heill
á húfi en kaldur og blautur. Björg-
unarsveitarmenn komu honum í
hlý og þurr föt og fluttu hann á
vélsleða til móts við þyrlu Land-
helgisgæslunnar sem flutti hann
til aðhlynningar í Reykjavík. Voru
síðustu björgunarmenn komnir
til síns heima klukkan fimm um
nóttina.
mm/ Ljósm. Landsbjörg
Víðtæk leit að ferðamanni á hálendinu
Bíll festist í krapa á leið upp á Langjökul