Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Qupperneq 27

Skessuhorn - 16.03.2022, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2022 27 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Allt frá árinu 2018 hefur verið lög- bundin skylda á sveitarfélögum að starfrækja notendaráð til að tryggja samráð notenda félagsþjónustu við stefnumörkun og áætlanagerð. Árið 2019 sendi Öryrkjabanda- lag Íslands erindi á alla sveitarstjóra landsins þar sem brýnd var fyrir þeim skyldan til þess að koma not- endaráðum á laggirnar og tryggja þannig samráð fatlaðra íbúa sveitar- félagsins og hagsmunasamtaka fatl- aðs fólks. Samráð er lykillinn að gæðum í stefnumótun og reglusetningu þegar kemur að mannréttindamál- um svo sem félagsþjónustu. Það er því ekki að ástæðulausu að lög geri ráð fyrir skyldu sveitarfélaga til þess að hlusta á raddir þeirra sem þjón- ustan beinist að. Öryrkjabandalaginu hefur boð- ist að skipa fjölmarga fulltrúa í not- endaráð þar sem þeim hefur verið komið upp. Til þess að sá hópur valdeflist og hafi bestu mögulegu upplýsingar um störf notendaráða vítt og breitt um landið, starfræk- ir Öryrkjabandalagið umræðuhóp fyrir fulltrúa sem sem sitja í not- endaráðum. Allir fulltrúar fatlaðs fólks í notendaráðum landsins og annars konar samráðshópum við yfirvöld eru velkomnir í þann hóp og geta sett sig í samband við skrif- stofu Öryrkjabandalagsins til að komast á póstlistann, til dæmis með tölvupósti á netfangið: mottaka@ obi.is. Því miður hefur orðið misbrestur á að öll sveitarfélög hafi komið sér upp fullnægjandi notendaráðum í málefnum fatlaðs fólks í samræmi við 8. grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í sumum tilfellum hefur verið skipað í slík notendaráð án aðkomu Öryrkjabandalagsins og því höfum við ekki getað veitt fötluðu fólki í þeim notendaráð- um stuðning og jafningjafræðslu. Þetta er óásættanlegt og hefur Öryrkjabandalag Íslands því beint því að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gerð verði úttekt á því hvaða sveitarfélög hafa ekki enn brugðist við þessari lögbundnu skyldu sinni. Það skiptir alla borgara landsins máli að hlustað sé á fólkið í nærum- hverfinu og sérstaklega á fólkið sem sem eru notendur félagsþjón- ustu. Því skorum við á þig lesandi góður að gera málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu að þínum og veita sveitarstjórnum og þeim einstak- lingum sem bjóða sig fram í kom- andi sveitarstjórnarkosningum aðhald hvað varðar áherslur full- trúa í þessari mikilvægu réttinda- baráttu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for- maður Öryrkjabandalags Íslands Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar Katrín Oddsdóttir, mannréttinda- lögfræðingur Svarbréf sveitarstjórnarfulltrúa Íbúalistans við bréfaskrifum Ólafs Óskarssonar Undirritaðar tóku undir og samþykktu svarbréf sveitarstjórn- ar Hvalfjarðarsveitar við bréfi Ólafar Óskarssonar nú í lok febr- úar mánaðar. Þetta var ágætis bréf sem fór yfir hinar ýmsu staðreynd- ir málsins eins og það kemur fyrir augum sveitarstjórnar. Í okkar huga vorum við og erum ekki að segja að Grunnafjarðar leiðin sé ekki í boði, þó við getum ekki fullyrt hver hug- ur meirihluta sveitarstjórnar er. Það er hægt að taka undir margt sem fram kemur í bréfaskriftum Ólafs. Við erum á því að bæta verður Grunnafjarðar leiðinni inn í tillög- ur VSÓ fyrir Vegagerðina svo hægt sé að meta alla þá kosti sem komn- ir eru fram. Við erum þó ekki með þessu að segja að það sé leiðin sem eigi að verða fyrir valinu, það er ekki hægt að segja til um það fyrr en sú tillaga er komin inn og allir þættir taldir með, umhverfisþættir, vegalengdir, öryggi o.fl. Það er hvorki þessarar sveitar- stjórnar né næstu að segja til um eða útiloka mögulega legu Vestur- landsvegar í gegnum sveitarfélag- ið, það er með öllu rangt að útiloka eina leið án þess að hún sé metin eins og hinar fjórar leiðirnar sem komnar eru fram. Í lokin viljum við þakka Ólafi Óskarssyni fyrir að taka af skar- ið og koma sínum hugleiðingum og skoðunum á framfæri. Okkur finnst mikilvægt að fá að heyra og lesa skoðanir íbúa, sumarbústaða- eigenda og annarra sem um Hval- fjarðarsveit fara. Íbúasamráð er mikilvægur hluti af lýðræðislegu og góðu sveitarfélagi. Fulltrúar Íbúalistans í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, Elín Ósk Gunnarsdóttir og Ragna Ívarsdóttir Strandveiðikerfið í dag