Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Page 44

Morgunblaðið - 26.05.2022, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 30 ÁRA Eyrún er Reykvík- ingur, ólst upp í Vogahverfinu en býr í Mosfellsbæ. Hún er hjúkr- unarfræðingur á bráðamót- tökunni á Landspítalanum í Foss- vogi. Áhugamál eru Eyrúnar eru hreyfing, eldamennska og fjöl- skyldan. FJÖLSKYLDA Eyrún er í sam- búð með Sigurði Gísla Bond Snorrasyni, f. 1995, fótboltamanni hjá Aftureldingu. Sonur þeirra er Kristófer Bond, f. 2021. For- eldrar Eyrúnar eru Kristbjörg Helga Árnadóttir, f. 1961, vinnur hjá Eimskip, og Jón Sigurður Snorrason, f. 1956, bifvélavirki hjá Eimskip. Þau eru búsett í Reykjavík. Eyrún Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann. 20. apríl - 20. maí + Naut Allir sem umgangast þig eru þér vel- viljaðir þessa dagana og þú undrast það og finnst lífið ævintýri líkast. Kynntu þér menn og málefni áður en þú myndar þér skoðanir. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er engin ástæða fyrir þig til þess að hægja á þér, þótt einhverjar gagn- rýnisraddir heyrist. Hættu að láta reka á reiðanum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Rótin að vanda dagsins í dag felst í eðlislægri skoðun sem þarf ekki endilega að henta þér. Mundu að það tekur langan tíma að byggja upp traust en skamman tíma að brjóta það niður. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú þarft að halda vel utan um sam- bönd þín við aðra svo þau trosni ekki og þú standir uppi vinalaus fyrr en varir. Reyndu að vera örlítið jákvæðari. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það tekur á taugarnar þegar þeir sem manni eru kærir sýna þrjósku og af- neita staðreyndum. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju. 23. sept. - 22. okt. k Vog Forðastu deilur við maka og nákomna í dag. Hlutirnir eru sjaldnast eins einfaldir og við viljum hafa þá. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert svo næmur á líðan ann- arra að þú verður að gera eitthvað til að verjast því svo að það dragi ekki úr þér allan mátt. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Samstarfsmenn þínir munu hugsanlega koma þér á óvart í dag. Reyndu að vera í þægilegu umhverfi því það mun létta lund þína. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Eitthvað á eftir að koma þér á óvart en láttu það ekki trufla þig. Vertu já- kvæður og skemmtu þér í návist vina þinna. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Gefið ykkur tíma til að njóta fé- lagsskapar vina og vandamanna því fátt er dýrmætara en góðar stundir í þeim ranni. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þótt þér séu allir vegir færir þarftu eins og aðrir að fá hrós og uppörvun af og til. Mundu að sönn vinátta byggist á gagn- kvæmu trausti. aftur. Við förum árlega í ferðir á slóð- ir Sturlunga en einna eftirminnileg- ast er þegar við sóttum heim Ásbirn- inga í Skagafirði. Áþekkur hópur er að störfum í Skagafirði og hittist á sunnudagsmorgnum með hressingu, eins og sunnudagaskólinn.“ Hestamennsku stundar Magnús í frístundum. „Ég hef sjálfsagt orðið fyrir áhrifum í Skagafirði að hafa gaman af hestum, en ég hef farið á hestum um meira eða minna allt land. Eftirminnilegust er ferð frá Bjarg- töngum að Dalatanga 2012-13. Við hittum fjölmarga og nutum alltaf greiðvikni bænda og annarra. Ég hef farið dálítið á hjóli með konu minni sem er mikill hjólagarpur langt um- fram mig. Við höfum farið um í Belg- orðuna fyrir störf í þágu hins opin- bera árið 2015. Magnús er stjórnarformaður hjá Stofnun Wilhelms Beckmann. „Hann var einfari í íslenskri listasögu. Við gáfum út bók um manninn 2020 og unnið er að kvikmynd um sögu hans. Ég hef tekið þátt í ýmsu starfi í Skagafirði, s.s. í Gangnamannafélagi Austurdals og Lionsklúbbi.“ Magnús skrifaði bók um föður sinn, Pétur Pétursson, Lífshlaup at- hafnamanns, 2020. „Ég hafði gaman af og kynntist manninum frá nýjum sjónarhóli. Ég vinn nú að grein um ömmu mína, Önnu Jóhannesdóttur. Ég hef lesið Sturlungu í yfir 20 ár í góðum hópi manna í Reykjavík. Þeg- ar lestri sögunnar lýkur er byrjað M agnús Pétursson er fæddur 26. maí 1947 í Reykjavík, fór 4 ára norður í Skaga- fjörð til skammrar dvalar en ólst þar upp. „Fyrst var ég hjá afa og ömmu, síðar Sigmundi móðurbróður á Vindheimum. Ég á því mínar rætur þar. Ég hef átt sum- arbústað í landi Vindheima frá 1979. Kona mín á heiðurinn að því að hafa bætt landið og ræktað skóg með nokkurri aðstoð minni. Það er með ólíkindum hvað hægt er að gera á 40 árum í ræktun. Ég keypti nýlega ásamt bróður mínum litla jörð, Lauf- tún, skammt frá Varmahlíð, þar sem við erum að lagfæra íbúðar- og útihús og umhverfi.“ Magnús gekk í Steinsstaðaskóla í Lýtingsstaðahreppi og Lindargötu- skóla, varð stúdent frá Verzlunar- skóla Íslands 1968, lauk BA-gráðu í hagfræði frá Háskólanum í York á Englandi 1971 og var í framhalds- námi í hagfræði og skipulagsfræði við Lundarháskóla og Háskólann í Umeå, Svíþjóð 1973-76. Meðfram námi vann Magnús m.a. við brúar- smíði 1962-63, á bílaverkstæði í Middlesbrough 1964, við járnsmíðar í Nürnberg 1965 og við hvalskurð 1966-67. Eftir nám var Magnús kennari við Gagnfræðaskólann á Ísafirði og Menntaskólann á Ísafirði 1971-73. Hann vann hjá Fjárlaga- og hag- sýslustofnun 1976-88, og frá 1981 sem hagsýslustjóri. Hann var ráðgjafi og aðstoðarforstjóri á skrifstofu Norður- landanna í stjórn Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins 1988-89. Magnús var ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu 1991-98, og var síðan skipaður for- stjóri Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur í ársbyrjun 1999. „Meginverkefnið þar var sameining sjúkrahúsanna í eina stofnun.“ Magnús var síðan skipaður forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss og gegndi því embætti til 2008. Hann var síðan ríkissáttasemjari 2008-2015. „Hið opinbera hefur verið minn vett- vangur í starfi og ég er ánægður með það. Síðasta formlega starf mitt var seta í bankaráði Landsbankans og í gerðardómi í kjaradeilu flugvirkja og ríkisins 2021.“ Magnús hlaut fálka- íu, Frakklandi og Englandi. Einnig um Skagafjörðinn og Merkigilið er ekki fyrir hvern sem er á reiðhjóli. Þessa dagana er ég að kynna mér sögu landpóstanna og feta í slóð norð- anpóstsins frá Reykjavík til Akureyr- ar en ég fer ekki lengra en að Víði- mýri í Skagafirði. Ég er kominn gangandi að Hesti í Borgarfirði og held áfram í sumar.“ Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Hildur Eiríksdóttir, f. 30.3. 1947, fv. kennari á Ísafirði og við Álftamýrarskóla í Reykjavík. „Við kynntumst fyrir sameiginlegan kunningja 1968 og starf í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Giftum okkur 1970 og höfum verið samferða í yfir hálfa öld. Nú búum við í Ártúnsholti í Reykjavík en höfum búið á nokkrum stöðum í Reykjavík. Einnig höfum við átt heima á Ísafirði, Englandi, í Svíþjóð og Bandaríkj- unum.“ Foreldrar Hildar voru hjónin Eiríkur Ásgeirsson, f. 1.7. 1921, d. 13.10. 1983, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, og Katrín Oddsdóttir, f. 17.3. 1923, d. 27.4. 1982, verslunar- skólagengin eins og Eiríkur. Börn Magnúsar og Hildar eru: 1) Eiríkur Tómas, f. 29.3. 1971, bifvéla- virki í Drammen, Noregi. Maki: Guð- rún Björg Stefánsdóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 30.10. 1980. Börn: Selma Katrín, f. 2006, Karen Ósk, f. 2008, Magnús Pétursson, fv. ráðuneytisstj., forstj. Landspítala og ríkissáttasemjari – 75 ára Stórfjölskyldan Aron Örn, Eiríkur Tómas, Karen Ósk, Guðrún Björg, Eiríkur Örn, Magnús, Selma Katrín, Katrín Magg, Hildur, Sigurjón Axel, Rún, Guðrún vinkona Sigurjóns, Anita Rut, hvolpurinn Natan, Helena Sif, Hildur Inga, Kári Fannar, Helga Björk og Jón Ragnar. Fer á slóðir Sturlunga og landpósta Farinn norður Magnús með fjóra til reiðar. Til hamingju með daginn Mosfellsbær Kristófer Bond Sigurðs- son fæddist 8. desember 2021 kl. 17.15 á fæðingardeildinni í Reykjavík. Hann vó 4.020 g og var 59 cm langur. Foreldrar hans eru Eyrún Jónsdóttir og Sigurður Gísli Bond Snorrason. Nýr borgari SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 08 REYKJAV ÍK spo r t i s@spo r t i s . i s S P O R T I S . I S 520-1000 CARETTA FERÐAVAGN - FERÐAFÉLAGI ÁRSINS! AUKASENDING KOMIN Í SÖLU - TRYGGÐU ÞÉR EINTAK!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.