Morgunblaðið - 07.04.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 07.04.2022, Síða 22
VIÐTAL Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Svo byrjuðu sprengingarnar. Allir hlupu út á göturnar og fólk spurði hvert ofan í annað hvað væri að ger- ast, ringulreiðin var algjör.“ Það er Nataliia Bilyk sem hefur orðið, úkra- ínsk kona á fimmtugsaldri sem er á flótta – eins og fjöldi landa hennar um þessar mundir. Nataliia kemur frá smábænum Boryspil rétt utan við höfuðstaðinn Kænugarð en er nú komin til norsku eyjarinnar Tjøme, úti fyrir bænum Tønsberg, og er þar á leið í fulla vinnu á fimm stjörnu hót- eli fyrir tilstilli íslensk-rússneskra hjóna, þeirra Hjálms og Kseniu Levy. Nataliia og dóttir hennar störfuðu áður báðar á flugvellinum í Boryspil og það var einmitt á hann sem fyrstu sprengjurnar féllu 24. febrúar. „Við fengum SMS um að stríðið væri hafið, allir íbúar landsins fengu slík skilaboð í síma sína og fólk á vinnualdri var beðið um að mæta ekki til vinnu,“ segir Nataliia frá en hún talar ein- göngu úkraínsku, Ksenia túlkar frá- sögnina jafnharðan yfir á ensku og tjáir blaðamanni að henni sé í lófa lag- ið að skilja nágrannatunguna, „rúss- neska og úkraínska eru bara eins og norska og sænska,“ útskýrir Rússinn fyrir blaðamanni á ensku, en hún tal- ar þó reiprennandi norsku og getur vel bjargað sér á íslensku. Án tungumáls í nýju landi „Þetta var skelfilegt. Á hverri nóttu urðum við að leita skjóls í kjall- aranum þegar sprengjunum var varpað og mér fannst þyngra en tár- um tekur að þurfa að fara frá dætrum mínum og kærastanum mínum,“ heldur Nataliia áfram. Dæturnar, átta og 26 ára, eru nú óhultar í Búlg- aríu ásamt móður og systur Nataliiu, þær dvelja hjá ókunnugu fólki sem hefur opnað heimili sitt fyrir Úkra- ínumönnum á flótta undan ofríki Rússlandsforseta, en Vadim Lubas, kærasti Nataliiu, komst hvergi, hon- um er óheimilt að yfirgefa landið eins og öðrum vopnfærum karlmönnum og tekur nú þátt í vörnum heimabæj- arins Boryspil með brugðið skotvopn. Eðlilega er Nataliia með böggum hildar. Hún ber sig þó vel, við upphaf nýs starfs á Engø Gård Hotel & Rest- aurant, kona án tungumáls í framandi landi. Ksenia fylgir henni hvert fót- mál, túlkar, skýrir og hjálpar, og er hjá henni um nætur. Nataliia á mjög erfitt með að vera ein, sprengjugnýr- inn frá heimalandinu dynur enn í eyr- um hennar. Nataliiu og dætrunum auðnaðist að yfirgefa Úkraínu 3. mars og komast til Búlgaríu þaðan sem hún hélt ein áfram til Istanbúl í Tyrklandi og áfram þaðan til Noregs þar sem Hjálmur og Ksenia höfðu undirbúið jarðveginn, útvegað vinnu og íbúð. Meira um það hér á eftir. „Mér þótti auðvitað mjög dap- urlegt að þurfa að yfirgefa heimili mitt og ekki síður kærastann,“ játar Nataliia og þykir illt að vita af sínum heittelskaða með þá fororðningu á herðum sér að verja Boryspil fyrir Rússum. „Við tölum saman daglega og hann er alveg í rúst,“ segir Natal- iia hispurslaust á úkraínsku gegnum rússneska túlkinn sinn og velgjörð- arkonu. „Hann hefur ekki minnstu löngun til að drepa nokkurn mann.“ Stolt af sínum forseta Ofan á þetta bætast svo áhyggj- urnar af dætrunum, systur og móður í Búlgaríu. „Þar er enga vinnu að hafa, þær búa inni á hjálpsömu fólki núna en hvenær breytast aðstæður þar? Hvenær kemur sá dagur að fólk- ið getur ekki skotið skjólshúsi yfir þær lengur?“ veltir Nataliia fyrir sér og ekki annað hægt en að reyna að beina samtalinu í jákvæðari áttir. Hvernig hugnast henni land og þjóð eftir örfárra daga búsetu í Noregi? „Þetta land er alveg magnað og fólkið hér svo hlýtt og opið,“ svarar Nataliia sem þó hefur varla náð átt- um, nýkomin á hótel í ókunnu en fögru umhverfi á norskri eyju. Hún kveðst vel geta hugsað sér að eiga lengri tíma fyrir höndum í konungs- ríkinu skandinavíska, jafnvel flytja fjölskyldu sína þangað, um slíkt sé þó allt of snemmt að segja nokkuð á þessu stigi málsins. „Ég er ekki einu sinni búin að fara með hana á lög- reglustöðina til að skrá hana form- lega inn í landið,“ skýtur Ksenia, túlk- urinn rússneski, inn í. Lokaspurningin hlýtur þó að snú- ast um hvað Nataliiu þyki um forseta sinn, Volodimír Selenskí, embættis- mann sem var ekki daglegt heims- fréttaefni þar til fyrir hálfum öðrum mánuði þegar hann steig fram sem