Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Útsalan er hafin Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Lítið er eftir að þeim aflaheimildum sem ætlaðar eru strandveiðum í ár þrátt fyrir að heimildir sem veið- unum er ráðstafað hafi aldrei verið meiri og þær hafi aldrei verið stærra hlutfall af vísindalega ráð- lagðri hámarksveiði. Strandveiðin hefur ekki þurft að sæta skerðing- um vegna minnkandi ráðgjafar Haf- rannsóknastofnunar eins og aðrir útgerðaraðilar. Þrátt fyrir það er aukins kvóta krafist. Þó er ekki vit- að hvaðan þessar aflaheimildir eiga að koma. Alls hafa 702 bátar tekið þátt í strandveiðunum í ár og er það mesta þátttaka síðan 2010 þegar 741 bátur tók þátt, en það ár var veið- unum aðeins ráðstafað um 5 þúsund tonnum af þorski. Gott afurðaverð er talið meginástæða þess að þátt- takan er eins mikil og raun ber vitni. 24 róðrar eftir í maí Í ár var gert ráð fyrir að strand- veiðibátarnir fengju að veiða 10 þús- und tonn af þorski, tvöfalt meira en árið 2010. Fljótt varð þó ljóst að þessi afli myndi seint duga til þess að allir bátar myndu ná að róa þá 12 daga sem heimilt er að veiða hvern mánuð á tímabilinu; maí, júní, júlí og ágúst. Fjallaði Morgunblaðið um það í lok maí að miðað við þátttöku og aflabrögð væri hver bátur með að hámarki 24 róðra eftir. Þá felst einnig vandi í að margir velji að róa frá Vestfjörðum þar sem verðmætasti þorskurinn er frá upp- hafi tímabilsins, en hann kemur síð- ar á önnur svæði og dreifist því ekki ágóði veiðanna um landið. Hafa strandveiðisjómenn á Norðaustur- landi, Austurlandi og Suðaustur- landi bent á galla þessa fyrirkomu- lags þar sem þeir geta ekki veitt til jafns við aðra áður en strandveiði- potturinn klárast. Dugar skammt Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra tilkynnti 7. júlí síðastliðinn að aflaheimildum fyrir 1.074 tonn af þorski yrði bætt við strandveiðipott- inn. Bæði Strandveiðifélag Íslands og Landssamband smábátaeigenda (LS) fögnuðu viðbótinni en þeim þótti ljóst að þúsund tonn myndu ekki duga til að tryggja veiðar allra báta út ágústmánuð. Hefur til að mynda Strandveiðifélagið lagt til að bæta eigi við um 3.000 tonnum með því að skerða byggðakvóta næsta fiskveiðiárs sem ekki fer til dag- róðrabáta, sem og rækju- og skel- bætur fiskveiðiársins sem hefst 1. september. Fátt bendir þó til þess að slíkar tillögur nái fram að ganga þar sem veiði þessa fiskveiðiárs myndi þá vera komin yfir vísinda- lega ráðlagða hámarksveiði. Hagsmunafélögin tvö hafa talið mikilvægt að tryggja hverjum bát 48 veiðidaga til að leysa ágalla kerf- isins, en miðað við meðalafla í þorski á yfirstandandi tímabili myndi það þýða að veiðarnar á næsta fiskveiði- ári þyrftu heimild til að veiða yfir 21 þúsund tonn af þorski ef þátttakan yrði sú sama og nú. Enn meiri ef þátttakan er meiri. Hvaðan á að taka 10 þúsund tonna veiðiheimildir umfram það sem veitt hefur verið í ár er ekki vitað. Áhrif á fiskistofna Svandís hefur talið fyrirkomulag strandveiðanna misheppnað og mun leggja fyrir Alþingi fumvarp um endurupptöku svæðisskiptingar strandveiða til að tryggja að tak- mörkuðum afla sé dreift með sann- gjarnari hætti um landið. Hagsmunaaðilar og stjórnmála- menn hafa gagnrýnt tillöguna og telja að auka megi strandveiðar utan ráðgjafar Hafrannsóknastofn- unar án þess að það hafi áhrif á þorskstofninn. Slíkum fullyrðingum hefur Hafrannsóknastofnun vísað á bug með afdráttarlausum hætti. 