Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Síða 15

Skessuhorn - 16.03.2022, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2022 15 Skagabón ehf. auglýsir eftirfarandi nýjung! Við hjá Skagabón þökkum Skagamönnum og nærsveitungum fyrir frábærar viðtökur! Nú erum við hjá Skagabón ehf. að fara af stað með áskriftarkerfi fyrir fyrirtæki og einstaklinga! Áskriftarkerfi: Pakki 1: 202.000kr Í áskrift 120.000kr Pakki 2: 150.000kr Í áskrift 100.000kr Pakki 3: 96.000kr Í áskrift 75.000kr Pakki 4: 68.000kr Í áskrift 45.000kr Pakki 5: 142.000k Í áskrift 100.000kr Pakki 6: 122.000kr Í áskrift 80.000kr Pakki 7: 118.00kr Í áskrift 67.000kr Hægt er að sjá kerfin inn á SkagaBón facebook síðu, en von bráðar opnar bókunarsíðan www.skagabon.is Sími 771-6866, Instagram: Skagabon. S K E S S U H O R N 2 02 2 Endurnýjun á þaki Heiðarskóla Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðarsveit óskar eftir tilboðum í endurnýjun á þaki millibyggingar Heiðarskóla ásamt því að taka niður kerfisloft og endurnýja rakavarnarlag. Helstu magntölur í verkinu eru: Losa upp eldra þakefni 360m² Rífa og endurnýja rakavarnarlag 350m² Undirlektur 800m Lektur 750m Ný álbáruklæðning 350m² Verktími er 15. júní – 15. ágúst 2022 og útboðsgögn verða afhent rafrænt án endurgjalds. Hægt er að óska eftir gögnum hjá Hvalfjarðarsveit á netfanginu hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is eða í síma 433 8500. Tilboð verða opnuð 25. mars 2022 kl. 10:00 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Verkefnastjóri framkvæmda og eigna Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Kjörnir fulltrúar gefa kost á sér til starfa í íslenskum sveitarstjórnum til að láta gott af sér leiða og upplifa árangur af störfum sínum. Á hinn bóginn vinna þeir talsvert meira heldur en fulltrúar í sveitarstjórn- um annars staðar á Norðurlöndum, eða að meðaltali 50 klst. á mánuði. Ef kjörnir fulltrúar sem hafa setu í sveitarstjórn að aðalstarfi eru tekn- ir frá þá fellur meðaltalið niður í 40 klst. á mánuði. Ríflega helm- ingur hópsins hefur upplifað mik- ið álagi í starfi til lengri tíma. Þetta kemur fram í könnun Evu Marínar Hlynsdóttur, prófessors í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sem kannaði reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi. Eva Marín naut liðsinnis innviða- ráðuneytis og Samband íslenskra sveitarfélaga við gerð könnunarinn- ar og var niðurstöðuskýrsla hennar unnin í samráði við verkefnisstjórn um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa innan innviðaráðuneytisins. Verk- efnisstjórnin vinnur að því að greina starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og leggja fram tillögur til úrbóta. Eva Marín segir niðurstöð- ur könnunarinnar athyglisverð- ar í ljósi umfangsmikilla breytinga á sveitarstjórnarstiginu. „Samhliða auknum verkefnum sveitarfélaga hefur sveitarfélögunum fækkað á landsvísu. Sú þróun hefur óneit- anlega haft áhrif á störf sveitar- stjórna. Færri hendur vinna fleiri verk. Í könnuninni vekur álag á sveitarstjórnir sveitarfélaga af mið- stærð sérstaka athygli. Einn þáttur í því gæti verið að þessi sveitarfé- lög hafi tekið að sér að sjá um ver- kefni fyrir minnstu sveitarfélögin,“ segir hún. „Svo má ekki gleyma því að íslenskar sveitarstjórnir eru mjög fámennar og raunar aðrar fámennu- stu sveitarstjórnir í Evrópu með sjö fulltrúa að meðaltali.