Morgunblaðið - 07.04.2022, Síða 4

Morgunblaðið - 07.04.2022, Síða 4
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þorlákshöfn Meitilshúsið var reist árið 1955 og setur svip á umhverfið. Hugmyndir eru um að breyta og stækka byggingu þeirri í Þorláks- höfn sem áður hýsti fiskvinnslu Meitilsins og fleiri fyrirtæki, og koma þar fyrir íbúðum, veitingastöð- um, verslunum, skrifstofum og ann- arri starfsemi. Í dag er húsið 3.860 fermetrar og um 12 metrar á hæð, en áform sem fyrir liggja gera ráð fyrir stækkun í tæplega 9.000 fermetra og að byggingin verði hæst 18 metrar. Hafnarskeið ehf. stendur á bak við þessi áform og nú liggur fyrir hjá Sveitarfélaginu Ölfusi ósk um breyt- ingar á aðal- og síðar deiliskipulagi þessu viðvíkjandi. Umrædd bygging er við götuna Hafnarskeið og stendur nærri fjöru- kambi við svonefnda Norðurvarar- bryggju. Húsið var reist árið 1955 og þar var fiskvinnsla Meitilsins fram undir aldamót. Önnur sjávarútvegs- fyrirtæki voru síðar með starfsemi í húsinu, sem nú bíður nýtt hlutverk. Hafnarskeið ehf. keypti Meitils- húsið, eins og það er jafnan kallað, fyrir nokkru og hugmyndir um fram- tíðarhlutverk þess eru stórar, eins og að framan er lýst. Að Hafnar- skeiði standa fjárfestarnir Bernharð Bogason og Magnús Ármann, Ingv- ar Þórðarson kvikmyndaleikstjóri og Helgi Gunnlaugsson, sem er tals- maður verkefnisins. „Við erum ágætlega settir með fjármögnun þessa verkefnis og gæt- um farið af stað fljótlega, eða þegar skipulagsmálin hafa verið til lykta leidd. Í Þorlákshöfn á sér stað mikil uppbygging á ýmsum sviðum um þessar mundir. Við viljum taka þátt í þeirri þróun og trúum að þarna séu tækifæri til framtíðar,“ segir Helgi. sbs@mbl.is Meitilshúsið fái nýtt hlutverk - Áform um íbúðir og veitingastaði 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 „Það eru engar stórar virkjanir á borð- inu hjá okkur,“ segir Bjarni Bjarna- son, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sem var staddur í stórhríð á Fjarðar- heiði á leið til Seyðisfjarðar. Á borg- arstjórnarfundi á þriðjudag var sam- þykkt að vísa tillögu Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Orkuveitunni verði falið að skoða virkjunarmöguleika á starfs- svæði OR, til stjórnar OR. Eyþór Arn- alds er í stjórn OR og benti á í tillög- unni að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hafi markmiði um jarðefnaeldsneytislaust Ísland verið flýtt til 2040. „Það er ekki stefna Orkuveitunnar að virkja mikið, en við fylgjum fullnýt- ingarstefnu og viljum nýta betur þá orku sem kemur frá gufu og heitu vatni. Við eigum möguleika á að nýta betur það sem við tökum upp, t.d. í Hverahlíð, þar sem er mikið og öflugt háhitasvæði sem við nýtum í Hellis- heiðarvirkjun. Við leiðum gufuna það- an rúmlega fimm kílómetra og það mætti hugsanlega byggja þar 15 megavatta virkjun til að fullnýta þá gufu og aðra sams konar á Nesjavöll- um,“ segir Bjarni og bætir við að það væri þá verið að auka rafmagnsvinnslu en ekki að virkja. „Allt rafmagn sem framleitt er á Ís- landi er grænt, eða 99%, og Ísland er einstakt í heiminum að því leyti að 85% af allri orku sem við notum er vistvæn. Þessi 15% sem vantar upp á er innflutt eldsneyti, en við stefnum á það að setja bílaflotann alfarið yfir í rafmagn á næstu árum. Svo þegar hugsað er lengra má tala um skipaflotann og flugflotann, en þróun á svokölluðu raf- eldsneyti er ekki komin langt á veg.