Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Page 16

Skessuhorn - 16.03.2022, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 202216 Félag Ungra athafnakvenna (UAK) var stofnað í maí 2014 og hef- ur það markmið að stuðla að jafn- rétti og framþróun í samfélaginu. Á vef félagsins segir: „UAK vill gera allt sem í valdi félagsins stendur til að jafna stöðu kynja á íslenskum vinnumarkaði með því að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakend- ur í atvinnulífinu. UAK vinnur að jafnrétti með fræðslu, umræðu og hvatningu. Með fjölbreyttum við- burðum fá félagskonur innsýn inn í ólíka upplifun kvenna út frá starfi þeirra og bakgrunni.“ Í félaginu eru konur með fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnulífinu eða námi en engin inngönguskilyrði eru í félagið og ekkert aldurstakmark. Stjórn félags- ins skipa níu konur hverju sinni og er kosið til tveggja ára í senn. Starfsárið 2021/2022 eru þrjár kon- ur í stjórn frá Akranesi. Blaðamaður heyrði í þessum þremur konum og fékk smá innsýn í þeirra störf. Var í leit að samfélagi kvenna Guðrún Valdís Jónsdóttir er fjár- málastjóri UAK og er á sínu fyrsta starfsári. Guðrún er fædd og upp- ali n á Akranesi, gekk í Brekkubæjar- skóla og svo í FVA áður en hún fór til Bandaríkjanna þar sem hún lærði tölvunarfræði við Princeton háskóla í New Jersey. Að námi loknu flutti hún til New York þar sem hún vann sem öryggisráðgjafi hjá Aon í New York. Eftir rúm sex ár í Bandaríkj- unum flutti Guðrún aftur heim til Íslands árið 2020 og vinnur í dag sem öryggisráðgjafi hjá tölvu- og netöryggisfyrirtækinu Syndis. „Ég vinn við að hakka kerfi hjá fyrir- tækjum og reyna að brjótast inn í þau. Svo veiti ég þessum fyrirtækj- um ráðgjöf um hvernig þau geti bætt netöryggi sitt,“ útskýrir Guð- rún. „Það var æðislegt að búa í New York og ég var í raun ekki á leiðinni heim en flúði vegna Covid. Svo var Bandaríkjunum lokað og ég festist tímabundið hér á Íslandi og ílengd- ist svo alltaf. Ég ákvað að nýta tækifærið og prófa að flytja alveg heim aftur og sjá hvernig mér lík- aði það,“ segir Guðrún sem í dag er mjög ánægð á Íslandi og ekkert á leiðinni út aftur. „Ég byrjaði eigin- lega í UAK vegna þessara flutninga, en ég var fyrsta stelpan sem var ráð- in hjá Syndis og var bara að vinna með körlum á þessum tíma. Mig vantaði því að komast inn í samfé- lag öflugra kvenna og fann það svo sannarlega í þessu félagi. Ég vinn í mjög karllægum geira og það var því mjög farsæl og góð ákvörðun að skrá mig í UAK þar sem ég hef kynnst fjölmörgum metnaðarfull- um, klárum, og dásamlegum stelp- um,“ segir Guðrún Valdís. Söngurinn er drifkraftur Inga María Hjartardóttir er vara- formaður UAK og alþjóðatengill á sínu öðru ári í stjórn. Hún er fædd og uppalin á Akranesi þar sem hún kláraði stúdentspróf frá FVA. Inga María er söngkona með BMus í tónlistarviðskiptafræði frá Berklee College of Music í Boston í Banda- ríkjunum. „Ég fór til Bandaríkjanna í nám fyrst og fremst út af tón- listinni og tók viðskiptafræði sam- hliða,“ útskýrir hún. Eftir nám- ið flutti Inga María til Los Angel- es þar sem hún ætlaði að reyna fyrir sér sem söngkona. „Ég fæ svo óvænt ekki landvistarleyfi og verð að flytja aftur heim árið 2018.