Morgunblaðið - 07.04.2022, Page 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
✝
Jóhanna Er-
lingsdóttir tal-
símakona fæddist á
nýbýlinu Bjargi við
Sundlaugaveg 23.
apríl 1923. Hún
lést á heimili sínu
6. mars 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Erlingur
Pálsson yfirlög-
regluþjónn í
Reykjavík, f. á Ár-
hrauni í Árnessýslu 3. nóv-
ember 1895, d. 22. október
1966, og Sigríður Sigurð-
ardóttir, f. 25. júlí 1896 á
Hörgslandi í V-Skaftafellssýslu,
d. 31. ágúst 1974. Af systk-
inahópnum á Bjargi komust
upp sjö systur: Ásdís íþrótta-
kennari, f. 17.4. 1926, d. 17.1.
2016, maki Úlfar Nathanaelsson
Jóhanna ólst upp og sleit
barnsskónum á Bjargi við Sund-
laugaveg, þar sem móðir henn-
ar rak myndarbú. Hún fékk
snemma áhuga á að starfa sem
talsímakona og sótti ung um
starf við símstöðina í Hvera-
gerði, þar sem hún vildi öðlast
reynslu í starfsgreininni til þess
að eiga meiri líkur á framtíð-
arstarfi hjá Landsímanum sem
þá var til húsa við Austurvöll í
Reykjavík. Skömmu síðar var
henni boðið framtíðarstarf hjá
Landsímanum í Reykjavík. Þar
starfaði Jóhanna í 50 ár, eða
þar til hún hætti störfum árið
1993, sjötug að aldri. Að undan-
skilinni dvöl sinni í Hveragerði
bjó Jóhanna á þremur stöðum í
Reykjavík; á Bjargi við Sund-
laugaveg, við Austurbrún í
Laugarási og þar eftir bjó hún í
rúm 40 ár í Maríubakka 12 þar
sem hún lést umvafin fjölskyldu
og vinum.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 7. apríl
2022, og hefst athöfnin klukkan
15.
kaupsýslumaður
(látinn). Ólöf Auð-
ur, húsmóðir og
snyrtifræðingur, f.
1.3. 1928, d. 27.6.
2005, maki Ingvar
Gíslason, fv. al-
þingismaður og
ráðherra. Þuríður
Erla íþróttakenn-
ari, f. 3.3. 1930, d.
10.3. 2020, maki
Helgi Hallvarðs-
son, fv. skipherra (látinn). Sig-
ríður Pálína menntaskóla-
kennari, f. 9.12. 1932, d. 12.10.
2011. Ásta húsmóðir, f. 7.6.
1935, d. 1.8. 1973, maki Sig-
urður Geirsson byggingatækni-
fræðingur (látinn). Hulda, f.
14.11. 1941, læknaritari, maki
Davíð Arnljótsson verkfræð-
ingur (látinn).
Gígí, Jóhanna, móðursystir
okkar var nærri aldargömul
þegar hún lést og hafði upplifað
tímana tvenna; kreppuna miklu
og seinni heimsstyrjöldina.
Hún var elst sjö dætra ömmu
okkar og afa, Sigríðar Sigurð-
ardóttur bónda og bústýru og
Erlings Pálssonar, yfirlög-
regluþjóns og sundkappa. Gígí
ólst upp á miklum umbrotatím-
um á Bjargi við Sundlaugarveg
og þar var hennar heimili í um
55 ár.
Föðurbræður og móðursyst-
ur Gígíar tryggðu sér erfða-
festulönd í nánd við Bjarg; í
Hringsjá í Laugarnesholtinu, á
Sjálandi við Kleppsveg og á
Reykhólum við Kleppsveg.
Þetta mikla návígi skapaði oft
dagleg tengsl milli ættingjanna,
Gígí og systrum hennar til
ánægju og upplyftingar. Afi
hennar, Páll Erlingsson, bróðir
Þorsteins Erlingssonar skálds,
varð frumkvöðull að sund-
kennslu og sundmenntun í
Reykjavík og beitti sér fyrir
byggingu gömlu Lauganna,
sem voru í landi Bjargs við
Sundlaugarveg. Því er ekki að
undra að Gígí hafi keppt í sundi
og hlotið bikara og medalíur
eins og sunddrottningum er
einum lagið.
