Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
✝
Guðrún Edda
Júlíusdóttir
fæddist á Akranesi
3. ágúst 1938. Hún
lést á HSV Akra-
nesi 23. mars 2022.
Foreldrar Eddu,
eins og hún var
ávallt kölluð, voru
Hans Júlíus Þórð-
arson útgerð-
armaður, f. 11.3.
1909, d. 28.10. 1998,
og Ásdís Ásmundsdóttir hús-
móðir, f. 18.8. 1912, d. 21.7. 1985.
Edda var elst sex systkina.
Hin eru Ragnheiður, f. 1940, d.
2019, Emilía f. 1942, Þórður, f.
1944, d. 2020, Ásdís Elín, f. 1946,
og Gunnhildur Júlía, f. 1951, d.
2020.
Hinn 31.12. 1960 giftist Edda
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Björgvini Hólm Hagalínssyni, f.
11.1. 1938. Foreldrar Björgvins
voru Hans Hagalín Ásbjörnsson,
f. 1.5. 1896. d. 14.5. 1964. og Guð-
munda Lárusdóttir, f. 20.6. 1895,
d. 27.3. 1985. Edda og Björgvin
eignuðust fjögur börn. Þau eru:
1) Ásdís Emilía, f. 10.8. 1960.
Eiginmaður hennar er Pétur
Pétursson, f. 9.7. 1963. Barn Ás-
dísar og Kristins Einarssonar er
a) Snorri Örn, f. 1981. Barn Ás-
hans er Helga B. Jóhannsdóttir og
sonur þeirra er Heimir Jóhann, f.
2021. 4) Jónas, f. 7.10. 1971. Eig-
inkona hans er Guðfinna Helga-
dóttir, f. 26.1. 1976. Synir þeirra
eru a) Jason Hagalín, f. 2004, b)
Óliver Rafn, f. 2009. Dóttir Jón-
asar frá fyrra sambandi með Þór-
dísi Ingibjartsdóttur er Vera
Kristín, f. 1994. Unnusti hennar er
Daníel Arnarsson og börn þeirra
eru Móey Embla, f. 2017, og Arn-
þór Atlas, f. 2020. Fyrir átti Daníel
dótturina Matthildi.
Edda ólst upp á Akranesi og átti
góðar minningar af uppvextinum
þar, gekk í Barnaskóla Akraness
og þaðan tók hún gagnfræðapróf
og fór einn vetur í Skógaskóla.
Seinna fór Edda einn vetur í
lýðháskóla í Svíþjóð með Ragn-
heiði systur sinni. Edda sinnti ýms-
um störfum meðfram húsmóð-
urstörfunum. Hún vann
verslunarstörf, fiskvinnslu og í
eldhúsi dvalarheimilisins Höfða,
allt þar til hún hætti að vinna.
Edda var afar listhneigð og spil-
aði hún t.d. bæði á gítar og píanó.
Einnig hafði hún unun af því að
teikna og mála. Hún fór sem ung
kona einn vetur í Myndlistarskóla
Reykjavíkur og sótti einnig nokk-
ur námskeið í myndlist. Edda hélt
sína fyrstu myndlistarsýningu árið
2012 sem vakti verðskuldaða at-
hygli.
Útför Eddu fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 7. apríl 2022, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
dísar og Kjartans
Baldurssonar (d.
1999) er b) Guðrún
Edda, f. 1999, Pétur
á fyrir börnin
Andra Davíð, Ingu
Láru og Sigurð
Ágúst. 2) Lára
Hagalín, f. 9.4.
1963. Eiginmaður
hennar er Garðar
Jónsson, f. 18.9.
1962. Börn þeirra
eru: a) Sólrún Perla, f. 1981. Eig-
inmaður hennar er Sigurður Á.
Pétursson. Börn þeirra Viktor
Andri, f. 2014, og Maren Lea, f.
2017. b) Heiðrún Sif, f. 1983.
