Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 31
Síðar þegar ég byrjaði í skólanum
stóðu bekkjarfélagarnir í kringum
mig og dásömuðu teikningar mínar
en það var afgerandi fyrir mig, þegar
teiknikennarinn minn í 9. bekk sagði
við mig: „Håkan, getur þú verið að-
eins eftir, því ég þarf að tala við þig.“
Ég hugsaði jeminn eini, hvað hef ég
gert núna? En það var ekkert í þá
veru heldur sagði kennarinn: „Håk-
an, þú hefur hæfileika umfram aðra
og þú verður að lofa mér að þú gerir
eitthvað af þeim.“ Þá var ég 15 ára
gamall.
Ég hef notað þetta sama ráð við
nemendur mín og ég man eftir einu
atviki með norska konu sem var á
námskeiði hjá mér og sagði nákvæm-
legu sömu orð við hana og teikni-
kennarinn sagði við mig: „Britt getur
þú verið eftir smástund því ég þarf að
tala aðeins við þig.“ Ég sagði henni
nákvæmlega sömu orð og teiknikenn-
arinn minn hafði sagt: „Britt þú hefur
hæfileika umfram aðra og þú verður
að lofa mér, að þú gerir eitthvað af
þeim.“ Þá byrjaði hún að gráta. Tárin
flæddu niður kinnarnar og það var
ekki af sorg heldur einhvers konar
gleði, hún var alls ekki sorgmædd en
greinilega hittu orðin hana beint í
hjartað og tilfinningarnar voru svona
miklar. Því miður missti ég sam-
bandið við hana svo ég veit ekki hvort
hún hefur fylgt ráðum mínum og er
listakona í Noregi í dag en ég mun
reyna að hafa upp á henni.
Þú heldur myndlistarnámskeið og
myndlistarferðalög erlendis, veistu
nokkuð hversu mörg slík þú hefur
haldið?
– Einhvern tímann tókum við sam-
an yfirlit og fyrir covid-faraldurinn
höfðum við haldið myndlistarnáms-
skeið í 21 ár svo núna eru þau orðin
23 en það dró mjög úr starfseminni á
meðan á heimsfaraldrinum stóð. Það
eru að meðaltali 15-20 manns sem
koma á erlendu námsskeiðin okkar
oftast fjórum sinnum á ári. Að auki
höfum við helgarnámsskeið hér í Ny-
köping 2-3 sinnum á vorin og jafnoft á
haustin með svipuðum fjölda þátttak-
enda og það er næstum því alltaf full-
bókað.
Áttu þér einhvern sérstakan stað
erlendis sem er þér kærastur?
– Mér finnst gott að vera í hitanum
en núna fer ég til Íslands og þar er
kannski ekki eins heitt. Ég hef þrjá
staði á Spáni, sem mér er annt um, í
suðurhluta Spánar, í norðurhlutanum
og á Mallorka. Við förum stundum til
Grikklands á eyjuna Hydra. Í Portú-
gal förum við á tvo staði, neðst á Alg-
arve-ströndinni og einnig neðst við
spönsku landamærin, þangað höfum
við farið í fjöldamörg ár. Við höfum
líka verið með myndlistarnámskeið í
Frakklandi og Ítalíu í mörg ár. Í dag
myndi ég segja að mér og konunni
minni, Evu, líði einna best í Portúgal.
Þeir tala góða ensku í Portúgal en
Spánverjar, sem hafa horft á hljóð-
settar kvikmyndir allan tímann í
sjónvarpinu, eru alls ekki eins dug-
legir í enskunni. Þetta hefur kannski
lagast eitthvað með tilkomu netsins.