“ Inga María býr í Reykjavík þar sem hún vinnur í markaðsdeild hjá Símanum. „Ég sé um viðburði, alla samfélagsmiðla Símans og markaðssetningu. Fjöl- skyldan er samt öll á Akranesi og ég sakna þess stundum að vera ekki þar,“ segir hún Inga María var í leit að félagsskap kvenna á svipuðum stað í lífinu og hún og ákvað því að skrá sig í UAK. „Ég ákvað svo að ríða á vaðið og bjóða mig fram í stjórn strax og náði kjöri í fyrstu tilraun. Það var mín lukka því þetta er ótrúlega gefandi starf og ekki síður mikill skóli að fá að vinna með þessum kjarnakon- um sem allar eru á svipuðum aldri og ég,“ segir Inga María. „Ég fann þennan hóp samt eiginlega af tilvilj- un og mikið sem ég er þakklát fyr- ir það. Þarna eru konur sem ég get speglað mig í og fengið innblástur frá og svo hefur orðið til vinskap- ur sem er alveg ómetanlegur,“ segir Inga María og bætir við að í þessu félagsstarfi fái hún einnig útrás fyrir sköpunargleði sína. „Ég er fyrst og fremst söngkona og tónlistin hefur alltaf verið drifkrafturinn í því sem ég geri. Ég er mjög kreatíf mann- eskja og þarf að fá útrás fyrir það og ég finn að ég fæ það svolítið í þessu starfi til dæmis við að skipuleggja allskonar viðburði sem við höld- um,“ segir Inga María. Vill sjá fleiri Skagakonur í UAK Árný Lára Sigurðardóttir er stjórnar meðlimur og fyrsti vara- maður í stjórn UAK starfsár- ið 2021-2022. Á fyrri hluta starfs- ársins gegndi hún einnig stöðu samskiptastjóra í stjórn þar sem hún sá um samskipti, viðtöl, skrifa frétt- ir og að koma félaginu á framfæri. „Þá vann ég mjög náið með sam- félagsmiðlastjóranum okkar við að koma viðburðum og öðru sem við vorum að gera á framfæri,“ útskýr- ir Árný. Hún er fædd og uppalin á Akranesi, gekk í Grundaskóla og tók stúdentspróf við FVA. Hún er með BA gráðu í þýsku frá Háskóla Íslands og Paris Lodron háskól- anum í Salzburg og MA gráðu í alþjóðastjórnmálum frá Háskóla Íslands. Hún starfar í dag sem verk- efnastjóri hjá Alþjóðasviði Háskóla Íslands. „Ég sé til dæmis um nem- endur sem fara í skiptinám innan Evrópu,“ segir hún. Árný sótti fyrstu ráðstefnu UAK sem haldin var árið 2018 og hef- ur hún fylgt félaginu síðan. „Ég hef ýmist verið skráð í félagið eða sótt opna viðburði inna á milli. En mér fannst kominn tími á að sjá breytingar fyrir konur í atvinnu- lífinu, sérstaklega ungar konur og ákvað því að skoða þetta félag. Mér fannst þetta tilvalinn félagsskap- ur og góður vettvangur fyrir það sem ég var að leita að. Ég hef öðl- ast mikla reynslu og myndað góð tengsl innan félagsins og það er gaman að taka þátt í að hjálpa kon- um að koma sér á framfæri og dafna í atvinnulífinu,“ segir Árný og bætir við að nú voni hún að fleiri Skaga- konur skrái sig í félagið. „Það væri gaman að sjá hlutfall Skagakvenna í stjórn haldast svona áfram,“ segir hún og hlær. „En UAK er fyrir all- ar konur í atvinnulífinu og þangað geta konur leitað sem eru kannski að taka sín fyrstu skref á vinnu- markaðnum eða að þróa starfsfer- il sinn áfram,“ segir Árný Lára að endingu. arg/ Ljósm. aðsendar Árný Lára Sigurðardóttir. Þrjár af níu í stjórn Ungra athafnakvenna koma frá Akranesi Guðrún Valdís Jónsdóttir. Inga María Hjartardóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.