Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Varaþingmenn hafa verið kallaðir inn 48 sinnum á yfirstandandi lög- gjafarþingi, sem hófst 23. nóv- ember 2021. Fimm þeirra hafa tek- ið sæti fyrir fleiri en einn þing- mann. 41 einstaklingur hefur komið inn á þing sem varaþing- maður í vetur. Þetta kemur fram í skriflegu svari Alþingis við fyrir- spurn Morgunblaðsins. Þess ber að geta að í nokkrum tilvikum voru varamenn kallaðir vegna þess að alþingismenn greindust með covid. Til að mynda komu fimm varaþing- menn inn á þing á einu bretti 20. desember eftir að allir þingmenn Viðreisnar höfðu veikst. Þingið að fara í páskafrí Samkvæmt starfsáætlun Alþing- is er síðasti þingfundur fyrir páska næstkomandi föstudag, 8. apríl. Fyrsti þingfundur að loknu páska- hléi er á dagskrá mánudaginn 25. apríl næstkomandi. Í vikunni sátu sex varamenn á þingi eða nær 10% þingheims, en þingmenn eru 63. Hér fara á eftir spurningar Morgunblaðsins og svör Alþingis: Hafa margir varaþingsmenn komið oftar en einu sinni? Lenyja Rún Taha Karim hefur komið fjórum sinnum og Anna Kol- brún Árnadóttir og Eva Sjöfn Helgadóttir þrisvar sinnum. Nokkrir þingmenn hafa komið tvisvar sinnum. Hvaða þingmenn hafa oftast kallað inn fyrir sig varamenn? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur kallað inn varamann fimm sinnum, Þórhildur Sunna Ævars- dóttir fjórum sinnum og Hanna Katrín Friðriksson þrisvar sinnum. Tíu þingmenn hafa kallað inn vara- mann tvisvar sinnum og 22 þing- menn hafa kallað inn varaþingmann einu sinni. Hvaða reglur gilda um greiðslur til varaþingmanna? Varaþingmenn fá greitt skv. 12. gr. laga nr. 88/1995 um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað. Þeir fá greitt þingfararkaup og endurgreiddan þingfararkostnað. Hver er kostnaður við varaþing- menn það sem af er löggjafar- þinginu? Kostnaður við varaþing- menn á núverandi löggjafarþingi er kominn í 16 milljónir króna. Kostn- aður vegna varaþingmanna í mars er ekki kominn inn að fullu. Halda alþingismenn launum á meðan varamenn sitja fyrir þá? Um greiðslur til þingmanns á meðan varaþingmaður tekur sæti hans á Alþingi fer samkvæmt 11. gr. laga um þingfararakaup og þingfararkostnað. Þingmaður sem er fjarverandi vegna starfa á vegum ríkisstjórnar, sem fulltrúi Alþingis eða í öðrum opinberum erindum í a.m.k. fimm þingdaga eða lengur og varamaður tekur sæti hans á Al- þingi á meðan heldur þingfar- arkaupi og öðrum föstum greiðslum. Sama á við ef um veik- indi eða slys er að ræða. Þingmað- ur heldur hins vegar ekki launum ef hann er forfallaður af öðrum ástæðum. Hafa einhverjir þingmenn tekið sér launalaust leyfi á yfirstand- andi þingi? Fimm þingmenn hafa tekið sér launalaust leyfi á yfir- standandi þingi. Í 65. grein laga um þingsköp Al- þingis segir m.a: Skylt er þing- mönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsyn- ina. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda þó ekki um fyrirspurnafundi. Forföll tilkynnt forseta Ef þingmaður forfallast svo að nauðsyn krefji að varamaður hans taki sæti hans á meðan skal hann tilkynna forseta það bréflega og jafnframt gera grein fyrir í hverju forföllin eru fólgin og hversu lengi þau muni vara. Forseti kynnir þinginu bréfið. Þegar varamaður tekur sæti í forföllum þingmanns skal hann ekki sitja skemur en [eina viku nema þingi hafi áður verið frestað eða þinghlé sé hafið samkvæmt starfsáætlun]. Þingmaður nýtur ekki þing- fararkaups meðan varamaður hans situr á þingi nema fjarvist