Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 hún og bætir við að hvort sem það hafi verið tilviljun eða ekki þá finnist henni þetta fela í sér ákveðna yfirlýs- ingu. Það sé eins og Júlíana segi: „Það getur vel verið að þið viljið mig ekki en ég ætla ekki að gefa ykkur upp á bátinn.“ Þá hafi Danir ekki gert tilkall til hennar heldur, þeir líti á hana sem Íslending. Hún sé því hálfmunaðar- laus. Vala minnir þó á að hluti af ösku hennar sé í Vestmannaeyjum. „Í þessari ritgerð var niðurstaðan sú að það færi vel á því að Vest- mannaeyingar myndu taka að sér varðveislu heimilda um ævi og störf Júlíönu. Að koma til Eyja og kynnast verkunum hennar setur listina í sam- hengi.“ Sýningin á heima í Eyjum Þessar vangaveltur um Júlíönu og samband hennar við Ísland urðu til þess að Vala fór að velta því fyrir sér hvað það þýði að vera einhvers stað- ar að og hvaða máli það skipti þegar maður skilgreinir sig. Þannig varð titillinn Ertu héðan? til. „Skiptir það einhverju máli hvaðan við erum og hvert við höldum? Júlíana sagði sjálf að það skipti meira máli hvað býr innra með okkur, hvað reynsla okkar segir og hvernig það kemur frá okk- ur sjálfum.“ Sjálf er Vala ekki frá Vestmanna- eyjum en það er maður hennar og börn hennar þrjú eru öll skírð þar. Fjölskyldan fer því oft þangað og Völu þykir vænt um staðinn. „Mér hefur alltaf þótt þessi staður dásam- legur.“ Völu fannst frá upphafi að sýn- ingin ætti heima í Vestmannaeyjum en hún hafði áhyggjur af því að finna ekki sal við hæfi. „Ég rak augun í það að Júlíana hélt sína fyrstu einkasýningu í Eyj- um árið 1926 í samkomuhúsi KFUM & K. Þetta er stór salur með mikilli lofthæð og stórir bogadregnir gluggar gefa fallega birtu inn í sal- inn. Þegar ég kom þarna inn var ég ekkert í vafa um að þetta væri rétti staðurinn. Það eru auðvitað áskor- anir í þessum sal en það er sjarmi yfir honum. Ég hafði samband við eigendur hússins og þau vildu gjarn- an lána mér húsið til sýningar. Þá fór þetta að taka á sig mynd.“ Tvö verk eftir Júlíönu verða til sýnis. „Annað er bara nýkomið til landsins, hefur verið endurheimt úr greipum Dana. Það er af innsigling- unni í Eyjum 1924. Með skáldaleyfi er hægt að hugsa sér að þetta verk hafi verið á sýningunni 1926. Svo það er gaman að geta sýnt það í þessu húsi.“ Hitt verkið er málverk af Ysta- kletti, verk sem Vala þekkir vel og segir hafa veitt sér innblástur við sýningargerðina. Það varð til þess að hún fór að velta því fyrir sér hvar Júlíana hefði búið í Eyjum, hvaða sjónarhorn hún hefði haft á klettana og hvar hún hefði málað. Samtal samtíma og fortíðar Út frá þemanu Ertu héðan? valdi Vala síðan fjóra aðra listamenn. Hún sýnir verk eftir Birgi Andrésson (1955-2007) sem vann einmitt mikið með hugmyndir um þjóðerni. „Það eru teikningar af Heimakletti, og það er kannski hægt að segja að Heima- klettur sæki þar New York og pýra- mídana í Egyptalandi heim.“ Vala hefur einnig valið á sýn- inguna verk eftir tvær vinkonur sín- ar, samtímalistakonur sem tengjast Vestmannaeyjum með ólíkum hætti. „Önnur heitir Jasa Baka. Langafi hennar og langamma fara frá Eyjum árið 1924 vestur um haf og setjast þar að. Langamman varð 103 ára og þess vegna ólst Jasa upp við sögur um Eyjar. Hún kom hingað fyrir fimm árum að leita að þessum upp- runa sínum og fór til Eyja.“ Þá er afi myndlistarkonunnar Ás- laugar Írisar Katrínar Friðjóns- dóttur frá Eyjum. „Við höfum átt skemmtileg samtöl undanfarin ár um rætur.“ Fimmti listamaðurinn sem á verk á sýningunni er Melanie Ubaldo, sem hlaut nýverið Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna. „Þegar ég var að skrifa um Júlíönu þá var Melanie svo sterkt með mér. Hún vinnur svolítið með þær áskor- anir sem hún hefur mætt við að vera ekki „klassískur Íslendingur“ og hvernig hún hefur þurft að skilgreina sig. Mér fannst hún passa svo vel inn í þetta.