Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Bókaðu tíma fyrir bílinn þinn og skoðaðu dekkjaúrvalið á nesdekk.is Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110 Tímabókun Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Röð Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Tímabókun Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Tímabókun Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Tímabókun Skeifan 9 108 Reykjavík 590 2080 Tímabókun nesdekk.is / 561 4200 Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun RÉTTU DEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! Toyo Proxes CF2 Toyo Proxes Sport Toyo Open Country AT+ Toyo Open Country AT3 Toyo Open Country Mud Terrain Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um 750 Íslendingar, gestir og sýn- endur, eru í sól og sumaryl Barce- lona í tengslum við stóru sjávar- útvegssýninguna sem þar er haldin þessa dagana, 26.-28. apríl. Berg- lind Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir að Íslend- ingar séu áberandi á sýningunni með tvo þjóðarskála þar sem 24 fyrirtæki sýna framleiðslu sína og auk þess sýna nokkur fyrirtæki á eigin vegum. Sýningunni er skipt í tvennt, annars vegar eru sjávarafurðir og hins vegar tækni og þjónusta. Á báðum sviðum eru Íslendingar í fremstu röð og hafa íslensku skál- arnir verið vel sóttir. Sýnt er í nokkrum höllum á stóru svæði og meginhöllin er stór og nýleg bygg- ing sem sérstaklega var byggð sem sýningarhöll. Sýningin í Barcelona er ein stærsta sýning í sjávarútvegi í heiminum og tók við sem slík af sýningunni sem verið hefur í Bruss- el frá árinu 1994. Fjölmörg íslensk fyrirtæki sóttu þá sýningu frá upp- hafi og stofnuðu þar til fjölda við- skiptatengsla. Berglind á von á að um 25 þús- und manns komi á sýninguna, þar af um 15 þúsund gestir, sem margir koma alla þrjá daga sýningarinnar. „Það er greinilegt að fólk í sjávar- útvegi gleðst yfir því að geta hist á ný eftir heimsfaraldurinn til að ræða málin og treysta gömul vina- og viðskiptasambönd,“ segir Berg- lind. Framleiðendur og gestir koma víða að úr heiminum, en Berglind segir að óneitanlega hafi það áhrif á sýningunni að engin þátttaka sé frá stórþjóðum eins og Rússlandi og Kína og raunar minni frá Asíulönd- um heldur en í eðlilegu árferði. Ljósmyndir/Berglind Tækni og þjónusta Talsverð umferð hefur verið á sýningarsvæðinu þar sem íslensk fyrirtæki kynna starfsemi sína. Um 750 Íslendingar á sýningunni í Barcelona Hattur Íslands Sjávarafurðir af ýmsum toga eru kynntar í Barcelona. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að geta mætt á sýningu eins og þessa. Hún hefur ekki verið haldin í tvö ár og nú getum við loksins hitt við- skiptavini og birgja. Við finnum – eft- ir þessa erfiðu tíma, bæði Covid og svo stríð í Úkraínu – hvað þessi mannlegi þáttur er enn mik- ilvægur í viðskipt- um,“ segir Agnes Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Icelandic Asia, um sjávarútvegssýn- inguna Seafood Expo Global sem fram fer í Barselóna á Spáni. Agnes segir Íslendinga áberandi á sýningunni en mun færri fulltrúar fyrirtækja séu frá Asíu en búast mætti við á stærstu sjávarútvegssýn- ingu í heimi. „Það er ennþá mikið um lokanir og ferðatakmarkanir víða í Asíu og þeir eru ekki farnir að ferðast jafn mikið og við,“ útskýrir hún. Vekur athygli Um árabil var sýningin, sem hófst á þriðjudag en lýkur í dag, haldin í Brussel en tilkynnt var um flutning hennar 2019. Agnes segir almenna ánægju ríkja með nýju staðsetn- inguna og höllin henti vel fyrir við- burði af þessum toga, enda gangar breiðir og loftræsting góð. Óhætt er að segja að bás Icelandic Asia, Brims og Útgerðarfélags Reykjavíkur hafi vakið athygli á sýn- ingunni. Boðið er upp á Masago- loðnuhrognabjór, sem er sérbruggað- ur af RVK brewing fyrir Icelandic Asia, og segir Agnes hann hafa slegið rækilega í gegn. Þá eru einnig sýndar heilu veiði- ferðirnar á uppsjávarskipinu Venusi, ísfisktogaranum Akurey og frystitog- aranum Guðmundi í Nesi í hægsjón- varpi. „Við vildum sýna hvernig fisk- urinn er veiddur og lífið um borð, við ákváðum að fara algjörlega aðra leið en áður hefur verið gert. Þetta eru löng myndbönd á stórum skjám þar sem við sýnum alla veiðiferðina á skipunum, sem stunda mismunandi veiðar. Þetta er alveg frá því að veið- arfærum er kastað út, farið í gegnum vinnsluna og upp í brú, og fær fólk að fylgjast með skipstjóranum og sjó- mönnum um borð. Það er búið að vera skemmtilegt að fylgjast með því hvernig fólk tekur þessu og höfum við fengið mjög já- kvæð viðbrögð. Fólk staldrar lengi við og horfir agndofa, því margir hafa aldrei séð neitt þessu líkt. Hátækni- matvælaframleiðsla úti á sjó.“ Gestir í veiðiferð þriggja skipa - Hægsjónvarp og loðnuhrognabjór Ljósmynd/Icelandic Asia Túr Veiðar íslensku skipanna hafa vakið athygli á sjávarútvegssýningunni. Agnes Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.