Morgunblaðið - 14.07.2022, Page 30

Morgunblaðið - 14.07.2022, Page 30
Gústaf Adolf Skúlason gustaf@99design.net Fulltrúi Morgunblaðsins heimsótti Håkan Groop í myndlistarstofu hans í borginni Nyköping í Svíþjóð. Fyrsta spurningin var um hann sjálfan og hvernig leiðin bar hann til Nyköping: Ég fæddist í Finnlandi í borginni Vasa, í sænskumælandi hluta borg- arinnar. Ég flutti „til baka“ 9 ára gamall með for- eldrum mínum til Svíþjóðar. Ég segi til baka en Vasa var eitt sinn sænskt landssvæði. Við fórum fyrst til Sigt- una fyrir norðan Stokkhólm, þar sem foreldrarnir bjuggu til æviloka. Sjálf- ur flutti ég til Stokkhólms og vegna allra myndlistanámskeiðanna sem ég er með leituðum við hjónin að hent- ugu húsnæði fyrir myndlist- arnámskeiðin og krafan var að vera ekki lengra burtu en tveggja tíma keyrslu frá Stokkhólmi. Verð á húsnæði er miklu ódýrara fyrir utan höfuðborgina og við seld- um húsið okkar í Stokkhólmi og keyptum bóndabæ með góðri aðstöðu í Sörmland, þar sem ég hef málað margar landslagsmyndir og vorum með myndlistarnámskeið þar í 9 ár. Varstu með námskeið í vatnslitamálningu? – Upphaflega var ég með námskeið í teikningu, sem er grunnur allrar myndlistar og einnig í olíumálningu, akrýl og svo vatnslitamálningu. Nú- orðið eru flest námskeiðin í vatnslita- málningu og ég bendi góðlátlega nemendum á, að þeir hafi valið erf- iðustu myndlistartæknina með því að velja að nota vatnsliti. Sjálfur mála ég helst með vatnslitum, því það er sú myndlistartækni, sem ég hef ekki fulla stjórn á. Þá horfa nemendurnir á vatnslitamyndirnar mínar og spyrja „jahá, hefur ekki fulla stjórn á, er hann ekki að grínast?“ En þannig er það, að þegar vatn og litarefni renna saman á pappírsörk, þá er fullerfitt að hafa stjórn á blönd- unni og stundum verður árangurinn ekki sá, sem maður vill og spyr þá: Hvað gerðist núna? Maður vaggar pappírnum fram og til baka á ákveð- inn hátt, málar aldrei hvítt heldur notar hvítan pappírinn fyrir hvíta lit- inn. Þess vegna er vatnslitamálning ein erfiðasta myndlistartæknin og sá, sem segist geta allt í vatnslitamálun, hversu dugleg(ur) sem hann eða hún er, fer ekki með satt mál. Maður lærir nýja hluti allan tímann og eftir að hafa málað í 45 ár, þá finnst mér vatnslitamálun vera áhugaverðasta, mest spennandi og jafnframt erf- iðasta myndlistarformið, sem enn veitir mér mótstöðu. Mála ég með ol- íu eða akrýl eða tempera, þá hef ég stjórnina, því ég get málað yfir, því litirnir eru þekjandi. Hið minnsta sem verður ekki eins og til er ætlast á vatnslitamynd, þá er það gegnsætt og jafnvel þótt maður máli yfir, þá sést alltaf í það sem er undir. Svo vatnslitamálning er afskaplega sérstök tækni og mikill munur miðað við t.d. olíu, þar sem hvíti liturinn kemur oft síðast, því hann þekur yfir dökku litina. Ég held, að ég verði aldrei full- ærður í vatnslitamyndlist. Þú ert núna með myndlistarstofu í miðbæ Nyköping, heldur sýningar og námskeið, skreytir sögubækur o.fl. með myndum þínum … hvað finnst þér skemmtilegast að mála? – Ég er nostalgískur og mála nú- orðið mest landslag sem ég túlka á minn eigin hátt, ég mála aldrei eins og það sé ljósmynd, það er eigin list- grein að taka góðar myndir. Náttúr- an gefur mér kraft og síðan túlka ég á minn eigin hátt og sjaldan verða það sömu litirnir og ef þú skoðar mynd- irnar mínar, þá er himinninn sjaldan alveg heiðskír. Fólki finnst gaman á sumrin þegar það er sól og blár him- inn en það er ekki eins skemmtilegt að mála það. Það verður að vera svo- lítil spenna og tilþrif í myndunum. Helst mála ég vetrarmyndir eins og þú sér hér. Það hvítasta hvíta er sjálf- ur pappírinn en skuggar og litabrigði hvítunnar er blöndun vatnslita. Hvernig stóð á því að þú byrjaðir að mála listaverk? – Já, það get ég þakkað móður minni. Hún hafði tilfinningu fyrir að teikna og mála þegar hún var ung. En svo kom ég og tvær systur