Börn hennar eru Martin Kristó,
f. 2018, og óskírð Heiðrún-
ardóttir, f. 2022. c) Björgvin
Andri, f. 1991. Unnusta hans er
Karólína Í. Jónsdóttir dóttir
þeirra er Natalía Sjöfn, f. 2019.
d) Kristófer Daði, f. 1997. Unn-
usta hans er Klara Ívarsdóttir. 3)
Júlíus. f. 29.9. 1968. Eiginkona
hans er Bergdís S. Gunn-
arsdóttir, f. 4.6. 1975. Börn
þeirra eru a) María, f. 2002, d.
2002, b) Gunnar Hans, f. 2004. c)
Ari Haukur, f. 2006. Sonur Júl-
íusar frá fyrra hjónabandi með
Áslaugu F. Magnúsdóttur er
Andri Karel, f. 1994. Unnusta
Til eiginkonu.
Í draumi sérhvers manns er ferð hans
falin
og fetar veginn sem hann sjálfur fann.
Þó fyrirfram sé vörðuð leiðin valin
mun vitund hans og draumur leiða
hann.
Þú slekkur á lampanum ljósið á leið
þinni í rúmið
lifandi minningar faðma þig
dúnmjúkum örmum.
Þú ferðast um heiminn í draumi um
hálfrokkið húmið,
hamingjubikarinn þinn er fullur að
börmum.
(BH)
Þinn eiginmaður,
Björgvin.
Þegar morgunsólin er of björt
eða tunglsljósið ekki nógu skært
þegar vetrarmyrkrið tekur yfir
og háll ís þekur göturnar.
Þegar þyngd heimsins á mér hvílir
og fæturnir gefa eftir.
Þá er sterkur verndarvængur
sem lyftir mér upp.
Án þín væri himinninn grár.
Án þín væri veröldin þung.
Enginn á hjarta mitt
eins og mamma mín.
(Höf. ók.)
Við lokum augunum og leyfum
minningum um mömmu að koma
upp í hugann. Minningum sem
ylja á þessum erfiðu tímum en fá
okkur einnig til að brosa yfir því
hvaða persónu mamma hafði að
geyma, því að mamma var ein-
stakur persónuleiki. Við munum
eftir spurningaflóðinu frá henni
um fjölskyldur okkar og hvort all-
ir væru ekki frískir. Áhyggjurnar
yfir öllu mögulegu og ef engar
voru áhyggjurnar þá bjó hún
mamma bara til eitthvað til að
hafa áhyggjur af! Hún var listræn
og viðkvæm og nösk á tilfinningar
og líðan okkar allra. Hún var hisp-
urslaus og hreinskiptin og átti það
stundum til að segja hluti áður en
hún hugsaði. Hún var hnyttin í til-
svörum og mikill húmoristi. Átti
örugglega met í misskilningi og
mismælgi, það hefði verið efni í
heila bók. Mamma var ákaflega
lífsglöð, mikil félagsvera og elsk-
aði að hafa fólkið sitt í kringum
sig. Faðmurinn hennar var stór og
mjúkur og hlýr. Við elskuðum
hana óendanlega og hún elskaði
okkur skilyrðislaust. Hún bar
okkur á höndum sér alla tíð. Núna
er það okkar hlutverk að bera
hana síðasta spölinn.
Guð geymi þig elsku mamma.
Þín
Ásta, Lára, Júlíus og Jónas.
Elsku amma Edda. Þegar við
lítum til baka koma orð upp í hug-
ann eins og umhyggja, ást, fegurð,
hreinskilni, styrkur og lífsgleði.
Umhyggjuna fundum við með því
að þú hringdir ótal sinnum í okkur
til að vita hvort allt væri í lagi. Ást-
ina sýndir þú okkur með kossum
þínum. Fegurðina sáum við á
hverjum degi í klæðaburði og and-
liti þínu. Hreinskilnina upplifðum
við í öllum okkar samskiptum.
Styrkinn var hægt að sjá í gegn-
um þína óþreyjufullu baráttu við
alls kyns sjúkdóma. Loks var
hægt að sjá lífsgleðina í gegnum
allt sem áður var. Lífsgleðina yfir
afa Bjögga, systkinum þínum,
börnum og barnabörnum.
