Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 1

Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 4. J Ú L Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 163. tölublað . 110. árgangur . 14.-17. júlí Sigraðu innkaupin RÁÐHERRANN GERÐIST SKIPSTJÓRI BÓK UM MÓT- ANDI ÁRATUG Í HNÍFSDAL ELLEFU VIKNA HÁTÍÐ Í HJARTA HAFNARFJARÐAR SARAH THOMAS 50 BÓ SETTI VEISLUNA 6KRISTJÁN ÞÓR 10 Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, sem í gær var skipaður stjórnarformaður Landspítalans, segir að fækka þurfi stjórnlögum á spítalanum og ein- falda hlutina. „Eins og vill oft verða á svona stofnunum, og ég kannast við það frá öðrum sjúkrahúsum líka, erum við komin með of margt fólk sem er ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fjöldi þeirra hefur aukist meira en þeirra sem vinna í beinu sambandi við sjúklinga, og það gengur ekki upp til lengri tíma. Það þarf ákveðið jafnvægi í því. Við þurfum að fækka stjórnlög- um og einfalda hlutina.“ Hann segir að ekki hafi náðst að þróa spítalann og rekstur hans nægilega vel. Gera þurfi betur ef ætlunin er að reka nú- tíma háskólasjúkrahús. „Ég hef þó trú á því að það sé hægt að gera og í nýrri stjórn situr öflugt fólk sem getur aðstoðað nýjan forstjóra við að breyta því sem þarf að breyta.“ – Og hvað er það helst? „Fljótt á litið þarf að einfalda stjórnskipulagið,“ svarar Björn að bragði. Hann segir jafnframt að rekst- urinn snúist í grunninn um að sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjón- ustu sem þau veita. Það megi kalla framleiðslutengda eða þjónustu- tengda fjármögnun. »18 Stjórnlögum fækki - Of margt fólk sem ekki vinnur við að þjónusta sjúklinga Björn Zoëga Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í öðrum leik sínum í D-riðli Evrópumótsins á akademíuvelli Manchest- er City í Manchester á Englandi í dag. Íslenska liðið þarf á sigri að halda til þess að auka möguleika sína á sæti í átta liða úrslitum keppninnar og því mikið undir hjá íslenska liðinu. Þrátt fyrir það var frábær stemning að vanda á æfingu gær- dagsins í Crewe þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir, besti leik- maður Íslands gegn Belgíu á sunnudaginn, lék listir sínar með bros á vör við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. »46-47 Morgunblaðið/Eggert Það er allt undir í Manchester í dag þegar Ísland og Ítalía mætast Munnkvillar aldraðra eru algengir á hjúkrunarheimilum og gera þarf breytingar á heilbrigðisþjónustu vegna þess, að því er segir í grein í Læknablaðinu. Rannsókn sem var gerð á tveimur hjúkrunarheimilum í Reykjavík sýndi að hátt hlutfall íbúa (67%) var með ómeðhöndlaða munnkvilla. Íbúar með verstu munnheilsuna upplifðu að hún hefði marktækt neikvæðari áhrif á lífsgæði, færniskerðingu og lík- amleg óþægindi en þeir sem voru bet- ur tenntir í rannsókninni. „Samstillt átak opinberra aðila og heilbrigðis- starfsfólks þarf til að tryggja úrræði við hæfi á hjúkr- unarheimilum þegar kemur að því að viðhalda einstaklingsbund- inni munnheilsu íbúa og tengdum lífsgæðum ævina á enda,“ segir í greininni. Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu hvetja heilbrigðisyfirvöld til að styðja hjúkrunarheimilin í að veita þessa þjónustu. »4 Munnkvillar algengir á hjúkrunarheimilum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.