Morgunblaðið - 26.05.2022, Síða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
Í maíbyrjun gerði
BHM könnun meðal
þjóðarinnar þar sem
spurt var um ímynd
samtaka á vettvangi
vinnumarkaðar og við-
horf almennings til
næstu kjarasamninga.
Áhugavert er að sam-
kvæmt könnuninni
virðist stöðugt efna-
hagsumhverfi og kaup-
máttaraukning mun ofar í huga
launafólks en launahækkanir. Þá má
margt betur fara þegar kemur að
ímynd verkalýðshreyfingarinnar og
atvinnulífsins. Hvaða lærdóm ber
okkur öllum að draga af þessu ef
stöðugleiki er markmiðið?
Lærdómur verkalýðshreyf-
ingar: Mikilvægi samvinnu
Á baráttudegi verkalýðsins 1. maí
tók ég þátt í minni fyrstu kröfu-
göngu. Yfirskriftin var „við vinnum“
og „við sköpum verðmætin“. Ég hef
satt best að segja verið eilítið hugsi
yfir þessum skilaboðum. Þótt þau
séu bæði sönn og eigi fullan rétt á
sér eru þau einhliða. Staðreyndin er
að hagkerfið saman-
stendur af tveimur
máttarstólpum. Annars
vegar launafólki sem
selur vinnu sína gegn
gjaldi til fyrirtækja og
hins opinbera – og hins
vegar atvinnurek-
endum, fyrirtækja-
eigendum og frum-
kvöðlum sem binda
fjármagn í rekstri gegn
áhættu. Þrátt fyrir
þessa staðreynd hafa
sumir kollegar mínir oft nálgast um-
ræðuna af reiði og heift gagnvart at-
vinnulífinu. Markmiðið virðist þá
frekar vera að telja launafólki trú
um að hagsmunir þess séu með öllu
ósamræmanlegir hagsmunum launa-
greiðenda. Þvert á móti eru þessir
hagsmunir mjög oft sameiginlegir.
Staðreyndin er að fyrirtækjaeigend-
ur, rétt eins og launafólk, eru að
langmestu leyti harðduglegt og heið-
arlegt fólk. Eðli málsins samkvæmt
komum við að samningaborðinu með
ólíka hagsmuni í farteskinu. Það
þýðir samt ekki að við getum ekki
sýnt gagnkvæma virðingu.
Lærdómur atvinnulífsins:
Tölum af gætni og virðingu
Í leiðara Morgunblaðsins í byrjun
vikunnar var fjallað um fyrrnefnda
könnun BHM. Af þeim skrifum
mætti þó skilja sem svo að andrúms-
loftið á vinnumarkaði sé alfarið á
ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar.
Höfundi láðist að segja frá viðhorfi
almennings til atvinnulífsins en að-
eins 31 prósent aðspurðra sögðust
jákvæð gagnvart Samtökum at-
vinnulífsins. Um helmingi fleiri, 41-
46 prósent aðspurðra, sögðust já-
kvæð gagnvart verkalýðshreyfing-
unni. Þetta hlýtur að gefa
forsvarsmönnum atvinnulífsins
ástæðu til að staldra við og íhuga
hvernig haga skuli leikjafræðinni á
næstu misserum. Forsvarsmenn at-
vinnulífsins þurfa umbjóðenda sinna
vegna að tala af meiri virðingu um
launafólk og af meira innsæi um
samhengi verðmætasköpunar. Svig-
rúm til launahækkana er mjög mis-
munandi eftir atvinnugreinum og
grundvallast ekki eingöngu á fram-
leiðnibreytingum heldur hlutdeild
launa í verðmætasköpun atvinnu-
greinar hverju sinni; samkeppnis-
hæfni, samkeppnisaðstæðum á
mörkuðum og viðskiptakjörum. Um
þetta er fjallað í greinargerð með
fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar:
„Svigrúm hagkerfisins til launa-
hækkana á hvern vinnandi ein-
stakling ræðst í raun annars vegar
af þróun framleiðni og hins vegar af
þróun viðskiptakjara, þ.e. þróun
verðlags þess sem við flytjum út í
samanburði við það sem við flytjum
inn. Hækki laun umfram samtölu
framleiðnivaxtar og viðskiptakjara-
bata getur aukningin falist í breyttu
hlutfalli þess sem fer í laun annars
vegar og arðsemi fyrirtækja hins
vegar. Umfram það brýst aukinn
launakostnaður fram í verðbólgu eða
atvinnuleysi, nema hvort tveggja
sé.“ Slík umfjöllun er til fyr-
irmyndar.
