Morgunblaðið - 28.04.2022, Side 31

Morgunblaðið - 28.04.2022, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Bókaðu tíma fyrir bílinn þinn og skoðaðu dekkjaúrvalið á nesdekk.is Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110 Tímabókun Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Röð Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Tímabókun Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Tímabókun Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Tímabókun Skeifan 9 108 Reykjavík 590 2080 Tímabókun nesdekk.is / 561 4200 Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun RÉTTU DEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! Toyo Proxes CF2 Toyo Proxes Sport Toyo Open Country AT+ Toyo Open Country AT3 Toyo Open Country Mud Terrain Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um 750 Íslendingar, gestir og sýn- endur, eru í sól og sumaryl Barce- lona í tengslum við stóru sjávar- útvegssýninguna sem þar er haldin þessa dagana, 26.-28. apríl. Berg- lind Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir að Íslend- ingar séu áberandi á sýningunni með tvo þjóðarskála þar sem 24 fyrirtæki sýna framleiðslu sína og auk þess sýna nokkur fyrirtæki á eigin vegum. Sýningunni er skipt í tvennt, annars vegar eru sjávarafurðir og hins vegar tækni og þjónusta. Á báðum sviðum eru Íslendingar í fremstu röð og hafa íslensku skál- arnir verið vel sóttir. Sýnt er í nokkrum höllum á stóru svæði og meginhöllin er stór og nýleg bygg- ing sem sérstaklega var byggð sem sýningarhöll. Sýningin í Barcelona er ein stærsta sýning í sjávarútvegi í heiminum og tók við sem slík af sýningunni sem verið hefur í Bruss- el frá árinu 1994. Fjölmörg íslensk fyrirtæki sóttu þá sýningu frá upp- hafi og stofnuðu þar til fjölda við- skiptatengsla. Berglind á von á að um 25 þús- und manns komi á sýninguna, þar af um 15 þúsund gestir, sem margir koma alla þrjá daga sýningarinnar. „Það er greinilegt að fólk í sjávar- útvegi gleðst yfir því að geta hist á ný eftir heimsfaraldurinn til að ræða málin og treysta gömul vina- og viðskiptasambönd,“ segir Berg- lind. Framleiðendur og gestir koma víða að úr heiminum, en Berglind segir að óneitanlega hafi það áhrif á sýningunni að engin þátttaka sé frá stórþjóðum eins og Rússlandi og Kína og raunar minni frá Asíulönd- um heldur en í eðlilegu árferði. Ljósmyndir/Berglind Tækni og þjónusta Talsverð umferð hefur verið á sýningarsvæðinu þar sem íslensk fyrirtæki kynna starfsemi sína. Um 750 Íslendingar á sýningunni í Barcelona Hattur Íslands Sjávarafurðir af ýmsum toga eru kynntar í Barcelona. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að geta mætt á sýningu eins og þessa. Hún hefur ekki verið haldin í tvö ár og nú getum við loksins hitt við- skiptavini og birgja. Við finnum – eft- ir þessa erfiðu tíma, bæði Covid og svo stríð í Úkraínu – hvað þessi mannlegi þáttur er enn mik- ilvægur í viðskipt- um,“ segir Agnes Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Icelandic Asia, um sjávarútvegssýn- inguna Seafood Expo Global sem fram fer í Barselóna á Spáni. Agnes segir Íslendinga áberandi á sýningunni en mun færri fulltrúar fyrirtækja séu frá Asíu en búast mætti við á stærstu sjávarútvegssýn- ingu í heimi. „Það er ennþá mikið um lokanir og ferðatakmarkanir víða í Asíu og þeir eru ekki farnir að ferðast jafn mikið og við,“ útskýrir hún. Vekur athygli Um árabil var sýningin, sem hófst á þriðjudag en lýkur í dag, haldin í Brussel en tilkynnt var um flutning hennar 2019. Agnes segir almenna ánægju ríkja með nýju staðsetn- inguna og höllin henti vel fyrir við- burði af þessum toga, enda gangar breiðir og loftræsting góð. Óhætt er að segja að bás Icelandic Asia, Brims og Útgerðarfélags Reykjavíkur hafi vakið athygli á sýn- ingunni. Boðið er upp á Masago- loðnuhrognabjór, sem er sérbruggað- ur af RVK brewing fyrir Icelandic Asia, og segir Agnes hann hafa slegið rækilega í gegn. Þá eru einnig sýndar heilu veiði- ferðirnar á uppsjávarskipinu Venusi, ísfisktogaranum Akurey og frystitog- aranum Guðmundi í Nesi í hægsjón- varpi. „Við vildum sýna hvernig fisk- urinn er veiddur og lífið um borð, við ákváðum að fara algjörlega aðra leið en áður hefur verið gert. Þetta eru löng myndbönd á stórum skjám þar sem við sýnum alla veiðiferðina á skipunum, sem stunda mismunandi veiðar. Þetta er alveg frá því að veið- arfærum er kastað út, farið í gegnum vinnsluna og upp í brú, og fær fólk að fylgjast með skipstjóranum og sjó- mönnum um borð. Það er búið að vera skemmtilegt að fylgjast með því hvernig fólk tekur þessu og höfum við fengið mjög já- kvæð viðbrögð. Fólk staldrar lengi við og horfir agndofa, því margir hafa aldrei séð neitt þessu líkt. Hátækni- matvælaframleiðsla úti á sjó.“ Gestir í veiðiferð þriggja skipa - Hægsjónvarp og loðnuhrognabjór Ljósmynd/Icelandic Asia Túr Veiðar íslensku skipanna hafa vakið athygli á sjávarútvegssýningunni. Agnes Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.