Portúgalar eru þrifalegir, það er fínt
hjá þeim, ekki svo mikið rusl. Það er
snúið að eiga við Grikki, það þarf að
semja og fara gegnum málin, korta-
lesarinn bilaður og spurt hvort ekki
sé hægt að borga með seðlum. En
náttúran er stórkostleg. Þetta er af-
skaplega fjölbreytilegt, vissir staðir
eru nálægt ströndinni við hafið, aðrir
án sundlauga ofarlega í fjallabæjum,
sem er spennandi á allt annan hátt,
allir eiga þessir staðir sinn sjarma og
náttúran togar í mann.
Við Eva förum alltaf sjálf fyrst og
athugum staðina áður en við leggjum
í að fara að halda myndlistarnáms-
skeið þar. Athugum aðstæður, hvar
hægt er að gista, þjónustu, veitinga-
hús og þess háttar.
Já og núna farið þið til Íslands, af
hverju Ísland?
– Ég er virkur í menningarmálum
og hérna í Nyköping er ég með í ýms-
um ráðum og nefndum t.d. bók-
mennta- og listaráðinu. Við bjóðum
inn bæði rithöfundum og listamönn-
um til bæjarins að halda sýningar og
kynna verk sín. Ég er einnig með í
Menningarstrikinu sem er svæðið við
ána, þar sem við sjálf erum og þar eru
bæði sýningarsalir, kaffihús, mynd-
listarstofur sem geta tekið á móti
gestum. Ég var með við gerð sögu-
bókar um Nyköping þar sem ég mál-
aði margar sögulegar byggingar fyrir
bókina. Hef einnig gert bók um Ny-
köping með fallegum myndum, sem
bærinn keypti og notar sem gjöf til
gesta. Bænum finnst það gott, að
þátttakendur á myndlistarnámskeið-
unum koma hvaðanæva af landinu og
árið 2020 fékk ég menningarverðlaun
Nyköping og því fylgdu peningar. Ís-
land hefur verið uppi á borðinu í 10-
15 ár en aldrei orðið af því að fara
þangað til að mála hina spennandi,
stórkostlegu, hrjóstrugu náttúru fyrr
en núna.
Ég mála líka mikið af vitum og
þegar ég kíki á myndir í blöðum og
bókum, þá sé ég að margir vitar eru
háappelsínugulir á Íslandi. Og hugsið
ykkur þann lit á móti svörtum hraun-
klöppum og steinum, kannski hág-
rænt, ekki háblár himinn heldur
spennandi himinn. Andstæðurnar á
milli appelsínugula litarins við þann
svarta, bláa, fjólubláa, s.k. fylling-
arlita sem liggja langt frá hver öðrum
í litahringnum eru miklar, þannig að
ef maður málar svartfjólubláan lit við
þann appelsínugula verður virkni lita-
andstæðunnar mikil og myndin verð-
ur spennandi.
Og að sjálfsögðu allar klappirnar
og hafið og þessi spennandi náttúra á
Íslandi, sem ég hef þráð að geta
komist til til þess þess að mála. En
vegna anna, margra námskeiða og
sýninga og allra hópferðalaga er-
lendis á hverju ári hefur tíminn ein-
hvern veginn ekki dugað til. En núna
sagði ég við Evu: „Ég hef fengið
menningarverðlaunin hér í Nyköp-
ing og peningarnir mega ekki fara í
mat eða heimilið, peningarnir fara í
staðinn í ferð til Íslands og þú kemur
með!“
Ég ætla að mála íslenskt landslag í
eina viku og túlka það á minn hátt. Þú
og ég höfum líka rætt saman og svo
komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég
eigi ekki aðeins að sýna myndirnar í
Svíþjóð, á sýningu í Gamla Stan í
Stokkhólmi, þegar ég kem til baka til
Svíþjóðar, heldur mun ég einnig
halda kynningarsýningu á Íslandi.
Markmiðið er að mála a.m.k 15
listaverk á Íslandi og eftir að hafa
skoðað myndir frá Íslandi hef ég
ákveðið ferðalagið, það verður Suð-
urland og Vesturland. Það er ljós
langt inn í nóttina fyrstu vikuna í
ágúst, við komum síðasta júlí og
fáum eina viku til að mála íslenska
náttúru og endum með kynning-
arsýningu í Litla Gallerýi á Strand-
götu 19 í Hafnarfirði 5.-7. ágúst nk.
