Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 34

Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Úkraínumenn búa sig nú undir að Rússar hefji sókn gegn borgunum Slovjansk og Kramatorsk í Donetsk- héraði frá norðri og suðri, og hefur Úkraínuher sprengt upp brýr á helstu þjóðvegum sem liggja að hér- aðinu frá þeim svæðum sem Rússar hafa hertekið í innrásinni. Héraðsstjórar í Donetsk, Luh- ansk og Karkív hafa skorað á óbreytta borgara í þeim héruðum að yfirgefa þau þegar í stað. Irína Ve- restsjúk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, sagði að tækifærið til að flýja væri núna, en þegar átökin hæfust gætu stjórnvöld ekkert gert til að hjálpa þeim sem eftir sætu. Borgarráð hinnar umsetnu hafn- arborgar Maríupol sakaði í gær Rússa um að nota sérstaka lík- brennslubíla til þess að brenna lík almennra borgara sem þeir hefðu myrt til að fela sönnunargögn um stríðsglæpi. Þá séu þeir sem mögu- lega geti borið vitni um grimmd- arverk Rússa sigtaðir út í fangabúð- um þeirra og myrtir. Í yfirlýsingu ráðsins, sem birt var á samskiptaforritinu Telegram, sagði jafnframt að umsátur Rússa og áhlaup á borgina kynni að hafa valdið mannfalli tugþúsunda óbreyttra borgara. „Heimurinn hef- ur ekki séð harmleik á við Maríupol frá því í útrýmingarbúðum nasista. Rasistarnir breyttu borginni okkar í drápsbúðir,“ sagði Vadím Bojtsj- enkó borgarstjóri. Kennir Úkraínu um Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði hins vegar í gær að stjórnvöld í Úkraínu væru á bak við „grófar og kaldlyndar“ ögranir í Bútsja. Hann ræddi þá við Viktor Orbán, forsætis- ráðherra Ungverjalands. Orbán, sem hefur lagt áherslu á góð samskipti við Pútín á valdatíð sinni, sagði að hann hefði lagt að for- setanum að boða þegar í stað til vopnahlés, og að Ungverjar væru reiðubúnir að vera gestgjafar fyrir leiðtogafund á milli Pútíns og Volo- dimír Selenskí, forseta Úkraínu. AFP Fjöldamorð Lögreglumenn og rannsóknarteymi unnu í gær við að bera kennsl á lík fórnarlamba Rússa í Bútsja. Búa sig undir sókn í austri - Rússar sagðir brenna lík til að fela stríðsglæpi sína - Pútín sakar Úkraínumenn um voðaverkin í Bútsja Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bretar og Bandaríkjamenn hertu enn á refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi í gær vegna voðaverka þeirra í Úkraínustríðinu. Banda- ríkjastjórn tilkynnti um hertar að- gerðir gegn bæði fólki og fyrirtækj- um í Rússlandi, og sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti aðgerðirnar vera beint svar við stríðsglæpum Rússa í Bútsja. Þannig voru tveir af stærstu bönk- um Rússlands, Sberbank og Alfa Bank, settir á svartan lista banda- rískra stjórnvalda, auk þess sem bandarískum ríkisborgurum er nú með öllu óheimilt að fjárfesta í Rúss- landi. Í dag verða svo kynntar að- gerðir gegn nokkrum af helstu rík- isfyrirtækjum Rússlands, sem eiga að koma í veg fyrir að þau geti nýtt sér alþjóðlega bankakerfið í viðskipt- um sínum. Aðgerðir Bandaríkjamanna beind- ust einnig að einstaklingum, en tvær af uppkomnum dætrum Pútíns úr fyrra hjónabandi hans, þær María Vorontsova og Katerína Tíkonova, voru einnig beittar refsiaðgerðum. Talið var að mögulega hefði sú að- gerð einungis táknrænt gildi, þar sem ekki var vitað hvort Vorontsova og Tíkonova ættu eignir vestanhafs. Auk þeirra voru eigur eiginkonu og dóttur Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, einnig frystar. Dmitrí Medvedev, fyrrverandi for- seti Rússlands, og Mikhaíl Misjústín forsætisráðherra voru einnig settir á svarta listann auk annarra í örygg- isráði Rússlands. Í yfirlýsingu Hvíta hússins sagði að talið væri að Pútín hefði falið mik- ið af eigum sínum hjá ættingjum og því væri nú aðgerðum beint gegn þeim. Ekki langt frá þjóðarmorði Bretar kynntu sínar aðgerðir í