“ Melanie hefur unnið nýtt verk sér- staklega fyrir sýninguna. „Samtím- inn er þannig í samtali við fortíðina. Verkin á sýningunni munu spanna 98 ár en samt eru þau öll að kljást við sömu spurninguna.“ Vala er í fyrsta árganginum sem leggur stund á meistaranám í sýn- ingarstjórnun við Listaháskólann. „Það sem mér finnst skemmtilegast í þessu er að fá að vera innan mynd- listardeildarinnar og eiga í samtali við myndlistarmenn. Þetta er mjög skapandi umhverfi og gefandi.“ Vala er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði lengi í fjölmiðlum og í banka en segir það alltaf hafa blundað í sér að gera eitthvað tengt listum. Hún byrjaði í grunnnámi í listfræði fyrir rúmum áratug áður en hún flutti með fjölskyldunni til Arg- entínu og þaðan til Bandaríkjanna. „Ég sé þetta verkefni mitt að opna sýningu í Eyjum sem fyrsta skref mitt að því að vinna að myndlist þar og auðvitað víðar. Mér finnst að fleiri eigi að kynnast þessum krafti sem býr í Eyjum. Þessi sýning er vonandi sú fyrsta af mörgum.“ Skiptir máli hvaðan við erum? - Myndlistarsýningin Ertu héðan? opnuð í Vestmannaeyjum - Júlíana Sveinsdóttir, Birgir And- résson og samtímalistamenn - Vala Pálsdóttir leggur til að Eyjamenn haldi minningu Júlíönu á lofti Morgunblaðið/Eggert Listin Sýningarstjórinn Vala Pálsdóttir og Melanie Ubaldo, einn þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni. Innsiglingin Vestmannaeyjaverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur frá 1924. Júlíana Sveinsdóttir Birgir Andrésson Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir Jasa Baka VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi myndlistarkonunnar Júlíönu Sveins- dóttur og fannst að það mætti gera henni betri skil hér á Íslandi sem ein- um af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar og ég hef oft hugsað að hagsmuna hennar væri vel gætt í Eyjum því hún var þaðan. Hún er fædd þar, bjó þar fyrstu fimmtán ár- in og málaði mikið í Eyjum. Svo ég ákvað að skrifa um það,“ segir Vala Pálsdóttir sem lýkur námi í sýning- arstjórnun frá Listaháskóla Íslands með sýningunni Ertu héðan? sem byggist að hluta á lokaritgerð hennar um Júlíönu Sveinsdóttur (1889- 1966). Sýningin verður opnuð í sam- komuhúsi KFUM & K við Vest- mannabraut 5 í Vestmannaeyjum á laugardag, 9. apríl, kl. 15. „Júlíana er náttúrulega fyrst kvenna, ásamt Kristínu Jónsdóttur, sem fer út í nám og helgar sig mynd- listinni. Hún nýtur svolítillar sér- stöðu vegna þess að hún bjó alla tíð í Kaupmannahöfn en hélt þessum sterku tengslum við Ísland.“ Gaf ekki Ísland upp á bátinn „Þegar hún hélt stóra yfirlitssýn- ingu hér á landi 1957 þá sagðist hún vera að verja fjarveru sína frá Ís- landi og það vakti athygli mína. Þá rak ég augun í það að árið 1949 er Júlíana tekin af listamannalaunum og ég fór að kafa ofan í það.“ Vala telur að það hvernig Júlíana var orðin hluti af samfélagi danskra myndlistarmanna hafi gert það að verkum að hún hafi verið tekin án frekari skýringa af íslenskum lista- mannalaunum. Þá voru Íslendingar orðnir sjálfstæð þjóð og þjóðernis- hyggja tengd því gæti hafa spilað inn í. „Mér fannst svo smart að hún skyldi koma hingað heim og halda sýningu þá um sumarið og gefa svo íslenska ríkinu verk eftir sig,“ segir Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Gall- og sýruþolnir mjólkursýrugerlar með asídófílus sem margfalda sig og ná góðri útbreiðslu í þörmum. Prógastró DDS Plús inniheldur 6 milljarða góðgerla og Prógastró Gull 15 milljarða. GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR MELTINGUNA Loksins komið aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.