Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 29

Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 i í Árborg Stokkseyri● Eyrarbakki● ● Selfoss Sandvíkur Kaldaðarnes FLÓA- HREPPUR ÖLFUS Ingólfsfjall Ö lfu ss á Árborg Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum* Kosið var 26. maí 2018 Kjörskrá: Atkvæði: Kjörsókn: 6.594 4.437 70% ÍBÚAR 10.834 AFGANGUR* 1,06 ma.kr. HEILDARSKULDIR 2022 25,4 ma.kr. SKULDAHLUTFALL** 2022: 179% 2025: 150% KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI 8.150 FLATARMÁL 157 km² 51% Karlar Konur 49% Á-listi, Framsókn,Miðflokkur og Samfylking mynda meirihluta Bæjarstjóri: Gísli H. Halldórsson Forseti bæjarstjórnar: Helgi S. Haraldsson (B) *Áætlanir um A- og B-hluta 2022 **Áætlanir um A- og B hluta. 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 > 7051-7031-5018-30< 18 ■ Á Áfram Árborg 8,5% 1 ■ B Framsókn og óháðir 15,5% 1 ■ D Sjálfstæðisflokkur 38,3% 4 ■M Miðflokkurinn 10,7% 1 ■ S Samfylkingin 20,1% 2 ■ V Vinstri græn 7,0% 0 Árborg varð til með sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 1998, Selfoss, Eyrarbakka, Stokks- eyrar og Sandvíkurhrepps. Það er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi og hefur vaxið ört, mest á Selfossi, en þar búa 86% íbúanna. Selfoss er miðstöð verslunar, þjónustu og iðnaðar á Suðurlandi, einkummatvælaiðnaðar, en ferðaþjónusta er einnig mikilvæg atvinnugrein. •Tjarnabyggð Hnjúkadjúp Villinga- holtsvatn Á KOSNINGAR Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Mikil gróska hefur verið í Árborg síðustu ár, sem kann að vera sýni- legast á Selfossi en nær einnig til Stokkseyrar og Eyrarbakka. Sú gróska endurspeglast á sinn hátt í stjórnmálunum, en þar bjóða fram sex framboð að þessu sinni: Áfram Árborg (Viðreisn, Píratar og óháðir), Framsóknarflokkur, Sjálfstæð- isflokkur, Miðflokkur og sjálfstæðra (hálfur listi þó), Samfylking og Vinstri hreyfingin – grænt framboð. Í síðustu kosningum misstu sjálf- stæðismenn einn mann og meirihlut- ann, svo hin framboðin mynduðu meirihluta. Í viðtölum við Kosningahlaðvarp Dagmála, sem finna má á www.mbl.is/hladvarp, kom vel fram býsna sameiginleg sýn frambjóð- enda á verkefnin fram undan, þótt ekki séu menn á eitt sáttir um for- gangsröðina. Þar þarf að fást við margvíslega vaxtarverki, sem meðal annars birt- ast í innviðum, sem varla hafa und- an, og kalla á aukna fjárfestingu. Það á við um hitaveituna, en einnig er fráveita skólps orðin aðkallandi. Af þeim sökum er ljóst að hægjast mun á vextinum uns úr er bætt. Fulltrúar meirihlutans segja að þar verði hagsmunir núverandi íbúa að ganga fyrir nýjum hverfum. Þetta á ekki aðeins við á Selfossi, heldur einnig á ströndinni, í Stokks- eyri og Eyrarbakka. Jafnframt hafa þau mál orðið til þess að hreyfa frek- ar við hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga og eru ýmsir kostir nefndir í því, jafnvel að öll Árnes- sýsla eigi að sameinast. Fjárhagurinn vefst fyrir Eins og annars staðar eru pen- ingar afl þeirra hluta, sem gera þarf, en fjárhagsstaðan er um margt erf- iðari en víða. Skuldir hafa aukist mikið liðin ár, en þær nema nú ríflega 25 millj- örðum króna og skuldahlutfallið komið yfir 179%. Útlit er fyrir að skuldirnar aukist mikið á næstu ár- um og komist í um 30 milljarða fyrir 2025. Rekstrarhallinn er sömuleiðis mikill og nemur rúmum milljarði króna á þessu ári. Frambjóðendum var tíðrætt um fjármálin, enda var ársreikningur Árborgar fyrir 2021 kynntur í gær. Bragi Bjarnason, oddviti sjálfstæð- ismanna, segir að það megi ekki bíða að koma rekstri og fjármálum sveit- arfélagsins í lag. Það verði ekki gert á einni nóttu, heldur þurfi að gera langtímaáætlun um betri nýtingu fjármuna og auknar tekjur til fram- tíðar. Fulltrúar meirihlutans eru sam- mála því að huga verði að fjármál- unum, en telja þó ekki að hann sé við hættumörk. Tómas Ellert Tómasson í Miðflokki bendir á að mikið af hall- anum megi rekja til uppreiknaðra lífeyrisskuldbindinga og bindur von- ir við auknar tekjur samfara vexti byggðar og atvinnulífs. Jafnframt sé ljóst af skuldabréfasölu að Árborg njóti tiltrúar á fjármálamarkaði. Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Oddvitar Tómas Ellert Tómasson (M), Arnar Freyr Ólafsson (B) og Álfheiður Eymarsdóttir (Á) sitja fyrir svörum. Fjármál, vöxtur og veitur efst á baugi í Árborg - Þungur fjárhagur og þandir innviðir slá á uppbyggingu Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Hlaðvarp Sigurður Torfi Sigurðsson (V), Sigurjón Vídalín Guðmundsson (S) og Bragi Bjarnason (D) í Kosningahlaðvarpi Dagmála í Landsbankahúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.