Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 41

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 ✝ Bergljót Rósin- kranz fæddist í Reykjavík 23. janúar 1938. Hún lést á heimili sínu 6. maí 2022. Foreldrar hennar voru Lára fædd Steinholt Rósin- kranz skrifstofu- maður, f. 26. sept- ember 1900, d. 6. júní 1959, og Guð- laugur Rósinkranz þjóðleik- hússtjóri, f. 11. febrúar 1903, d. 27. ágúst 1977. Systkini: Jóhanna Rósinkranz hjúkrunarfræðingur, f. 9. maí 1933, og Gunnar Rósinkranz verkfræðingur, f. 21. júní 1941. Hálfsystkin samfeðra: Guðlaug Rósinkranz verslunarkona, f. 5. febrúar 1971. Ragnar Rósinkr- anz tónlistarmaður, f. 5. júní 1972. Bergljót gekk í Landakotsskóla og síðar í Melaskóla og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Hún fór í nám í Nordiska folkhögskolan í Kun- gälv í Svíþjóð. Hún starfaði lengst af sem flugfreyja hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum. Tók frí frá fluginu í nokkur ár þegar hún vann á skrifstofu Loftleiða í Kaupmannahöfn. Hún starfaði sem flugfreyja til 62 ára aldurs. Þá stofnaði hún Hótel Frón á Laugavegi ásamt bróður sínum og Bergi syni hans. Hún vann í móttökunni og við um- sýslu þangað til hún hætti störf- um á áttræðisaldri. Bergljót var barnlaus. Útför Bergljótar fór fram í kyrrþey 18. maí 2022. Begga móðursystir mín var komin yfir áttrætt þegar hún lést. Samt kom mér fráfall hennar í opna skjöldu, átti bara ekki von á þessu strax. Hún var líka svo mik- ill nagli, lét ekki bugast þrátt fyrir veikindi síðustu árin og slæmsku í öðrum fætinum. Bjó á þriðju hæð og fór stigana með sínar vörur eins og fólk gerir. Vildi alltaf halda sjálfstæði sínu og mann- virðingu og vera sem minnst upp á aðra komin með hið daglega líf. Begga var skemmtileg kona, hafði mikinn húmor og sagði skemmtilega frá, við hlógum oft mikið saman. Meðan hún var í fluginu var maður að kvabba á henni að kaupa þetta og hitt í Am- eríku og hún var alltaf boðin og búin að bjarga því. Betra er að gefa en þiggja og hún hafði alveg sérstaklega gam- an af því að gefa gjafir. Þegar börnin og barnabörnin í fjölskyld- unni áttu afmæli mátti bóka að Begga sendi pakka. Hún var líka svo smekkleg og það breyttist ekkert þrátt fyrir hækkandi ald- ur. Við höfum haldið fjölskyldu- hitting á föstudögum mörg und- anfarin ár. Þá koma dætur mínar, makar og barnabörnin í mat. Begga og mamma hafa komið líka og þannig höfum við haldið sterk- um tengslum í gegnum tíðina. Begga naut sín í starfi flug- freyjunnar og vann það alltaf af alúð, fannst erfitt að hætta en fór þá beint í hótelreksturinn sem henni þótti ekki síður skemmti- legt. Það voru mörg handtökin þegar hótelið var stofnað og Begga lét sitt ekki eftir liggja, var hörkuvinnukraftur og fannst gaman þegar mikið var að gera. Ég kveð hana með söknuði og þakklæti. Elísabet Þorsteinsdóttir (Bettý). Elsku vinkona og trúnaðarvin- ur. Ég veit að þú hefðir ekki viljað að skrifuð yrði um þig minning- argrein. En ég verð, eftir tæplega 77 ára vinskap. Okkar kynni voru í götunni okkar, Ásvallagötu, frá Bræðraborgarstíg og niður á Vesturvallagötu hjá róluvellinum. Í götunni þekktu allir alla og eng- inn var meiri en annar. Þú áttir systur, fimm árum eldri en þú, sem við kölluðum Hönnu og bróð- ur, hann Gunnar, sem var þremur árum yngri en þú. Hann fékk stundum að fljóta með okkur en stundum var hann of lítill til þess að vera með. Faðir þinn var fyrsti þjóðleik- hússtjórinn og nutum við þess að skreppa oft í leikhúsið frá unga aldri. Auðvitað fórum við í ballett hjá Bidsted en vorum nú ekki snillingar í því. Þú fórst í lýðhá- skóla í Svíþjóð einn vetur og sum- arið eftir bauð faðir minn okkur, mér 15 ára og þér 16, að skoða England. Fórum við með Gull- fossi og var tekið á móti okkur með einkabílstjóra eins og prins- essum og ók hann okkur alla leið niður til Birmingham þar sem við bjuggum hjá skoskum hjónum, Peggy og Cowie, og vorum þar í tvær vikur. Við skoðuðum víst London á einum degi með Cowie sem fararstjóra og síðan fórum við og skoðuðum hina frægu súkkulaðiverksmiðju Cadbury og fengum besta heita súkkulaði í veröldinni. Ég fór í Verslunarskólann en þú fórst og gerðist hvíslari hjá Þjóðleikhúsinu. En fljótlega sner- irðu þér að flugfreyjustarfi og varst þar mjög vinsæl, vannst einnig á skrifstofu Loftleiða í Kaupmannahöfn og þar talaðir þú eins og innfædd og eftir þetta voru dönsku blöðin aðalblöðin. Eftir nokkurra ára starf hættir þú og snerir þér að hótelstarfi því Gunnar bróðir þinn kom frá Þýskalandi sem verkfræðingur og þið stofnuðuð 15 herbergja hótel sem hann byggði við Lauga- veginn og heitir hótel Frón og er nú 101 herbergi. Þú móttöku- stjóri og inn í reksturinn kom Bergur sonur Gunnars. Begga, eins og hún var alltaf kölluð, giftist ekki en eignaðist mjög marga góða vini. Ég gifti mig og eignaðist sjö börn sem Begga svo sannarlega dekraði við. Síðan fórum við Begga og Hanna systir hennar, sem var orðin ein með fjögur uppkomin börn, í ferðalög með Bjössa manni mínum nokkrar hringferðir um landið á sumrin, líka voru sum- arbústaðaferðirnar vinsælar. Til útlanda fórum við líka margar ferðir eftir að Bjössi minn lést. Begga var stundum að manni fannst einum of gjafmild, hún var alltaf tilbúin að rétta manni hjálp- arhönd. Ég talaði við þig kvöldið 5. maí til að ganga 11, þú kvart- aðir um einhvern sérstakan sting fyrir brjóstinu sem þú kannaðist ekki við og líktir því við brjóst- sviða. Ætlaði ég að koma með alkaseltzer morguninn eftir og þú ætlaðir að sofa þetta úr þér. En enginn veit ævi sína, elsku Begga mín, sem sýndi sig best í því að þú sofnaðir svefninum langa eftir þetta samtal okkar. Mun ég alltaf standa í þakkarskuld við þig og allt sem þú gerðir fyrir mig og mína og kortið sem ég fékk sólar- hring eftir andlát þitt, sem var af- mæliskort mitt, hljóðaði svona: Elsku vinkona. Alltaf sú besta. Hamingjuóskir frá Beggu. Þetta voru lokaorðin þín. Takk fyrir allt. Þín vinkona, Áslaug. Bergljót Rósinkranz Elsku mamma, það er skrítið að geta ekki hringt eða komið í heimsókn til þín. Þú varst alltaf til í ævintýra- ferðir með mér og sagðir: „Erna, ekki veit ég hvar við endum núna!“ Við (Billa) systir vorum búnar að vera að tala saman um að við myndum vera hjá henni og Heiðu núna um síðustu jól á Dalatanga sem voru þín síðustu jól, þú varst alveg til í það. Síðan héldum við af stað, það var mikill snjór á veg- inum og stórir skaflar hér og þar. Þú spurðir mig: „Er þetta óhætt?“ Já, sagði ég og gaf bara vel í og auðvitað vorum við stundum má segja í loftköstum en þú brostir bara og sagðir: „Erna, ekki veit ég hvernig ég þori alltaf að koma með þér því þú ert svo mikill glanni,“ en yfir heiðina fórum við og áttum yndislegar stundir á Dalatanga. Það var mikið hlegið, spilað lúdó og slappað af. Það sem þú elskaðir að vera í gróðurhúsinu þínu, þú gast verið þar tímunum saman. Blóm og alls konar ræktun voru alla tíð stór hluti af lífi þínu. Elsku mamma, ég gæti skrifað heila bók um það sem við erum búnar að gera saman, takk fyrir allt elsku mamma mín. Ég mun sakna þess að geta ekki notið sumarsins með þér; manstu, við Elfríð Ida Emma Pálsdóttir Plötz ✝ Elfríð Ida Emma Páls- dóttir, fædd Plötz, fæddist 26. maí 1930. Hún lést 8. maí 2022. Útför Elfríðar fór fram 16. maí 2022. ætluðum á bátinn sam- an og ég ætlaði að lofa þér að dorga eftir fiski, en við gerum það þeg- ar við hittumst næst. Mundu að þú ætlar að hitta mig á leyni- staðnum okkar, sjáumst þar. Takk fyrir allt elsku mamma mín, elska þig. Hvíldu í friði. Þín dóttir, Erna Jóhanna. Með sorg í hjarta kveð ég hana Elfríði mína sem markaði mig sem einstakling og líf mitt svo mikið þegar ég dvaldi sem sumardreng- ur hjá þeim sómahjónum á Dala- tanga. Elfríð og Erlendur, föður- bróðir minn, tóku mér opnum örmum og naut ég þeirra um- hyggju og hlýju öll árin sem ég var hjá þeim. Elfríð var heimskona og dama, uppalin í erlendri stórborg, sem vissi hvernig hlutirnir áttu að vera og líta út. Hún var t.d. vön því að maturinn væri í réttum hlutföllum á diskinum, þar sem einn hlutinn var grænmeti, löngu áður en slíkt var sett fram sem sérstakt mann- eldismarkmið. Ég hef því oft hugsað til þess hve hún hefur ver- ið vonsvikin þegar hún kom fyrst á Siglunes við Siglufjörð (af öllum stöðum!) og komst að því að þar voru bara tvær káltegundir í boði, annars vegar kartöflugrösin og hins vegar arfinn sem óx óboðinn við hlið þeirra. Ég held að hún hafi þá einsett sér að bæta um betur og var því afkastamikil