Guð geymi þig elsku amma.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín
Sólrún, Heiðrún,
Björgvin og Kristófer.
Í dag kveðjum við Eddu stóru
systur okkar sem féll frá 23. mars
síðastliðinn eftir langvarandi veik-
indi en hún dvaldi á Höfða síðustu
árin. Við vorum sex systkinin en
stórt skarð hefur verið höggvið í
hópinn á stuttum tíma. Edda syst-
ir er fjórða systkinið sem við miss-
um á tæpum þremur árum. Við
vorum einstaklega samheldinn
systkinahópur og höfum átt marg-
ar ánægjustundir saman í gegnum
tíðina.
Edda var elst okkar systkina og
var sem unglingur mikil hjálpar-
hella á heimilinu og reyndi að hafa
vit fyrir okkur sem yngri vorum.
Hún fór til náms í Skógaskóla og
síðan á lýðháskóla í Västervik í
Svíþjóð. Myndlistarnám stundaði
hún um tíma í Reykjavík en giftist
svo og stofnaði heimili með Björg-
vini sínum og eignuðust þau fjög-
ur börn en afkomendur þeirra eru
vel yfir 20 talsins í dag, allt mynd-
arfólk.
Edda systir var sérstaklega
lífsglöð og skemmtileg kona sem
var hrókur alls fagnaðar hvar sem
hún kom. Hún var sérstaklega
listræn og hæfileikarík. Hún hafði
einstakt tóneyra og var fljót að
pikka upp ný lög þar sem hún átti
auðvelt með að spila eftir eyranu.
Hún spilaði bæði á píanó og gítar
og spilaði á píanóið fram undir það
síðasta þrátt fyrir veikindi sín.
Edda var einnig mikil listakona,
teiknaði og málaði gullfallegar
myndir og mósaíkmyndverk sem
ættingjar og vinir hafa fengið að
njóta. Hún hélt eina myndlistar-
sýningu fyrir nokkrum árum þar
sem fallegu myndirnar hennar
prýddu gangana á Höfða. Húm-
orinn og gleðin voru aldrei langt
undan hjá Eddu og var hún ein-
staklega félagslynd og hafði gam-
an af fólki og samskiptum við það.
Hún náði til allra með glettni sinni
og skemmtilegri framkomu, kyn-
slóðabilið skipti ekki máli, hún átti
auðvelt með að eiga áhugaverð og
skemmtileg samskipti við alla.
Missirinn hefur verið mikill
undanfarin ár og munum við
sakna Eddu systur mikið en við
vitum að Raddý, Þórður, Gulla,
mamma og pabbi hafa tekið vel á
móti henni og líklega er glatt á
hjalla hjá þeim og mikið sungið.
Við kveðjum þig elsku systir,
minningarnar munu lifa, hvíl þú í
friði.
Þínar systur,
Emilía og Dísella.
Elsku Edda frænka mín, stóra
systir hennar mömmu, mikið var
ég lánsöm að kynnast þér. Í kring-
um þig var alltaf gleði og glens þó
svo þú hafir ekki alltaf átt sjö dag-
ana sæla í þínum veikindum.
Seiglan sem þú bjóst yfir var ótrú-
leg og alltaf skein hlýjan og gleðin
í gegn. Þú hafðir svo mikinn áhuga
á okkur öllum, frændfólki þínu, og
spurðir okkur spjörunum úr þeg-
ar við hittumst um hvað á daga
okkar hefði drifið síðan síðast.
Unga fólkið spurðir þú hvort þau
væru komin með kærustu eða
kærasta og svo fram eftir götun-
um. Sumir myndu halda því fram
að þú hefðir verið svolítið forvitin
en í mínum huga var þetta einlæg-
ur áhugi á fólkinu þínu. Þú náðir
til allra, ungra sem aldinna, og all-
ir muna vel eftir Eddu frænku,
hún var svo skemmtileg.