Móðir Gígíar rak stórbúskap
á Bjargi fram á miðja síðustu
öld og þar var bæði mjólkur-
framleiðsla og síðar svínarækt.
Eftir að þær systur, Gígí og
Ásdís, urðu sjálfbjarga, fóru
þær árla morguns að útdeila
mjólkurbrúsum með Grána
gamla sem vísaði þeim leiðina
til nágranna í Laugarnesinu.
Haft var á orði að ekki hafi allt-
af verið peningur til að greiða
fyrir mjólkurbrúsana hjá fjöl-
skyldunum í Laugarnesi því
það voru þrengingartímar en
Sigríður móðir Gígíar var
rausnarleg og hélt áfram að út-
deila mjólkinni.
Gígí var fremur hávaxin,
fylgdist vel með tískunni, bar
hatta einstaklega vel og átti
skósafn sem eftir var tekið.
Systradætrum hennar þótti
gaman að komast í fataskápinn
hennar og prófa fínu hattana
og skóna. Gígí hafði góða nær-
veru, var hæglát, rólynd og
prúð. Það var gott að koma í
herbergið hennar uppi á
Bjargi, hornherbergið, þar
settist maður niður í hæginda-
stól í rólegheitum og skoðaði
dönsku blöðin. Gígí var mikið
fyrir handavinnu á yngri árum
og útsaumsmyndin sem hékk í
stofunni á Bjargi, „Með lögum
skal land byggja“, kostaði heil-
mikla vinnu, var í raun lista-
verk.
Gígí byrjaði ung sem tal-
símakona hjá Landssíma Ís-
lands og vann þar alla sína
starfsævi. Vinsamlegt and-
rúmsloft og þagnarskylda hent-
aði karakter hennar vel. Gígí
var til staðar í tugi ára á Bjargi
þegar börnin í fjölskyldunni og
aðrir gestir komu þar við og ef
hún var komin úr vinnunni þá
setti hún á sig svuntu og reiddi
fram kræsingar sem voru eng-
um líkar – allt í stíl eins og hún
var sjálf.
Innilegar samúðarkveðjur til
Huldu, yngstu systurinnar,
Ágústu Maríu og Arnljóts,
barna Huldu sem voru hjá Gígí
þegar degi var tekið að halla.
Blessuð sé minning Gígíar
frænku,
Petrína Sæunn
Úlfarsdóttir og
önnur systrabörn.
Jóhanna eða Gígi eins og hún
var ávallt kölluð af stórfjöl-
skyldunni var elst sjö systra
sem bjuggu á Bjargi við Sund-
laugaveg og gengu gjarnan
undir nafninu Bjargssystur.
Móðir mín var sú yngsta en
á milli hennar og Gígíar voru
rétt tæp nítján ár. Þetta stóra
aldursbil varð síður en svo til
þess að draga úr þeim vina- og
kærleiksböndum sem voru á
milli systranna alla ævi. Jó-
hanna vann hjá Landsíma Ís-
lands og var í aðstöðu til að
geta leyft sér langlínusamtöl
þegar við bjuggum fyrir norð-
an, en á þeim tíma voru lang-
línusamtöl annars mjög dýr.
Þegar við svo komum í heim-
sókn í „bæinn“ valdi mamma að
búa hjá Jóhönnu, þar sem
henni fannst hún alltaf vera
komin heim. Þær systurnar
brölluðu margt saman og
skruppu m.a. í nokkrar utan-
landsferðir, þar sem London
var vinsælasti áfangastaðurinn.
Jóhanna hélt mikið upp á
kóngafólkið og þá ekki síst El-
ísabetu Englandsdrottningu
sem var aðeins fáeinum árum
yngri en hún.
Þangað fóru þær systur m.a.
til að fagna 80 ára afmæli Gígí-
ar í apríl 2003.
Einnig er mér er minnisstæð
sólarlandaferð þeirra systra til
Ítalíu, en úr þeirri ferð komu
þær báðar heim innilega glaðar
og svo fallega sólbrúnar og
sætar.