48 strandveiðidagar þyrftu 21 þúsund tonn - Tæplega 11% af þorskafla fiskveiðiársins 2022/2023 Þorskafli strandveiðibáta Hugsanlegur afli verði veittir 48 dagar 2023 Þorskafli það sem af er strandveiðitímabili 2022 Heimild: Fiskistofa Þorskafli, tonn 8.805 Róðrar 13.541 Meðal þorskafli í róðri, kg 650 Fjöldi báta á strandveiðum 702 Dagar sem krafist er að hver bátur fái 48 Róðrar með sömu þátttöku og 2022 33.696 Heildar þorskafli veiðanna, tonn 21.911 Ráðlagt aflamark í þorski 2022/2023, tonn 208.846 Hlutdeild strandveiða í ráðlögðu heildaraflamarki 10,49% Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Alls hefur markaðsvirði hluta lífeyr- issjóða í Síldarvinnslunni hf. aukist um 13,4 milljarða króna á síðast- liðnum 12 mánuðum eða 61%. Sjö lífeyrissjóðir fara samanlagt með tæplega fimmtungshlut í sjávar- útvegsfyrirtækinu og hafa því þús- undir sjóðsfélaga hagnast á útgáfu óvenjumikils loðnukvóta og kaupum á Vísi hf. í Grindavík. Virði hluta líf- eyrissjóðanna í Síldarvinnslunni er nú rúmlega 35 milljarðar króna. Þann 12. júlí 2021 var gengi bréfa Síldarvinnslunnar 65,1 króna á hlut en á þriðjudag var gengi bréfanna við lokun markaða 105 krónur á hlut. Mikil hækkun á gengi bréf- anna fór af stað undir lok sept- ember í fyrra þegar fóru að berast fréttir af því að loðnuvertíðin yrði óvenjustór og hélt hækkunarskeiðið áfram eftir að tilkynnt var um mesta loðnukvóta í tvo áratugi í byrjun október. Þá átti sér einnig stað mikil hækkun á gengi bréfanna í kjölfar þess að Síldarvinnslan til- kynnti á sunnudag kaup á Vísi í Grindavík. Sjö milljarðar til Gildis Sjóðurinn sem fer með stærsta hlutinn í Síldarvinnslunni er Gildi og er hann með 10,21% að verðmæti 18,2 milljarðar króna samkvæmt markaðsvirði við lokun markaða á þriðjudag. Alls hefur gengishækk- unin skilað Gildi tæplega sjö millj- örðum króna. Þá er Stapi með 2,97% hlut á 5,3 milljarða, Lífeyrissjóður verzl- unarmanna með 1,94% á tæpa 3,5 milljarða, Festa með 1,46% á 2,6 milljarða, Almenni lífeyrissjóðurinn 1,4% á 2,5 milljarða, Brú með 1,17% á rétt rúma 2 milljarða og Lífeyris- sjóður Vestmannaeyja með 0,61% á milljarð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gengi Eignarhlutur lífeyrissjóða í Síldarvinnslunni hefur hækkað í virði. Hafa grætt 13,4 milljarða á SVN - Lífeyrissjóðir eiga 20% í félaginu Meirihluti hluthafa í eignarhalds- félaginu Arctic Fish Holding, sem fer með alla hluti í fiskeldisfyrirtæk- inu Arctic Fish á Vestfjörðum, hefur lagt til að Gunn- þór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldar- vinnslunnar hf., verði kjörinn í stjórn félagsins á aðalfundi þess sem fram fer 18. júlí næstkom- andi. Þetta kem- ur fram í tilkynn- ingu Arctic Fish Holding til norsku kauphallarinnar í dag. Síldarvinnslan tilkynnti í síðasta mánuði að félagið hefði fest kaup á 34,2% hlut í Arctic Fish Holding fyr- ir um 13,7 milljarða íslenskra króna. Auk Gunnþórs er lagt til að Svein Sivertsen haldi áfram sem stjórnar- formaður og að í stjórn verði kjörin þau Charles Høstlund, Hildur Árna- dóttir og Bjørn Kleven. Arctic Fish er með mikil áform um uppbyggingu í Bolungarvík og er stefnt að því að opna stækkað laxa- sláturhús með 25 þúsund tonna slát- urgetu á næsta ári. gso@mbl.is Gunnþór í stjórn Arctic Fish Gunnþór Ingvason Afurðaverð á markaði 13. júlí,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 455,90 Þorskur, slægður 476,74 Ýsa, óslægð 555,52 Ýsa, slægð 425,87 Ufsi, óslægður 191,53 Ufsi, slægður 185,91 Gullkarfi 442,57 Blálanga, slægð 165,00 Langa, óslægð 357,52 Langa, slægð 318,73 Keila, óslægð 181,00 Keila, slægð 190,00 Steinbítur, óslægður 33,00 Steinbítur, slægður 229,71 Skötuselur, slægður 815,76 Skarkoli, slægður 606,00 Þykkvalúra, slægð 507,84 Sandkoli, óslægður 157,54 Sandkoli, slægður 145,00 Lúða, slægð 614,65 Lýsa, óslægð 112,25 Lýsa, slægð 117,00 Maríuskata, slægð 31,00 Skata, slægð 14,00 Stórkjafta, slægð 110,00 Undirmálsþorskur, óslægður 265,00 Undirmálsþorskur, slægður 209,00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.