sé vegna veikinda eða þingmaður sé fjarverandi í opinberum erindum [í a.m.k. fimm þingdaga]. Starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir því að 152. löggjafarþinginu verði frestað föstudaginn 10. júní. Vegna sveitarstjórnarkosning- anna 14. maí verður gert hlé á þingstörfum frá og með 2. maí. Eldhúsdagsumræður eru ráðgerð- ar miðvikudaginn 8. júní. Nýtt þing, 153. löggjafarþing, kemur saman í september. Varaþingmenn inn í 48 skipti - Fá greitt þingfararkaup og endurgreiddan kostnað - 41 einstaklingur komið inn sem varamaður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Allur þingflokkur Viðreisnar fékk covid á sama tíma í desember og þá þurfti að kalla inn varamenn í þeirra stað. Nýir þingmenn þurftu að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni áður en þeir gátu hafið störf á Alþingi. Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör Lífsverks lífeyrissjóðs Engjateigi 9 – Reykjavík – aðalfundur þriðjudaginn 26. apríl kl. 17.00 Engjateigur 9 105 Reykjavík www.lífsverk.is Rafrænt stjórnarkjör 12. til 22. apríl Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 12. – 22. apríl. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal nú kjósa um eitt stjórnarsæti til þriggja ára. Í framboði eru Bergur Ebbi Benediktsson og Georg Lúðvíksson. Kynningar frambjóðenda eru á vefsvæði sjóðsins. Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn. Dagskrá fundar: • Hefðbundin aðalfundarstörf • Önnur mál, löglega upp borin Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. • Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör • Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2022 var samtals 149,5 milljarðar kr. og hækkaði um 26,5 milljarða kr. á árinu. Hrein eign í samtryggingardeild var 120,5 milljarðar kr. og hækkaði um 20,5 milljarða kr. á árinu. Tryggingafræðileg staða sam- tryggingardeildar var neikvæð um 0,2% miðað við breyttar for- sendur á reiknigrunni um lífslíkur. Meðaltal hreinnar raun- ávöxtunar er 6,9% sl. 5 ár og 6,1% sl. 10 ár. Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Samtryggingardeild 16,7% 11,9% Lífsverk 1 22,1% 17,3% Lífsverk 2 14,4% 9,6% Lífsverk 3 3,1% -1,7% Ávöxtun 2022: 5 ára meðaltal 10 ára meðaltal Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild -2,0% 0,0% 2,0% 4,0% 6,0% 8,0% 10,0% 12,0% 2018 2019 2020 20212017 Herjólfur hóf að sigla sjö ferðir á dag í Landeyjahöfn síðasta laugar- dag. Fjarlægja þurfti 15 þúsund rúmmetra af sandi til að opna höfn- ina, en fyrir þann tíma höfðu sigling- arnar verið háðar sjávarföllum og farnar fjórar ferðir á dag. Dýpk- unarskipið Dísa verður að störfum út aprílmánuð. Dýpkun í höfninni frá september og fram í maí verður boðin út í vor. Þar verður gerð krafa um mun öfl- ugra skip en nú er í notkun. Afkasta- getan skal vera 10 þúsund rúmmetr- ar á sólarhring í hafnarmynninu. Nýting Landeyjahafnar hefur verið með minna móti þennan vetur vegna veðurs. Herjólfur fór aðeins 34 ferðir til Landeyjahafnar í jan- úar, 92 ferðir til Þorlákshafnar og tvo daga var ekkert siglt. Dýpi við höfnina hefur verið tak- markað í vetur enda geta dýpkunar- skip ekki athafnað sig í mynni Land- eyjahafnar þegar ölduhæð er yfir 1,5 metrar. Veður voru mjög óhagstæð fyrstu mánuði ársins og ölduhæð oft yfir mörkum . sisi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Landeyjahöfn Loksins tókst að dýpka nóg til að fjölga ferðum. Fleiri ferðir Herjólfs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.