sameiningartákn, landsfaðir og hálf- gert eins manns klapplið úkraínskrar þjóðar, ólatur við að ávarpa þjóðþing, allsherjarþing og þjóðarleiðtoga um allar jarðir í ákafri leit að stuðningi, liðveislu og von. „Ég er mjög stolt af honum sem forseta Úkraínu,“ svarar Nataliia eft- ir stutta þögn, „og gleðst yfir því að hann sé forseti okkar á þessum þrengingatímum því hann hefur sýnt það með mjög áþreifanlegum hætti að hann er leiðtogi þjóðar sinnar og er til staðar fyrir fólkið. Allir sem ég þekki og umgengst hafa mikla vel- þóknun á Selenskí,“ lýkur Nataliia Bilyk sínum þætti þessa rússnesk- úkraínsk-íslenska spjalls. En hvernig stendur þá á því að kona þessi frá Boryspil er heimt úr logum styrjaldar yfir í ægifagra norska náttúru á eyjunni Tjøme og hvaða fólk er þetta eiginlega sem á veg og vanda af komu hennar, og nú – þegar þetta viðtal kemur fyrir augu lesenda – tveggja annarra úkraínskra kvenna sem lentu á Gardermoen- flugvellinum norður af Ósló í fyrra- dag? Hjálmur og Ksenia eru hjón frá svo ólíkum stöðum á hnattkringlunni sem Hvammstanga og Arkhangelsk, þótt Hjálmur hafi tekið það skýrt fram í ökuferðinni með blaðamann frá Tønsberg og niður eftir til Tjøme að hann hafi nú samt lengst af búið í Reykjavík. Hvað sem því líður starfar hann nú hjá lyfjaframleiðsluarmi alþjóðaris- ans General Electric, GE Healthcare í Ósló, sem framleiðir skuggaefni fyr- ir röntgenmyndatökur, segulómrann- sóknir og aðrar myndatökur sem beinast að innri líffærum og nánasta umhverfi þeirra. Ofan á þetta er Hjálmur bílstjóri hjá Bama, fyrir- tækinu sem hefur séð Norðmönnum fyrir banönum síðan 1905 en er nú orðið mun stórtækara í sölu og dreif- ingu ávaxta, grænmetis og fleiri holl- ustumatvæla. Samstarfsfólk frá 54 löndum Ksenia, sem þáði ættarnafn manns síns er þau gengu í hjónaband á Ís- landi vorið 2008, er hins vegar hag- fræðingur, framkvæmdastjóri Engø Gård Hotel & Restaurant og auk þess vel kynnt meðal annarra Rússa á lýð- netinu þar sem hún heldur úti vin- sælli bloggsíðu, meðal annars um lífið í Noregi, sögur þaðan og ýmsar hag- nýtar leiðbeiningar til handa Rússum sem hafa velt því fyrir sér að flytjast þangað um dagana, en samfélag Rússa í Noregi telur um 18.000 manns enda löndin nágrannar með 198 kílómetra af sameiginlegum landamærum. Ekkert á við hin geysi- löngu landamæri Noregs og Svíþjóð- ar – en nágrannar eru nágrannar. „Ég hef búið í Noregi í tíu ár og hef allan þann tíma starfað í hótelbrans- anum,“ segir Ksenia á reiprennandi ensku þótt viðtalið hefði eins getað farið fram á norsku sem hún talar og ritar sómasamlega auk þess sem hún skilur íslensku vel eftir langt hjóna- band og búsetu á Íslandi um tíma. Við dæturnar Juliu Ruby Levy, 14 ára, og Söru Anastasiu Levy, 13 ára, talar Hjálmur íslensku en Ksenia rúss- nesku svo þær standa fullkomlega jafnfætis í málum foreldra sinna. Hún er vön býsna alþjóðlegu um- hverfi úr störfum sínum og nefnir sem dæmi að á hótelinu, sem var hennar síðasti vinnustaður, hafi sam- starfsfólkið verið af 54 þjóðernum. Á Engø Gård eru herbergisþrif, gesta- móttaka og markaðsmál hennar ær og kýr. „Ég er í miklum samskiptum við Rússa og Úkraínumenn gegnum bloggið mitt sem ég rek á Instagram og auðvitað var það sem gerðist 24. febrúar [innrás Rússa í Úkraínu] hreint áfall, ég bjóst aldrei við að þetta kæmi í raun og veru til með að gerast svo fréttirnar af innrás Rúss- lands í Úkraínu voru reiðarslag,“ rifj- ar Ksenia upp. Fengu SMS um að stríð væri hafið - Bjargvættir frá Hvammstanga og Arkhangelsk - Varð að skilja kærastann sinn eftir í Úkraínu - Svefnvana eftir linnulausa úlfúð á Instagram - „Erum bara stimpluð hrottaleg þjóð alls staðar“ Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Engø Gård Nataliia Bilyk, sloppin úr lífsháska í Úkraínu, við hlið hjónanna Kseniu og Hjálms Levy á Tjøme. 5 24 Áður Vadim Lubas og Nataliia Bilyk á meðan þau áttu sér enn eðlilegt líf. Hann situr nú fastur í Boryspil og er ætlað að verja bæinn Rússum. 22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 Bílamerkingar Vel merktur bíll er besta auglýsingin. Tökum að okkur allt frá litlum merkingum að heilpökkuðum bílum. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is www.xprent.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.