Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 53

Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 ✝ Svanbjörg Clausen fædd- ist í Reykjavík 6. apríl 1947. Hún lést á líknardeild Landspítalans 23. mars 2022. For- eldrar hennar eru Holger Peter Clau- sen, f. 13.8. 1923, d. 27.12. 1998, og Guðrún Sigríður Einarsdóttir Clau- sen, f. 28.10. 1927. Systkini Svanbjargar eru Guðrún Olga Clausen, f. 1950, Elín Auður Clausen, f. 1956, Kristbjörg Clausen, f. 1960, og Einar Clau- sen, f. 1965. Svanbjörg giftist 6. apríl 1972 Sverri Karlssyni, f. 29. ágúst 1946, d. 28. mars 2011. Dætur þeirra eru: 1) Elín Björg, f. 5.2. 1967, gift Birni Kjartanssyni, f. 4.12. 1962. Börn þeirra eru a) Svanbjörg Helga, f. 1985, hennar maður Geir Guðmundsson, f. 1988, þeirra börn eru Rebekka Rós, f. 2015, og Guðmundur Hrafn, f. 2020, c) Hulda Karen, f. 2001, d) Jóhann Gabríel, f. 2004, og e) Sveinn Þór, f. 2007. Svanbjörg ólst upp í Reykja- vík. Hún fæddist í kjallaranum í Miðtúni 17, þar sem hún bjó með foreldrum sínum, móð- urömmu og -afa. Þau fluttust að Suðurlandsbraut 96 þegar Svanbjörg var lítil stúlka og margir af hennar bestu vinum bjuggu á Suðurlandsbrautinni. Foreldrar hennar byggðu hús í Hraunbæ 97 og fluttust þangað 1968 og býr móðir hennar þar enn. Svanbjörg vann á ýmsum stöðum en síðustu áratugina vann hún á leikskólum Félags- stofnunar stúdenta. Sverrir, maðurinn hennar, var virkur meðlimur Kiwanisklúbbsins Esju og gegndi öllum embætt- um klúbbsins og tók Svanbjörg virkan þátt með honum. Útför Svanbjargar fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafar- holti í dag, 7. apríl 2022, og hefst athöfnin kl. 13. er Hjörvar Ingi Haraldsson, f. 1980, börn þeirra eru Elín Rut og Haraldur Már, f. 2010, og Guðrún Erla, f. 2012, b) Kjartan, f. 1987, d. 2010, c) Júlía Guð- rún, f. 1989, henn- ar börn eru Kjart- an, f. 2011, Björn Freyr, f. 2013, og Jóhanna Björg, f. 2014, d) Sverrir Karl, f. 1992, kona hans er Helen Ósk Haraldsdóttir, f. 1992, barn þeirra er Emilía Edda, f. 2020, og e) Alexander Birgir, f. 2001. 2) Guðrún Sig- ríður, f. 12.7. 1969. Hennar börn eru a) Auður Edda, f. 1991, sambýlismaður hennar er Ásgeir Ásgeirsson, f. 1983, börn þeirra eru Sölvi, f. 2008, Elvar Aron, f. 2015, og Thelma Karen, f. 2020, b) Thelma Rut, f. 1992, hennar maður er Óskar Elsku hjartans mamma mín. Það er óendanlega skrítið að sitja og skrifa um þig minning- arorð. Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan þú greindist með krabbamein, það sama og pabbi lést úr árið 2011. Í hugann koma upp ótal minningar. Það sem stendur upp úr er hversu mikil fjöl- skyldukona þú varst. Þú vildir alltaf vera með í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, sama hvað það var og hvort það var þinn leggur eða stórfjöl- skyldan (Clausen-liðið eins og við köllum okkur). Þú varst alltaf fyrst til að mæta og fórst gjarnan síðust. Gjafmildi var líka eitt af því sem einkenndi þig. Þú fórst sjaldnast í verslun til að kaupa eitthvað handa sjálfri þér heldur eitthvað fyrir aðra, stóra sem smáa. Lífið fór ekkert mildum höndum um þig. Þegar þú varst lítil stúlka varðstu fyrir bíl og lærbrotnaðir. Það hefur verið