Gígí sagði mér líka skemmti-
legar sögur frá því þegar hún
heimsótti Sigríði Pálínu, systur
sína, sem þá var við nám í
frönsku í París. Hvernig
frönsku piltarnir eltu þær syst-
urnar á röndum og kölluðu á
eftir þeim „ullala blonde
blonde“ og „vous voulez du
café?“ sem oft var vitnað í á
góðum stundum.
Gígi elskaði að ferðast með
„einkabílnum“ eins og hún kall-
aði það. Það var því einstaklega
gaman að fara með hana í bíl-
túra og sjá og upplifa hversu
mikla gleði það gaf henni að fá
að rúnta um borg og bý.
Oft keyrði ég Gígí til að
sinna hinum ýmsu erindum og í
hárgreiðslu og fannst mér það
eftirtektarvert hversu natin
hún var við að hrósa starfsfólk-
inu. Setningar á borð við „en
hvað þú ert dugleg“ og „ þú
gerir þetta svo vel“ var algengt
að heyra.
Gígí bjó einnig yfir sterkari
trú en ég hafði áður vitað og
átti það til að fara með inni-
haldsrík ritningarvers og sálma
sem fjalla um þá blessun sem
Guð veitir þeim sem til hans
leita og á hann treysta. Hún
átti það líka ósjaldan til að
þylja upp biblíuvers sem töluðu
beint inn í aðstæður í mínu lífi,
sem hún vissi ekkert um. Gígí
bjó yfir mörgum styrkleikum, á
yngri árum keppti hún og
hreppti Íslandsmeistaratitil í
sundi, hún var mikil handa-
vinnukona og það er eins og sá
handstyrkur sem hún ávann
sér hafi lítið dvínað í gegnum
árin, því á efri árum var hand-
tak hennar svo sterkt að hún
fékk viðurefnið Gígí handsterka
af þeim sem hana þekktu vel.
Við kveðjum Gígí, sem okkur
fjölskyldunni þótti svo óendan-
lega vænt um, með miklum
söknuði, en líka með þakklæti
fyrir góð viðkynni sem ein-
kenndust af hlýrri, kærleiks-
ríkri nærveru, góðri kímnigáfu
og sterkum persónuleika.
Ágústa María Davíðsdóttir.
Jóhanna
Erlingsdóttir
✝
Guðmundur
Vignir Vil-
helmsson fæddist á
Sævarlandi í Lax-
árdal ytri í Skaga-
firði 20. maí 1943.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands á
Sauðárkróki 26.
mars 2022.
Foreldrar Guð-
mundar voru Jónas
Vilhelm Lárusson, f. 15. febrúar
1902, d. 22. nóvember 1963, og
Baldey Reginbaldsdóttir, f. 22.
ágúst 1898, d. 15. maí 1973.
Systkini Guðmundar voru, 1)
Sigríður Björg, f. 23. ágúst 1923,
d. 7. desember 2016, 2) Sigurður
Kristján, f. 27. október 1925, d. 7.
janúar 2007, 3) Lára, f. 17. sept-
ember 1928, d 19. október 2018,
og 4) Regína Bjargey, f. 3. apríl
1931, d. 19. október 2019.
Guðmundur var
ógiftur og barnlaus.
Hann var bóndi að
Sævarlandi og einn-
ig í Hvammi í Lax-
árdal ytri í Skaga-
firði. Auk
búskaparins sinnti
Guðmundur margs
konar félagsmálum,
sat í hreppsnefnd,
sýslunefnd og hér-
aðsnefnd auk ým-
issa annarra starfa.
Þá var hann um tíma formað-
ur veiðifélags Laxár í Laxárdal
ytri í Skefilsstaðahreppi.
Síðustu æviárin bjó Guðmund-
ur að Barmahlíð 2 á Sauð-
árkróki.
Útför hans fer fram í dag, 7.
apríl 2022, kl. 14 frá Sauð-
árkrókskirkju.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Örðugan ég átti gang
yfir hraun og klungur.
Mér hefur legið fjall í fang
frá því ég var ungur.
