Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
SPORTÍS
SKE I FAN 1 1
1 08 REYKJAV ÍK
spo r t i s@spo r t i s . i s
S P O R T I S . I S
520-1000
CARETTA FERÐAVAGN - FERÐAFÉLAGI ÁRSINS!
- TRYGGÐU ÞÉR VAGN TIL AFHENDINGAR Í VOR -
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Hjónaskilnaður getur verið eitt
stærsta tráma eða áfall sem fólk
gengur í gegnum á lífsleiðinni. Þetta
áfall kallar á flókið úrvinnsluferli
sem getur tekið nokkur ár, en við
erum ekki endilega að umfaðma þau
sem standa í skilnaði með sama
hætti og við tök-
um utan um fólk
sem missir maka
sinn. Í ljósi þess
hversu algengir
skilnaðir eru
mætti tala um
hjónaskilnaði
sem hversdags-
tráma,“ segir
Valur Freyr Ein-
arsson, höfundur
og leikstjóri
verksins Fyrrverandi, sem Borgar-
leikhúsið frumsýnir á laugardag.
Aðspurður segist hann lýsa verkinu
sem gamandrama. „Því ég held að
eina leiðin til að tala um þetta mál-
efni sé að gera það með húmor.“
Óraunsæjar væntingar?
Í ljósi þess að þú hefur verið ham-
ingjusamlega giftur Ilmi Stefáns-
dóttur leikmyndahönnuði árum sam-
an liggur beint við að spyrja hvernig
hugmyndin að þessu verki hafi kom-
ið til þín?
„Já, það er rétt hjá þér, ég er
ótrúlega gæfusamur í mínu hjóna-
bandi. Það er mesta gæfa lífs míns
að eiga svona stórkostlegan maka og
góð samskipti í lífinu eru að mínu
mati mjög samtengd lífsgæðum okk-
ar almennt og hamingju. Ég hef í
raun engan rétt til að vera að skrifa
um þetta en það er kannski ástæðan
fyrir því að ég er forvitinn um það.
Fyrsta kveikjan var matarboð
sem okkur hjónum var boðið í til
kunningjafólks ásamt þremur öðr-
um pörum, sem áttu það öll sameig-
inlegt að vera tiltölulega nýtekin
saman og eiga öll fyrrverandi maka.
Það vakti athygli mína að samræð-
urnar í matarboðinu snerust allar
um fyrrverandi og vandasöm sam-
skipti eftir skilnað. Það fékk mig til
að hugsa um þennan samfélagssátt-
mála sem hjónabandið og langtíma-
sambönd eru, ekki síst þegar börn
eru komin inn í myndina. Önnur
kveikjan var bylgja af skilnuðum í
okkar vina- og kunningjahóp, sam-
bönd sem höfðu varað í 20-30 ár og
mig óraði ekki fyrir að myndu enda
með skilnaði. Af hverju enda 50%
hjónabanda með skilnaði? Erum við
með óraunsæjar væntingar? Það er
ein þeirra spurninga sem ég er að
skoða.
Það hefur orðið svo mikil þróun,
ekki síst er kemur að væntingum
okkar um það hvað hjónabandið er
og hvað maki okkar stendur fyrir. Í
dag á makinn að uppfylla þarfir sem
jafnvel heilt þorp sá um áður. Hann
á að vera sálufélagi, en hér áður fyrr
var guð sálufélagi fólks. Þannig er
makinn nánast orðinn guðleg vera.
En makinn þarf líka að vera besti
vinur, besti elskhugi, besti kokkur
og besta foreldrið og áfram heldur
listinn. Það getur enginn tikkað í öll
þessi box. Á sama tíma erum við
knúin áfram af hamingjuleit og þess-
ari djúpstæðu þörf manneskjunnar
að finna félaga sem þú vilt deila líf-
inu með, skapa djúp tengsl með og
fara í gegnum súrt og sætt með.
Ég tók viðtöl við fjölda fólks.