mikið áfall fyrir sjö ára stelpu. Þú fékkst einnig þinn skerf af veikindum en alltaf stóðstu keik og hélst áfram. Þá varðstu fyrir miklu áfalli þegar sonur minn, Kjartan, elsku ömmust- rákurinn þinn, varð fyrir lest í Noregi og lést 30. október 2010, en þá var pabbi að berjast við krabbameinið. Þegar pabbi varð svo að láta í minni pokann var það þér mjög þungbært. Þú átt- ir erfitt með að jafna þig á þessum áföllum en síðustu ár varð mikil breyting og þú sætt- ir þig af æðruleysi við orðinn hlut. Þá var ótrúlegt að fylgjast með þér takast á við síðustu mánuðina. Í hjartans einlægni þakka ég fyrir samband okkar og vona (og veit) að pabbi, Kjartan, afi og fleiri sem farnir eru á undan hafa tekið fagnandi á móti þér. Hvíldu í friði, elsku yndislega mamma mín. Guð geymi þig. Ég man þig – elsku mamma ég man þig alla tíð. Við þraut svo þunga og ramma þú þögul háðir stríð. Sem hetja í kvöl og kvíða þú krýnd varst sigri þeim sem á sér veröld víða og vænni en þennan heim. En þín ég sífellt sakna uns svefninn lokar brá. Og hjá þér vil ég vakna í veröld Drottins þá. Því jarðlífs skeiðið skamma er skjótt á enda hér. Og alltaf á ég, mamma, minn einkavin í þér. Ég veit það verður gaman, það verður heilög stund, að sitja aftur saman sem sátum við í Grund. Þá gróa sorgarsárin og söknuðurinn flýr. Þá þorna tregatárin, og tindrar dagur nýr. Þá ljómar Drottins dagur með dýrð og helgan frið, svo tær og töfrafagur um tveggja heima svið. Þá hverfur raunin ramma sem risti hold og blóð, þá geng ég með þér mamma, um morgunbjarta slóð. (Rúnar Kristjánsson) Þín dóttir, Elín Björg. Elsku amma mín. Það er sárt að kveðja þig en minningin um þig lifir að eilífu og mun ég sjá til þess að þú haldir áfram að lifa í huga okk- ar barnanna minna og einnig litla drengsins sem ég geng með, sem þig langaði svo að hitta en þú munt fylgjast vel með okkur að ofan, hef engar áhyggjur af öðru. Ég veit þú hefur það gott í faðmi afa Sverris og Kjartans sem þú saknaðir svo heitt. Þín verður sárt saknað um ókomna tíð en minning þín lifir í hjarta okkar allra sem elskuðum þig. Megir þú hvíla í friði, elsku hjartans amma og langamma okkar. Þitt barnabarn, Auður Edda. Elsku amma/langamma okk- ar. Þín er sárt saknað og minn- ing þín mun lifa í hjörtum okk- ar að eilífu. Við vitum þó að þú ert loksins komin til elsku afa og Kjartans, þú þráðir það svo heitt að hitta þá aftur svo hugs- unin að þú sért komin til þeirra er yndisleg. Síðustu mánuðir lífs þíns gáfu okkur tveim svo rosalega mikið og fyrir það mun ég ætíð vera þakklát. Það veitir huggun að vita að ég gat verið til staðar fyrir þig þegar þú þurftir á því að halda, takk fyr- ir að leita til mín. Það er svo óraunverulegt að þú skulir vera farin frá okkur aðeins 74 ára án þess að fá tækifæri til þess að fylgjast með langömmubörnun- um þínum vaxa úr grasi. Ég veit þú varst mjög stolt af af- komendum þínum enda varstu alltaf mætt fyrst í afmæli og fórst síðust. Það verður svo skrítið að hafa þig ekki hjá okk- ur. Þær minningar sem við fjöl- skyldan eigum með þér veita huggun á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir allt, hvíldu í friði. Þitt barnabarn, Thelma Rut og fjölskylda. Elsku besta amma okkar. Við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo blíð og góð við okkur systk- inin og börnin okkar. Við gátum alltaf leitað til þín og fundum vel hversu mikið þér þótti vænt um okkur öll. Við munum alltaf sakna þín, elsku amma, og nú yljum við okkur við góðar minningar um þig og vitum að Sverrir afi, Kjartan bróðir og fleiri sem þér þótti svo vænt um tóku vel á móti þér í Sumarlandinu. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Svanbjörg, Júlía, Sverrir og Alexander. Kær vinkona okkar Svan- björg Clausen er látin. Við ól- umst upp saman á Suðurlands- brautinni; Svanbjörg í húsi nr. 96, Ingunn þar við hliðina á nr. 95 og Sigga Péturs á nr. 111, svo að við höfum þekkst í ná- lægt 70 ár. Lékum okkur mikið saman þegar við vorum ungar og vorum allar skotnar í sama stráknum 11-12 ára gamlar. Ekki svo að skilja að það ylli neinum leiðindum okkar á milli heldur sameinuðumst við bara í aðdáun okkar á þessum sjarma- dreng, sem átti þá heima á 103 á efri hæðinni. Honum þótti það nú ekki verra og henti popp- korni sem hann var búinn að kyssa á út um gluggann og við hlupum eins og hænur og hirt- um það upp og átum. Reyndar brutum við blómsturpott í glugganum hjá mömmu hennar Svanbjargar þegar við vorum að fylgjast með hvort vinurinn væri búinn að poppa. Hún fékk þó engar skammir fyrir það. En ekki dró þetta neitt úr vináttu okkar enda flutti gæinn úr hverfinu áður en við komumst á unglingsaldurinn svo að þar með lauk þessari skemmtun og við héldum okkar vinskap áfram án allrar samkeppni. Á Suðurlandsbrautinni var mikið um barnafólk á þessum tíma sem átti marga afkomend- ur og árgangarnir 1946-47 og ’48 hafa haldið sambandi í öll þessi ár. Við stofnuðum klíku sem við kölluðum Havanaklík- una og enn þá hefur þetta fólk samband sín á milli, í mismikl- um mæli auðvitað en furðu mik- ið samt. Það sem mestu máli skipti þegar við vorum ungling- ar var að alltaf var opið hús fyr- ir allan krakkaskarann heima hjá Oddu og Pétri á 111, for- eldrum Siggu P. og Munda. Enda Odda gáfuð kona sem vissi að það er betra að hafa unglingana í nálægð sinni en einhvers staðar á þvælingi um borgina. En tíminn leið og auðvitað trúlofaðist liðið og gifti sig og eignaðist börn og leiðir skildi í smá tíma. En alltaf hélt þráð- urinn hjá þessum krökkum. Á fullorðinsaldri hélt vináttan áfram bæði í matarklúbbi hjá konunum og svo hittingur hjá allri klíkunni og á þorrablótum hjá kívanisklúbbnum Esju þar sem Svanbjörg og Sverrir voru virkir meðlimir og nutu sín vel í góðum félagsskap. Svanbjörg missti mikið þegar hún missti Sverri sinn, sem reyndist dætr- um hennar, Elínu Björgu og Guðrúnu Sigríði, sem besti fað- ir. Og svo var hann aldeilis stoltur af afkomendum þeirra og þeir af honum. Bernskuminningar eru alltaf mikils virði. Og við þökkum Svanbjörgu fyrir vináttuna öll árin. Hún hélt kímnigáfunni og góða skapinu fram á síðasta dag. Hún var hetja sem vissi vel að hún var að fara í Sum- arlandið og tók því af mikilli stillingu og æðruleysi. Hennar heitasta ósk var að fá að vera hjá dætrum sínum þegar hún færi og það hlotnaðist henni sem betur fer. Þær sátu og héldu í höndina á henni uns