Morgunblaðið - 26.05.2022, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
Þóra Kolbrá Sigurðardótitr
thora@mbl.is
Fyrsta vara Hovdenak varð til í
bílskúr í Hafnarfirði, þar sem Há-
kon stundaði heimabrugg. Eftir
nokkur ár í vöruþróun varð til upp-
skriftin að Stuðlabergs-gini sem er
notuð í dag. Þetta var fyrir 13 árum.
„Bílskúrsbruggið byrjaði sem
áhugamál. Ég hafði áhuga á bæði
gerjun og eimingu áfengis,“ segir
Hákon. „Ég bjó nánast allt til þar;
bjór, vodka, gin, romm, viskí, sérrí.
Strax í bílskúrnum var ég betur bú-
inn tækjum en flestir. Ég var með
tölvutengd tæki sem sáu um sig
sjálf. Öll þessi tæki voru smíðuð á
staðnum og þessa þekkingu tók ég
með mér þegar ég setti upp brugg-
húsið í Hafnarfirðinum, sem er
einnig alsjálfvirkt.“
Hákon segir að rekstur fyrir-
tækisins hafi gengið vel og þeim
hafi verið gríðarlega vel tekið, bæði
á íslenskum og erlendum markaði.
„Fyrsta árið í rekstri félagsins fór í
að smíða eimingarhúsið sjálft en hér
var allt rifið út og settur upp full-
kominn búnaður. Öðru árinu eyddi
ég í að koma fyrstu vörunni okkar á
markað og kynna fyrirtækið út á
við. Á þriðja árinu kom alvörugang-
ur í söluna og í framhaldinu fjölg-
uðum við vörunum og konan mín,
hún Brynja, gekk til liðs við mig.
Hún sér alfarið um sölu- og mark-
aðsmál hjá okkur. Nú erum við að
byrja okkar fjórða ár í rekstri og lít-
um bjartsýn fram á veginn og sjáum
ekkert nema tækifæri fram undan.“
Hovdenak Distillery hefur átt
góðu gengi að fagna í erlendum
keppnum og unnið til fjölda verð-
launa. Hákon segir að það skipti
mjög miklu máli; bæði sé það við-
urkenning á vörunni og auðveldara
sé að selja hana. „Verðlaunin skipta
okkur mjög miklu máli og neyt-
endur líka, því verðlaunin segja til
um að varan sé í úrvalsflokki á
heimsvísu. Fólk tekur eftir verð-
launamerkingunum þegar þær eru
settar á flöskurnar og þetta er
ákveðinn gæðastimpill.“
Fólk vill hafa gott í glasinu
Hákon segir að almennt séu ís-
lenskir veitinga- og skemmtistaðir
ásamt hótelum mjög opnir fyrir
góðum íslenskum vörum, sérstak-
lega þar sem erlendir ferðamenn
koma mikið til Íslands í leit að ís-
lenskri upplifun. „Þeir geta fengið
stóru þekktu vörumerkin í sínu
heimalandi og eru þar af leiðandi
mun spenntari fyrir því að komast í
íslenskar vörur. Eins leita Íslend-
ingar í auknum mæli að góðum vín-
um. Það má að mörgu leyti rekja til
aukins áhuga á kokteilagerð, bæði á
börum og í heimahúsum. Fólk vill
hafa eitthvað gott í glasinu sínu.
Vínmenningin mikið breyst
Á síðustu 10 árum hefur áfengis-
neyslan breyst mjög mikið hér á
landi; úr því að drekka til að verða
bara fullur yfir í drekka til að njóta.
Nú erum við farin að hugsa frekar
um hvaðan varan kemur og hvort
einhver gerviefni séu í henni eða
hvort þetta sé hrein gæðavara sem
skarar fram úr,“ segir Hákon og
ítrekar aftur áhuga landsmanna á
kokteilagerð og hvernig mismun-
andi áfengistegundir passa við
ákveðnar bragðtegundir og þess
háttar. Það séu heilmikil vísindi á
bak við góðan drykk og áhugafólki
fari sífellt fjölgandi.
Stuðlabergið vinsælast
Aðspurður hver vinsælasta varan
sé segir Hákon að Stuðlabergs-gin
sé langvinsælast. Þar á eftir sé kart-
öfluvodkinn Loki, sem hefur unnið
þó nokkur verðlaun fyrir gæði og
mýkt. „Svo kemur Rökkvi, kald-
bruggaði kaffilíkjörinnn, sem hefur
slegið í gegn, og loks er það ljósa
rommið okkar, Hvítserkur, en
væntanlegt er dökkt og kryddað
romm í ár. Einnig erum við með
yndislegt bleikt gin með jarð-
arberja- og hindberjabragði,“ segir
Hákon.
Hvernig er rekstrarumhverfi fyr-
ir brugghús hér á landi?