(Þórarinn Sveinsson)
Guðmundur Vignir nágranni
minn og kunningi, áður bóndi á
Sævarlandi og Hvammi í Laxár-
dal á Skaga, er genginn á vit feðra
sinna. Hann var orðinn þreyttur
eftir að hafa þjáðst af ólæknandi
krabbameini á liðnum árum, auk
annarra áfalla. Á árum áður
gekkst hann undir liðskiptaaðgerð
á mjöðm. Á liðnu ári skeði það
óvænta að „stálleggurinn“ þver-
brotnaði. Hann var símalaus og
hjálparvana þar til sóknarprestur-
inn kom honum til aðstoðar. Að
aðgerð lokinni bað hann lækninn
að fá brotin til eignar, en hann hélt
nú síður. Þetta væri einstakt tilvik
er þyrfti nánari rannsóknar við.
Guðmundur var mikill um sig,
þykkur á velli og gat verið þungur
fyrir, félagsmálamaður og oft
hugsi. Hann sat í hreppsnefnd,
sýslumefnd og héraðsnefnd, auk
annarra trúnaðarstarfa fyrir sveit
sína.
Hann átti engan sinn líka þegar
hann lygndi aftur augunum, glotti,
hallaði sér aftur í stólnum og
sagði: „Má ég spyrja …“ eða þá
hann kom með athugasemd sem
enginn átti von á varðandi um-
ræðuefnið. Mörgum vafðist þá
tunga um tönn og varð fátt um
svör.
Hann gat einnig verið meinleg-
ur í athugasemdum og ætla ég að
það hafi komið honum stundum í
koll. Hann var skapmaður,
greindur og glöggur á margt og
athugull, góður veiðimaður á lax
og ref og fylgdist náið með hegðun
tófunnar. Hann var handlaginn
bæði á tré og járn og margar
stundir átti hann í bílskúrnum hjá
sér eftir að hann flutti úr sveitinni.
Guðmundur var löngum mikill
framsóknarmaður en þar kom að
hann taldi að sér og sínum málstað
væri betur borgið hjá Vinstri-
grænum. Þar varð viðdvöl hans
stutt og hann skilaði sér fljótt til
baka. Sagðist hafa misreiknað sig
verulega – aldrei þessu vant.
Guðmundur var bóndi á Sæv-
arlandi og síðar einnig í Hvammi í
áratugi. Hann bjó á Sævarlandi
ásamt bróður sínum, systur og
síðar systurdóttur. Þau systkin
bjuggu vel að sínu, voru öllum
hjálpleg og gestrisni þeirra var
annáluð. Nauðugur lét Guðmund-
ur af búskap og flutti til Sauðár-
króks.
Tengsl hans við sveitina slitn-
uðu þó ekki. Á sumrin ætla ég að
hann hafi ekið út í Laxárdal, oft
daglega, og út á Skaga að fylgjast
með fiskgengd í Laxánni og hey-
skap bænda. Er haustaði gætti
hann að hvar kindur sæjust í hlíð-
um Tindastóls, að loknum göng-
um.
Hann átti marga kunningja er í
hann hringdu, eða hann í þá. Sum-
ir þeirra litu inn til hans. Hann
þurfti greinargóðar lýsingar um
stöðu mála hverju sinni, hann
þurfti að fylgjast með og lét skoð-
un sína í ljós.
Samfélagið er svipminna þegar
menn eins og Guðmundur frá
Sævarlandi eru gengnir fyrir ætt-
ernisstapann.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Guðmundur Óli.
Nú er hann Guðmundur frá
Sævarlandi á Skaga laus frá þess-
um táradal og genginn á vit feðra
sinna. Eftir sitjum við vinir hans
og ornum okkur við minningarn-
ar. Á langri ævi hafði hann ým-
islegt reynt og fengið að kynnast
bæði kærleika og breyskleika
samfylgdarmanna sinna.
