Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 26.05.2022, Síða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Porsche á Íslandi | Krókhálsi 9 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 | benni.is | porsche.is | Opið virka daga frá 9:00 til 18:00 og laugardaga frá 12:00 til 16:00 Lífið er yndislegt. Porsche eBike Cross - fulldempað. • 504Wh rafhlaða • 100 km. drægni • Rafmagn - 85 Nm tog • 21,7 kg þyngd (miðað við M stell og pedala) • Koltrefjastell SHIMANO XT 12 gíraskipting | MAGURAMT diskabremsur í yfirstærð | CRANKBROTHERS vökvadælustilling á sæti | MAGURA fram demparar (Upside-Down) og FOX demparar að aftan Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Málið er í vinnslu í samvinnu inn- viðaráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins og er þess vænst að niðurstaða fáist í það á næstunni.“ Þetta segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi innviðaráðneytisins spurður um stöðu nýrra flugstöðvar fyrir inn- anlandsflug á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir tæplega tveimur árum, 12. júní 2020, voru áform og viðræður um nýja flugstöð kynnt á ríkis- stjórnarfundi. Þau gera ráð fyrir endurbyggðri 1.600 fermetra flug- stöðvarbyggingu á núverandi stað. „Ríkið hóf nýverið samningavið- ræður við Air Iceland Connect um að koma að uppbyggingu flug- stöðvarinnar með þátttöku fjár- mála- og efnahagsráðuneytis, sam- göngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytis og Isavia,“ sagði í fréttatilkynningu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðeytinu (nú innviðaráðuneyti) sama dag. Í viðræðunum verði unnið að því að meta heildarhagkvæmni verk- efnisins út frá ólíkum þáttum. Ein af meginforsendum ríkisins í við- ræðunum sé að uppbyggingin verði fjárhagslega sjálfbær og geti staðið undir sér til lengri tíma. „Núverandi flugstöð á Reykja- víkurflugvelli er orðin lúin, að hluta til í gámaeiningum, og löngu tímabært að bæta aðstöðu fyrir farþega og starfsmenn. Eins og áður hefur komið fram náðist sam- komulag við Reykjavíkurborg í nóvember 2019 um að flugvöll- urinn verði áfram í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur verður tilbúinn. Reykjavík- urflugvöllur er miðstöð innan- lands- og sjúkraflugs og hefur oft- ast verið tilgreindur sem varaflug- völlur á undanförnum árum,“ var haft eftir Sigurði Inga Jóhanns- syni, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra. Fram kom að nýleg ástands- skoðun á flugstöðinni á Reykjavík- urvelli hafi leitt í ljós að núverandi byggingar séu í mun verra ástandi en talið var í fyrstu. Byggingarnar eru áratugagamlar. Ástandið hefur væntanlega versnað enn meira þau tvö ár, sem síðan eru liðin. Gert er ráð fyrir að grunnform nýrrar byggingar verði einfalt til að lágmarka byggingarkostnað. Enn fremur að hæð byggingar- innar og þak taki mið af núverandi flugstöð og núgildandi flugörygg- islínu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurflugvöllur Núverandi flugstöð er í mörgum mismunandi byggingum sem flestar eru áratugagamlar. Niðurstöðu um nýja flugstöð er að vænta - Ríkisstjórnin kynnti áform um nýja flugstöð á Reykjavík- urflugvelli í júní 2020 - Núverandi byggingar eru illa farnar Nýbygging Flugstöðin eins og hún var sýnd 2020, þegar áform voru kynnt. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Áhuginn er mikill og rétt eins og við vissum er mikil þörf á fólki með sérhæfða menntun á þessu sviði,“ segir Hildur Ingvarsdóttir skóla- meistari Tækniskólans. Í haust byrj- ar skólinn að kenna jarðvirkjun, sem ekki hefur áður verið í boði. Starfs- heitið er nýtt, en það spannar verk- efni þeirra sem vinna hjá jarð- verktökum við gröft, landmótun, efnisflutninga, jarðlagnavinnu, vegagerð og fleira slíkt. Námið verð- ur tveggja vetra og með hefðbundnu sniði iðn- og framhaldsskólamennt- unar. Námleið þessi, útfærsla og fyrir- komulag, hefur verið í þróun í Tækniskólanum síðustu misseri. Samráð hefur verið haft meðal ann- ars við verktaka um fyrirkomulagið svo þörfum atvinnulífsins sé sem best mætt. Vegna kennslunnar hafa verið keyptir hermar sem líkja eftir raunverulegum aðstæðum í jarð- vinnu. Í tækjum þessum verður hægt að framkalla umhverfi, að- stæður og tækjabúnað til dæmis á veghefli, hjólaskólfu, jarðýtum – og raunar ýmsum fleiri tækjum. Herm- arnir verða í húsnæði Tækniskólans í Hafnarfirði en önnur starfsþjálfun verður í samvinnu við verktaka. „Fólk mun eðlilega koma inn í þetta nám eftir ólíkum leiðum. Sum- ir væntanlega beint úr grunnskóla en aðrir með starfsreynslu úr jarð- vinnu. Því munum við bjóða þeim sem hafa starfað áður á þessu sviði upp á raunfænimat, sem er mjög mikilvægt,“ segir Hildur Ingvars- dóttir. „Með námi verður vonandi hægt að gefa þessum mikilvægu störfum meira vægi. Í framtíðinni verður því væntanlega talað um jarðvirkja en ekki gröfukarla.“ Störfin eru sérhæfð „Við þurfum fólk með menntun í jarðvinnu. Þessi störf eru orðin mjög sérhæfð, svo sem vélavinna eftir fyr- ir fram gefnum hnitum og punkt- um,“ segir Óskar Sigvaldason, fram- kvæmdastjóri Borgarverks og formaður Félags vinnuvélaeigenda. „Margir hafa byrjað á þungavinnu- vélum ungir og unnið sig áfram með reynslunni. Krafa dagsins er hins vegar formleg menntun úr skólum eins og nú verður í boði.“ Gröfukarlarnir verða jarðvirkjar - Ný námsleið í Tækniskóla í haust Þjálfun Viktoría Erla Þ. Bjarnarson prófar sig áfram í herminum góða sem líkir eftir umhverfi og aðstæðum til dæmis á jarðýtu, hjólastóflu og lyftara. Óskar Sigvaldason Hildur Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.