„Eftir að ÁTVR lokaði fyrir und-
anþágu íslenskra framleiðenda í
verslunum þeirra er heldur betur
farið að þrengja að okkur. Ef við
viljum koma með nýja vöru á mark-
að í dag þurfum við að bíða í 6-12
mánuði eftir að þeir setji hana í hill-
urnar. Áfengisgjöldin hækka svo á
hverju ári og enda alltaf beint á
kaupanda vörunnar,“ segir Hákon,
sem vill gjarnan sjá áfengislöggjöf-
ina endurskoðaða í heild. „Það væri
góð byrjun til að ýta undir og hjálpa
litlum eimingarhúsum eins og okkur
að leyfa sölu áfengis „beint frá
bónda“ eins og er þekkt í öðrum
löndum, það færi vel við heimsókn-
irnar sem við bjóðum upp á.“
Vert sé jafnframt að geta þess að
aðilar sem flytja inn áfengi geti nýtt
sér frílager þar sem engir tollar séu
greiddir af vörunni fyrr en hún er
leyst út. „Þetta getum við framleið-
endur ekki nýtt okkur þegar við
seljum vöru frá okkur. Þegar varan
er tilbúin á flösku eftir pökkun
skuldum við í raun áfengisgjald af
vörunni í stað þess að geta sett vör-
una inn á frílager og selt hana það-
an til dæmis til dreifingaraðila án
gjalda,“ segir Hákon.
Íslenskt áfengi
samkeppnishæft
„Við keppum kannski ekki við ris-
ana en ef þú kannt að meta gæði og
handverk þá erum við vel sam-
keppnishæf á því sviði,“ segir Há-
kon en hann segir stærsta sölu-
punktinn ávallt vera hreina íslenska
vatnið. „Svo er sérstaða okkar hjá
Hovdenak Distillery sú eiming-
araðferð sem við notum við fram-
leiðsluna okkar sem skilar sér í
ótrúlegri mýkt og áferð í glasinu
þínu. Eiming á sér stað við lofttæmi
við mun lægra hitastig en hefð-
bundnar aðferðir. Þetta kemur í veg
fyrir að bragð skemmist við eim-
inguna. Tækin eru einnig alsjálfvik
og geta unnið mannlaus allan sólar-
hringinn allt árið um kring. Af-
kastageta þessara tækja er um
40.000 lítrar á mánuði, sem gerir
tækin með þeim afkastamestu á
landinu í áfengisgerð.“
Útflutningur er á dagskránni hjá
Hovdenak Distillery en hann var
kominn á ágætis skrið. „Við vorum
byrjuð í útflutningi korter fyrir
Covid og erum að byrja það ferli
aftur. Í dag höldum við uppi vef-
verslun fyrir þá sem eru erlendis og
vilja nálgast vörurnar okkar. Þar er
töluverð eftirspurn frá ferðamönn-
um sem hafa komið til Íslands og
fengið vörurnar okkar á hóteli eða
veitingastað sem þeir sóttu og vilja
fá sömu góðu íslensku vöruna heim
til sín,“ segir Hákon. „Fyrir Covid
vorum við komin á gott ról í Kína,
Singapúr, Þýskalandi, Sviss, Aust-
urríki og Danmörku.
Bjóða áhugasömum í heimsókn
Við höfum verið að fá í auknum
mæli fyrirspurnir um heimsóknir til
okkar frá fróðleiksfúsum Íslend-
ingum sem og ferðamönnum sem
vilja koma og skoða eimingarhúsið.
Við tökum á móti fólki og fyr-
irtækjum og öllum þeim sem hafa
áhuga á að kynnast þessari
skemmtilegu framleiðslu. Þá er
fræðst um hvernig varan er gerð,
allt framleiðsluferlið, og að sjálf-
sögðu er það gert með glas í hendi.
Oft kemur líka fyrir að smakkað er
á vörum sem eru ekki enn komnar á
markað, sem er alltaf skemmtilegt,“
segir Hákon. Fyrir áhugasama er
tekið á móti bókunum í heimsóknir
á info@distillery.is.
Byrjaði að brugga í bílskúrnum
Í Hafnarfirðinum er að
finna eimingarhúsið
Hovdenak þar sem Hákon
Freyr Hovdenak stundar
sína iðju af miklu kappi.
Vörur frá Hovdenak Distil-
lery eru margverðlaun-
aðar um heim allan en
nafnið er komið frá fjöl-
skyldu Hákonar og á ræt-
ur að rekja til Molde í Nor-
egi. Í dag rekur Hákon
fyrirtækið ásamt eig-
inkonu sinni, Brynju
Hjaltalín. Að þeirra sögn
eru ekkert nema tækifæri
fram undan.
Vinsæll Kaffilíkjörinn Rökkvi er
unninn í samstarfi við Te & Kaffi en
hann hefur notið mikilla vinsælda.
Handgert Rétt eins og listina á bak-
við handsmíðuðu Oloroso tunnurnar
frá Tolenería Del Sur, gerir eiming-
armeistari Hovdenak Distillery allt í
höndunum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Lifandi píanótónlist
öll kvöld
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
eða í síma 558 0000