Morgunblaðið - 07.04.2022, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.04.2022, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Nýtt hlaðvarp frá fyrrverandi fréttakonunum og vinkonunum Þórhildi Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnu Yaghi hefur sannarlega vakið mikla athygli síðan það fór í loftið á dögunum en hlaðvarpið, sem ber nafnið Eftirmál, er nú í efsta sæti íslenska hlaðvarpslist- ans. Þar rifja þær upp áhugaverð fréttamál sem eiga það sameigin- legt að sitja í þeim vinkonunum. „Við ræðum málin okkar á milli eins og vinkonur gera, rifjum upp eldri fréttir og fléttum það saman við viðtöl þar sem við reynum að komast að einhverju nýju. Málin sem við tökum fyrir eiga það sam- eiginlegt að þar leynast alltaf mjög góðar sögur sem hægt er að ræða fram og til baka,“ segja þær Nadine og Þórhildur um hlaðvarp- ið en þær segjast fá góða útrás fyrir forvitnina og fréttafíknina með því að halda úti hlaðvarpi. „Fréttir eru stærsta áhugamál okkar beggja og þá sérstaklega mannlega hliðin á þeim. Svo lang- aði okkur mikið til að prófa að gera íslenskt hlaðvarp þar sem væri meiri áhersla lögð á pró- dúksjón, hljóð og atmó en gengur og gerist,“ segja þær en þær eru mjög ánægðar með útkomuna og frábæru viðtökurnar á Eftir- málum. Þær hafa þegar gefið út tvo þætti. Fyrsti þátturinn fjallaði um fjárkúgunarmál systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand frá 2015 og fengu þær Sig- mund Davíð Gunnlaugsson til að tjá sig um málið í þættinum. Nýj- asti þátturinn fjallar svo um hvarf rafmyntadrottningarinnar Ruju Ignatovu. Blaðamaður fékk Þórhildi og Nadine til að deila nokkrum af sínum uppáhaldshlaðvörpum sem þær mæla með en fréttaáhugi þeirra skín í gegn í meðmæl- unum. The Missing Crypto Queen: „Spennandi og áhugaverðir þættir frá BBC um hvarf rafmyntadrottning- arinnar Ruju Ignatovu. Við fjöll- um einmitt um þetta mál í Eftir- málum þar sem Ásdís Rán Gunnarsdóttir segir okkur söguna af hvarfinu frá fyrstu hendi, en Ruja var hennar besta vinkona og viðskiptafélagi.“ Hismið: „Alltaf gaman að hlusta á fé- lagana í Hisminu kryfja sam- félagsmálin og grína. Þeir eru Gísli Marteinn hlaðvarpsheimsins.“ The Daily „Það ættu allir að hlusta á The Daily, jafnvel þeir sem hafa engan áhuga á fréttum. Þetta eru tutt- ugu mínútna þættir frá New York Times þar sem farið er yfir stærstu frétta- mál samtímans á mannamáli. Þeg- ar upplýsingaflæðið er yfirþyrm- andi er þessi þáttur það eina sem maður þarf.“ American Scandal „Skemmtilegir þættir um at- burðarásina sem fer í gang þegar skandall kemur upp á yfirborðið og hvaða afleið- ingar það getur haft. Mjög áhugaverðar sögur sem margar eru lyginni líkastar. Svo má mæla með flestu úr smiðju Wondery.“ Criminal „Frábærir þættir sem fjalla um óvenjulega vinkla á alls konar saka- málum og rætt við fólk sem kemur að málunum með einum eða öðrum hætti. Þættirnir eru stuttir og vel pródúseraðir. Full- komnir í góðan göngutúr.“ Seðja forvitnina og fréttafíknina með hlaðvörpum Glænýja hlaðvarpið Eftirmál hefur rutt sér til rúms á Íslandi og situr nú í fyrsta sæti á hlaðvarpsveitum hér á landi. K100 fékk þær Nadine Guðrúnu og Þór- hildi Þorkelsdóttur, konurnar á bak við hlaðvarpið, til að mæla með nokkrum af sínum uppáhalds- hlaðvörpum. Fimm áhugaverð hlaðvörp frá Þórhildi og Nadine í Eftirmálum Nadine Guð- rún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir, stjórnendur Eftirmála. