Morgunblaðið - 26.05.2022, Qupperneq 33
FRÉTTIR 33Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rússneskar hersveitir sóttu í gær að
úthverfum borgarinnar Severo-
donetsk, austustu borgarinnar sem
Úkraínumenn hafa enn á valdi sínu.
Heyrðist orrustugnýr í útjöðrum
borgarinnar, en með falli hennar yrði
Lúhansk-hérað allt komið undir vald
Rússa.
Sagði Sergí Gaídaí, héraðsstjóri
Lúhansk, að aðstæður í nágrenni
Severodonetsk væru mjög erfiðar og
að Rússar væru nú komnir nógu ná-
lægt borginni til þess að skjóta með
sprengjuvörpum á hana.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
undirritaði í gær tilskipun sem gerir
íbúum í Kerson- og Saporisja-héruð-
unum auðveldara fyrir að sækja um
rússneskan ríkisborgararétt.
Hefur herstjórn Rússa í héruðun-
um stigið ýmis skref sem benda til
þess að stefnt sé að innlimun þeirra,
eins og að taka upp rússnesku rúbl-
una í stað úkraínsku hryvníunnar.
Stjórnvöld í Kænugarði sögðu að
tilskipun Pútíns væri „gróft brot“ á
fullveldi Úkraínu.
„Skýr fjárkúgun“
Andrei Rúdenkó, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Rússlands, sagði að af-
létta yrði refsiaðgerðum vesturveld-
anna gegn landinu svo að koma
mætti í veg fyrir alþjóðlega hungurs-
neyð vegna innrásarinnar, en óttast
hefur verið að matvælaskortur muni
aukast mjög, sérstaklega í Afríku,
þar sem Rússar hafa komið í veg fyr-
ir að Úkraínumenn geti sent korn-
birgðir sínar úr landi.
Vesturveldin hafa sakað Rússa um
að beita sér viljandi gegn kornsend-
ingum frá Úkraínu til þess að grafa
undan matvælaöryggi í heiminum.
Þá hafa gervihnattamyndir bent til
þess að Rússar steli korni frá Úkra-
ínu og selja til bandamanna sinna.
Rúdenkó neitaði þeim ásökunum.
Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra
Úkraínu, sagði á Davos-ráðstefnunni
í gær að ummæli Rúdenkós væru
skýrt dæmi um fjárkúgun, og hvatti
vesturveldin til þess að láta ekki
undan hótunum Rússa.
Víkka aldurstakmörk hersins
Rússneska dúman samþykkti í
gær löggjöf sem nemur úr gildi ald-
urstakmörk fyrir þá sem skrá sig í
rússneska herinn. Samkvæmt fyrri
lögum máttu einungis Rússar á aldr-
inum 18-40 og erlendir ríkisborgarar
á aldrinum 18-30 skrá sig í herinn í
fyrsta sinn.
Vjatséslav Volodín, forseti þings-
ins, sagði að það þyrfti að styrkja
herinn með öllum ráðum, en í skýr-
ingum með frumvarpinu sagði að há-
tæknivopn kölluðu á mikla sérþekk-
ingu, og að í einhverjum tilfellum
gætu þeir sem byggju yfir henni ver-
ið á aldrinum 40-45. Þá myndi laga-
breytingin einnig hjálpa til að fá
óbreytta borgara sem nú starfa sem
læknar, verkfræðingar eða fjar-
skiptasérfræðingar til liðs við her-
inn.
Styðja ekki hryðjuverk
Magdalena Andersson, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að
Svíar styddu ekki nein hryðjuverka-
samtök, hvorki með fjármunum né
vopnum, en stjórnvöld í Tyrklandi
hafa sakað Svía um að styðja kúr-
díska hryðjuverkamenn.
Sendinefndir frá Finnlandi og Sví-
þjóð hófu í gær viðræður við Tyrki í
Ankara, höfuðborg Tyrklands, til að
ræða þær mótbárur sem Recep Ta-
yyip Erdogan, forseti Tyrklands,
hefur sett fram við mögulegri aðild
ríkjanna að Atlantshafsbandalaginu.
