Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
Viðræður um
endurreisn
fallna
meirihlutans í
Reykjavík standa
nú yfir og að þessu
sinni í boði
Framsóknar-
flokksins. Ekki er líklegt að
kjósendur flokksins hafi gert
ráð fyrir að atkvæðið yrði nýtt
með þeim hætti og nauðhyggj-
an, sem virðist hafa rekið odd-
vita flokksins í Reykjavík til
þessara viðræðna, verður tæp-
ast talin fullnægjandi skýring
enda fráleitt að útilokunar-
flokkar geti með fordómum
sínum og forherðingu þvingað
aðra til samstarfs við sig. Slík-
ar röksemdir eru ekki góð
pólitísk söluvara.
Þegar svo er þá þurfa mál-
efnin að vera enn augljósari.
Framsóknarflokkurinn þarf að
fá fram einhverjar grundvall-
arbreytingar á stefnu borgar-
innar því að meirihlutanum
var hafnað með svo skýrum
hætti að annað væri óverjandi.
Í því sambandi verður einnig
til þess horft að Framsóknar-
flokkurinn fór fram undir
slagorðinu „breytingar“, sem
hlýtur að þýða annað og meira
í huga almennings en að nýr
maður setjist í stól borgar-
stjóra og stýri þar að hætti
Dags B. Eggertssonar og í
skjóli hans.
Lítið hefur heyrst af endur-
reisnarviðræðunum en eitt af
því sem virðist eiga að tefla
fram er að ráðist verði í lagn-
ingu Sundabrautar. Verði máli
af því tagi teflt fram til marks
um að Framsóknarflokkurinn
hafi náð árangri í viðræðunum
er augljóst að því verður ekki
vel tekið. Ástæðan er ekki sú
að almenningur vilji ekki
Sundabraut, heldur einfald-
lega sú staðreynd að formaður
Framsóknarflokksins og nú-
verandi borgar-
stjóri hafa ítrekað
komið fram opin-
berlega og sagt að
Sundabraut sé á
leiðinni. Sjötta júlí
í fyrra tókust þeir
til að mynda í
hendur frammi fyrir ljósmynd-
urum fjölmiðla og af því tilefni
sagði formaður Framsóknar-
flokksins, þá samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra:
„Þetta er stór samgöngu-
dagur.“ Ástæðan var að und-
irritun yfirlýsingar hans og
borgarstjóra um Sundabraut
væri „endahnútur“ á að
Sundabrautin yrði að veru-
leika.
Borgarstjóri sagði af sama
tilefni að yfirlýsingin væri
staðfesting þess að Sunda-
brautin yrði að veruleika og
hafði aðeins þann fyrirvara að
umhverfismat og samráð væru
eftir og að þá ferla þyrfti að
„auðvitað að virða“.
Samfylkingin hafði þann
hátt á í kosningabaráttunni
fyrir nýafstaðnar borgar-
stjórnarkosningar að endur-
vinna kosningaloforð sín frá
því fyrir fjórum árum. Þetta er
vissulega góð nýting á lof-
orðum og á sinn hátt virðing-
arverð viðleitni til að auka
sjálfbærni í stjórnmálum. Þó
kom í ljós við talningu at-
kvæða að kjósendur voru ekki
sérstaklega spenntir fyrir
þess háttar endurvinnslu og
töldu líklega æskilegra að
flokkar sem kæmust í þá að-
stöðu efndu loforð sín fremur
en að svíkja þau og endurvinna
fyrir næstu kosningar.
Loforð um breytingar er
meðal þeirra sem ætla má að
kjósendur ætlist til að verði
efnt. Sérstaklega þegar það
var helsta loforðið, allt að því
það eina sem kjósendur tóku
eftir.
Það þýðir ekki að
bjóða kjósendum
í Reykjavík upp
á breytingar að
nafninu til}
Breytingar?
Það tókst furðu
lengi að blása
upp samkunduna í
Davos sem legði
línur um þróun
heimsins og það
langt umfram svo-
kölluð „lýðræðisleg“ stjórn-
völd. Ríkisbubbar og jöfrar
töldu sig loks öðlast verðskuld-
aða virðingu og rödd sem lúta
þyrfti, mættu þeir í Davos og
borguðu 140 milljónir hver fyr-
ir að fá að vera með. Nú velta
menn fyrir sér af hverju það
þurfi milljarðamæringa vel ríð-
andi í eðalþotum sínum í hundr-
aðatali til að segja almenningi
að þrengja að sér, og hætta að
ofsækja veðrið í heimsku sinni
og fátækt.
Sumir þeirra sem spurðir
voru um þann kæk
að kúldrast í þess-
um svissneska krók
sögðu óöruggir að
þarna gerðust hlut-
irnir. Það sagði í
bæklingnum.
