Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 i í Árborg Stokkseyri● Eyrarbakki● ● Selfoss Sandvíkur Kaldaðarnes FLÓA- HREPPUR ÖLFUS Ingólfsfjall Ö lfu ss á Árborg Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum* Kosið var 26. maí 2018 Kjörskrá: Atkvæði: Kjörsókn: 6.594 4.437 70% ÍBÚAR 10.834 AFGANGUR* 1,06 ma.kr. HEILDARSKULDIR 2022 25,4 ma.kr. SKULDAHLUTFALL** 2022: 179% 2025: 150% KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI 8.150 FLATARMÁL 157 km² 51% Karlar Konur 49% Á-listi, Framsókn,Miðflokkur og Samfylking mynda meirihluta Bæjarstjóri: Gísli H. Halldórsson Forseti bæjarstjórnar: Helgi S. Haraldsson (B) *Áætlanir um A- og B-hluta 2022 **Áætlanir um A- og B hluta. 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 > 7051-7031-5018-30< 18 ■ Á Áfram Árborg 8,5% 1 ■ B Framsókn og óháðir 15,5% 1 ■ D Sjálfstæðisflokkur 38,3% 4 ■M Miðflokkurinn 10,7% 1 ■ S Samfylkingin 20,1% 2 ■ V Vinstri græn 7,0% 0 Árborg varð til með sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 1998, Selfoss, Eyrarbakka, Stokks- eyrar og Sandvíkurhrepps. Það er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi og hefur vaxið ört, mest á Selfossi, en þar búa 86% íbúanna. Selfoss er miðstöð verslunar, þjónustu og iðnaðar á Suðurlandi, einkummatvælaiðnaðar, en ferðaþjónusta er einnig mikilvæg atvinnugrein. •Tjarnabyggð Hnjúkadjúp Villinga- holtsvatn Á KOSNINGAR Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Mikil gróska hefur verið í Árborg síðustu ár, sem kann að vera sýni- legast á Selfossi en nær einnig til Stokkseyrar og Eyrarbakka. Sú gróska endurspeglast á sinn hátt í stjórnmálunum, en þar bjóða fram sex framboð að þessu sinni: Áfram Árborg (Viðreisn, Píratar og óháðir), Framsóknarflokkur, Sjálfstæð- isflokkur, Miðflokkur og sjálfstæðra (hálfur listi þó), Samfylking og Vinstri hreyfingin – grænt framboð. Í síðustu kosningum misstu sjálf- stæðismenn einn mann og meirihlut- ann, svo hin framboðin mynduðu meirihluta. Í viðtölum við Kosningahlaðvarp Dagmála, sem finna má á www.mbl.is/hladvarp, kom vel fram býsna sameiginleg sýn frambjóð- enda á verkefnin fram undan, þótt ekki séu menn á eitt sáttir um for- gangsröðina. Þar þarf að fást við margvíslega vaxtarverki, sem meðal annars birt- ast í innviðum, sem varla hafa und- an, og kalla á aukna fjárfestingu. Það á við um hitaveituna, en einnig er fráveita skólps orðin aðkallandi. Af þeim sökum er ljóst að hægjast mun á vextinum uns úr er bætt. Fulltrúar meirihlutans segja að þar verði hagsmunir núverandi íbúa að ganga fyrir nýjum hverfum. Þetta á ekki aðeins við á Selfossi, heldur einnig á ströndinni, í Stokks- eyri og Eyrarbakka. Jafnframt hafa þau mál orðið til þess að hreyfa frek- ar við hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga og eru ýmsir kostir nefndir í því, jafnvel að öll Árnes- sýsla eigi að sameinast. Fjárhagurinn vefst fyrir Eins og annars staðar eru pen- ingar afl þeirra hluta, sem gera þarf, en fjárhagsstaðan er um margt erf- iðari en víða. Skuldir hafa aukist mikið liðin ár, en þær nema nú ríflega 25 millj- örðum króna og skuldahlutfallið komið yfir 179%. Útlit er fyrir að skuldirnar aukist mikið á næstu ár- um og komist í um 30 milljarða fyrir 2025. Rekstrarhallinn er sömuleiðis mikill og nemur rúmum milljarði króna á þessu ári. Frambjóðendum var tíðrætt um fjármálin, enda var ársreikningur Árborgar fyrir 2021 kynntur í gær. Bragi Bjarnason, oddviti sjálfstæð- ismanna, segir að það megi ekki bíða að koma rekstri og fjármálum sveit- arfélagsins í lag. Það verði ekki gert á einni nóttu, heldur þurfi að gera langtímaáætlun um betri nýtingu fjármuna og auknar tekjur til fram- tíðar. Fulltrúar meirihlutans eru sam- mála því að huga verði að fjármál- unum, en telja þó ekki að hann sé við hættumörk. Tómas Ellert Tómasson í Miðflokki bendir á að mikið af hall- anum megi rekja til uppreiknaðra lífeyrisskuldbindinga og bindur von- ir við auknar tekjur samfara vexti byggðar og atvinnulífs. Jafnframt sé ljóst af skuldabréfasölu að Árborg njóti tiltrúar á fjármálamarkaði. Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Oddvitar Tómas Ellert Tómasson (M), Arnar Freyr Ólafsson (B) og Álfheiður Eymarsdóttir (Á) sitja fyrir svörum. Fjármál, vöxtur og veitur efst á baugi í Árborg - Þungur fjárhagur og þandir innviðir slá á uppbyggingu Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Hlaðvarp Sigurður Torfi Sigurðsson (V), Sigurjón Vídalín Guðmundsson (S) og Bragi Bjarnason (D) í Kosningahlaðvarpi Dagmála í Landsbankahúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.