Sagði Andersson viðræðurnar tæki-
færi til þess að leiðrétta „misskiln-
ing“ á milli ríkjanna.
Forsetaembætti Tyrklands setti
fram á mánudaginn fimm kröfur
gagnvart Svíþjóð, en ein þeirra var
sú að Svíar ættu að hætta að senda
stuðning til Kúrda í Sýrlandi.
Þá hafa Tyrkir lýst yfir vilja til að
fá framselda rúmlega þrjátíu manns
frá ríkjunum tveimur, sem þeir segja
að hafi tengsl við annað hvort kúrd-
íska vígamenn eða þá sem stóðu að
valdaránstilrauninni gegn Erdogan
árið 2016.
Ætla að greiða í rúblum
Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir
í gær að þau myndu greiða erlendar
skuldir sínar í rúblum, eftir að
Bandaríkjastjórn nam úr gildi á
þriðjudaginn undanþágu, sem heim-
ilaði Rússum að greiða í bandaríkja-
dölum.
Anton Siluanov, fjármálaráðherra
Rússlands, sagði að staðan nú væri
„búin til af óvinaríki“, og að ákvörð-
un Bandaríkjanna skaðaði aðallega
réttindi erlendra fjárfesta sem keypt
hefðu rússnesk skuldabréf.
Með ákvörðuninni þykir líklegra
að rússneska ríkið muni lenda í
greiðslufalli með skuldir sínar, en á
morgun, föstudag, eru skuldadagar á
tveimur skuldabréfum. Annað þeirra
heimilar að greitt sé með rúblum, en
hitt krefst þess að greiðsla sé innt af
hendi í dölum, evrum, sterlingspund-
um eða svissneskum frönkum.
Sagði Siluanov að ekki mætti líkja
stöðunni við 1998, þegar ríkið lenti í
greiðsluerfiðleikum. „Nú eigum við
peningana og höfum vilja til að borga
líka,“ sagði hann.
Komnir að útjöðrum Severodonetsk
- Pútín auðveldar íbúum í suðurhluta Úkraínu að fá rússneskt ríkisfang - Bjóða korn í skiptum fyrir
afnám refsiaðgerða - Svíar og Finnar hefja viðræður við Tyrki - Rússar reyna að afstýra greiðslufalli
AFP/Aris Messinis
Kramatorsk Þessi drengur sat og virti fyrir sér skemmdirnar eftir eld-
flaugaárás Rússa á borgina Kramatorsk í Donetsk-héraði í gær.
Íbúar í bænum Uvalde í Texas
syrgðu í gær eftir að byssumaður á
táningsaldri myrti 19 börn á grunn-
skólaaldri og tvo kennara í skotárás í
bænum í fyrrinótt.
Adolfo Hernandez, einn íbúa sagði
við AFP-fréttastofuna að svart ský
héngi nú yfir bænum. „Þú vilt bara
klípa þig og vakna af þessari hrylli-
legu martröð.“
Skotárásin hefur ýtt undir frekari
umræðu um byssulöggjöf í Banda-
ríkjunum, en þetta var áttunda stóra
skotárásin þar í landi á þessu ári. Þá
átti hún sér stað einungis um tíu
dögum eftir að annar byssumaður á
táningsaldri myrti tíu blökkumenn í
borginni Buffalo í New York-ríki.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði
í fyrrinótt að það væri tímabært að
grípa í taumana og herða á byssulög-
gjöf Bandaríkjanna. „Það er kominn
tími til að þeir sem standa í vegi fyrir
eða tefja byssulög sem byggja á al-
mennri skynsemi fái að vita að við
munum ekki gleyma því,“ sagði Bi-
den í ávarpi sínu.
Sagði hann að Bandaríkin sem
þjóð þyrftu að spyrja sig hvenær í
Guðs nafni myndu þau gera það sem
allir vissu innst inni að þau þyrftu að
gera og taka upp herta löggjöf.