Hvaða hlutir? Þeim vafðist
tunga um tönn. Þarna koma all-
ir. Hverjir? Þeir sem voru
þarna síðast þegar ég fór. Og
hvað ræða þeir? Sama og þegar
ég fór fyrst. Manngert veður.
Framan af ræddu þeir Pútín í
Georgíu. Seinna um Pútín í
Armeníu og Pútín í Sýrlandi.
Og hvað kom út úr því? Pútín
fór til Úkraínu. Og hvert fóruð
þið þá? Til Davos að gera okkur
að fíflum. Hvar er þessi Davos
forseti? spurði Biden, en beið
ekki svars.
Margt bendir til að
loftið sé loksins úr
úr gervilausnar-
anum í Davos}
Davos dagar uppi
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
F
rjósemi kvenna hér á landi
á árinu 2020 var með því
lægsta sem sést hefur
síðustu áratugi. Yfir allt
árið fæddust 4.509 börn, sem var þó
lítils háttar fjölgun frá árinu á und-
an. Þessar upplýsingar er að finna í
ítarlegri skýrslu um fæðingar hér á
landi á árinu 2020, sem unnin er úr
fæðingarskáningum á Íslandi og
birt er á vef Landspítalans.
Fæðingar í heimahúsi á árinu
2020 hafa aldrei verið fleiri og voru
samtals 119 eða 2,7% af öllum fæð-
ingum. til samanburðar voru heima-
fæðingar 75 talsins á árinu 2019. Er
talið líklegt að opinberar sóttvarn-
aráðstafanir og takmarkanir á heil-
brigðisstofnunum vegna faraldurs
kórónuveirunnar á árinu 2020 hafi
haft áhrif á val á fæðingarstað en
16 konur fæddu einnig börn sín
óvænt heima, þar af voru fimmtán
fjölbyrjur og ein frumbyrja.
Níu fæddu börn sín á leiðinni
á fæðingarstað á árinu
Á Landspítalanum hefur hlut-
fall framkallaðra fæðinga nánast
tvöfaldast undanfarinn áratug eða
úr 16% árið 2007 í 31,9% árið 2020,
að því er fram kemur í skýrslunni.
Fæðingarstaðir á landinu voru
átta, auk fæðinga í heimahúsum.
Um 90% barnanna fæddust á Land-
spítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og
á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
en níu fæddu börn sín á leiðinni á
fæðingarstað. Á árinu byrjuðu 124
konur fæðingu á Fæðingarheimili
Bjarkarinnar og kemur fram að af
þeim fæddu 87 konur á fæðingar-
heimilinu.
53 tvíburafæðingar á árinu
„Aldur kvenna þegar þær eign-
ast sitt fyrsta barn hefur farið
hækkandi á undanförnum áratug-
um. Meðalaldur frumbyrja árið
2020 var 28 ár en á höfuðborgar-
svæðinu voru þær að meðaltali
tveimur árum eldri en á lands-
byggðinni,“ segir í skýrslunni.
Þar má einnig sjá að tíðni fjöl-
burafæðinga á Íslandi hefur verið
stöðug og að á árinu voru voru sam-
tals 53 tvíburafæðingar, þar af voru
9,4% fæðingar eftir tæknifrjóvgun
sem framkvæmd hafði verið hér á
landi. Tuttugu og átta konur fæddu
báða tvíburana án inngripa á Land-
spítalanum og tvær konur á Sjúkra-
húsinu á Akureyri.
Tíðni keisaraskurða hefur
haldist stöðug undanfarna tvo ára-
tugi. Í fyrra voru fæðingar með
keisaraskurði samtals 719 eða
16,1% af heildarfjölda fæðinga á
landsvísu. Valkeisaraskurður er að-
gerð sem er ákveðin fyrir fram og
voru 254 fæðingar með valkeisara-
skurði í fyrra.
Bent er á í umfjöllun um
tæknifrjóvganir að ekki liggi fyrir
upplýsingar um fæðingar á Íslandi
eftir tæknifrjóvganir sem gerðar
voru erlendis. Vonir standa þó til að
hægt verði að taka þær tölur úr
rafrænni mæðraskrá fyrir árið
2021. Alls fæddust 267 börn í 262
fæðingum eftir tæknifrjóvgun hér á
landi hjá fyrirtækinu Livio á árinu
og þar af voru fimm tvíburafæð-
ingar.
Tíðni burðarmálsdauða, þegar
barn fæðist andvana eða deyr á
fyrstu sjö dögunum eftir fæðingu
var 3,8 á hver þúsund lifandi fædd
börn á árinu og er það nálægt með-
altíðni burðarmálsdauða síðustu 10
ár. Alls fæddust ellefu börn and-
vana og sex börn létust á fyrstu sjö
dögunum eftir fæðingu. Er burðar-
máls-, nýbura- og ungbarndauði hér
á landi með því lægsta sem sést í
heiminum.
Nýfætt barn Aldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn hefur farið
hækkandi síðustu áratugi. Var meðalaldur frumbyrja 28 ár á árinu 2020.