Ég man svo vel eftir gleðinni
sem ríkti í systkinahópnum henn-
ar mömmu; tónlistin, söngurinn
og húmorinn, og þar varst þú
hrókur alls fagnaðar. Ég man vel
eftir DEO-inu út í sumarnóttina í
Hæðarbyggðinni, glettni þinni í
kringum veikindin þín og hvað þú
hafðir gaman af því að láta Gullu
frænku leika þig. Það sem við
hlógum og þú manna mest og
hvattir hana áfram í þessum fífla-
gangi. Mikið sem þú varst
skemmtileg auk þess að vera ein-
staklega músíkölsk og listræn,
spilaðir á píanó næstum fram á
síðasta dag og gerðir svo fallegar
myndir.
Margar minningar renna í
gegnum hugann á þessari stundu
en sú dýrmætasta er ferðin sem
við fórum saman til Benidorm
með mömmu, Gauta og Freyju að
hitta Raddý og Þóru Katrínu.
Þessi ferð er oft rifjuð upp á mínu
heimili og öll þau skemmtilegu
samskipti sem við áttum og þú við
börnin mín. Í þessari ferð mynd-
aðist einstakt samband milli þín
og barnanna minna sem ég þekkti
svo vel og var svo glöð að þau
skyldu fá þetta tækifæri til að ná
þessari nálægð við þig. Síðustu
daga höfum við verið að rifja upp
minningarnar um þig sem gefa
svo mikla birtu, gleði og hlýju. Ég
er svo þakklát að ég fékk að
kveðja þig og finna nálægð þína og
húmorinn þarna undir lokin. Mik-
ið held ég að það sé glatt á hjalla
handan við móðuna miklu hjá ykk-
ur systkinunum og afa og ömmu.
Innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar elsku Bjöggi, Ástamilla, Lára,
Júlli og Jónas og fjölskyldur og
megi húmorinn og minningarnar
lifa um yndislega konu.
Ingibjörg
Guðmundsdóttir.
Edda var stóra systir pabba
míns. Hún var hláturmild og glett-
in en ekki skaplaus frekar en
systkini hennar á Grund á Akra-
nesi. Hún var músíkölsk og einlæg
og ég elskaði hvað hún var blátt
áfram og laus við fals. Hún var
listamaður og næm, í mörgum
skilningi. Ég gleymi því aldrei
þegar hún uppgötvaði á undan öll-
um að ég ætti von á frumburði
mínum, hún hafði séð það á nefinu
á mér. Og spurði auðvitað beint út.
Hún var vinkona okkar hjóna og
mér þótti óskaplega vænt um
hana.
Hún var dugleg að heyra í okk-
ur í veikindum pabba og þau
hringdust á í Covid-einangrun
hvort á sínu hjúkrunarheimilinu;
pabbi á Hrafnistu Laugarási og
Edda á Höfða á Akranesi. Þá var
rætt um æskuna á Skaganum, lífið
og tilveruna og stundum um dauð-
ann. Edda trúði einlæglega á ann-
að tilverustig og mér dettur orðið
ekki annað í hug en að vera henni
samsinna í þeim málum, annað er
einfaldlega of þungbært. Þvílík
móttökunefnd sem hefur tekið
hana í fangið. Blessuð sé minning
Eddu, gleðigjafa.
Ásdís Rósa og Ívar Páll.
Elskuleg frænka og vinkona
Guðrún Edda Júlíusdóttir hefur
nú fengið langþráða hvíld eftir
margra ára erfið veikindi. Hún
orðaði það oft að réttara hefði ver-
ið að hún hlyti hvíldina, meðan þau
þrjú yngri systkini hennar, sem
létust á undan henni, hefðu fengið
nokkur góð ár í viðbót með fjöl-
skyldum sínum og vinum. Þannig
var nú systkinakærleikurinn
þeirra í millum. Alls voru þau sex
systkinin, þrjú létust með stuttu
millibili, og eru því tvær systur
eftir á lífi, Emilía og Dísella.