Lærdómur allra:
Samstaða og stöðugleiki
„Ísland kemst í heimsmetahóp!“
var skrifað á forsíðu blaðanna á vor-
dögum 1983 þegar verðbólgan rauf
100% múrinn á ársgrundvelli. Mín
kynslóð, sem þá tók út unglinginn,
fékk þennan óstöðugleika beint í æð
en foreldrum okkar þótti þessi tíð-
indi líklega ekkert merkileg. Kaup-
máttur lágmarksdagvinnutaxta var
til dæmis lægri á lýðveldishátíðinni
1994 en á tímum seinni heimsstyrj-
aldarinnar. Sveiflurnar höfðu verið
gríðarlegar fram að því.
Sá áratugur sem nú er að baki,
áratugurinn 2010-2019, einkenndist
af meiri stöðugleika með tilliti til
verðlags og hagsveiflna en Íslend-
ingar hafa áður kynnst. Börnin mín
þekkja til að mynda fátt annað en
mikinn kaupmátt og verðstöðug-
leika. Við sem upplifðum óstöðug-
leika fyrri áratuga vitum hversu eft-
irsóknarverður stöðugleikinn er. En
þótt markmiðið sé stöðugt efnahags-
umhverfi fyrir þjóðina í heild sinni er
það ekki efst á blaði hjá okkur öllum.
Sum okkar eiga nefnilega mun meira
inni en önnur. Stór samfélagsleg
verkefni eru fram undan, meðal ann-
ars leiðrétting á skökku mati
kvennastarfa og aukinn hreyfanleiki
á vinnumarkaði. Við þurfum að taka
þeim verkefnum félagslegs réttlætis
fagnandi og af ábyrgð. Samtímis
leggjum við áherslu á áframhaldandi
efnahagslegan stöðugleika, fyrir
launafólk og fyrirtækin í landinu.
Eftir Friðrik
Jónsson
» Formaður BHM
skrifar um stöðugt
efnahagsumhverfi og
komandi kjaraviðræður.
Friðrik Jónsson
Höfundur er formaður BHM.
„Við vinnum“ … saman
Eggert
Sala Nemendur og starfsmenn Breiðholtsskóla héldu sölumarkað til styrktar úkraínskum börnum í gær á sama tíma og vorhátíð skólans var haldin. Rennur ágóðinn til barnanna í gegnum Barnaheill.
Síðustu misseri hef-
ur orðið tíðrætt í sam-
félaginu um þá graf-
alvarlegu stöðu sem
ríkt hefur á húsnæð-
ismarkaðnum hér á
landi og kallað hefur
verið eftir tafarlausum
aðgerðum. Í febrúar
síðastliðinn skipaði
Sigurður Ingi Jó-
hannsson innviða-
ráðherra starfshóp um
aðgerðir og umbætur á húsnæð-
ismarkaði. Í síðustu viku skilað hóp-
urinn af sér 28 tillögum í sjö mála-
flokkum. Á grundvelli þessara
tillagna munu stjórnvöld nú þegar
leggja áherslu á aukna uppbyggingu
íbúða, endurbættan húsnæðisstuðn-
ing og bætta réttarstöðu og húsnæð-
isöryggi leigjenda.
Langþráð yfirsýn
Með tilkomu skýrslunnar höfum
við loks bæði góð og rétt verkfæri í
höndunum. Nú í fyrsta sinn er til
staðar yfirsýn yfir húsnæðismark-
aðinn með betri upplýsingum. Með
þeim er hægt að vinna raunhæfa að-
gerðaáætlun til fimm ára og hús-
næðisstefnu til fimm-
tán ára. Gerð er tillaga
um húsnæðisáætlun
um fyrir allt landið og
sérstök áhersla lögð á
áframhaldandi upp-
byggingu almenna
íbúðakerfisins og end-
urskoðun opinbers
húsnæðisstuðnings.
Húsnæðisöryggi og
jafnt aðgengi allra að
hagkvæmu húsnæði á
viðráðanlegu verði
verður sérstakt for-
gangsmál. Til þess að
ná þeim markmiðum á að setja á fót
starfshóp ríkis og sveitarfélaga með
aðild aðila vinnumarkaðarins um
endurskoðun á húsnæðisstuðnings-
kerfum í samræmi við markmið og
greiningar í skýrslu starfshópsins en
þar kemur meðal annars fram að
taka þurfi opinberan húsnæðis-
stuðning til heildstæðrar endurskoð-
unar og tryggja að hann nýtist fyrst
og fremst þeim sem á þurfa að
halda.