“ Bjarni segir að Íslendingar myndu ekki leiða þróunina á þessu framtíð- areldsneyti, en vel komi til greina að framleiða það þegar að því komi. „Við getum framleitt meira rafmagn en við gerum í dag, en það er alltaf spurning hvað við viljum virkja mikið og hvað hratt og í dag önnum við alveg eft- irspurn. Þjóðin á að ráða því, en ekki Orkuveitan eða Landsvirkjun,“ segir Bjarni og segir Íslendinga eiga þrjár náttúruauðlindir sem allar séu tak- markaðar: orkuna, fiskinn og ásýnd landsins. „Við megum ekki spilla ásýnd lands- ins, því það hefur áhrif á t.d. ferða- mannaiðnaðinn og orkan er að mestu leyti sameign þjóðarinnar. Ég vara stórlega við virkjanagræðgi og tel enga ástæðu til að hlaupa núna.“ doraosk@mbl.is Engar nýjar virkjanir í farvatninu - Orkuveita Reykjavíkur vill nýta betur orku sem kemur frá gufu og heitu vatni - Mætti hugsanlega byggja 15 megavatta virkjanir í Hverahlíð og á Nesjavöllum - Segir OR fylgja fullnýtingarstefnu Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Fullnýting Stefna Orkuveitu Reykjavíkur er að fullnýta orku. Viðstaddir ráku upp stór augu þegar hið nýja varðskip Íslend- inga, Freyja, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Siglufirði 6. nóv- ember síðastliðinn. Grá málningin hafði flagnað af á stórum svæðum á heimsiglingunni og fyrri litur, sá blái, komið í ljós. Ljóst var að mik- ið hafði farið úrskeiðis þegar skip- ið var málað úti í Hollandi. Freyja hefur því verið flekkótt við gæslustörfin undanfarna mán- uði. „Til stendur að mála Freyju í sumar og er unnið að gerð útboðs- gagna. Ekki liggur fyrir hvar skipið verður málað en verkið verður boðið út á evrópska efna- hagssvæðinu. Seljandi skipsins verður krafinn um greiðslu kostn- aðar við málningu skipsins þar sem um augljós mistök af hans hálfu er að ræða,“ sagði Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar aðspurður. sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi Flekkótt Freyja verður mál- uð í sumar Ökumaður var fluttur á slysadeild í Fossvogi með þyrlu Landhelg- isgæslunnar eftir alvarlegt umferð- arslys á Grindavíkurvegi um miðj- an dag í gær. Hann er sagður alvarlega slasaður. Samkvæmt upplýsingum frá brunavörnum Suðurnesja var um að ræða fiskflutningabíl sem keyrði inn í hliðina á bíl ökumannsins. Tveir fengu læknisskoðun á vett- vangi og hlutu þeir minni háttar meiðsl. Þrír sjúkrabílar komu á vettvang ásamt tveimur tækjabíl- um. Alvarlega slasaður eftir umferðarslys LÖNG HELGI Í PRAG WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS Á SUMARDAGINN FYRSTA Komdu með í langa helgarferð til Prag, undir fararstjórn Helgu Thorberg. Prag, borg hinna 100 turna, var lengi sem falinn gimsteinn þegar leiðir lágu frekar til stórborga Vestur-Evrópu. En nú til dags er Prag með blómlegustu og vinsælustu ferðamannaborgum Evrópu. Prag er einnig þekkt fyrir mat og drykk og úrval veitingastaða sem bjóða upp á þjóðlegan sem og alþjóðlegan mat. Brugghúsin í Prag eru nú 35, sum ný en önnur sem byggja á eldri grunni. BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR, ÚRVAL 3 OG 4 STJÖRNU HÓTELA MEÐ MORGUNMAT, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI INNIFALIÐ Í VERÐI: 21. - 25. APRÍL VERÐ FRÁ 134.700 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Fararstjóri Helga Thorberg Félag íslenskra atvinnuflugmanna gagnrýnir utanríkisráðuneytið harðlega fyrir samstarf við flug- félagið Bláfugl. Í yfirlýsingu félags- ins í gær segir að Bláfugl eða Blu- ebird Nordic annist flutning á varningi fyrir íslenska utanrík- isráðuneytið, þar á meðal á her- gögnum vegna stríðsins í Úkraínu. FÍA segir að Bláfugl hafi „brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með fé- lagslegum undirboðum og gervi- verktöku“ auk þess hafi Bláfugl „hundsað niðurstöðu Félagsdóms“. Flugmenn ósáttir við ráðuneytið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.