kjölfar Bandaríkjamanna, en Boris Johnson, forsætisráðherra Bret- lands, sagði fyrr um daginn að sér virtust fjöldamorð rússneska hersins í Bútsja ekki vera langt frá því að geta kallast þjóðarmorð. Bretar hafa til þessa viljað forðast að nota orðið þjóðarmorð til að lýsa stríðsglæpum sem framdir hafa verið í átökum víða um heim, á þeirri forsendu að það sé hlutverk viðeigandi dómstóla að skil- greina hvaða stríðsglæpir falli undir þá skilgreiningu. Johnson sagði hins vegar að þegar horft væri til þess sem Pútín Rúss- landsforseti væri að gera í Úkraínu væri það ekki langt frá skilgreining- unni. „Það er engin furða að fólk er að bregðast við eins og það er að gera,“ sagði Johnson og bætti við að hann teldi að alþjóðasamfélagið myndi setja enn frekari refsingar á rússnesk stjórnvöld í kjölfarið. Bretar hertu þannig mjög á refsi- aðgerðum sínum gegn Sberbank og Kreditbankanum í Moskvu, og frystu erlendar eigur þeirra, en áður höfðu Bretar bannað vissa fjármagnsflutn- inga hjá bönkunum. Þá er Bretum, líkt og Bandaríkjamönnum, óheimilt að fjárfesta í Rússlandi. Bresk stjórnvöld lýstu því jafn- framt yfir að þau myndu skera á öll kaup á olíu og kolum frá Rússlandi áður en árið er úti og hætta kaupum á jarðgasi eins fljótt og mögulegt er. Bretar ætla einnig að beita sér fyr- ir því að G7-ríkin flýti fyrirætlunum sínum um að losa sig undan því að vera háð Rússum um orkugjafa, en utanríkisráðherrar G7-ríkjanna ætla að funda í Brussel í dag um frekari refsiaðgerðir. Stefna að samþykki í vikunni Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna ræddu í gær tillögur framkvæmdastjórnar sambandsins að hertum aðgerðum, þær fimmtu sem sambandið hefur sett á Rússa frá því innrásin hófst. Gert er ráð fyr- ir að aðgerðirnar verði samþykktar síðar í vikunni, en tillögurnar fólu meðal annars í sér bann við kolainn- flutningi frá Rússlandi. Heimildir AFP-fréttastofunnar segja að dætur Pútíns séu einnig á fyrirhuguðum svörtum lista sam- bandsins, sem muni ná til 217 ein- staklinga og 18 fyrirtækja eða stofn- ana. Fyrirhugaðar refsiaðgerðir sam- bandsins voru ræddar á fundi Evr- ópuþingsins í Strassborg í gær, og sagði Charles Michel, forseti leiðtog- aráðs sambandsins, að „fyrr eða síð- ar“ myndi þurfa að banna allan inn- flutning á olíu og jarðgasi frá Rússlandi í ljósi þeirra stríðsglæpa sem Rússar hefðu framið í Úkraínu. „Við í ESB munum ekki snúa baki okkar við þessu. Við munum horfast beint í augu við raunveruleikann. Það verða að vera, og það munu verða al- varlegar afleiðingar fyrir alla þá sem bera ábyrgðina,“ sagði Michel. Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, greindi hins vegar frá því að aðildarríkin hefðu greitt Rússum 35 milljarða evra í tekjur fyrir orku- gjafa frá upphafi innrásarinnar. Á sama tíma hefði sambandið veitt Úkraínumönnum einn milljarð evra í styrk til að kaupa vopn og hergögn frá sambandinu. Evrópuþingmaðurinn Guy Verhof- stadt gagnrýndi mjög refsiaðgerðir sambandsins og sagði þær vera sett- ar á í of smáum skrefum til þess að hafa áhrif. Verhofstadt fór fyrir hópi 212 Evrópuþingmanna, sem kölluðu eftir því að leiðtogaráð sambandsins kæmi þegar saman og samþykkti „fullar refsiaðgerðir“ gegn Rússum. Leggja þeir m.a. til að um 6.000 ein- staklingar fari á svartan lista ESB, sem og að kaup á jarðgasi frá Rúss- landi verði stöðvuð án tafar. Herða enn á refsiaðgerðum - Bretar og Bandaríkjamenn frysta erlendar eigur Sberbank - Tvær af dætrum Pútíns settar á svart- an lista í Bandaríkjunum - ESB muni þurfa „fyrr eða síðar“ að hætta að kaupa rússneskt jarðgas AFP Berlín Mótmælendur komu saman fyrir framan þýska þingið í gær til að mótmæla aðgerðaleysi þess við að setja refsiaðgerðir á Rússa fyrir Bútsja. Stríð í Evrópu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.