Aukin uppbygging íbúða
Niðurstaða þarfagreiningar sveit-
arfélaga í húsnæðisáætlunum er að
byggja þarf um 35.000 íbúðir á
næstu tíu árum til að mæta fólks-
fjölgun en þess ber að geta að í
þeirri greiningu er ekki gert ráð fyr-
ir uppbyggingu til að mæta uppsafn-
aðri þörf sem í maí 2021 var metin
um 4.500 íbúðir. Til þess að nálgast
stöðugleika á húsnæðismarkaði þarf
framboð íbúða og uppbygging að
vera í takt við þörf. Til þess að hægt
sé að ná þessum markmiðum þarf
húsnæðisáætlun fyrir landið allt. En
ein meginforsenda þess að stuðla að
stöðugleika í húsnæðismálum og
tryggja nauðsynlega uppbyggingu
er að ríki og sveitarfélög sameinist
um sýn og stefnu í húsnæðismálum
til lengri tíma.
Því er ánægjulegt að segja frá því
að ríkið og Samband íslenskra sveit-
arfélaga munu nú þegar hefja við-
ræður um rammasamning um bygg-
ingu 4.000 íbúða árlega á landsvísu
næstu fimm árin og 3.500 íbúða ár-
lega næstu fimm ár þar á eftir. Í
þeirri vinnu verður sértaklega horft
til þeirra markmiða sem sett eru
fram í tillögum starfshópsins en þær
er meðal annars að félagslegt hús-
næði nemi að jafnaði 5% nýrra íbúða
og hagkvæmt húsnæði sé sem næst
30% með sérstakri áherslu á al-
menna íbúðarkerfið. Sé horft til höf-
uðborgarsvæðisins er nauðsynlegt
að taka upp svæðisskipulagið sem
gildir til ársins 2040 svo gera megi
öllum sveitarfélögum á svæðinu
kleift að taka þátt í því mikla verk-
efni sem fram undan er í uppbygg-
ingu íbúðarhúsnæðis á landinu öllu.
Samhliða þéttingu byggðar þarf að
vera svigrúm til að brjóta nýtt land
svo byggja megi hratt og vel fyrir
alla hópa samfélagsins.
Virkur og heilbrigður leigu-
markaður
Þá er mikilvægt að tryggja rétt-
indi og húsnæðisöryggi leigjenda.
Opinber gögn sýna að staða leigj-
enda er lakari en staða þeirra sem
búa í eigin húsnæði og almennt telja
leigjendur sig búa við minna hús-
næðisöryggi en fólk í eigið húsnæði.
Leigjendur búa við þyngri fjárhags-
legri byrði húsnæðiskostnaðar og
töluvert hærra hlutfall leigjenda en
eigenda býr við íþyngjandi húsnæð-
iskostnað. Inn á þessi atriði er komið
í skýrslu starfshópsins og lagðar
fram tillögur um virkan og heil-
brigðan leigumarkað sem raunveru-
legan valkost. Meðal annars með því
að endurskoða ákvæði húsaleigulaga
með það að markmiði að bæta rétt-
arstöðu og húsnæðisöryggi leigj-
enda.
Jafnvægi er lykillinn
Á sama tíma og ég fagna vinnu
starfshópsins og þeirri mikilvægu
greiningarvinnu sem þar er hvet ég
innviðaráðherra áfram til góðra
verka, en mörg þau verkefni sem nú
liggja fyrir eru á verksviði hans.
Þetta er gott skref þar sem við erum
nú í fyrsta sinn er verið að horfa til
framtíðar í húsnæðismálum. Í fyrsta
sinn er verið að styðjast við mann-
fjöldaspár og bera saman við hús-
næðisáætlanir sveitarfélaga. Í fyrsta
sinn er verið að setja fram aðgerða-
áætlun líkt og í samgönguáætlun og
stefnu til 15 ára. Allt undir forystu
Framsóknar og í ráðuneyti Sigurðar
Inga Jóhannssonar innviðaráðherra.
Það er mín einlæga von að við förum
að sjá til lands í húsnæðismálum hér
á landi, því jafnvægi á húsnæð-
ismarkaði er samfélaginu öllu mik-
ilvægt.
Eftir Ágúst Bjarna
Garðarsson » Samhliða þéttingu
byggðar þarf að
vera svigrúm til að
brjóta nýtt land svo
byggja megi hratt og vel
fyrir alla hópa sam-
félagsins.
Ágúst Bjarni
Garðarsson
Höfundur er þingmaður.
Mörg þúsund heimili í farvatninu