Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
Armbandsúr er
sígild fermingargjöf
www.gilbert.is
ARC-TIC úr
Með leðuról
29.900.-
50 ÁRA Linda er Akureyringur en
býr í Mosfellsbæ. Hún er með B.Sc.-
gráðu í hjúkrunarfræði og M.Ed. í
menntunarfræðum, hvort tveggja frá
HA. Linda starfaði á árum áður sem
hjúkrunarfræðingur á barnadeild en er
núna stærðfræðikennari við Lágafells-
skóla. Hún er áheyrnarfulltrúi kennara
í fræðslunefnd Mosfellsbæjar og er í
kvennanefnd og varastjórn Golfklúbbs
Mosfellsbæjar.
„Áhugamál mín eru fjölskylda mín,
golf, fjallgöngur, lesa, spila, hjólreiðar,
bandí og fótbolti, og ég held með
Arsenal.“
FJÖLSKYLDA Linda er í sambandi
með Önnu Soffíu Halldórsdóttur, f.
1967. Dóttir Lindu er Ásthildur Emma, f. 2005, nemi við Menntaskólann við
Hamrahlíð. Foreldrar Lindu eru Hersteinn Valtýr Tryggvason, f. 1943, bók-
haldari, var sjálfstætt starfandi, og Birna Hólmdís Jónasdóttir, f. 1946,
sjúkraliði. Þau eru búsett á Akureyri.
Linda Hersteinsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú þarft að gæta þess að vera ekki
of kröfuharður við aðra. Ef þú ert með á
hreinu hvað þú vilt laga aðrir sig laglega að
þínum ráðagerðum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú getur ekki búist við því að hlutirnir
gangi hratt fyrir sig í dag. Sýndu lipurð en
um leið festu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Gáta sem þú hefur lengi velt fyrir
þér verður nú leyst og lausn hennar mun
koma þér verulega á óvart. Láttu hrakspár
annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun
þinni.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Hugsanlegt er að þú þurfir að horf-
ast í augu við mátt tiltekins hóps í dag. Þér
finnst lítið miða áfram og það er ekki á þínu
valdi að breyta því.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þótt þú vitir hvað er í aðsigi veistu í
hjarta þér að þú gast með engu móti komið í
veg fyrir það. Mundu að gera ekki meiri kröf-
ur til annarra en sjálfs þín.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Samskipti við maka verða hugsan-
lega eilítið stirð í dag. Enda þótt fjármála-
hliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú finnur hjá þér sterka hvöt til þess að
sýna þitt rétta andlit. Hafðu í huga að oft má
ná sama marki eftir mismunandi leiðum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú ert sérlega tilfinninga-
næmur í dag og átt því á hættu að missa
einbeitinguna og hæfileikann til að leggja
hlutlaust mat á hlutina.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Staða þín í samfélaginu og
mannorð hefur aukið vægi um þessar
mundir. Styrktu þig með þeim bestu og klár-
ustu.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það getur reynst þér skeinuhætt
að byrgja allar tilfinningar inni. Samræður
verða áhugaverðar þar sem hugur þinn leitar
inn á ófyrirsjáanlegar brautir.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Enginn þarf að segja þér að allir
eiga skilið að aðrir komi fram við þá eins og
jafningja. Láttu ekkert verða til að egna þig
upp.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu
góðu ráðin duga hvergi. Reyndu að horfa
gagnrýnum augum á sjálfan þig og fram-
komu þína.
þá flutti hún sig yfir. Hún hefur starf-
að þar síðan og er nú fastráðin leik-
kona við Þjóðleikhúsið.
Meðal leikrita sem Ebba hefur
leikið í eru: Dúkkuheimili 2. hluti,
Matthildur, Hamlet litli, Atómstöðin
– endurlit, Meistarinn og Margaríta,
Þitt eigið leikrit, Ég býð mig fram
III, Rómeó og Júlía, Jólaboðið og Ást
áttaði mig á því að hjartað sló fyrir
listina en ekki fyrir verkfræðina. Á
sumrin starfaði ég svo sem flugfreyja
hjá Icelandair.“
Vorið 2018 var Ebbu boðinn samn-
ingur við Borgarleikhúsið og starfaði
hún sem leikkona við Borgarleikhúsið
2018-2019. Vorið 2019 var henni boð-
inn samningur við Þjóðleikhúsið og
E
bba Katrín Finnsdóttir
fæddist 7. apríl 1992 á
fæðingardeild Land-
spítalans í Reykjavík.
Hún ólst upp í Setberg-
inu í Hafnarfirði og bjó þar á æsku-
heimilinu í Lækjarbergi til 25 ára ald-
urs. „Á öllum mínum yngri árum æfði
ég fótbolta með FH, spilaði til 19 ára
aldurs með 2. og meistaraflokki FH.
Ég æfði hópfimleika með fimleika-
félaginu Björk til 14 ára aldurs ásamt
því að prófa að æfa nánast flestar aðr-
ar íþróttir sem voru í boði á þeim
tíma. Ég kláraði miðstig á fiðlu í tón-
listarskóla Hafnarfjarðar.“
Ebba gekk í Setbergsskóla frá 1. til
10. bekkjar og þaðan fór hún í Verzl-
unarskóla Íslands þaðan sem hún út-
skrifaðist vorið 2012. „Á grunnskóla-
göngunni var ég í nemendaráði í
Setbergsskóla og á sumrin vann ég í
Knattspyrnuskóla FH. Í Verzl-
unarskólanum var ég í góðgerðarráði
skólans, skemmtinefnd ásamt því að
taka þátt í NEMÓ (söngleikjum skól-
ans). Meðfram Verzlunarskólanum
starfaði ég sem „dresser“ í búninga-
deildum Þjóðleikhússins og Borg-
arleikhússins og á sumrin starfaði ég
í Vindáshlíð, sumarbúðum fyrir stelp-
ur.
Eftir Verzlunarskólann fór ég sem
„au pair“ til Brighton og bjó þar í
hálft ár hjá yndislegri fjölskyldu og í
framhaldinu ferðaðist ég um heiminn
með vinkonu og vinum í svokallaðri
heimsreisu. Við fórum m.a. til Kína,
Balí, Víetnam, Kambódíu, Taílands,
Ástralíu, Fiji og Bandaríkjanna. Það
var magnað hvað heimurinn minnk-
aði við það að heimsækja staði og
upplifa menningu sem ég hafði aðeins
haft í huganum og séð í fréttum fram
að þessu.
Haustið 2013 byrjaði Ebba í iðn-
aðarverkfræði við Háskóla Íslands og
stundaði það nám næstu tvö árin eða
þar til hún fékk inngöngu á leik-
arabraut við Listaháskóla Íslands
haustið 2015. Hún útskrifaðist þaðan
vorið 2018 með BA-gráðu í leiklist.
Meðfram iðnaðarverkfræðinni starf-
aði ég áfram í leikhúsunum á kvöldin
og um helgar og í rauninni var ég far-
in að eyða meiri tíma í leikhúsinu en í
skólanum. Það var upp úr því sem ég
og upplýsingar sem nú er verið að
sýna í Þjóðleikhúsinu.
Ebba hlaut tilnefningu til Grímu-
verðlaunanna 2019 sem leikkona í
aukahlutverki fyrir hlutverk Filippíu
í Matthildi og hlaut Grímuverðlaunin
2020 sem leikkona í aðalhlutverki fyr-
ir hlutverk Uglu í Atómstöðinni –
endurliti.
Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona – 30 ára
Leikkonan Ebba í titilhlutverkinu í Rómeó og Júlíu sem var frumsýnt í september 2021.
Fór úr verkfræði í leiklistina
Vinkonur „Við vorum allar saman í Verzlunarskólanum og fórum í ýmsar
áttir eftir námið en höfum alltaf haldið hópinn.“ Ebba er þriðja frá hægri.
Barnamenning Ebba Katrín í
kringum þriggja ára aldurinn.
Til hamingju með daginn
Dalvík Vala Dögg Jónsdóttir fæddist
21. ágúst 2021 kl. 22.46 á sjúkrahús-
inu á Akureyri. Hún vó 3.822 g og var
49 cm löng. Foreldrar hennar eru
Rebekka Rún Sævarsdóttir og Jón
Ingi Ólason.
Nýr borgari