Morgunblaðið - 26.05.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.05.2022, Qupperneq 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Góð aðsókn hefur að undanförnu verið að tjaldsvæðunum á Hömrum á Akureyri. Algengt hefur verið að gestir á nóttu hverri séu 60-70 og héðan í frá má þess vænta að þeir verði enn fleiri. Hvítasunnuhelgin er svo jafnan vendipunktur en með henni má segja að ferðasumarið gangi í garð, segir Ásgeir Hreiðars- son, forstöðumaður á Hömrum. Þar standa nú framkvæmdir og stækkun fyrir dyrum í kjölfar þess að tjald- svæðunum við Þórunnarstræti á Brekkunni á Akureyri hefur verið lokað. Öll þjónusta við tjaldfólk verður þá á Hömrum, á svæði sem í dag getur rúmað um 2.500 manns eða um 1.000 tjöld og farhýsi. Stækkunar þörf „Stækkun tjaldsvæðanna er þörf og tímabær og vonandi verður henni lokið þegar líður á sumarið. Í raun- inni þurfum við alltaf að vera að bæta aðstöðuna og byggja upp,“ segir Ásgeir. Í því sambandi bendir hann á að tjaldgestir í apríl hafi ver- ið um 1.000 og væntanlega tvöföld sú tala nú í maímánuð. Í þessum hópi séu útlendingar ráðandi, enda séu Íslendingar enn ekki komnir í sínar sumarferðir. „Kröfur gesta aukast jafnt og þétt og því þarf að fylgja eftir. Fyrir ferðavagnana þarf rafmagnsteng- ingar og aðgengi að rennandi vatni. Einnig þarf á tjaldsvæðum að vera hægt að tappa af bílum með salern- isaðstöðu. Þessu öllu viljum við mæta og raunar hefur á síðustu tutt- ugu árum eða svo hér á Hömrum verið eitt best búna tjaldsvæði landsins,“ segir Ásgeir. Fyllist af fólki Tjaldsvæðið að Hömrum er í jaðri Kjarnaskógar; þess mikla undra- lands. Alls er skógurinn um 800 hektarar og þar eru margir mögu- leikar til skemmtilegrar útiveru. Þeir eru líka svo sannarlega nýttir meðal annars af skátahreyfingunni fyrir samkomur. Í byrjun ágúst nk. verður á svæðinu til dæmis haldið mót dróttskáta, það er krakka í efstu bekkjum grunnskóla. Mest verður þó væntanlega umleikis á Hömrum um mánaðamót júní og júlí en þá er N1-mótið í knattspyrnu haldið á Ak- ureyri. Mótið er fyrir stráka í 5. flokki í boltanum – sem þá koma norður gjarnan með foreldrum sín- um, svo bærinn nánast fyllist af fólki sem gjarnan slær upp tjöldum gistir að Hömrum. sbs@mbl.is Ljósmynd/Ágúst Óli Ólafsson Akureyri Tjaldsvæðið á Hömrum er rétt sunnan við bæinn í jaðri Kjarnaskógar. Aðstaða er góð og stöðugt bætt í. Tjaldsumarið er hafið - Hamrar við Akureyri heilla - 2.500 gestir og 1.000 tjöld og farhýsi - Kröfur aukast - Kjarnaskógur er undraland Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hamrar Gestum fjölgar með hverri nóttu, segir Ásgeir Hreiðarsson. Menningar-, íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu sérstaks faghóps um að sex hátíðir verði borgarhátíðir Reykja- víkur á árunum 2023-2025. Hátíðirnar hljóta samstarfssamn- ing við Reykjavíkurborg og styrk næstu þrjú árin en þær eru: Hinseg- in dagar – Reykjavík Pride, Hönn- unarMars, Iceland Airwaves, RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, Óperudagar og Reykja- vík Dance Festival. Hinsegin dagar, HönnunarMars og Iceland Airwaves hljóta 10 millj- ónir króna hver á ári og RIFF og Reykjavík Dance Festival hljóta 7,5 milljónir hvor á ári. Reykjavík Dance Festival hefur verið borgar- hátíð frá árinu 2020 en hinar hafa verið borgarhátíðir frá árinu 2017. Nýliðinn í hópi borgarhátíða er Óp- erudagar sem hljóta 5 milljónir á ári. Hlutverk borgarhátíða er með- al annars að efla menningu og mannlíf í Reykjavík en þær þurfa líka að uppfylla ýmis önnur skil- yrði, segir í tilkynningu. Sex hátíðir í borginni fá styrk árlega til 2025 Ljósmynd/Reykjavíkurborg Borgarhátíðir Frá Óperudögum í Reykjavík sem haldnir voru 2016. Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is „Málverk mín eru að miklu leyti frá ferðalögum sem ég hef farið með vinum mínum. Við ferðumst um há- lendið og út um allt. Önnur málverk sem verða á sýningunni eru frá því þegar ég bjó einn á Bjarnarey í fimm vikur,“ segir Bruce McMillan, bandarískur rithöfundur og ljós- myndari, og nú vatnslitamálari, í samtali við Morgunblaðið. Hann er opna sýningu á vatnslitamyndum á laugardaginn ásamt félaga sínum, Óskari Thorarensen hæstaréttarlög- manni. Nefnist sýningin Reykjavík og víðar (Reykjavik and Beyond) og verður út júnímánuð í galleríinu Ófeigi á Skólavörðustíg 5. Þar verða 36 vatnslitamyndir Bruce og Óskars til sýnis. Hefur lifað gæfuríku lífi Bruce segist hafa lifað gæfuríku lífi. Þeir Óskar kynntust fyrir um áratug, fyrir tilstilli listmálarans Gunnellu, er þeir voru báðir að hefja feril sinn sem vatnslitamálarar. Hafa þeir eftir það málað saman í Banda- ríkjunum og á Íslandi. Reykjavík og víðar er fyrsta sýning Bruce á Ís- landi. Kveðst hann vera orðinn mjög spenntur fyrir sýningu þeirra félaga. „Við höfum ólíkan stíl. Ég geri mikið af lagaskiptingu og hann vinn- ur meira með gagnsæja eiginleika,“ segir Bruce og bætir við að hann leggi áherslu á hálendið og íslenska náttúru í sínum myndum, á meðan Óskar einbeiti sér að arkitektúr í Reykjavík og nokkrum öðrum bæj- um. Til Íslands árlega síðustu 30 ár Bruce hefur komið til Íslands með reglulegu millibili síðastliðin 30 ár og er því sannkallaður Íslandsvinur. „Ég hef komið svo oft hingað að við hættum að telja í sextugasta skiptið. Ég er meira að segja í símaskránni í Reykjavík,“ segir hann og hlær. Hann segist gjarnan vera til í að flytja til Íslands ef hann fengi sömu meðferð og Bobby Fischer þegar honum var veittur ríkisborgara- réttur hér á landi. Á sýningaropnun á laugardaginn, frá kl. 14-16, verða veitingar í boði og einnig dregið um einn vinning, vatnsmálverkið Týndur á hálendinu, eftir Bruce McMillan. Morgunblaðið/Hákon Málarar Bruce McMillan og Óskar Thorarensen í galleríinu Ófeigi á Skóla- vörðustíg. Þar verður opnuð sýning á laugardaginn með verkum þeirra. Vinna með arki- tektúr og náttúru - Bruce og Óskar með vatnslitasýningu www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL 101 Afmælisútgáfa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.