Ég kynntist Guðmundi í byrjun
árs 2016 er hann flutti inn í íbúð-
ina á neðri hæðinni hjá okkur í
Barmahlíð 2 á Sauðárkróki. Ég
heyrði eitthvert brambolt og leit
út. Þá sá ég eldri mann og Palla
tannlækni að hjálpa honum að
bera inn húsgögn. Ég þekkti Palla
og vissi að mér væri óhætt að fara
niður á þeirra fund. Palli kynnti
okkur Guðmund. Þá strax var
lagður grunnur að okkar vináttu
sem entist þar til Guðmundur
kvaddi þennan heim.
Líf hans var alltaf markað af
mikilli vinnu. Það var vinna bónd-
ans sem með erfiði sínu heldur
uppi byggð í þessu landi. Það vill
oft gleymast. Hann þekkti líf
bóndans manna best og féll vel að
ræða það. Margir leituðu til hans
vegna þekkingar hans og reynslu
af búskap. Oft var ég áheyrandi er
hann ræddi við aðra um sauðfé,
traktora og annað sem tengdist
búskap. Þar var hann á heimavelli.
Fyrir rúmu ári missti hann
Palla, sinn trausta vin. Það var
honum mikil raun. Alla tíð var vin-
átta okkar Guðmundar traust. Ég
vandi fljótlega komur mínar til
hans og fljótlega kom ég þar dag-
lega og jafnvel í nokkur skipti á
dag. Alltaf var jafn ánægjulegt að
ræða við hann yfir kaffibolla.
Stundum komu aðrir vinir hans og
kynntist ég þar mörgu góðu fólki.
Á vorin fengum við okkur svart-
fuglsegg og borðuðum morgun-
mat saman. Alltaf var gott og vin-
samlegt andrúmsloft í eldhúsinu
hjá Guðmundi og minnist ég
þeirra stunda með söknuði.
Stundum kom Guðmundur upp til
okkar í mat eða kaffi, einkum um
hátíðar, og þótti honum og okkur
vænt um þær stundir.
Ég held að það hafi verið
seinnipart árs 2017 sem fór að
bera á veikindum Guðmundar.
Hann fór á sjúkrahúsið á Krókn-
um og ræddi við lækna þar. Lengi
vel fannst ekkert. Mér er minn-
isstætt er ég fór með hann til
læknis um miðjan júní 2018. Eftir
þann dag fór að bera meira á
krankleika hans og þrátt fyrir
fjórar skurðaðgerðir og langar
dvalir á sjúkrahúsum náðist ekki
að komast fyrir þann sjúkdóm
sem að lokum varð honum að falli.
Við ræddum oft um dauðann og
vorum sammála um að ekki skyldi
óttast hann, hvernig sem tilveran
annars væri hinum megin.
Ég kveð minn vin með söknuði
og þakklæti í trausti þess að við
munum hittast aftur.
Skúli Þór Bragason
og fjölskylda.
Guðmundur Vignir
VilhelmssonElskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓREY EIRÍKSDÓTTIR
frá Egilsseli, Fellum,
Eiríksgötu 9, Reykjavík,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum þriðjudaginn 29. mars.
Útförin fer frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. apríl og hefst
athöfnin klukkan 13.
Guðmundur Snorrason Sigríður Elsa Oddsdóttir
Eiríkur Snorrason
Ragnheiður Snorradóttir Theodór Guðfinnsson
Sigríður Snorradóttir Kjartan Sigurðsson
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUNNÞÓRUNNAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Kópaskeri.
Björn Ragnar Bjarnason Jóhanna Brynjólfsdóttir
Gunnar Þór Bjarnason Jóhanna Thelma Einarsdóttir
Gunnþórunn Arnarsdóttir
Brynjólfur Björnsson
Guðrún Arna Björnsdóttir
Bjarni Þór Gunnarsson
Einar Gunnarsson
Hulda Henriksdóttir Thorarensen
Jóhann Helgi Gunnarsson
og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLÖF BORGHILDUR
VETURLIÐADÓTTIR,
Hafnarstræti 19, Ísafirði,
lést þriðjudaginn 5. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Einarsson
Hulda S. Guðmundsdóttir Halldór V. Magnússon
Hjálmar Guðmundsson Kolbrún Kristjánsdóttir
Steingrímur R. Guðmundss. Sæunn S. Sigurjónsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn