Morgunblaðið - 14.07.2022, Síða 27

Morgunblaðið - 14.07.2022, Síða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 08 REYKJAV ÍK S POR T I S . I S 520-1000 - VELDU HOKA UTANVEGASKÓ FYRIR ÆVINTÝRI SUMARSINS - HOKA FÆR FRÁBÆRA DÓMA FRÁ RUNNERS WORLD MAGAZINE! SVÍFÐU YFIR JÖRÐINA! Mótmælendur brutust inn í forsæt- isráðuneyti Srí Lanka í gær, degi eftir að forsetinn Gotabaya Raja- paksa flúði land. Ókyrrð hefur farið sívaxandi á Srí Lanka síðustu mán- uði og lýsti Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra yfir neyðarástandi í beinni sjónvarpsútsendingu. Sagði hann að „fasistar“ væru að reyna að ná völdum í landinu og að herinn hefði fengið þau fyrirmæli að „gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma reglu á samfélagið“. Einungis nokkrum klukkustundum áður en brotist var inn í forsætis- ráðuneytið var Wickremesinghe skipaður forseti ríkisins til bráða- birgða. Flúði til Maldíveyja Öryggisverðir gáfust upp fljótlega eftir að brotist var inn í ráðuneytið en það er fjórða stjórnarráðs- byggingin sem mótmælendur hafa brotist inn í á fjórum dögum. Mikil óánægja hefur ríkt meðal almenn- ings um stjórnarhætti ríkisins en efnahagsástandið er hið versta frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1948. Gjaldeyrisskortur ríkissjóðs veldur því að eldsneyti er af skorn- um skammti og skortur á innfluttum matvælum og lyfjum. Margir kenna Rajapaksa, fyrrverandi forseta, um ástandið og segja hann vera þjóf. Hann flúði til Maldíveyja ásamt eig- inkonu sinni og tveimur lífvörðum á mánudag en þar hafa einnig brotist út mótmæli þar sem stjórn ríkisins er hvött til að veita Rajapaksa ekki hæli. Stjórnvöld á Srí Lanka kenna hins vegar ytri aðstæðum um efna- hagshrunið, svo sem heimsfaraldr- inum. urdur@mbl.is AFP Óeirðir Forsætisráðuneytið í Colombo, höfuðborg Srí Lanka. Brutust inn í for- sætisráðuneytið - Sívaxandi ókyrrð á Srí Lanka Norskur dómstóll hefur úrskurðað að Zaniar Ma- tapour verði vist- aður á geðdeild þar sem ástand hans verði metið. Hann er grun- aður um að hafa orðið tveimur að bana og sært 21 er hann hóf skotárás á hinsegin bar í miðborg Óslóar. Matapour var handtekinn skömmu eftir að árásin var gerð 25. júní en hann veitti ekki samþykki fyrir því að gangast undir andlegt mat á geðdeild. Með úrskurðinum í gær fá sérfræðingar aftur á móti leyfi til að meta andlegt ástand hans. Matið getur tekið allt að átta vikur og fer fram á Haukeland- háskólasjúkrahúsinu í Bergen. Í úr- skurðinum kom fram að Matapour hefur áður verið greindur með geð- klofa. NOREGUR Meta andlegt ástand árásarmanns Zaniar Matapour Nýjasta afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, svokallað Kentár-afbrigði, hefur greinst í Hollandi. Afbrigðið nýja er ein útgáfa af Ómíkron- afbrigðinu. Það greindist fyrst á Indlandi í maí þar sem það virðist nú vera ríkjandi afbrigði veir- unnar. BA.2.75 hefur nú greinst í rúmlega tíu ríkjum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýska- landi og Ástralíu. Lítið er vitað um nýja afbrigðið, að sögn embættis landlæknis í Hollandi, annað en að allt bendir til þess að mótefni sem fólk hefur nú þegar gegn veirunni hafi lítil áhrif til að koma í veg fyrir að smitast af því HOLLAND Nýjasta afbrigðið breiðist hratt út Faraldur Bólusetning gegn Covid-19. Urður Egilsdóttir skrifar frá Lundúnum Sex komust áfram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi í gær. Frambjóðendur þurftu að minnsta kosti atkvæði þrjátíu þingmanna flokksins til þess að komast í næstu umferð en tveir náðu aftur á móti ekki þeim fjölda atkvæða. Það voru Nadhim Zahawi, núverandi fjár- málaráðherra, og Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkis- og heilbrigð- isráðherra. Efstur í kosningunum var Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráð- herra, en afsögn hans úr ráðherra- stóli í síðustu viku, ásamt afsögn annarra ráðherra, leiddi til falls Borisar Johnsons forsætisráðherra. Sunak sagðist þó í framboðstilkynn- ingu sinni ekki ætla að tala illa um Johnson. Sunak er ríkasti þingmað- ur Bretlands en deilur hafa skapast um auðæfi hans og skattgreiðslur fjölskyldu hans. Sunak hlaut 88 at- kvæði í kosningum gærdagsins og sagðist vera ákaflega sáttur með þá niðurstöðu. Hann fékk 21 fleiri at- kvæði en Penny Mordaunt aðstoð- arviðskiptamálaráðherra. 