yfir lauk. Við sendum dætrum Svan- bjargar og öllum hennar ætt- ingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Og öldruð móðir hennar, sem sér nú á bak elstu dóttur sinni, fær sérstakar kveðjur frá okkur. Minningin um frábæra konu sem virkilega var vinur vina sinna mun lifa lengi. Ingunn J. Ósk- arsdóttir og Sigríð- ur Pétursdóttir. „Hver vegur að heiman er vegur heim“, þessi orð má finna í ljóði eftir Snorra Hjartarson og koma upp í huga okkar þeg- ar við kveðjum kæra mágkonu, systur og frænku. Þessi orð segja líka meira en margt um Svanbjörgu okkar og hennar lífsins ferðalag. Hún hafði unun af því að ferðast, hún elskaði mannamót og hún var forvitin um menn og málefni. Hún tók ýmsar krókaleiðir á sínum ferðalögum um lífið og skoðanir hafði hún, sem hún hikaði ekki við að láta í ljós. Hún mætti fyrst í allar veisl- ur og fór síðust, hló sínum eft- irminnilega hlátri, faðmaði fast og innilega. Hún grét úr gleði og þegar tilfinningar flæddu. Hún var bræðrabörnum sínum sem besta amma. Veislan henn- ar Svanbjargar er að klárast – sálir bregða á flug – ferðalagið yfir í aðrar víddir er hafið. Því miður yfirgaf Svanbjörg sína eigin veislu of snemma, við hefðum viljað hafa veisluna, hér hjá okkur, mun lengri. Innst í mínum hug ég á mér þann heim sem ég þrái og aðeins þann heim vil ég sjá þar ríkir friður einn og sálir bregða á flug og frjálsar líða þær um gullin ský í gleði og kærleika já kærleika til mín og þín og alls sem andar hér Innst í mínum hug ég á mér þann heim sem er bjartur og aldrei er nóttin svo dimm að vonin hverfi mér og sálir bregða á flug og frjálsar líða þær um gullin ský í gleði og kærleika já kærleika til mín og þín Innst í mínum hug er andvarinn mildur og þýður með angan frá blómum á grund hann kyssir vanga minn og sálir bregða á flug og frjálsar líða þær um gullin ský í gleði og kærleika já kærleika til mín og þín og alls sem andar hér. (Hugarheimur. Iðunn Steinsdóttir) Guðrún Lárusdóttir, Einar bróðir, Bjartur Clausen, Lára Ruth Clausen og Elvar Smári Clausen. Svanbjörg Clausen HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Lifðu vel uppi á himni. Vonandi sjáum við þig aft- ur. Við elskum þig langamma og við ætlum að gefa þér gjöf í kistuna svo þú verðir glöð. Kjartan, Björn Freyr og Jóhanna Björg. Hvíldu vel uppi í skýjun- um, elsku langamma mín. Kveðja, Elvar Aron. ✝ Anna Dagmar Daníelsdóttir fæddist á Kolmúla við Reyðarfjörð 4. desember 1925. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 24. mars 2022. Foreldrar hennar voru Daníel Sig- urðsson, f. 11.2. 1882, d. 13.3. 1960, bóndi á Kol- múla, ættaður úr Breiðdal og Papey, og Guðný Jónsdóttir, f. 8.5. 1886 að Viðborði á Mýr- um, d. 26.5. 1964. Systkini Önnu eru Sigrún, f. 16.12. 1911, Guðjón, f. 18.3. 1913, Guðbjörg, f. 16.2. 1915, Elís, f. 11.2. 1917, einnig átti Anna fóstursystur, Þorbjörgu Bjarn- ardóttur, f. 17.1. 1910. Þau eru öll látin. Anna gekk í hjónaband 9. 20.12. 1949, d. 11.1. 2017, maki Elías Rúnar Elíasson, f. 9.2. 1949, þau eiga 3 börn, 9 barnabörn og 4 barna- barnabörn. 4. Albert Júlíus, f. 5.5. 1951, hann á tvö börn og 6 barna- börn. 5. Daníel Sigurðsson, f. 18.7. 