Fleiri heimafæðingar
á fyrsta ári veirunnar
Fæðingar barnanna
» Fæðingar í heimahúsi
voru 119 á árinu 2020 eða
2,7% af öllum fæðingum.
» Vatnsfæðingar heima
voru 54 eða 52,9% af fyrir-
framákveðnum heimafæð-
ingum.
» Alls fæddust 267 börn í
262 fæðingum eftir tækni-
frjóvgun hjá Livio-fyrirtækinu á
árinu og af þeim voru fimm tví-
burafæðingar.
» Framköllunum fæðinga
hefur fjölgað verulega síðasta
áratug og nú er næstum
þriðja hver fæðing á Íslandi
sett af stað.
» Kvennadeild Landspítala
er langstærsti fæðingarstaður
landsins með 3.285 fæðingar.
» Konum á barneignaraldri
fer fjölgandi en frjósemin er
með því lægsta sem sést hefur.
» Árið 2020 var frjósemi á
Íslandi 1,72 lifandi fædd börn á
ævi hverrar konu.
» Til að viðhalda mannfjöld-
anum þarf hver kona að eign-
ast að meðaltali 2,1 barn um
ævina.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
N
ú hafa bæði Svíar og Finnar sótt
formlega um aðild að NATO.
Ástæðan er augljós en staðan í
heimsmálunum hefur leitt til
þess að hagsmunamat þessara
ríkja breyttist. Það má segja að þau hafi verið
með nokkurs konar aukaaðild að bandalaginu
líkt og Ísland og Noregur hafa haft að Evrópu-
sambandinu í gegnum EES-samninginn. Svíar
og Finnar hafa tekið þátt í æfingum NATO en
hvorki komið að ákvarðanatöku né notið að
fullu þess öryggis sem aðildin veitir. Nú þegar
á reynir liggur fyrir að þessi ríki velja að taka
skrefið til fulls og tryggja sér sæti við borðið.
Svíar og Finnar vilja vera fullgildir þátttak-
endur, leggja sitt til málanna og njóta kosta að-
ildar til fulls. Það má læra af því.
Evrópusambandið er ekki hernaðarbanda-
lag, en samstarf Evrópusambandsríkja á sviði öryggis- og
varnarmála hefur orðið meira og nánara á undanförnum
árum. Evrópusambandið hefur þannig lagt áherslu á sam-
vinnu aðildarríkjanna vegna áhættuþátta eins og farsótta,
náttúruhamfara og annarrar umhverfisógnar, skipulagðr-
ar glæpastarfsemi, hryðjuverkaógnar, netöryggis og
orkuöryggis.
Evrópusambandið býður ekki upp á sams konar vörn
gegn hernaðarógnum eins og kveðið er á um í varnar-
samningi okkar við Bandaríkin eða í 5. grein NATO-
samningsins þar sem segir efnislega að árás á eitt banda-
lagsríki jafngildi árás á þau öll. Í samþykkt ráðherraráðs
Evrópusambandsins frá árinu 2004 er þó kveðið á um
sameiginlegar varnir og samstöðu í varnar-
málum. Samkvæmt henni – og ákvæði Lissa-
bon-sáttmálans frá árinu 2007 – er aðildarríkj-
unum skylt að koma til aðstoðar með öllum
ráðum ef náttúruhamfarir eða áföll af manna-
völdum eiga sér stað í öðru aðildarríki eða ef
það verður fyrir hryðjuverkaárás. Komi til
vopnaðra átaka á yfirráðasvæði aðildarríkis er
öðrum aðildarríkjum skylt að bjóða fram hjálp
og aðstoð eins og þau frekast geta.
Sameiginleg viðbrögð Evrópusambands-
bandsríkja á sviði öryggis- og varnarmála taka
þannig til samfélagsöryggis í heild sinni. Það
er ekki síst á því sviði sem hlutverk Evrópu-
sambandsins verður enn veigameira í þeirri
breyttu heimsmynd sem við búum nú við.
EES-samningurinn veitir Íslandi hins vegar
ekki beina aðild að öryggis- og varnarsam-
starfi Evrópusambandsins. Það liggur því í augum uppi að
hagsmunir Íslands kalla á að við tökum utanríkisstefnu og
þjóðaröryggi okkar til endurskoðunar með það fyrir aug-
um að sækjast eftir aðildarviðræðum við Evrópusam-
bandið.
Ákvörðun Finna og Svía um aðildarumsókn að NATO
er tekin eftir nokkurra vikna umræður en byggir engu að
síður á víðtæku samráði. Það er nefnilega hægt að bregð-
ast hratt við þegar aðstæður krefjast án þess að nauðsyn-
leg og gagnrýnin pólitísk umræða sé undanskilin. Það þarf
bara vilja og þor. hannakatrin@althingi.is
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
Það þarf bara vilja og þor
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen