Morgunblaðið - 26.05.2022, Qupperneq 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
Snertanlegar gersemar – Kvenna
Ljósmynd/Silja Björk Huldudóttir
Stefnumót Í Skálholtskirkju kallast mósaík-altaristafla Nínu Tryggvadóttur (1964-65) fallega á við steinda glugga Gerðar Helgadóttur (1960).
bara Árnason merkilegan þátt. Bar-
bara var afar fjölhæfur listamaður og
frumkvöðull á sviði grafíkur og textíl-
listar hér á landi. Hún var vel kunnug
veggmyndahefðum og á árunum
1952-1961 vann hún nokkur slík verk
í samstarfi við arkitekta nýbygginga í
Vesturbæ Reykjavíkur. Nemendur
og starfsfólk Melaskóla þekkja vel
veggmyndir hennar í anddyri skólans
sem teiknaður var af Einar Sveins-
syni húsameistara ríkisins en þar not-
ar Barbara meðal annars kaðal í
verkum sínum. Margir muna eftir
stílhreinu verki hennar, „Grasakon-
ur“, í Apóteki Vesturbæjar, sem mál-
að var með olíulitum á viðarspón og
kallaðist á við innréttingar og skápa í
apótekinu sem Hannes Kr. Davíðsson
hannaði í módernískum stíl. Verkið er
nú varðveitt í Listasafni Kópavogs –
Gerðarsafni líkt og um 100 önnur
verk Kópavogsbúans Barböru en hún
áleit Gerði fremstan meðal jafningja
á sviði íslenskrar höggmyndalistar.
Þess má geta að Gerðarsafn er eina
listasafnið hérlendis sem heitir eftir
listakonu en það var opnað árið 1994.
Mynd Barböru af straumlínulaga
mannverum á sundi prýðir loftið í
anddyri Vesturbæjarlaugar og annað
verk hennar, sem upprunalega var í
sama rými, er veggmyndin „Helgu-
sund“, unnin með casein-litum á
masónít. Myndin varð fyrir miklum
rakaskemmdum og er nú varðveitt í
Listasafni Reykjavíkur og er viðgerð
talin hugsanleg, fáist til þess nægi-
legt fjármagn. Myndefnið er sótt til
hetjunnar Helgu Haraldsdóttur sem
bjargaði lífi sona sinna með því að
synda úr Geirshólma til lands í Hval-
firði, eins og segir frá í Harðarsögu
og Hólmverja, auk þess sem verkið
minnir á almenna sundkunnáttu
Íslendinga til forna. Þess má geta að
Gísla Halldórssyni arkitekt, sem
hannaði útisvæði laugarinnar, varð
einnig hugsað aftur í tímann, til
Snorralaugar í Reykholti, þegar hann
teiknaði heita potta fyrir sundlaugar-
gesti – sem þá var mikil nýjung.
Tollhús og andans hús
Gísla var umhugað um göfgun and-
ans í víðum skilningi. Tollstöðvar-
húsið er eitt af þekktari verkum hans,
en það reis á árunum 1967-70. Þar var
gert ráð fyrir stórri, gluggalausri
hafnarskemmu og mun Gísli hafa lagt
áherslu á að skilja ytra byrði hússins,
Tryggvagötumegin, eftir ópússað til
að þrýsta á um gerð vegglistaverks.
Gerður var fengin til verksins eftir að
hafa skilað inn ýmsum tillögum sem í
fyrstu byggðust á samleik frum-
formanna, eins og sjá má á teikn-
ingum og skissum sem varðveittar
eru í Gerðarsafni. Hins vegar var
gerð krafa um að myndmál listaverks
á húsinu tengdist starfsemi Reykja-
víkurhafnar og að lokum varð fyrir
valinu tillaga Gerðar þar sem skipa-
möstur og skipsstefni ber við sundin
blá; höfnin kallast á við hafið, útlínur
fjalla og alltumlykjandi geisla sólar-
innar. Hálfhringlaga form sólarinnar
fyrir miðri mynd er aflgjafi verksins,
hún á samleik við hringform og boga-
línur og geislar hennar binda saman
þéttofinn myndflötinn. Þar eru lárétt-
ar áherslur brotnar upp reglubundið
með lóðréttum möstrum og skálínum
sem skapa þríhyrnd form, hrynjandi
og dýpt. Verkið hefur táknræna, and-
lega merkingu í ætt við hugmyndir
um alheimsorku. Gerður kynnti sér
trúarbrögð og andleg málefni og hluti
af aðdráttarafli verka hennar, sem
einkennast af öguðum, formrænum
áherslum, tengist þeirri innri spennu
og leyndardómi sem í þeim býr.
Veggmyndin er mónúmentalísk
víðmynd en umhverfis hana eru flög-
ur af íslensku gabbrói. Við útfærslu
verksins fékk Gerður færustu sér-
fræðinga til liðs við sig, eða bræðurna
á Oidtmann-verkstæðinu í Linnich í
Þýskalandi. Á verkstæði þeirra und-
irbjó Gerður uppsetninguna sem þeir
sáu svo um, en alls tók gerð verksins
um tvö ár. Það samanstendur af um
þremur tonnum af tilhöggnu grjóti,
aðallega frá Feneyjum, en auk þess
má sjá þar fallegt agat og fornan
steingerving af smáfiski sem Elín
Pálmadóttir nefnir í bók sinni Gerð-
ur. Ævisaga myndhöggvara að lista-
maðurinn hafi „sníkt út úr Oidt-
mannsbræðrum málefnisins vegna“.