Allir gestir fá happdrættismiða, sem
dregið verður í í lok sýningarinnar og
eitt af verkunum, sem ég mála á Ís-
landi veitt í verðlaun.
Þú verður á Snæfellsnesi og þá
munt þú sjá jökulinn loga, þ.e.a.s.
Snæfellsjökul, við hlustuðum einmitt
á það lag í bílnum á leiðinni til þín
– Já, það hljómar spennandi. Við
höfum einnig leigt annað húsnæði á
meðan við erum á Íslandi, ég verð að
hafa pláss fyrir málverkin mín. Við
notum tímann fyrir hádegi til að
ferðast og eftir hádegið og kvöldin til
að mála. Konan mun aðstoða mig og
sjá til þess að ég fái mat og kaffi, svo
ég geti notað tíman til fullnustu við
málverkin.
Ég hef einnig mikinn áhuga á því
að komast í samband við íslenska
listamenn og hvet þá, sem hafa
áhuga, að taka samband við mig á
Litla Gallerýi í Hafnarfirði. Það er
einnig hægt að hafa samband við mig
gegnum tölvupóst atelje.gro-
op@gmail.com. Ég myndi vilja stuðla
að menningarlegum samskiptum við
íslenska listamenn, við höfum tvo
mjög góða sýningarstaði hérna í Ny-
köping og ég er í góðu samstarfi við
báða aðilana. Ég myndi vilja að ís-
lenskir listamenn með áhuga á því að
koma til Nyköping kæmu til að halda
sýningu hér og einnig að listamenn
frá Nyköping gætu farið til Íslands
og haldið sýningu þar.
Ég mun taka með mér skissur,
ljósmyndir og hugmyndir frá Íslandi
heim til Svíþjóðar og halda áfram að
mála Ísland hér heima í Svíþjóð og
held myndlistarsýningu í Gamla bæn-
um í Stokkhólmi sem opnar 15. októ-
ber og stendur í eina viku. Allir Ís-
lendingar eru að sjálfsögðu
sérstakalega velkomnir!
Höfundur er smáfyrirtækjarekandi í
Svíþjóð.
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
Uppsett afl virkjana
sem nota endurnýj-
anlegt eldsneyti (vatn
og jarðvarma) var 2 865
MW í lok árs 2020. Árin
2016-2020 var mesta
aflþörf kerfisins 2 520
MW (29. nóvember
2018). Nú mætti ætla að
raforkukerfið sé á góð-
um stað með 345 MW á
lausu fyrir rafmagns-
þyrsta notendur. Svo er
ekki þar sem hluti af uppsettu afli er
ávallt óaðgengilegt. Annars vegar er
hluti af vatnsafli nýttur sem varaafl
og hins vegar nýtist ekki allt uppsett
afl rennslisvirkjana og jarðgufuvirkj-
ana. Stærð óaðgengilegs afls getur
hæglega farið upp í 345 MW og ekk-
ert afl á lausu fyrir nýja notendur.
Fyrst ber að nefna varaafl sem er
að finna í Fljótsdalsstöð. Í henni eru
sex 115 MW vélar. Fimm eru notaðar
til að halda uppi nauðsynlegri raf-
orkuvinnslu og ein þjónar sem vara-
afl bæði fyrir skipulagt og óskipulagt
viðhald og viðgerðir. Óráðlegt er að
nota varaafl til almennra nota þegar
afl í kerfinu er af skornum skammti.