Fyrst ræddi ég við fólk sem ég
þekkti sem hafði skilið og var komið
í ný sambönd en átti börn með fyrr-
verandi. Ég var meðal annars að
skoða hvort raunverulega sé hægt
að skilja við einhvern þegar börn eru
í spilinu eða hvort fyrrverandi verði
alltaf inni í taugakerfinu sama hvort
maður vilji það eða ekki. Mér fannst
líka áhugavert að skoða hvort fólk
sem lendir í vondum skilnaði geti
byrjað upp á nýtt og fundið traustið
aftur og hæfileikann til að elska. Eða
er fólk alltaf með flóttaleið út?
Á tímum Tinder og annarra snjall-
forrita erum við líka hluti af mark-
aðssamfélagi og fáum endalaus gylli-
boð sem eiga að hjálpa okkur að
hámarka hamingju okkar. Á Tinder
er hægt að vera með milljón mögu-
lega maka í símanum á sama tíma og
fólk er að deita. Þegar við nálgumst
sambönd með neyðarútganginn allt-
af opinn þá held ég að það hljóti allt-
af að vera á kostnað djúptengsla,“
segir Valur Freyr og tekur fram að
viðtölin hafi fljótt undið upp á sig.
„Mér var sífellt bent á áhugavert
fólk sem lent hefði í ýmsu. Ég var
því farinn að tala við ótrúlegasta fólk
sem ég þekkti ekki fyrir,“ segir Val-
ur Freyr og bendir á að öll þau sem
hann hafi rætt við hafi verið ótrúlega
opin og hispurslaus um reynslu sína.
„Ég bjó til fólkið úr þessum sögum
og blandaði saman ólíkum ein-
staklingum. Allt sem gerist í verkinu
hefur þannig gerst í alvörunni. Ég
meira að segja hreinsaði það lygileg-
asta út til að auka trúverðugleikann,
enda er sannleikurinn oft lygilegri
en raunveruleikinn.“
Samsköpun skemmtilegust
En hvernig leist markaðsdeild
leikhússins á að þurfa að selja verk
um hjónaskilnaði og fyrrverandi?
„Ég held að við höfum endalausan
áhuga á þessu efni. Ég tók þátt í
leikhúskaffi á Borgarbókasafninu
um daginn þar sem ég var að kynna
verkið. Þar var töluvert af eldra fólki
og ég hugsaði fyrirfram að þau
nenntu ekki að ræða þetta málefni
þar sem þau væru búin með þennan
pakka, en þau höfðu alveg brennandi
áhuga á efninu. Svo er nú einu sinni
þannig að við manneskjurnar löð-
umst að vel skrifuðu drama sem við
getum speglað okkur í, sérstaklega
ef efnið er gert af heiðarleika, hjarta
og metnaði,“ segir Valur Freyr og
bætir við að hann sé einstaklega
ánægður með leikhóp sinn, en hóp-
inn skipa: Árni Þór Lárusson, Hall-
dór Gylfason, Jörundur Ragnarsson,
Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Vala
Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn
Bachmann og Þórunn Arna Krist-
jánsdóttir.
Fyrrverandi er þriðja verkið í
fullri lengd sem þú skrifar og sett er
upp í Borgarleikhúsinu, en fyrsta
verkið sem þú leikstýrir þar. Hvern-
ig kom það til?
„Þetta er raunar annað verkið
sem ég leikstýri á ferlinum því ég
leikstýrði með Ilmi uppfærslu
CommonNonsense á Af ástum
manns og hrærivélar með Ólafíu
Hrönn Jónsdóttur og Kristján Ingi-
marsson í hlutverkum í Þjóðleikhús-
inu árið 2010. Mín fyrsta hugmynd
var að fá konu til að leikstýra Fyrr-
verandi til að fá það sjónarhorn inn í
verkið, en svo þróaðist það þannig að
þær sem mig langaði mest til að fá
voru ekki lausar. Brynhildur [Guð-
jónsdóttir leikhússtjóri Borgarleik-
hússins] hélt því líka mjög fast að
mér að gera þetta sjálfur, svo það
varð úr,“ segir Valur Freyr og tekur
fram að sér finnist skemmtilegast að
vinna sýningar í mikilli samsköpun.