27% styðja Mordaunt Skoðanakönnun YouGov, sem birt var í gærmorgun, leiddi í ljós að Mordaunt nyti mests stuðnings almennra félaga í Íhaldsflokknum sem næsti leiðtogi hans og þar með forsætisráðherra Bretlands. Alls greiddu 879 félagar í Íhaldsflokkn- um atkvæði í könnuninni. 27% að- spurðra sögðust ætla að greiða Mordaunt atkvæði nái hún að verða meðal tveggja efstu þegar kemur að því að almennir flokksmenn fái að greiða atkvæði. Þess má geta að Zahawi fjármálaráðherra er einn af stofnendum fyrirtækisins YouGov. Mordaunt gegndi stóru hlutverki í herferðinni fyrir útgöngu Bret- lands úr Evrópusambandinu árið 2016. Hún sagði stuðninginn „vera heiður“ er hún yfirgaf sal 1922- nefndarinnar, sem annast fram- kvæmd kosningarinnar, eftir að Graham Brady, formaður nefndar- innar, hafði tilkynnt úrslitin. Vilja breytingar Í þriðja sæti var Liz Truss utan- ríkisráðherra með 50 atkvæði. Tals- kona Truss sagði eftir að úrslitin voru tilkynnt að það væri kominn tími til að Íhaldsmenn sameinist á bak við leiðtoga sem muni „lækka skatta, skila raunverulegum efna- hagsbreytingum“ og tryggja að Úkraína sigri Vladimír Pútín Rúss- landsforseta. Þá bætti talskonan við að Truss gæti tryggt jákvæðar breytingar í Brexit-málum strax og hún myndi taka við embætti. Í fjórða sæti var Kemi Badenoch, fyrrverandi jafnréttismálaráðherra, með 40 atkvæði. Hún var í öðru sæti skoðanakönnunar YouGov með 15% stuðning. Badenoch þakkaði stuðningsmönnum sínum á Twitter og sagði að Íhaldsflokkurinn þyrfti að verða flokkur breytinga til þess að sigra í næstu þingkosningum. „Ég hef sannfæringuna, hugrekkið og skýru hugsunina til þess að leiða þær breytingar,“ sagði í tísti henn- ar. Óvissa um stuðning Þá eru þau Tom Tugendhat, for- maður utanríkismálanefndar þings- ins, og Suella Braverman dóms- málaráðherra enn í leiðtogakjörinu en hann fékk 37 atkvæði og hún 32 í gær. Braverman var fyrst til að til- kynna framboð sitt í síðustu viku, í kjölfar þess að Johnson sagði af sér. Nadhim Zahawi fékk síðan 25 at- kvæði og sagði í tísti að hann myndi halda ótrauður áfram sem fjármála- ráðherra og þakkaði þann stuðning sem hann fékk í kosningunum. Hann greindi þó ekki frá því hvern hann myndi nú styðja í leiðtoga- kjörinu. Sömu sögu er að segja af Jeremy Hunt sem fékk einungis 18 atkvæði. Stuðningsmenn Tugendhat greindu frá því eftir að niðurstöð- urnar voru kynntar að þeir von- uðust eftir að Tugendhat fengi að minnsta kosti helming þeirra 43 at- kvæða sem Hunt og Zahawi fengu í gær. Kjósa aftur í dag Þingmenn Íhaldsflokksins kjósa aftur í dag klukkan hálftvö að stað- artíma um frambjóðendurna sex. Sá sem hlýtur fæst atkvæði dettur út úr leiðtogakjörinu. Áfram verður síðan kosið í þinginu þar til tveir frambjóðendur standa eftir en áætl- að er að það verði fyrir 21. júlí þeg- ar þingið fer í sumarfrí. Þeir ríflega 200 þúsund Bretar sem skráðir eru í Íhaldsflokkinn kjósa síðan um nýjan leiðtoga sem verður tilkynntur 5. september. Sex eftir í leiðtogakjörinu - Tveir þingmenn Íhaldsflokksins féllu úr leik - Rishi Sunak, fyrrverandi fjár- málaráðherra, leiðir - Mordaunt vinsælust á meðal almennra félaga í flokknum Átta buðu sig fram sem arftakar Borisar Johnsons – tveir dottnir út AFP Photos/Pool Rishi Sunak Fyrrverandi fjármála- ráðherra, hætti 5. júlí Jeremy Hunt Fyrrverandi utanríkis- og heilbrigðisráðherra Liz Truss Utanríkisráðherra Na him Zahawi Nýskipaður fjármálaráðherra Tom Tugendhat Formaður utanríkismála- nefndar þingsins Penny Mordaunt Fyrsti kvenkyns varnarmála- ráðherra Bretlands, núv. aðstoðarviðskiptamálaráðherra Suella Braverman Dómsmálaráðherra Kemi Badenoch Fyrrverandi jafnréttismála- ráðherra, hætti 6. júlí Þingmenn Íhaldsflokksins í kapphlaupinu um formannssæti flokksins d

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.