Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Hver strandveiðibátur mun ekki ná
12 veiðidögum á tímabilinu sem eftir
er í júní, júlí og águst, verði gangur
veiðanna með sambærilegum hætti
og hann hefur verið í maí.
Fjöldi strandveiðibáta sem landað
hafa afla í maí eru 557 talsins og hafa
líklega aldrei verið fleiri. Fæstir
voru þeir 2018 en síðan hefur þeim
fjölgað um 139 eða þriðjung. Meðal-
afli strandveiðibáta í róðri hefur
aukist jafnt og þétt undanfarin ár og
er 678 kíló í maí sem er tæplega 10%
yfir meðaltali áranna 2015 til 2022 og
28,6% meira en meðalafli bátanna
2015.
Í maí hefur verið landað rúmum
tvö þúsund tonnum og er það 19,5%
af heimildum sem strandveiðum hef-
ur verið ráðstafað í ár. Séu þeim
8.932 tonnum sem eftir eru deilt á
meðalafla í róðri kemur í ljós að sá
afli gæti fengist í 13.180 róðrum.
Taki áfram 557 bátar þátt í veið-
unum eru það aðeins 24 landanir á
bát. Það þýðir að hver bátur á eftir
átta landanir á mánuði að meðaltali.
Gangur veiða næstu mánuði er
háður ýmsum breytum, s.s. veðri, og
því erfitt að segja nákvæmlega fyrir
um hvenær heimildir veiðanna klár-
ast. Ekki liggur fyrir hvort til stend-
ur að bæta í strandveiðipottinn en af
reynslu fyrri ára er líklegt að lokað
verði fyrir veiðarnar þegar bátarnir
hafa landað 11.100 tonnum.
Aðeins 24 róðrar eftir
á hvern strandveiðibát
Strandveiðar í maímánuði árin 2015–2022
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
Fjöldi báta 446 546 475 418 471 535 551 557
Fjöldi landana 2,820 3,995 3,576 2,954 3,756 3,842 4,367 3,198
Meðalafli í löndun í kg 527 600 595 647 626 643 621 678
Heildarafli í kg 1,486,380 2,398,550 2,127,534 1,910,095 2,349,943 2,468,931 2,713,159 2,167,367
Þorskur 1,362,362 2,265,102 2,040,617 1,811,158 2,192,612 2,322,775 2,602,601 1,996,262
Ýsa 1,652 5,879 8,043 2,214 3,227 2,703 2,758 2,450
Ufsi 107,778 100,997 63,118 87,615 140,381 132,523 94,146 156,756
Karfi / Gullkarfi 11,452 24,241 13,805 7,564 11,122 8,845 12,096 10,942
Langa 459 617 308 412 421 110 299 135
Steinbítur 2,343 1,417 1,379 740 1,462 1,838 1,167 792
Annar afli 334 297 264 392 718 137 92 30
Heimild: Fiskistofa
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Ekki er talin ástæða til að hafa
áhyggjur af botntrollsveiðum á
hrygningarslóðum síldarstofnsins
eins og veiðum nú er háttað. Þetta
kemur fram í svari Hafrannsókna-
stofnunar við fyrirspurn Morgun-
blaðsins.
Fyrir um mánuði vakti Lands-
samband smábátaeigenda athygli á
því að stjórnvöld hefðu ekki brugð-
ist við ábendingum Guðlaugs Jón-
assonar, í smábátafélaginu Bárunni,
um togveiðar á Papa- og Stokks-
nesgrunni á sama tíma og síld geng-
ur þangað til að hrygna. En síldin er
almennt talin mikilvægur nytjafisk-
ur og æti fyrir annan fisk. Sumir
hafa jafnframt talið að með því að
vernda hrygninguna sé hægt að
skapa grundvöll fyrir frekari vöxt
annarra stofna.