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Ég er svona að reyna að skilja þetta ennþá. En það er góð tilfinning,“ sagði Dísella Lárusdóttir sópran- söngkona og Grammy-verðlaunahafi spurð út í tilfinn- inguna sem fylgdi því að vinna til Grammy-verðlauna á dögunum. Eins og alþjóð veit hlaut Dísella verðlaunin fyrir bestu óperuupptökuna í óperu Philips Glass, Akhnaten, á Grammy-verðlaunahátíðinni í Las Vegas á sunnudag. Þau Eva Ruza og Yngvi Eysteins heyrðu í Dísellu hljóðið á þriðjudag í Síðdegisþættinum en þá sagðist hún enn varla vera búin að ná að sofa eftir verðlauna- afhendinguna en hún lýsti hátíðinni ítarlega í þættinum. „Ég er svo þreytt því þetta var eiginlega bara í gær fyrir mig. Ég er ekki ennþá búin að sofa,“ sagði söng- konan hlæjandi en hún sagðist ekki hafa búist við að geta tekið Grammy-verðlaunin heim. „Ég var einhvern veginn ekki búin að spá í það. Ég var meira að hafa áhyggjur af því að púsla saman að systir mín væri að passa og að segja bless við börnin, að barnið er ennþá á brjósti og hvernig þetta yrði,“ sagði Dísella, sem á þrjú börn, en yngsta barnið er fætt 2020. „Ég náði að redda kjólnum og svo komum við þarna út og þá hitti ég kollega mína og þeir, náttúrlega barn- lausir báðir, voru búnir að hugsa þetta miklu betur út,“ sagði Dísella en kollegar hennar, Anthony Roth Cost- anzo og Zachary James, fóru strax að ræða um hvað þau ætluðu að segja ef þau ynnu. Dísella lýsti þrúgandi tilfinningunni þegar hún fór upp á svið ásamt kollegum sínum en þeim hafði verið tilkynnt að vinningshafar fengju aðeins 45 sekúndur til að þakka fyrir sig, sem var nokkuð yfirþyrmandi. Þorði ekki að segja nafnið „Við bara horfum á klukkuna fyrir framan okkur og maður er að átta sig á því að nafnið manns hafi verið kallað – eða reyndar ekki, hann þorði ekki að segja nafnið mitt,“ lýsti Dísella og átti við kynninn á verð- laununum, grínistann Trevor Noah. „Hann var ekki mjög mikið inni í óperu og þorði ekki að bera fram nafnið mitt þannig að hann endaði á því, eftir þessi þrjú nöfn, þegar bara mitt nafn var eftir, að segja bara: „soloist“ (einsöngvari),“ sagði hún. Dísella og kollegar hennar fengu verðlaunin afhent á fyrri Grammy-hátíðinni, en henni er í raun skipt í tvo hluta. Sjónvarpsútsending er aðeins frá seinni hátíðinni, sem Dísella fór á í kjölfar þeirrar fyrri, en hún sagði að dagskráin hefði verið mjög stíf en hún var mætt á rauða dregilinn um hádegið. „Við fengum okkar verðlaun klukkan 15.30 sirka. Þá vorum við tekin baksviðs í einhverjum golfbíl og fórum að tala við alls konar fjölmiðla og í myndatökur og eitt- hvert brjálæði. Svo förum við beint á rauða dregilinn fyrir hina hátíðina, sem byrjaði síðan klukkan fimm,“ sagði Dísella, sem sagðist hafa skemmt sér ótrúlega vel á hátíðinni að sjá allar stórstjörnurnar og atriðin. „Þetta er svo mikið „show“ og svo ferlega skemmti- legt,“ sagði Dísella en bætti við að einu hefði þó verið ábótavant á hátíðinni. „Á þessum átta og hálfum klukkutíma hefði ég alveg viljað fá eitthvað að borða og drekka en það var ekki í boði. Þetta var bara brjáluð vinna,“ sagði Dísella, sem hafði hugsað sér að skipta um kjól fyrir seinni hátíðina en fann engan tíma til þess. „Það var ekki í boði. Ég gat ekki einu sinni fengið mér kaffisopa,“ sagði Dísella, sem hlakkaði mjög til að fara að sofa eftir allan hasarinn. Verðlaun en enginn kaffisopi Dísella Lárusdóttir er full þakklætis eftir að hún tók við Grammy-verðlaununum um síðustu helgi en hún lýsti upplifun sinni af verðlaunahátíðinni, sem hún seg- ir að hafi verið ferlega skemmtileg þó að hún hafi hvorki fengið vott né þurrt í yfir átta tíma, í Síðdegisþættinum. AFP Verðskuldað Dísella var glæsileg í íslenskri hönnun á Grammy-verðlaunahátíðinni en hún tók við verðlaun- unum ásamt kollegum sínum Constanzo og James. N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku DELSON 3.0 St. 41-47,5 / 14.995 kr. withAir-Cooled Memory Foam KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI OG TEYGJUREIMUM HERRA STRIGASKÓR SKECHERS SMÁRALIND - KRINGL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.