Mynd af mósaíkverkinu prýðir ein-
mitt kápu bókarinnar sem kom út tíu
árum eftir að Gerður lést árið 1975,
aðeins 47 ára gömul. Séð úr fjarlægð
hefur verkið blá- og blágrænan blæ
og hlýja, rauðgula og brúna tóna til
»
Því má velta fyrir
sér hvernig íslensk
listasaga hefði þróast
ef þessar hæfileika-
manneskjur og frum-
kvöðlar hefðu átt lengri
starfsævi.
AF MYNDLIST
Anna Jóa
annajoa@hi.is
N
ýtt mannlífstorg hefur lit-
ið dagsins ljós í miðbæ
Reykjavíkur og þar fær
nú notið sín til fulls stór-
brotið mósaíklistaverk Gerðar Helga-
dóttur (1928-1975) á suðurvegg Toll-
hússins við Tryggvagötu. Nýhreinsuð
veggmyndin er miðlæg í allri hönnun
torgsins sem stefnt er að því að ljúka
nú í maí og er ánægjulegt að sjá
myndlistarverki gert svo hátt undir
höfði í skipulagi borgarinnar – verki
sem opnar raunar sýn á sögu borgar-
landsins. Endurgerð Tryggvagötu
hefur miðast að því að efla ímynd
hennar sem eins konar „listagötu“
sem hverfist um varðveislu, miðlun
og sköpun listar í víðri merkingu.
Byggingar sem áður voru vöru-
skemmur og skrifstofur er tengdust
uppbyggingu hafnarinnar hafa um-
breyst í miðstöðvar orð- og mynd-
listar og nýlega var tilkynnt að Toll-
húsið verði framtíðarstaður Lista-
háskóla Íslands en það stendur við
hlið Hafnarhússins þar sem Listasafn
Reykjavíkur hefur haft starfsemi í
rúma tvo áratugi. Áform eru um að
Hafnarhúsið hýsi einnig safn Nínu
Tryggvadóttur (1913-1968), annars
framúrskarandi listamanns sem
markaði áhrifarík spor í sögu
nútímamyndlistar. Gerður og Nína
áttu það sameiginlegt að vera mikil-
virkar á sviði opinberra listskreyt-
inga, bæði hérlendis og erlendis, og
sérhæfðu sig þar í gerð steindra
glugga og mósaíkverka. Í tilefni af
hinu nýja „Gerðartorgi“, eins og
freistandi er að kalla það, er tilvalið
að skyggnast eftir tilurð þessa magn-
aða mósaíkverks, og rifja jafnframt
upp öflugan þátt kvenna á vettvangi
listskreytinga hér á landi. Í þessari
grein verður fjallað um verk í
almenningi eftir Gerði, Nínu og
Barböru Árnason (1911-1975).
Samsláttur myndlistar
og byggingarlistar
Um miðja síðustu öld hófst hér á
landi metnaðarfullt samstarf lista-
manna og arkitekta sem snúið höfðu
heim eftir nám erlendis með nýjar og
framsæknar hugmyndir í farteskinu.
Samvinnan fólst í því að listamenn
unnu verk beint á veggi innanhúss, í
glugga eða utan á byggingar sem hér
risu ört samfara hröðum vexti höfuð-
borgarsvæðisins. Á meginlandi
Evrópu hafði eftir eyðileggingu síðari
heimsstyrjaldar átt sér stað mikil
uppbygging og endurnýjun þar sem
saman tvinnuðust nýir alþjóðlegir
straumar í byggingarlist og myndlist
og gamlar handverkshefðir eins og
steint gler og mósaík. Svipmót og
andi nýrra tíma, að stríði loknu, tók
fyrst og fremst mið af óhlutbundnu
formi og áhrifa þess gætti einnig
mjög hér á landi. Íslenskir listamenn,
ekki síst þeir sem fengust við
afstraktmyndlist, sýndu ýmsum
handverkshefðum talsverðan áhuga
og tileinkuðu sér gamlar og nýjar
aðferðir við gerð nýstárlegra list-
skreytinga í nýreistum mannvirkjum.
Raunar voru góð fordæmi um vel-
heppnað samstarf arkitekta og
myndlistarmanna; má þar nefna
byggingar eins og Austurbæjarskóla
og aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Fáum konum höfðu boðist slík tæki-
færi, ef frá er talið þegar myndhöggv-
arinn Nína Sæmundsson (1892-1965)
sigraði í samkeppni um listskreyt-
ingu við inngang Waldorf Astoria-
hótelsins í New York með verki sínu
„Afrekshugur“ (1931). Heiti verksins
gaf tóninn fyrir breytta tíma þegar
nýjar kynslóðir listakvenna fóru að
láta til sín taka á opinberum vett-
vangi.
Kvenhetjur í Vesturbænum
Á sjötta áratugnum fjölgaði verk-
efnum í almenningsrými fyrir mynd-
listarmenn. Bæði körlum og konum
buðust nú stór verkefni og þar á Bar-
Fjölhæf Verkið Grasakonur eftir Barböru Árnason sem prýddi Apótek Vesturbæjar (1956). Olía á viðarspón, 115 x 450 cm.
Ljósmynd/Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn