Morgunblaðið - 14.07.2022, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
Lokafrestur til að skila ársreikningi
rennur út 31. ágúst 2022
Skila ber ársreikningi eigi síðar enmánuði eftir að reikningurinn
var samþykktur á aðalfundi félags, þó eigi síðar en átta mánuðum
eftir lok reikningsárs. Sérstök athygli er vakin á því að skili félag
ársreikningi síðar enmánuði eftir aðalfund verður félagið sektað.
Á vefnum skatturinn.is/fyrirtaekjaskramá sjá hvort að
ársreikningi hafi verið skilað.
Örfélög geta nýtt sér hnappinn og látið Skattinn útbúa ársreikning
félagsins að því tilskyldu að þau hafi skilað skattframtali.
Ekki er heimilt að staðfesta hefðbundin ársreikning á aðalfundi
félags en senda svo inn hnappsreikning í stað þess reiknings sem
staðfestur var á aðalfundi.
Senda skal inn til opinberrar birtingar þann ársreikning sem
staðfestur var á aðalfundi viðkomandi félags. Ekki er heimilt að
breyta eða fella niður neinar upplýsingar í þeim ársreikningi sem
sendur er inn til opinberrar birtingar.
Sekt vegna vanskila nemur 600.000 kr.
442 1000
Upplýsingaver er opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00fyrirtaekjaskra@skatturinn.is
Undanfarið hafa staðið yfir fram-
kvæmdir á Sæbrautinni og hafa veg-
farendur eflaust orðið varir við þær,
enda hefur á stundum þurft að tak-
marka umferð um svæðið.
Unnið er að því að lengja vinstri-
beygju akrein á Sæbraut inn á
Skeiðarvog úr 90 metrum í 180
metra í þeim tilgangi að bæta um-
ferðaröryggi og umferðarflæði á
þessum slóðum. Á álagstímum hafa
myndast þarna stíflur. Núverandi
beygjuakrein hefur verið lokað að
hluta vegna þessara framkvæmda.
Nokkrir ljósastaurar hafa verið
teknir niður vegna framkvæmdanna
en þeir verða settir upp aftur í lok
verks. Þá verður rafmagnsskápur
færður og settir upp skynjarar fyrir
umferðarljós.
Búast má við lítils háttar töfum
meðan á framkvæmdum stendur.
Mikill umferðarþungi er á þessu
svæði og eru vegfarendur beðnir um
að sýna tillitssemi, segir Vegagerð-
in. Ljúka á verkinu fyrir lok júlí.
D.Ing verk ehf. er verktaki við fram-
kvæmdirnar. sisi@mbl.is
Beygjuakrein lengd til
að liðka fyrir umferð
Ljósmynd/Vegagerðin
Sæbraut Vinstribeygjuakrein inn á Skeiðarvog verður lengd úr 90 í 180 metra til að liðka fyrir umferð um götuna.
Loftbrú hefur verið notuð til nið-
urgreiðslu á yfir 100 þúsund flug-
leggjum á þeim tæpu tveim árum
sem hún hefur verið aðgengileg.
Það sem af er árinu 2022 hafa 50%
fleiri flugferðir verið pantaðar í
gegnum Loftbú í samanburði við
allt árið 2021.
Fram kemur á vef Vegagerðar-
innar að konur séu meirihluti not-
enda Loftbrúar eða 56%, og eru al-
mennt með ríkjandi meirihluta í
öllum aldursflokkum. Fjölmennasti
hópur notenda er á aldrinum 20-24
ára, eða um 9%.
Loftbrú var hleypt af stokkunum
9. september 2020 með það að
markmiði að bæta aðgengi íbúa á
landsbyggðinni að miðlægri þjón-
ustu og efla byggðir með því að
gera innanlandsflug að hagkvæm-
ari samgöngukosti. Loftbrú veitir
afsláttarkjör til þeirra sem eiga
lögheimili á landsbyggðinni fjarri
höfuðborgarsvæðinu og á eyjum án
vegasambands. Rúmlega 60 þúsund
íbúar eru með réttindi á Loftbrú en
hver einstaklingur getur fengið
lægri fargjöld fyrir allt að sex flug-
leggi til og frá Reykjavík á ári.
Vegagerðin hefur umsjón með
Loftbrú fyrir hönd ríkisins og sinn-
ir öllu eftirliti og umsýslu henni
tengdri. sisi@mbl.is
Yfir 100 þúsund
ferðir niðurgreiddar
í Loftbrú frá upphafi
Morgunblaðið/Hari
Rósa Guðbjarts-
dóttir, bæjar-
stjóri í Hafnar-
firði, hefur
ákveðið að gefa
kost á sér til for-
mennsku í stjórn
Sambands ís-
lenskra sveitar-
félaga í komandi
formannskjöri í
ágúst nk. Þá mun
Aldís Hafsteinsdóttir láta af for-
mennsku.
Rósa hefur verið bæjarstjóri í
Hafnarfirði undanfarin fjögur ár
og verið bæjarfulltrúi frá árinu
2006, þar af m.a. formaður bæjar-
ráðs. Þá var hún einnig formaður
stjórnar SSH, Samtaka sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu, árin
2018-2020 auk þess sem hún hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á
sveitarstjórnarstiginu. „Tel ég að
reynsla mín og fyrri störf komi að
góðum notum innan stjórnar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og
fyrir þá mikilvægu starfsemi sem
fram fer á sameiginlegum vett-
vangi sveitarfélaga,“ segir Rósa
m.a. í yfirlýsingu sinni.
Rósa býðst til að
taka við af Aldísi
Rósa
Guðbjartsdóttir