mínar í heiminn og mamma varð upptekin af því að sjá okkur farborða og lagði myndlistina til hliðar. Í hennar kynslóð var það algjör lúxus að geta verið lista- maður og lifað af verkum sínum, hjá mömmu var þetta tómstundagaman. Ég byrjaði að teikna fimm ára gam- all og uppáhaldsviðfangsefnið var fjöl- skyldan Fred Flintstone. Ég vaknaði stundum á nóttinni til að teikna þau. Ég átti auðvelt með að flytja heila- starfsemina frá vinstra helmingi heil- ans yfir til þess hægra. Það er áhuga- vert en ég kenni nemendum mínum að æfa sig í að flytja frá vinstri helmingi til þess hægra í heilanum, þar sem list- sköpunin fer fram. Í stressuðu samfélagi nútímans, þar sem allt fer samkvæmt klukk- unni, fer allt fram í vinstra helmingi heilans. Fjármálafræðingar, banka- starfsmenn og endurskoðendur vinna mikið í vinstra helmingi heilans. Þar verða þeir að vera, því hlutirnir verða að vera skipulagðir og t.d. banka- starfsmenn sem handleika milljónir króna á degi hverjum, mega ekki gera mistök. Fólk sem vinnur með höndum eins og iðnaðarmenn vinna á annan hátt og eru meira í hægri helmingi heilans. Ég fullyrði að öll hraust og eðlilega sköpuð börn fæð- ast með jafna möguleika til þróunar í bæði vinstri og hægri hluta heilans og jafnvægi ríkir. Síðan ölumst við upp í stressuðu samfélagi nútímans sem þjálfar stöðugt vinstri hlutann á með- an sá hægri fær ekki notið sín að sama skapi. Þess vegna þarf að þjálfa þann hluta til að fá jafnvægið til baka. Fyrir mörgum árum gerði ég smá tilraun, t.d. ef við líkjum vinnuálagi heilans við klukku, þar sem hægri helmingurinn er klukkan 12-6 og sá vinstri frá klukkan 6-12, þá er ég klukkan ellefu og klukkan eitt. Ég get notað bæði vinstri og hægri hlutann því samhliða listsköpun get ég unnið skipulega, mætt á réttum tíma en ég hef alltaf verið meira hægra megin, því ég byrjaði að mála svo snemma. Í hvert skipti sem vinkonur mömmu voru í heimsókn sagði hún: „Håkan, farðu og náðu í fínu teikning- arnar, sem þú gerðir í gær og sýndu dömunum.“ Á þeim tíma var ég hlýð- inn strákur svo ég hljóp og sótti teikningarnar og sýndi þeim. Vinkon- ur mömmu voru mjög góðar konur, því þær sögðu einum rómi: „En hvað þetta eru fínar myndir hjá þér Håk- an! En hvað þú ert duglegur Håkan!“ Ég drakk að sjálfsögðu í mig allt hólið og að lokum hélt ég, að ég hlyti að vera góður og teiknaði enn fleiri myndir. Þetta varð því jákvæður hringur fyrir mig. Stærsta áskor- unin er að mála góðar vatnslita- myndir Eftir að hafa málað í 45 ár finnst mér vatnslitamálun vera áhugaverðasta, mest spennandi og jafnframt erfiðasta myndlist- arformið, sem enn veitir mér mótstöðu. Morgunblaðið/GS Håkan Groop myndlistarmaður. Sænsk vetrarmynd. Ljósmyndir/GS Ein mynda listamannsins, hvíti liturinn er sjálfur pappírinn. Lundi sem Håkan málaði fyrir Íslandsferðina. Andrési Önd er margt til lista lagt. 30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 VIKUR Á LISTA 2 1 3 1 1 2 3 3 2 8 ÞÚ SÉRÐMIG EKKI Höfundur: Eva BjörgÆgisdóttir Lesarar: Ýmsar leikraddir NÁGRANNAVARSLA Höfundur: Unni Lindell Lesari: Birgitta Birgisdóttir SORGIR Höfundur: IngerWolf Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir GURRAGRÍS - GEORGOGNÝJA RISAEÐLAOGAÐRAR SÖGUR Höfundar: Mark Baker, Neville Astley Lesari: Vaka Vigfúsdóttir ÞORSTI Höfundur: Jo Nesbø Lesari: Orri Huginn Ágústsson SUMAR Í STRANDHÚSINU Höfundur: Sarah Morgan Lesari: Sólveig Guðmundsdóttir SYSTIRIN Í STORMINUM Höfundur: Lucinda Riley Lesari: Margrét Örnólfsdóttir ÞERNAN Höfundur: Nita Prose Lesari: Kristín Lea Sigríðardóttir SKERIÐ Höfundar: Áslaug Torfadóttir, Ragnar Egilsson Lesarar: Ýmsar leikraddir EITRIÐ Höfundur: IngerWolf Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. › › › › › - - TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 27 Heimsókn listamanns

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.