Samheldni og vinátta hefur ver-
ið í heiðri höfð hjá frændfólkinu á
Grund, allt það við munum frá
dögum ömmu Emilíu og Petu
frænku. Einn sterkasti eiginleik-
inn í fari Eddu var að tala af hrein-
skilni og hispursleysi, óþvinguð;
og ófeimin var hún við að láta
skoðanir sínar í ljós, umbúðalaust.
Þar líktist hún ömmu sinni Emil-
íu; einnig við að sýna þeim hjálp-
semi sem stóðu í lífsins stórræð-
um eða erfiðleikum. Þessir góðu
kostir voru mest áberandi í fari
Eddu, ásamt sínum skemmtilegu
listrænu hæfileikum sem aðeins
sannir listamenn og ólíkindatól
geta leikið eftir.
Sömu sögu um samheldni má
segja um skólafélaga Eddu og
fermingarsystkini. Hefur árgang-
urinn kenndur við árið 1938 ávallt
verið bundinn sterkum vinabönd-
um. Þau hafa hist á merkum tíma-
mótum og rifjað saman upp gamla
tímann á Akranesi, sem var þeim
svo kær. Árgangurinn taldi upp-
haflega 57 félaga en nú eru 35
þeirra látin og eftir lifa því 22.
Listrænu hæfileikana sem
Edda bjó yfir erfði hún frá for-
eldrum sínum. Þeir hæfileikar
hefðu þó þroskast betur hefði hún
getað stundað nám í viðeigandi
skólum og hún getað þar umgeng-
ist listræna jafningja sína. Í
teiknitímum Barnaskólans á
Akranesi og Gagnfræðaskólans
minnast margir skólafélagarnir
þess að á meðan þeir voru að
burðast við að teikna eftir mynd-
um úr dönsku blöðunum eða kó-
píera aðrar frægar myndir, þá
teiknaði Edda eða málaði, ýmist
með blýanti, pensli eða puttunum
einum saman. Og þegar hún var
búin að slá burt ryk af blaðinu og
blása frá óhreinindi í lokin, þá sást
að sjálfstæð falleg hugsun bjó í
hverju pensilfari.
Edda lék einnig prýðilega á pí-
anó og kunni auk þess að blanda
kímni í frásagnir sínar. Hún var
ávallt gamansöm og glaðvær í
bragði og bráðfyndin. Því má
segja með sanni að hún hafi verið
spauggreind með afbrigðum. Þess
vegna nutu þess allir að dvelja í
návist við hana.
Við systkinin frá Vesturgötu 45
þökkum Eddu frænku fyrir
skemmtilegar samverustundir í
gegnum árin. Við, ásamt mökum
og börnum, sendum eftirlifandi
eiginmanni Eddu og börnum
þeirra og öðrum aðstandendum
samúðarkveðjur.
Ásmundur Ólafsson.
Guðrún Edda
Júlíusdóttir
Minningarkort
fæst á nyra.is eða
í síma 561 9244
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR ÞORLÁKSSON
verkfræðingur,
Espilundi 4,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
mánudaginn 4. apríl. Útförin verður auglýst síðar.
Ásbjörg Forberg
Þuríður Vilhjálmsdóttir Vigfús Ásgeirsson
Sveinn Vilhjálmsson Inga Forberg
Hilmar Vilhjálmsson Sigríður Logadóttir
Kári Vilhjálmsson Lilja Pétursdóttir
Ágústa Forberg Theódór Kristinn Ómarsson
Erla Ólafsdóttir Magnús Óli Ólafsson
Elsa Forberg
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
SIGURRÓS PETRA TAFJORD,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
laugardaginn 2. apríl. Útförin fer fram frá
Sandgerðiskirkju (safnaðarheimilið) mánudaginn 11. apríl
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Sérstakar þakkir fá starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
fyrir einstaka nærgætni, umhyggju og hlýhug.
Ármann Þór Baldursson
Sigurður Ármannsson Björg Árnadóttir
Ásdís Ármannsdóttir Ólafur Einar Hrólfsson
Elí Ágúst Ármannsson Gabríela Ármannsson
Helgi Ármannsson Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
og barnabörn