Morgunblaðið - 26.05.2022, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 6. M A Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 122. tölublað . 110. árgangur .
26.-29. maí
Sigraðu
innkaupin
STÓRSTJARNA
Í SVIÐSLISTA-
HEIMINUM GLEYMA SÉR Í GLEÐI
UPPSÖFNUÐ
SKEMMTANAÞÖRF
HJÁ LANDANUM
ARCTIC CREATURES, 12 INGI VALUR TRÚBADOR 4TAYLOR MAC Á LISTAHÁTÍÐ 48
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hækkun aðfanga vegna orkukreppu
og stríðsins í Úkraínu veldur því að
afkoma í nautakjötsframleiðslu hér á
landi er óviðunandi, að mati bænda.
Sérhæfðir framleiðendur eru mjög
að íhuga stöðu sína um þessar mund-
ir og nokkrir hafa ákveðið að bera
ekki á tún í sumar og hætta í haust.
Bessi Freyr Vésteinsson, bóndi í
Hofsstaðaseli í Skagafirði, segir að
staða greinarinnar hafi verið veik
fyrir vegna þess að verð nautakjöts
til bænda hafi ekki hækkað í mörg
ár. Hafi hækkanir allra síðustu mán-
uði ekki dugað til að endar næðu
saman. Við það bætist að fram-
leiðsluferill nautakjöts er langur en
menn þurfa að leggja út í kostnað all-
an líftíma gripanna.
Töluvert hefur verið um að bænd-
ur hafi sérhæft sig í framleiðslu
nautakjöts með því að byggja upp
holdastofn og koma upp aðstöðu fyr-
ir gripina. Bessi er einn af þeim.
Hann segir að alger forsendubrestur
hafi orðið í þessum rekstri frá því
hann byggði upp aðstöðuna fyrir
fimm árum.
Bessi bendir á að víða erlendis hafi
stjórnvöld gripið til aðgerða til að
viðhalda framleiðsluvilja bænda og
telur ekki óeðlilegt að það verði einn-
ig gert hér á landi. »6
Sumir hætta í haust
- Stríðið í Úkraínu hefur bein áhrif á búvöruframleiðslu hér
Ráðgátan um tilhöggna steinskipið sem fannst á Fagradals-
heiði í Mýrdal á síðasta ári er óleyst. Þrír fornleifafræðingar
frá Minjastofnun rannsökuðu steininn og umhverfi hans í gær
ásamt jarðfræðingi. Tekin voru sýni úr eldfjallaösku sem
gætu gefið vísbendingu um aldur, að sögn Ugga Ævarssonar,
minjavarðar á Suðurlandi. Í ljós kom að steinninn er mótaður
úr móbergstegund og því hefur verið auðveldara að höggva
hann til heldur en ef hann hefði verið úr harðara efni, eins og
talið var. Þegar skoðað var undir skipið sást að það liggur of-
an á móbergsklöpp og steinum raðað að. Steinum hefur einn-
ig verið raðað í kring en þær hleðslur eru úr lagi gengnar.
Fræðimennirnir eru engu nær um tilgang verksins. Steinninn
gæti hafa verið notaður til að brynna fé en einnig gæti stefna
hans til heilögu eyjarinnar Jónu á Suðureyjum og Jerúsalem
haft trúarlegar tilvísanir, eða til papa eða gangs sólarinnar.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ráðgátan um steinskipið á Fagradalsheiði er enn óleyst
Fyrsti formlegi fundur Framsóknar,
Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í
Reykjavík fór fram í gær.
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar, segir að staða
borgarstjóra hafi ekki komið til tals í
viðræðunum.
Hann segist búast við að niður-
staða muni liggja fyrir úr viðræðun-
um í næstu eða þarnæstu viku en ný
borgarstjórn mun koma saman 7.
júní. Einar Þorsteinsson, oddviti
Framsóknar, segir að flokkurinn
geti beitt sér fyrir breytingum þrátt
fyrir samvinnu við flokka í fráfar-
andi meirihluta. Víða um land eru
meirihlutar farnir að taka á sig
mynd, ekki síst í öðrum sveitar-
félögum á höfuðborgarsvæðinu. Á
Akureyri er komin upp flókin staða
við meirihlutamyndun eftir að slitn-
aði upp úr viðræðum Samfylkingar,
Framsóknar, Miðflokks og Sjálf-
stæðisflokks. Áður hafði slitnað á
milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknar
og Bæjarlistans. »2, 18 og 34
Klári á næstu vikum
- Hafa ekki rætt borgarstjórastólinn