við eigin ræktun úti, sem og í gróðurhúsum og grænmetiskössum sem voru hér og þar á Dalatanga. Hún fékk meira að segja sendingar af fræj- um ýmissa grænmetis- og ávaxta- tegunda, frá ættingjum sínum í Þýskalandi, til að fjölga tegundum í ræktuninni. Hjónaband Elfríðar og Ella var alveg einstakt og ræktað af gagn- kvæmum heilindum. Þau elskuðu lífið, að lifa því saman og takast á við allt sem því fylgdi, gleði, sigra, raunir og sorg. Þau voru sérstak- lega samrýmd og stóðu alla tíð þétt saman, bak í bak. Allt var rætt, sama hvert viðfangsefnið var. Þau voru svo innilega ást- fangin hvort af öðru allt frá því að ég tók eftir því sem sumardreng- ur í gamla daga og líka á Egils- stöðum, áratugum seinna, þegar Elfríð brosti og blikkaði til hans Ella síns og kyssti hann á kinnina. Þrátt fyrir ólýsanlegar raunir og sorg, sem Elfríð varð fyrir á sínum yngri árum í Þýskalandi, var alltaf stutt í glensið og gam- ansemina. Hún var oftar en ekki þátttakandi með okkur Herdísi, þegar sá gállinn var á okkur. Lífs- stefna Elfríðar var að lifa lífinu lif- andi, fullu af lífsgleði. Þau Elfríð og Elli lögðu allan sinn metnað í að leiðbeina mér og kenna góð gildi, heiðarleika, samvinnu, aga og vinnusemi. Hjá þeim lærði ég að „ef maður ætlar ekki að gera hlutina almennilega þá er betra að sleppa því“. Allt sem Elfríð gerði var einmitt í samræmi við þessa reglu, hvort sem það var í rækt- arsemi og umhyggju við fjölskyld- una sína, sem var henni allt, til klæðaburðar, snyrtimennsku, ræktunar jurta og garða og hvers þess sem hún tók sér fyrir hend- ur. Elsku Elfríð mín, ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir að hafa notið þinnar hlýju og umhyggju öll þessi ár, fá að vera í pínu uppá- haldi hjá þér, að dansa við þig tangó og vals í afmælinu hennar Herdísar og alls annars sem þú gafst af þér. Hjarta mitt er fullt af þakklæti og yndislegum, hlýjum minningum sem lifa áfram og ég mun orna mér við þar til minn tími kemur. Nú eruð þið Elli aftur sameinuð og munið áfram standa saman, bak í bak, og fylgjast með okkur sem þið veittuð svo mikið. Magnús Orri Haraldsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNBORGAR MARGRÉTAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Þrastarási 44 a, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks A6 á Landspítala í Fossvogi fyrir hlýhug og góða umönnun. Reynir Kristjánsson Kristín Laufey Reynisdóttir Jón Trausti Bragason Ingvar Reynisson Sóley Guðmundsdóttir Inga Rut Reynisdóttir Oddur Þráinsson Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÖLDU JÓNSDÓTTUR, Rjúpnasölum 14, sem lést sunnudaginn 24. apríl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki L5 Landakoti fyrir hlýju og góða umönnun. Eiríkur Leifsson Laufey Vilmundardóttir Jón Leifsson Gígja Gylfadóttir Gunnhildur Leifsdóttir Linda Leifsdóttir barna- og barnabarnabörn Ástkær sonur okkar og bróðir, AXEL FREYR KÁRASON, varð bráðkvaddur á heimili sínu 14. maí. Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 31. maí klukkan 13. Anna G. Rebekka Reynisdóttir, Kári Rúnar Jóhannsson Jóhann Þór Hansen Daníel Már Kárason Rakel Ýr Káradóttir Eva María Piras Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hæðargarði 33, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 17. maí. Hún verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 27. maí klukkan 13. Ragna Kristín Marinósdóttir Bjarni Ómar Ragnarsson Aðalbjörg Marinósdóttir Hulda Marinósdóttir Marinó Marinósson Karlína Ingvadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA VESTFJÖRÐ ÁRNADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold fimmtudaginn 19. maí. Jarðarför hennar fer fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 27. maí klukkan 15. Sólon Rúnar Sigurðsson Guðrún M. Sólonsdóttir Hannes Heimisson Sigurður Magnús Sólonsson Arnfríður Hjaltadóttir Árni Valur Sólonsson Svanlaug Ida Þráinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra STEINGERÐUR BJARNADÓTTIR, Njálsgötu 35a, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 5. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafía G. Leifsdóttir Hannes L. Stephensen Ásdís Leifsdóttir Hanna H. Leifsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.