Í öðru lagi þarf að gera ráð fyrir að
afl á öðrum stöðum í raforkukerfinu
geti dottið fyrirvaralaust út. Varaafl
þarf að vera til staðar til að taka við
keflinu og það er aðallega að finna á
Þjórsársvæðinu. Varaaflið má ekki
vera minna en stærð stærstu vél-
arinnar en hana er að finna í Búrfells-
stöð, 100 MW. Fyrirvaralaus aflmiss-
ir stafar ekki
nauðsynlega af alvar-
legri vélarbilun heldur
getur vél (eða vélar)
dottið tímabundið úr
umferð, t.d. vegna berg-
hruns í vatnsvegi vatns-
aflsvirkjunar, eldinga-
veðurs eða
jarðhræringa.
Í þriðja lagi þarf að
gera ráð fyrir að aflvél
sem er 30 MW eða
stærri geti verið úr leik
í einhverjar vikur eða
mánuði vegna alvarlegra galla eða
skemmda í búnaði, t.d. í vélarspenni.
Til dæmis lá framleiðsla 60 MW vélar
í Sultartangastöð niðri frá ársbyrjun
og fram á haust árið 2008.
Reynslan sýnir að það er full
ástæða að hafa a.m.k. 130 MW vara-
afl til staðar í kerfinu (að frátöldu
varaafli í Fljótsdalsstöð). Til dæmis
var stór hlut afls í Sultartangastöð úr
umferð árið 2008. Við höfum líka ný-
legt dæmi í Nesjavallavirkjun þegar
sprenging varð í tengivirki. Þá reynd-
ist þörf á að stöðva allar vélar á
Nesjavöllum eða 120 MW. Þessi atvik
sýna að 130 MW varaafl á suðvestur-
horninu er síst of hátt viðmið.
Í fjórða lagi verður að hafa í huga
að uppsett afl rennslisvirkjana nýtist
aðeins að hluta til á veturna en þá er
almenn notkun hvað mest. Hóflegt
mat er að tiltækt afl rennslisvirkjana
sé um 60 MW minna á veturna en á
sumrin. Á köldum vetrum getur til-
tækt afl verið enn lægra.
Að lokum verður að gera ráð fyrir
að uppgefið málafl jarðgufuvirkjana
(757 MW) nýtist ekki að fullu. Með-
alnýting jarðgufuvirkjana hefur verið
93% á veturna og dottið niður í 84%
þegar nýtingin er hvað verst. Ástand
búnaðar og gufuforða er misjafnt á
milli ára.
Að teknu tilliti til afltakmarkana
fæst að tiltækt afl í kerfinu er 2 520
MW sem er jafnt aflþörf á árunum
2016-2020. Undanfarin ár hefur afl-
þörf almennra notenda og stórnot-
enda verið nálægt tiltæku afli. Þegar
haft er í huga að árlegur vöxtur al-
mennrar notkunar er um 10 MW þá
eru horfurnar ekki góðar hvað afl-
öryggi varðar. Ekkert má út af bera.
Hér hefur verið dregin upp einföld
en raunsönn mynd af stöðu rafafls.
Ljóst er að óbreytt raforkukerfi mun
á komandi árum harla ráða samtímis
við vaxandi aflþörf á almenna mark-
aðinum og alvarlegar bilanir í afl-
stöðvum. Hingað til hefur íslenski
virkjanaflotinn reynst vel enda veg-
inn meðalaldur virkjana enn til-
tölulega lágur eða 30 ár. En við meg-
um ekki sofna á verðinum. Með
hækkandi aldri má búast við tíðari
bilunum. Því liggur á að bæta aflö-
ryggið og vakta það betur.
Raforkuþjóð á krossgötum
Eftir Steinar Ingi-
mar Halldórsson
» Þegar haft er í huga
að árlegur vöxtur
almennrar notkunar
er um 10 MW þá eru
horfurnar ekki góðar
Steinar Ingimar
Halldórsson
Höfundur er verkfræðingur,
sjálfstætt starfandi.
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ
Fagfólk STOÐAR veitir
nánari upplýsingar
og ráðgjöf.
Fjölbreytt úrval göngugrinda
sem auka öryggi og tækifæri
til hreyfingar og útivistar
Verð frá 39.800,-