Morgunblaðið - 14.07.2022, Síða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
Það hefur verið at-
hyglisvert að fylgjast
með upphafsdögum
nýs meirihluta í borg-
arstjórn. Tveir fyrstu
borgarstjórnarfund-
irnir fóru ekki vel af
stað fyrir hinn end-
urnýjaða gamla meiri-
hluta Dags B. Egg-
ertssonar. Hvert
klúðrið á fætur öðru.
Samstarfssamning-
urinn er að mestu
óljós og innihaldsrýr
loforðalisti og í ljós
hefur komið að það
ríkir óeining innan
meirihlutans um um
eitt og annað. Sumir
sem standa að þessum
sáttmála virðast ekki
vita um ýmislegt sem í
honum stendur. Auk
þess eru fjölmörg
verkefni, sem lofað er
að ráðast í, nú þegar í
gangi og ekki ný af
nálinni.
Á fyrsta fundi borgarstjórnar
kaus meirihlutinn fjóra karlmenn
sem fulltrúa sína í menningar-,
íþrótta- og tómstundaráð. Töluðu
fulltrúar flokkanna ekki saman áð-
ur en til þessa kom? Þetta var á
skjön við yfirlýsingu í samningnum
þar sem segir að meirihlutinn ætli
að „vinna að jafnrétti kynjanna og
að jafnrétti í víðum skilningi“.
Þessu var síðan breytt og ein kona
og þrír karlmenn kosin í ráðið af
hálfu meirihlutans.
Stóra klúðrið
Stóra klúðrið er þó endurskipu-
lagning ráða og nefnda borgar-
innar. Færa á atvinnu-, nýsköp-
unar- og ferðamál til forsætis-
nefndar í þeim eina tilgangi, að því
er virðist, að forseti borgarstjórn-
ar fái einhver önnur verkefni en að
stjórna fundum borgarstjórnar. Í
greinargerð fyrir þessari breyt-
ingu segir m.a.: „Nokkur rök má
færa fyrir þeim flutningi.“ Þvert á
móti þá eru alls engin rök færð
fyrir þessum flutningi, enda hann
ekki til. Verkefni forsætisnefndar
hafa hingað til verið skýr, þ.e. að
fjalla um málefni borgarstjórnar
og borgarfulltrúa. En nú verður
nefndin hápólitísk og mun fjalla
um stór og átakamikil verkefni.
Málefni ferðamála voru á síðasta
kjörtímabili flutt frá öflugu menn-
ingar- og ferðamálasviði til borgar-
ráðs með afleitum árangri, en nú-
verandi forseti borgarstjórnar var
á síðasta kjörtímabili formaður
borgarráðs.
Nú á að sameina málaflokk
mannréttinda og ofbeldisvarna í
nýtt mannréttinda- og ofbeldis-
varnarráð, sem tekur við hlutverki
ofbeldisvarnarnefndar, og er
nefndin þar með lögð niður. Í
greinargerð segir að með þessu sé
verið að gera málaflokki ofbeldis-
varna enn hærra undir höfði. Því-
líkur rökstuðningur. Öðru nær, því
með þessu er verið að gjaldfella
málaflokkinn ofbeldisvarnir, enda
kom það greinilega fram á seinasta
borgarstjórnarfundi að ekki er sátt
meðal borgarfulltrúa meirihlutans
um þessa hringavitleysu.
Stafræn lýðræðismál?
Til að kóróna skömmina þá á að
færa lýðræðis- og gagnsæismál,
ekki vantar orðskrúðið, undir ný-
stofnað stafrænt ráð, en því ráði er
fyrst og fremst ætlað samkvæmt
greinargerð „að annast stafræna
umbreytingu auk samfélagslegrar
og opinberrar nýsköpunar“. Vand-
séð er hvernig lýðræðismál, sem
hafa verið vistuð hjá mannrétt-
inda-, nýsköpunar- og lýðræðis-
ráði, eigi heima hjá stafrænu ráði,
nema lýðræðismál hins nýja meiri-
hluta verði stafræn á kjörtíma-
bilinu.
Þegar þessar ógöngur meirihlut-
ans eru skoðaðar koma í hugann
fræg orð Elísabetar 2. Breta-
drottningar, sem kallaði árið 1992
„annus horribilis“ (árið hræðilega),
en þá lentu fjölskyldumál drottn-
ingar í miklum ógöngum. Þetta er
vissulega hræðileg byrjun hjá
meirihlutanum og veit ekki á gott
næstu fjögur árin fyrir borgarbúa.
Eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson » „Samstarfssamning-
urinn er að mestu
óljós og innihaldsrýr
loforðalisti.“
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Innihaldsrýr loforðalisti
Þessi fyrirsögn er
sögð vera andsvar
kerlingar á Suður-
nesjum, þegar Hall-
grímur Pétursson,
förumannslega búinn,
sagði henni það í frétt-
um, að búið væri að
vígja hann til prests.
Nútíminn veit, að fáir
hafa verið verðugri
vígslunnar en lista-
maðurinn í húsgangstötrunum.
En hvað þýðir sögnin að vígja?
Hún merkir að eitthvað sé frátekið
til helgrar þjónustu og starfsemi. Sé
hugsað rökrétt út frá þessu þá eru
þeir hlutir, sem eiga að tilheyra
hinu veraldlega lífi, ekki vígðir. Þeir
eru „teknir í notkun“, „opnaðir
formlega“ o.s.frv. Stundum eru
staðir blessaðir svo sem sjúkrahús,
barnaheimili, íbúðir og fjölskyldu-
hús, einnig veitingahús, verslanir og
bifreiðastöðvar. Sú upptalning gæti
orðið nær endalaus. Þar er mjög já-
kvæð þróun á ferð. Og til þeirra at-
burða allra þarf vígðan mann.
Menn hafa margir misst sjónar á
merkingu sagnarinnar að vígja.
Þeir tala ítrekað um að vígja verald-
lega hluti á borð við þá, sem ég nefni
hér að ofan. Þess vegna eru orð
kerlingarinnar forðum orðin að
staðreynd í dag: Allan fjandann
vígja þeir.
Sögnin að skíra er svipað stödd í
málræktargarði okkar. Allt of
margir nota hana ekki rétt. Ég held
það hafi verið í Sumarlandanum í
Sjónvarpinu sem ég heyrði nú ný-
lega að búið væri að skíra marga
rjóðurbletti í tilteknu skóglendi. Í
sama þætti lýsti þekktur þjóðfélags-
þegn því yfir að hann hefði skírt fol-
ald. Nafngjöf var ein-
hvern veginn ekki í
myndinni.
Það sem mér blöskrar
ekki síst, þegar farið er
að misnota sagnirnar að
vígja og að skíra, er
málfátæktin sem þetta
lýsir. Íslenskan er svo
auðug að orðaforða og
gefur svo mörg tækifæri
blæbrigða og mismun-
andi túlkunar, að við
eigum ekki að þurfa að
hanga á orðum sem eru upphaflega
hugsuð á allt annan veg en við notum
þau. Þessi orð verða þá einnig í senn
lúin og útjöskuð, missa þá reisn sem
íslensk tunga ætlaði þeim í upphafi.
Það er ekki nóg að tala fjálglega
um „ástkæra, ylhýra málið“ á hátíð-
arstundum. Við þurfum að læra að
njóta þess í önn dagsins með því að
íhuga vel og vandlega það sem við
segjum og nýta um leið fjölbreyti-
leika þess. Klæðum okkur þá ekki í
tötra fátæktarinnar, berum frekar
þau litklæði sem hæfa íslenskri mál-
rækt.
„Allan fjandann
vígja þeir“
Eftir Þóri
Stephensen
Þórir Stephensen
» Íslenskan er svo auð-
ug að orðaforða og
gefur svo mörg tækifæri
blæbrigða og mismun-
andi túlkunar, að við
eigum ekki að þurfa að
hanga á orðum sem eru
upphaflega hugsuð á allt
annan veg en við notum
þau.
Höfundur er fyrrverandi dómkirkju-
prestur.
Atvinna
www.gilbert.is
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
HOBBY 560
KMFE DE LUXE
• Truma Combi 6 miðstöð
• 150L ísskápur 15L frystir
• 50L Vatnstankur
• Álfelgur
• 2000 kg öxull (Meiri burður)
• Lúga hjá kojum
• Vatnstengi + rafmagnstengi
+ sjónvarpstengi
• Tvöfalt USB + barnaljós í
kojum með USB tengi
• Festing fyrir sjónvarp
• Reykskynjari
• 2 kojur með fallvörn
• Hobby Connect
• Hleðslustöð
• Rafgeymir AGM
• Aflestur rafgeymis
• LCD skjár
• Umhverfislýsing
Raðnúmer 280968
Nýskráður 03/2022
(ónotað)
Næsta skoðun 2026
Verð kr. 5.990.000