1952, maki Ethel Brynja Sigurvinsdóttir, f. 29.5. 1956, þau eiga 4 börn og 8 barna- börn. 6. Hafdís Sigurðardóttir, f. 9.10. 1954, maki Pálmi Helga- son, f. 25.9. 1953, þau eiga 3 börn og 3 barnabörn. 7. Hjördís Anna Sigurð- ardóttir, f. 10.8. 1959, maki Vilhelm Pétur Pétursson, f. 31.12. 1958, þau eiga þrjú börn og 7 barnabörn. Anna ólst upp á Kolmúla við Reyðarfjörð við öll almenn sveitastörf, hún lauk fullnað- arprófi vorið 1939. Fimmtán ára fór hún í vist til Vest- mannaeyja. Hún fór til Reykjavíkur 1942 til að læra að sauma og var í vist á Sæ- felli á Seltjarnarnesi hjá Guðna Jóhannssyni skipstjóra og Jóhönnu Þorsteinsdóttur frá Vattarnesi. Anna og Sigurður hófu sinn búskap á Sæfelli, þau byggðu sér hús á Hringbraut 9, Hafnarfirði, þar sem þau bjuggu alla tíð eða þar til Anna flutti á Hrafnistu árið 2018. Anna vann úti og sinnti félagsstörfum jafnhliða heimilisstörfunum, hún sá um félagsheimili Iðn- aðarmanna í Hafnarfirði í mörg ár, en vann lengst á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Hún var stofnfélagi Kven- félagsins Hrundar 1964 og sat í stjórn þess frá upphafi og var lengi formaður, hún var gerð að heiðursfélaga fé- lagsins. Anna var formaður Bandalags kvenna í Hafn- arfirði í tvö ár og var stofn- félagi Inner Weel í Hafn- arfirði 1977 og gerð að heiðursfélaga árið 2010. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 7. apríl 2022, kl. 13. Athöfninni verður streymt: https://www.mbl.is/andlat nóvember 1946 með Sigurði Krist- inssyni málara- meistara frá Hafn- arfirði, f. 27. ágúst 1922, d. 4.9. 2005. Foreldrar hans voru Kristinn Jóel Magnússon málarameistari, f. 25.2. 1893, d. 28.12. 1981 og María Albertsdótt- ir, f. 9.11. 1893, d. 29.5. 1979. Börn Önnu og Sigurðar eru sjö, þau eru: 1. María Kristín, f. 8.2. 1947, maki Kristinn G. Garð- arsson, f. 4.5. 1946, þau eiga tvo syni og 7 barnabörn. 2. Dagný Bergvins, f. 1.6. 1948, maki Guðmundur Þór- arinsson, f. 7.3. 1945, þau eiga fjögur börn og 9 barnabörn. 3. Kolbrún Jóhanna, f. Anna Dagmar Daníelsdóttir er látin. Mér er það bæði ljúft og skylt að skrifa um hana nokkur kveðjuorð fyrir hönd okkar Inner Wheel-kvenna í Hafnarfirði. Anna var einn af stofnfélögum klúbbsins árið 1976. Í þeim hópi voru margar frábærar konur, sem ruddu brautina fyrir okkur hinar, sem á eftir komu. Anna var einstök kona. Hún vann frábært starf í klúbbnum okkar. Alltaf tilbúin að taka þátt í öllu, sem þurfti að gera auk þess að sinna fjöl- mörgum embættisstörfum inn- an klúbbsins, m.a. sem forseti. Hún vildi klúbbnum allt það besta og fyrir nokkrum árum þegar við vorum í húsnæðis- hraki var það Anna, sem bjarg- aði málum og tókst að útvega okkur fundarsal. Fyrir nokkr- um árum var Anna síðan gerð að heiðursfélaga í klúbbnum okkar og var hún svo sann- arlega vel að því komin. Hún var ljúf og yndisleg kona og hélt svo sannarlega hátt á lofti gildum okkar Inner Wheel- kvenna um vináttu og hjálp- semi. Við söknum vinar í stað og sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur! Blessuð sé minning góðrar konu og félaga! F.h. félaga í Inner Wheel Hafnarfjörður, Sigrún Reynisdóttir Anna Dagmar Daníelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.