er mikl- um annmörkum háð. Það heimil- ar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágúst. Þá er potturinn lítill og klárast reglu- lega áður en strandveiðitímabil- inu lýkur, með þeim afleiðing- um að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýn- asta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða. Flokkur fólksins mælti fyr- ir rúmri viku fyrir frumvarpi um frjálsar handfæraveiðar þar sem fiskveiðar eru heimilaðar á eigin báti með fjórum sjálfvirkum hand- færarúllum. Markmið frumvarpsins er að íbúar sjávarbyggðanna fái rétt til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fisk- veiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða sem atvinnugreinar og með því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Engin mótrök Rökin fyrir þessu eru að handfæra- veiðar ógna ekki fiskistofnum á Íslandsmiðum. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og á því einungis að ná til þeirra veiðiað- ferða og veiðarfæra sem geta stofn- að fiskistofnum í hættu. Handfæra- veiðar með önglum ógna ekki fiski- stofnum og því ber að gefa þær frjálsar. Rökin fyrir núgildandi tak- mörkun handfæraveiða eru ekki fyrir hendi. Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávar- byggðanna eiga tilkall til fiskimið- anna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Rétturinn til handfæraveiða er ævaforn og á styrka stoð í réttar- vitund almennings. Í Jónsbók frá 1281, lögbók Íslendinga í árhund- ruð, segir: „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju.“ Barátta fyrir atvinnufrelsi Baráttan fyrir frjálsum strandveið- um er réttindabarátta. Barátta fyr- ir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggð- inni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Hægt er að tryggja þennan rétt með eflingu strandveiða. Þetta er barátta fyr- ir atvinnufrelsi en takmarkan- ir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Núverandi strandveiðikerfi með 48 veiðidögum og litlum aflaheim- ildum var sett á í kjölfar álits Mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna frá 2007. Í álitinu var talið að stjórnkerfi fiskveiða bryti á jafnræði borgaranna samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi. Núverandi strandveiðikerfi tryggir ekki jafn- ræði borgaranna. Til þess eru tak- markanir á veiðunum of miklar og skerðing atvinnufrelsis til hand- færaveiða gengur miklu lengra en nauðsyn krefur. Strandveiðifélag Íslands stofnað Strandveiðifélag Íslands var stofn- að um þar liðna helgi, til að berj- ast fyrir rétti almennings til hand- færaveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun. Markmið- ið er að stuðla að nauðsynlegum breytingum á kvótakerfinu í átt að réttlæti fyrir alla þjóðina, umbót- um á vísindalegum hafrannsóknum og veiðiráðgjöf, verndun hafsins og fiskistofna. Félagið er opið öllum sem eru sammála tilgangi og mark- miðum þess, enda varðar málefnið alla landsmenn. Hér er um mikil- vægt félag að ræða í þeirri mann- réttindabaráttu sem frjálsar hand- færaveiðar eru. Það er barátta fyr- ir fólkið í landinu, tilverurétti og búseturétti í sjávarbyggðum lands- ins og fyrir grundvelli allrar byggð- ar, sem er atvinnufrelsið. Eyjólfur Ármannsson Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Er samráðsskyldan uppfyllt í sveitarfélaginu? Tvöföldun Vesturlandsvegar - Grunnafjörður Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Grundaskóli fagn- ar hækkandi sól, birtu og yl með því að ráðast í hvert stórverkefnið á fætur öðru. Nú er stefnt á að setja aftur upp söngleik- inn Hunangsflug- ur og villiketti en söngleikurinn var frumsýndur skóla- árið 2005 til 2006. Þessi uppsetning er lokaverkefni 10. bekkjar og kveðja til skólasamfélags- ins í Grundaskóla. Þetta kemur fram á facebook síðu Grundaskóla. Nemendur í 10. bekk eru nú byrjaðir að æfa söng fyrir söngleik- inn og geta allir sem vilja fengið hlutverk og tekið þátt í sýningunni. Leikstjórn sýningarinnar er í hönd- um höfundanna þriggja, þeirra Flosa Einarssonar, Einars Viðars- sonar og Gunnars Sturlu Her- varssonar. Stefnt er á frumsýningu í byrjun apríl en sýnt verður í sal Grundaskóla. vaks Hópur sem stóð að uppfærslu á söngleiknum veturinn 2005-2006. Aðeins hefur tognað úr mannskapnum síðan. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Grundaskóli setur upp söngleik

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.