Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 26.05.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Fyrsti fundur mögulegs meirihluta í borginni fór fram í gær. Einar Þor- steinsson, oddviti Framsóknar- flokksins í Reykjavík, sagði fundinn hafa gengið vel og að hann væri já- kvæður gagnvart framhaldinu. Oddvitar flokkanna ræddu hvernig viðræðum verður hagað næstu dagana og einnig um málefni barna. Framsókn beitir sér fyrir breytingum Einar bendir þó á að Framsókn ætli að beita sér fyrir breytingum í borginni þrátt fyrir að nú muni flokkurinn mögulega vinna með flokkunum úr fyrri meirihluta. „Við förum inn í þessar viðræður með okkar áherslumál og okkur þyk- ir að málefnasamningur eigi að end- urspegla það ákall um breytingar sem kjósendur sýndu í kosningun- um.“ Spurður hvaða áhrif það hafi að svona ólíkir flokkar komi saman segir Einar að allir þurfi að gefa eitthvað eftir. „Þegar fjórir flokkar koma saman þurfa allir að gefa eitthvað eft- ir, ég held að það liggi í augum uppi.“ Niðurstaða í næstu eða þarnæstu viku Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, sagði í samtali við mbl.is að flokkarnir myndu koma til með að nýta vel þann tíma sem þeir hafa til að funda. Dagur tekur fram að nú sé búið að ákveða hvernig flokkarnir ætli að haga næstu dögum og að þau sjái fyr- ir sér að funda stíft þessa viku og þá næstu. Aðspurður segir Dagur að hann reikni með að það eigi eftir að taka þessa viku og þá næstu að kom- ast að niðurstöðu. Spurður um hvort búið sé að ræða um borgarstjórastólinn segir Dagur að svo sé ekki. „Við erum öll sammála um það að byrja á málefnunum og ræða síðar verkaskiptinguna,“ segir Dagur og bætir við að það skipti mestu máli að ræða málefnin. Allir flokkarnir þurfi að gefa eftir - Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ræddu um mögulegt samstarf - Borgar- stjórastóllinn hefur ekki verið ræddur - Flokkarnir munu funda stíft þessa viku og þá næstu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Borgarstjórn Viðræður vegna meirihluta í borgarstjórn hófust í gær. Regnbogahlaup frístundaheimila Tjarnarinnar fór fram í gær á Ægisíð- unni. Hlaupið var til að fagna fjölbreytileikanum í mannlífinu en einnig því að öll frístundaheimili Tjarnarinnar hafa lokið vottunarferli frá mannrétt- indaskrifstofu Reykjavíkur og eru því regnbogavottuð frístundaheimili. Hlaupið var frá leikskólanum Sæborg að Faxaskjóli og fengu börnin ís að hlaupi loknu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Litadýrðin allsráðandi í Regnbogahlaupinu Útvarpsstöðin Retro FM 89,5 er í stórsókn þessa dagana enda spilar hún góða blöndu af tónlist frá ár- unum 1970-2000 sem hlustendur þekkja vel. Retro er í eigu Árvak- urs sem á og rekur K100, mbl.is og Morgunblaðið. Nýverið barst stöð- inni liðsauki þegar stórsöngvarinn og útvarpsmaðurinn Bjarni Arason bættist í hóp dagskrárgerðar- manna en hann er í loftinu á Retro alla virka daga frá klukkan 14 til 18. Nú eru útvarpsfréttir K100 einn- ig sendar út á Retro á heila tím- anum á virkum dögum. „Það er virkilega ánægjulegt að geta boðið upp á aukna fréttaþjón- ustu á Retro,“ segir Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100. „Að baki fréttunum á K100 og nú Retro er fjölmennasta og öflugasta ritstjórn landsins á Morgunblaðinu og mbl.is, sem nýtur virðingar og trausts. Við bjóðum upp á snarpar og hnitmiðaðar fréttir í amstri dagsins en missum aldrei sjónar á meginmarkmiðinu, sem er að hækka í gleðinni,“ segir Auðun Georg enn fremur. Hægt er að hlusta á stöðina á FM 89,5 á höfuðborgarsvæðinu, FM 101,9 á Akureyri og á netinu: www.retro895.is. Fréttir K100 nú einnig á Retro K100 Rósa Margrét Tryggvadóttir, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, Auðun Georg Ólafsson og Jón Axel Ólafsson sjá um fréttirnar á K100. Útvarps- fréttir K100 eru nú einnig sendar út á Retro FM 89,5. - Bjarni Ara bætist í hóp dag- skrárgerðarfólks Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á slí ku .A th .a ð ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . Gardavatnið rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 21. ágúst í 7 nætur Ítalía 595 1000 www.heimsferdir.is 279.900 Flug & hótel frá 7 næturSÉRFERÐ Innifalið í verði: Flug, skattar, innritaður farangur20kgásamt8kg íhandfarangur.Gisting í 7næturá3*hóteli ásamtmorgunverði ogakstur samkvæmt leiðarlýsingu, siglingáGardavatni, heimsókntil óífubónda,drykkur í eyjasiglingu , óperutónleikarCarmen íArenunni í Verona, vínkynningog kynnisferðir samkvæmt leiðarlýsingu, Einnhádegisverðurogeinnkvöldverður. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Öryggisfyrirtækið Syndis hlaut í gær UT-verðlaun Ský 2022 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu- og sýningardegi UT- messunnar í gær, að því er kemur fram í tilkynningu. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Valdimar Óskarssyni, framkvæmdastjóra Syndis, verðlaunin. „Fá fyrirtæki á Íslandi hafa verið jafn áberandi á sviði öryggismála og Syndis. Segja má að Syndis sé orðið að ímynd upplýsingaöryggis á Íslandi. Starfsmenn Syndis hafa fundið stóra öryggisgalla í vörum og þjónustu frá stórum og þekktum framleiðendum víðsvegar um heim,“ segir í rökstuðningi val- nefndar um upplýsingatækniverð- laun Skýrslutæknifélags Íslands. Jafnframt voru veitt þrenn önnur verðlaun við UT-messuna í gær. Al- mannarómur var valinn UT- Stafræna þjónustan 2021, Aurbjörg var valin UT-Sprotinn 2021 og Al- freð var valið UT-Fyrirtæki ársins 2021. Syndis hlýtur UT- verðlaunin - UT-messan 2022 fór fram í gær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.