“ Nýliðun of mikil í röðum kvenna Guðveig Eyglóardóttir, bæjarfull- trúi í Borgarbyggð og formaður verkefnisstjórnar um starfsaðstæð- ur kjörinna fulltrúa innan aðgerðar- áætlunar stjórnvalda á sviði sveitar- stjórnarmála, segir niðurstöðurn- ar dýrmætt innlegg inn í störf ver- kefnisstjórnarinnar. „Sveitarfélög- in á Íslandi eru ólík og könnunin staðfestir að nauðsynlegt er að líta til margra þátta til að bæta aðstæð- ur kjörinna fulltrúa. Þar er hægt að nefna skipulag, fræðslu, aðstæð- ur, kjör og stuðning vegna erf- iðra samskipta og áreitni,“ segir hún og bætir við að ríflega helm- ingur kjörinna fulltrúa hafi upplif- að áreitni í tengslum við störf sín í sveitarstjórnum á kjörtímabilinu eða síðasta kjörtímabili samkvæmt könnuninni. Guðveig tekur fram að markmið nefndarinnar hafi verið að vinna gegn óvenjumikilli nýliðun í sveitar- stjórnum, sex af hverju tíu fulltrú- um í sveitarstjórn hafi verið nýliðar í tvennum síðustu sveitarstjórnar- kosningum. „Nýliðun er alltof mik- il, sérstaklega meðal kvenna. Þótt hlutfall kynjanna sé orðið ágætt í sveitarstjórnum stoppa þær alltof stutt,“ segir hún. mm Átakinu Römpum upp Ísland var formlega hleypt af stokkunum í síðustu viku. Markmiðið með verk- efninu er að byggja 1.000 rampa um land allt á næstu fjórum árum. Kynningarfundur um verkefnið var haldinn í Skyrgerðinni í Hvera- gerði. Þar fluttu ávörp Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari verkefnisins, Katrín Jak- obsdóttir, forsætisráðherra, Sig- urður Ingi Jóhannsson, innviða- ráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Har- aldur Þorleifsson, frumkvöðull verkefnisins. „Verkefnið Römpum upp Ísland er ekki aðeins merkilegt fyrir það að í því felst stórkostleg breyting í aðgengismálum fatlaðs fólks um allt land, heldur er sérlega ánægju- legt og virðingarvert að einstak- lingur leggi svo mikið af orku sinni og fjármunum til verkefna af þessu tagi. Ég vil sérstaklega þakka Har- aldi Þorleifssyni fyrir frumkvæð- ið að samstarfinu og ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir þá tillögu, sem ég hef staðfest og undirritað og felur í sér 200 millj- óna króna stuðning við verkefnið næstu fjögur árin,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Verkefnið Römpum upp Reykja- vík, sem snéri að því að byggja 100 rampa í miðbæ Reykjavíkur í fyrra, fékk byr undir báða vængi og var lokið við 101 ramp næstum þremur mánuðum á undan áætl- un og á sama tíma undir kostn- aðaráætlun. „Það var strax tekið vel í verk efnið og því færum við út kvíarnar og tæklum allt landið næst. Strax frá byrjun verkefnisins í Reykjavík höfum við fundið fyr- ir miklum áhuga um allt land og því ákváðum við að slá til. Stuðn- ingsaðilar okkar hafa einnig unnið þrekvirki og þetta væri einfaldlega ekki hægt án þeirra,“ sagði Harald- ur Þorleifsson, frumkvöðull verk- efnisins. Nánar um verkefnið Römpum upp Ísland er verkefni þar sem miðað er að því að setja upp 1.000 rampa á næstu fjórum árum um land allt. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrir tækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Fram- lag ríkisins nemur 200 milljónum kr. á tímabilinu. Álíka upphæð mun renna inn í verkefnið frá einkaaðil- um og sveitarfélögum. Með römp- unum er öllum gert kleift að kom- ast á þægilegan hátt inn á veitinga- staði og í verslanir þátttakenda á landinu öllu. Verkefnið verð- ur framkvæmt í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitt- er og stofnandi hönnunarfyrir- tækis ins Ueno, er hvatamaður ver- kefnisins. mm Brennandi áhugi en mikið álag sveitarstjórnarfólks Á kynningarfundi í Hveragerði um verkefnið Römpum upp Ísland: F.v.: Dagur B. Eggertsson, Katrín Jakobsdóttir, Haraldur Þorleifsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Friðrik Sigurbjörnsson. Ætla að rampa upp Ísland

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.