Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 Armbandsúr er sígild fermingargjöf www.gilbert.is ARC-TIC úr Með leðuról 29.900.- 50 ÁRA Linda er Akureyringur en býr í Mosfellsbæ. Hún er með B.Sc.- gráðu í hjúkrunarfræði og M.Ed. í menntunarfræðum, hvort tveggja frá HA. Linda starfaði á árum áður sem hjúkrunarfræðingur á barnadeild en er núna stærðfræðikennari við Lágafells- skóla. Hún er áheyrnarfulltrúi kennara í fræðslunefnd Mosfellsbæjar og er í kvennanefnd og varastjórn Golfklúbbs Mosfellsbæjar. „Áhugamál mín eru fjölskylda mín, golf, fjallgöngur, lesa, spila, hjólreiðar, bandí og fótbolti, og ég held með Arsenal.“ FJÖLSKYLDA Linda er í sambandi með Önnu Soffíu Halldórsdóttur, f. 1967. Dóttir Lindu er Ásthildur Emma, f. 2005, nemi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Foreldrar Lindu eru Hersteinn Valtýr Tryggvason, f. 1943, bók- haldari, var sjálfstætt starfandi, og Birna Hólmdís Jónasdóttir, f. 1946, sjúkraliði. Þau eru búsett á Akureyri. Linda Hersteinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú þarft að gæta þess að vera ekki of kröfuharður við aðra. Ef þú ert með á hreinu hvað þú vilt laga aðrir sig laglega að þínum ráðagerðum. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú getur ekki búist við því að hlutirnir gangi hratt fyrir sig í dag. Sýndu lipurð en um leið festu. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Gáta sem þú hefur lengi velt fyrir þér verður nú leyst og lausn hennar mun koma þér verulega á óvart. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Hugsanlegt er að þú þurfir að horf- ast í augu við mátt tiltekins hóps í dag. Þér finnst lítið miða áfram og það er ekki á þínu valdi að breyta því. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þótt þú vitir hvað er í aðsigi veistu í hjarta þér að þú gast með engu móti komið í veg fyrir það. Mundu að gera ekki meiri kröf- ur til annarra en sjálfs þín. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Samskipti við maka verða hugsan- lega eilítið stirð í dag. Enda þótt fjármála- hliðin sé á hreinu er fleira að athuga. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú finnur hjá þér sterka hvöt til þess að sýna þitt rétta andlit. Hafðu í huga að oft má ná sama marki eftir mismunandi leiðum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert sérlega tilfinninga- næmur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Staða þín í samfélaginu og mannorð hefur aukið vægi um þessar mundir. Styrktu þig með þeim bestu og klár- ustu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það getur reynst þér skeinuhætt að byrgja allar tilfinningar inni. Samræður verða áhugaverðar þar sem hugur þinn leitar inn á ófyrirsjáanlegar brautir. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Enginn þarf að segja þér að allir eiga skilið að aðrir komi fram við þá eins og jafningja. Láttu ekkert verða til að egna þig upp. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Reyndu að horfa gagnrýnum augum á sjálfan þig og fram- komu þína. þá flutti hún sig yfir. Hún hefur starf- að þar síðan og er nú fastráðin leik- kona við Þjóðleikhúsið. Meðal leikrita sem Ebba hefur leikið í eru: Dúkkuheimili 2. hluti, Matthildur, Hamlet litli, Atómstöðin – endurlit, Meistarinn og Margaríta, Þitt eigið leikrit, Ég býð mig fram III, Rómeó og Júlía, Jólaboðið og Ást áttaði mig á því að hjartað sló fyrir listina en ekki fyrir verkfræðina. Á sumrin starfaði ég svo sem flugfreyja hjá Icelandair.“ Vorið 2018 var Ebbu boðinn samn- ingur við Borgarleikhúsið og starfaði hún sem leikkona við Borgarleikhúsið 2018-2019. Vorið 2019 var henni boð- inn samningur við Þjóðleikhúsið og E bba Katrín Finnsdóttir fæddist 7. apríl 1992 á fæðingardeild Land- spítalans í Reykjavík. Hún ólst upp í Setberg- inu í Hafnarfirði og bjó þar á æsku- heimilinu í Lækjarbergi til 25 ára ald- urs. „Á öllum mínum yngri árum æfði ég fótbolta með FH, spilaði til 19 ára aldurs með 2. og meistaraflokki FH. Ég æfði hópfimleika með fimleika- félaginu Björk til 14 ára aldurs ásamt því að prófa að æfa nánast flestar aðr- ar íþróttir sem voru í boði á þeim tíma. Ég kláraði miðstig á fiðlu í tón- listarskóla Hafnarfjarðar.“ Ebba gekk í Setbergsskóla frá 1. til 10. bekkjar og þaðan fór hún í Verzl- unarskóla Íslands þaðan sem hún út- skrifaðist vorið 2012. „Á grunnskóla- göngunni var ég í nemendaráði í Setbergsskóla og á sumrin vann ég í Knattspyrnuskóla FH. Í Verzl- unarskólanum var ég í góðgerðarráði skólans, skemmtinefnd ásamt því að taka þátt í NEMÓ (söngleikjum skól- ans). Meðfram Verzlunarskólanum starfaði ég sem „dresser“ í búninga- deildum Þjóðleikhússins og Borg- arleikhússins og á sumrin starfaði ég í Vindáshlíð, sumarbúðum fyrir stelp- ur. Eftir Verzlunarskólann fór ég sem „au pair“ til Brighton og bjó þar í hálft ár hjá yndislegri fjölskyldu og í framhaldinu ferðaðist ég um heiminn með vinkonu og vinum í svokallaðri heimsreisu. Við fórum m.a. til Kína, Balí, Víetnam, Kambódíu, Taílands, Ástralíu, Fiji og Bandaríkjanna. Það var magnað hvað heimurinn minnk- aði við það að heimsækja staði og upplifa menningu sem ég hafði aðeins haft í huganum og séð í fréttum fram að þessu. Haustið 2013 byrjaði Ebba í iðn- aðarverkfræði við Háskóla Íslands og stundaði það nám næstu tvö árin eða þar til hún fékk inngöngu á leik- arabraut við Listaháskóla Íslands haustið 2015. Hún útskrifaðist þaðan vorið 2018 með BA-gráðu í leiklist. Meðfram iðnaðarverkfræðinni starf- aði ég áfram í leikhúsunum á kvöldin og um helgar og í rauninni var ég far- in að eyða meiri tíma í leikhúsinu en í skólanum. Það var upp úr því sem ég og upplýsingar sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu. Ebba hlaut tilnefningu til Grímu- verðlaunanna 2019 sem leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk Filippíu í Matthildi og hlaut Grímuverðlaunin 2020 sem leikkona í aðalhlutverki fyr- ir hlutverk Uglu í Atómstöðinni – endurliti. Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona – 30 ára Leikkonan Ebba í titilhlutverkinu í Rómeó og Júlíu sem var frumsýnt í september 2021. Fór úr verkfræði í leiklistina Vinkonur „Við vorum allar saman í Verzlunarskólanum og fórum í ýmsar áttir eftir námið en höfum alltaf haldið hópinn.“ Ebba er þriðja frá hægri. Barnamenning Ebba Katrín í kringum þriggja ára aldurinn. Til hamingju með daginn Dalvík Vala Dögg Jónsdóttir fæddist 21. ágúst 2021 kl. 22.46 á sjúkrahús- inu á Akureyri. Hún vó 3.822 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Rebekka Rún Sævarsdóttir og Jón Ingi Ólason. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.