Morgunblaðið - 26.05.2022, Qupperneq 24
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS
UMHVERFISVÆN LEIÐ
100% SILÍKON (án-BPA)
Má fara í uppþvottavél, bakaraofn, örbylgjuofn og frysti.
TIL AÐ GEYMA MATVÆLI
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hestafræðinámið við Háskólann á
Hólum er í sífelldri þróun, að sögn
Sveins Ragnarssonar deildarstjóra.
Stöðugt er verið að taka inn nýja
þekkingu úr vísindum og mismun-
andi skólum reiðmennsku og reið-
kennslu, ekki síst erlendis frá. Þá sé
einnig verið að búa til nýja þekkingu
með starfinu á Hólum.
Kröfurnar voru auknar verulega
þegar hestafræðinámið færðist á
stig fulls þriggja ára BS-náms fyrir
tólf árum. Reiðkennaranámið sem
hófst 1996 var þó á háskólastigi frá
upphafi. „Það var mikil viðurkenn-
ing fyrir hestamennskuna,“ segir
Sveinn um þann áfanga.
Markmið námsins er að mennta
úrvals þjálfara, tamningamenn og
reiðkennara. Sveinn telur að þeir
sem starfa við uppbyggingu og þró-
un námsins hafi verið lánsamir og
getað verið á undan þróuninni í
hestamennskunni. Þegar nemendur
útskrifast hafi þeir tileinkað sér nýj-
ustu þekkingu og séu tilbúnir til að
láta til sín taka á markaðnum.
Mikil eftirspurn er eftir starfs-
kröftum fólks sem útskrifast úr BS-
náminu. „Þau eru mjög áberandi í
Íslandshestaheiminum um allan
heim. Það sýnir sig í reiðkennslu,
keppni og hvers konar úrvinnslu á
hestum. Það sést hvert sem maður
kemur í hestaheiminum að okkar
fólk er þar leiðandi,“ segir Sveinn.
Einbeittir í verkefni sínu
Sveinn var atvinnumaður í hesta-
mennsku á sínum yngri árum en fór
í háskólanám og tók doktorsgráðu í
fóðurfræði hesta. Hann hefur verið
við kennslu á Hólum í um 20 ár og
síðustu níu árin sem deildarstjóri
hestafræðideildar.
Mikil ásókn er í að komast í nám-
ið. Teknir eru inn 20 nemendur á
hverju hausti en yfirleitt sækja tvö-
falt fleiri um. Valið fer fram með inn-
tökuprófi. Sveinn segir að með því
móti hefjist námið strax á talsvert
háu stigi í reiðmennsku. Þá hafi það
einnig þau áhrif að þeir sem sækjast
eftir að komast í námið séu iðulega
fólk sem þegar sé farið að láta til sín
taka í hestamennskunni. Í skólanum
séu því metnaðarfullir einstaklingar,
einbeittir í verkefni sínu.
Stúlkur hafa lengi verið í meiri-
hluta útskrifaðra nemenda en piltar
þó verið um fjórðungur að meðaltali
síðustu árin. Við brautskráningu í
vor bregður þó svo við að í fyrsta
skipti útskrifast eingöngu stúlkur.
Stuðlar að viðskiptum
Sveinn bendir á að hestafræði-
námið sé þjóðhagslega hagkvæmt og
gjaldeyrisskapandi. Aukin fag-
mennska við tamningar, þjálfun og
reiðkennslu stuðli að auknum áhuga
og útbreiðslu hestamennskunnar og
þar með auknum viðskiptum í grein-
inni. Einnig vísar hann til þess að
fjöldi erlendra nemenda sé ávallt í
deildinni. Nemendurnir komi yfir-
leitt ári fyrr til landsins til að læra
málið og vinna við hesta. Þeir leigi
húsnæði og kaupi hesta og þjónustu
á meðan á náminu stendur og flug-
félögin fái sínar tekjur vegna ferða
þeirra og aðstandenda á milli landa.
Erlendu nemendurnir kynnist
menningunni í kringum hestinn og
verði ævilangt sendiherrar fyrir ís-
lenska hestinn. Þeir séu oft í lykil-
hlutverki við sölu á hestum erlendis,
reiðtygjum og annarri þjónustu sem
fylgi. Ekki megi gleyma þessum
verðmætum sem námið á Hólum eigi
sinn þátt í að skapa.
Stöðugt tekin inn ný þekking
- Mikil eftirspurn er eftir starfskröftum fólks sem útskrifast úr BS-námi í hestafræði frá Hólum
- Hvert sem maður kemur er okkar fólk leiðandi, segir deildarstjórinn - Gjaldeyrisskapandi nám
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Reiðsýning Brautskráningarnemar sýna gestum hluta af því sem þeir hafa lært á reiðsýningu á vorin. Sýndar eru reiðkúnstir og einnig hópreið með fána.
Deildarstjóri Sveinn Ragnarsson stýrir hestafræðideildinni.
Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs hinn
10. maí síðastliðinn var samþykkt að
nýju að veita takmarkað leyfi vegna
fyrirhugaðra framkvæmda við
breikkun Suðurlandsvegar (Hring-
vegar 1) milli Fossvalla og Lögbergs-
brekku. Þegar leyfið lá fyrir hófust
framkvæmdir að nýju, upplýsir Vega-
gerðin.
Framkvæmdir voru stöðvaðar í síð-
asta mánuði eftir að úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála hafði fellt
úr gildi framkvæmdaleyfi Kópavogs-
bæjar, sem gefið var út í október í
fyrra. Þetta var gert að kröfu Wal-
dorf-skólans í Lækjarbotnum.
Nýja leyfið takmarkast við fyrri
hluta framkvæmdarinnar og enn
fremur aðeins við lagningu vegarins
sjálfs en ekki hliðarvega. Ákvörðunin
er kæranleg til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála og er
kærufrestur til 20. júní n.k. Þeir einir
geta kært ákvörðunina sem eiga lög-
varða hagsmuni tengda henni.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vegalagning Starfsmenn verktakans Jarðvals sf. og Bjössa ehf. hófu vinnu
sína á Suðurlandsvegi þegar framkvæmdaleyfið var gefið út að nýju.
Breikkun hafin á
Suðurlandsvegi
- Kópavogsbær veitti takmarkað leyfi