Greg Abbott, ríkisstjóri Texas,
sagði að byssumaðurinn hefði heitið
Salvador Ramos, en hann var felldur
af lögregluþjónum. Ramos, sem var í
skotheldu vesti, skaut ömmu sína áð-
ur en hann hélt til Robb-barnaskól-
ans í Uvalde og framdi ódæðisverk
sitt. Amma hans var í gær sögð á lífi,
en í alvarlegu ástandi.
Börnin 19 sem féllu í árásinni voru
á aldrinum sjö til tíu ára, en að
minnsta kosti fjórtán önnur börn
voru flutt á sjúkrahús vegna skot-
sára. Þá særðist einn lögregluþjónn
úr landamæraeftirliti Bandaríkj-
anna, sem svaraði útkallinu.
Sendu samúðarkveðjur
Ýmsir þjóðarleiðtogar sendu sam-
úðarkveðjur sínar til aðstandenda í
gær. Þar á meðal var Frans páfi, sem
sagði að hjarta sitt hefði brostið
vegna voðaverksins, og Volodimír
Selenskí, forseti Úkraínu, sem sagði
það vera hræðilegt þegar skotárásir
sem þessar gerðust á friðartímum.
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti sagði að franska þjóðin deildi
hryllingi og sorg með Bandaríkja-
mönnum, sem og „reiði þeirra sem
vildu binda endi á ofbeldið“.
Þá sendu bæði Pedro Sanchez,
forsætisráðherra Spánar, og Olaf
Scholz Þýskalandskanslari samúðar-
kveðjur. Sagði Sanchez að það væri
tímabært að binda endi á „þennan
daglega hrylling í Bandaríkjunum“.
AFP/Allison Dinner
Sorg Stúlka í bænum Uvalde grætur í kjölfar árásarinnar í fyrradag, þar sem nítján börn og tveir kennarar féllu.
„Hryllileg martröð“
- Nítján börn á aldrinum 7-10 ára myrt í skotárás í Texas
- Byssumaðurinn felldur - Kallað eftir hertri byssulöggjöf
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær að hann tæki
á sig fulla ábyrgð gagnvart öllu sem
gerst hefði í
Downingstræti
10 á sinni vakt,
eftir að harðorð
skýrsla um
veisluhöld þar á
tímum sóttvarna-
ráðstafana kom
út. Johnson neit-
aði þó með öllu að
segja af sér vegna
veisluhaldamáls-
ins, og sagðist vona að með útgáfu
skýrslunnar væri hægt að einbeita
sér að mikilvægari málum.
Í skýrslunni, sem embættismað-
urinn Sue Gray ritaði, kemur meðal
annars fram að í forsætisráðuneyt-
inu hafi þrifist „menning“ sem ýtti
undir veisluhöldin, og að starfsfólk
ráðuneytisins hafi meðal annars
flogist á undir áhrifum áfengis.
„Margir af þessum viðburðum hefðu
aldrei átt að fá leyfi,“ sagði Gray í
skýrslu sinni, og bætti við að gert
hefði verið grín að öryggisvörðum og
ræstingafólki sem gerðu athuga-
semdir við veislurnar. Johnson for-
dæmdi þá hegðun, og sagði að þeir
sem slíkt hefðu gert yrðu í það
minnsta að biðjast afsökunar.
Keir Starmer, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði skýrslu Gray
sýna að starfsfólk ráðuneytisins
hefði sýnt almennum Bretum lítils-
virðingu og ítrekaði kröfu sína um að
Johnson segði af sér. „Þú getur ekki
samið lög á sama tíma og þú brýtur
þau,“ sagði Starmer.
Johnson hyggst
ekki segja af sér
- Veisluhöldin gagnrýnd harðlega
Boris Johnson
Hreint loft –betri heilsa
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Láttu þér og þínum
líða vel - innandyra
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglugróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
HFD323E Air Genius 5.
Hægt að þvo síuna.
Verð kr. 39.420
HPA830 Round Air
Purifier. Mjög hljóðlát.
Verð kr. 29.960
S. 555 3100 · donna.is