„Ég er með mjög sterkan leikhóp
auk þess sem ég er með Ilmi með
mér sem hannar leikmynd og bún-
inga og Önnu Kolfinnu Kuran sem
sér um sviðshreyfingar og að ein-
hverju leyti sviðsetninguna. Leik-
ritið er í sjálfu sér tiltölulega hvers-
dagslegt og gæti þannig verið sett
upp sem stofudrama, en okkur lang-
aði ekki að fara þá leið leikhúslega.
Ég fékk því Önnu með mér til að
leggja meiri áherslu á líkamstungu-
málið sem er mjög skemmtilegt. Við
það kemur annar fókus í textann og
kringumstæðurnar. Mér finnst gam-
an í leikhúsi þegar manni er komið á
óvart sjónrænt. Davíð Þór [Jónsson]
og Salka [Valsdóttir] hafa síðan ver-
ið að vinna hljóðmyndina og tónlist-
ina til að skapa rétta heiminn.“
Langar að skrifa meira
Hvernig leikstjóri ert þú?
„Ég hef mikla trú á ákveðnu sköp-
unarfrelsi og höfundinum í leikar-
anum. Mín reynsla er sú að ef fólk-
inu í rýminu líður vel, það ríkir
traust og samtalið um hugmyndir er
opið þá er fólk óhrætt við að fylgja
innsæi sínu og prófa sig áfram. Það
eru aðstæðurnar sem ég leitast við
að skapa sem leikstjóri.“
Það hljómar ekki ósvipað og upp-
skrift að góðu hjónabandi.
„Já, og það er mjög samtengt. Um
leið og þú ert kominn með einhvern
járnvilja inn í þetta ferli og ætlar að
pönkast með aðra fram og til baka
þá myndast togstreita, vantraust og
óeining.“
Á endanum er leikstjórinn samt
sá sem þarf að taka lokaákvörðunina
um það hvernig eigi að gera hlutina?
Hvernig gerir maður það best?
„Við erum öll að róa í sömu átt.
Þegar rými gefst til að prófa ólíka
hluti þá er oft eins og að ákvarð-
anirnar taki sig stundum nánast
sjálfar af því að við finnum í til-
raunum okkar hvað virkar og hvað
ekki.“
Nú eru átta ár síðan þú sendir síð-
ast frá þér leikrit í fullri lengd.
Munu líða önnur átta áður en næsta
verk þitt fer á svið?
„Ég vona að það verði ekki svo
langt í það. Mig langar til að skrifa
meira. Ég er búinn að leika mjög
mikið undanfarin ár. Ég finn það í
mínu starfi sem leikari að ég er
sífellt að skipta mér meira af, sem
helgast örugglega bæði af aldri,
reynslu og smekk, en líka löngun til
að gera vel og ýta hlutum í farveg
sem ég held að sé til góðs. Mér
finnst gott hvað með öðru að leika,
skrifa og leikstýra,“ segir Valur
Freyr og tekur fram að með aldr-
inum sé hann líka orðinn sértækari á
hvaða verkefni hann tekur að sér og
hvaða sögur hann langar að segja.
„Ég verð að brenna fyrir því sem
ég er að vinna með. Mig langar að
segja sögur sem skipta mig máli að
segja. Ef hlutir skipta mig máli þá
vonandi skipta þeir líka aðra máli.
Ósk mín er að áhorfendur geti spegl-
að sig í Fyrrverandi, speglað sig í
samskiptunum, væntingunum til
maka síns og hlegið að því hvað
hjónabandið getur verið mikill
farsi.“
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Farsi „Ósk mín er að áhorfendur geti speglað sig í Fyrrverandi, speglað sig í samskiptunum, væntingunum til maka
síns og hlegið að því hvað hjónabandið getur verið mikill farsi,“ segir Valur Freyr Einarsson höfundur og leikstjóri.
„Knúin áfram af hamingjuleit“
- Fyrrverandi eftir Val Frey Einarsson í leikstjórn höfundar frumsýnt í Borgarleikhúsinu 9. apríl
- „Ég held að eina leiðin til að tala um þetta málefni sé að gera það með húmor,“ segir Valur Freyr
Valur Freyr
Einarsson