Ábendingarnar voru bornar undir
Hafrannsóknastofnun sem segir að
lengi hafa verið þekkt að „togveiði-
skip hafi stundað það í gegnum tíð-
ina að veiða á hrygningarblettum
síldar. Það hefur einkum verið ýsa
sem er verið að sækja í þar en hún
er sólgin í síldareggin, en einnig
þorskur og aðrar tegundir.“
Stofnunin bendir á að allar athug-
anir hafa sýnt að íslenska sumar-
gotssíldin hrygnir á um 50 til 150
metra dýpi á um það bil svæðinu frá
Stokksnesi í austri með suður-
ströndinni að Snæfellsnesi. „Hún
hrygnir við botn og eggin límast við
undirlagið og er það einkum á mal-
arbotnum þar sem strauma gætir
við botn en ekki á sand og leir. Sam-
kvæmt leiðöngrum Hafrannsókna-
stofnunar á hrygningartíma stofns-
ins frá fyrri tímum, hrygnir stærsti
hluti hans út af Garðskaga. Áhrif
botnvörpuveiðarfæra á hrygningu
síldarstofnsins eru bæði háð áhrif-
um trollsins á eggin og umfangi
þessara veiða. Botntroll sem togað
er yfir samlímd egg á botni mun
örugglega kremja og þyrla upp
eggjum, en um hlutfall eggja sem
drepast er ómögulegt að fullyrða án
beinna rannsókna.“
Ekkert vitað um umfang
Bent er á að helsta hrygningar-
svæði síldar við Ísland sé innan 12
sjómílna frá landi út af Garðskaga.
Stórum togveiðiskipum er því
óheimilt að toga á þessum slóðum,
en minni togskip hafa leyfi til að
toga grynnra, ýmist að 4 eða 6 sjó-
mílna fjarlægð eftir svæðum og árs-
tíma. Í svarinu segir einnig að ekki
liggi fyrir „nákvæm kortlagning á
hrygningarsvæðum síldarstofnsins
og því er ómögulegt að meta umfang
veiða á botnfiski á hrygningarsvæð-
um stofnsins“.
Fyrir liggja gögn sem gefa vís-
bendingu um minni sókn togskipa
vestan við Vestmannaeyjar undan-
farinn áratug, en leiðangrar Haf-
rannsóknastofnunar hafa sýnt við-
veru síldar á þessu svæði. Þá benda
aflagögn stofnunarinnar til lítillar
sóknar botnvörpuskipa vestur og
norður af Garðskaga á hrygningar-
tíma síldar. En önnur svæði hafa
ekki verið skoðuð í þessu tilliti, að
því er fram kemur í svarinu.
„Af framansögðu telur Hafrann-
sóknastofnun ekki ástæðu til að hafa
áhyggjur af þessum botntrollsveið-
um á hrygningarslóðum síldar-
stofnsins á meðan ekki eru vísbend-
ingar um að slík sókn sé að aukast.“
Áhrif togveiða á síld ekki þekkt
- Ekki hægt að fullyrða um hlutfall eggja sem drepast undir botntrolli - Ekki til nákvæm kortlagning
hrygningarsvæða síldar - Telja ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum togveiða á síldarstofninn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veiðar Fátt bendir til þess að togveiðar hafi áhrif á síldarstofninn.
ISA-veiran sem veldur blóðþorra
var á ný greind eldislaxi í Reyðar-
firði í síðustu viku. Að þessu sinni í
laxeldisstöð við Vattarnes en í apríl
greindist veiran í stöð við Sigmund-
arhús og í nóvember við Gripöldu.
Ákveðið hefur verið að slátra öll-
um þeim löxum, 1,1 milljón, í níu kví-
um Laxa fiskeldis við Vattarnes, að
því er fram kemur í tilkynningu á vef
Matvælastofnunar. „Þar með mun
allur Reyðarfjörður tæmast af eldis-
laxi og fara í eldishvíld. Með þessari
aðgerð skal gert hið ýtrasta til að
uppræta og hreinsa fjörðinn af ofan-
greindu veirusmiti,“ segir í tilkynn-
ingunni. Skylt er að hvíla svæði í 90
daga frá því að það er tæmt en mán-
uð mun taka að tæma kvíar við Vatt-
arnes. gso@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Slátrað Tæma þarf allan eldislax úr
sjókvíum á eldissvæðinu.
Reyðarfjörð-
ur tæmdur
vegna veiru
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum