Morgunblaðið - 14.07.2022, Síða 35

Morgunblaðið - 14.07.2022, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 „Ef þessi sumarsangria færir okkur ekki sumarið þá veit ég ekki hvað. Ástríðuávöxturinn í bland við allt þetta sumarlega hráefni. Ég sá þessa hugmynd að sangriu hjá Plated Cra- vings og útfærði eftir mínu höfði og útkoman var hreint út sagt dásamleg, segir Berg- lind. Sumarsangria Uppskrift dugar í um 10 glös 1 appelsína 2 lime 4 x ástríðuávöxtur 300 ml ananassafi 200 ml appelsínusafi 500 ml sódavatn með appels- ínubragði (Toppur) 600 ml Muga-hvítvín Skerið appelsínu og lime niður í bita. Gott að skipta hverri appelsínusneið í 6 hluta og hverju lime í 4 hluta, setjið í stóra skál. Skafið innan úr ástríðu- ávextinum og setjið í skálina. Hellið næst ananassafa, app- elsínusafa, sódavatni og hvít- víni í skálina og hrærið saman. Fyllið glös af klökum og loks sangriu! Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Sumarlegt og smart Glösin eru sérlega falleg en þau koma frá Húsgagnahöllinni. Sumarsangria Berglindar Þá sjaldan sem sólin lætur sjá sig er nauðsynlegt að fá sér ferskan svaladrykk. Ekki spillir fyrir ef hann er svona lekker eins og þessi hér sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars. Einhverjir klóruðu sér í kollinum og voru efins en farið var af stað í þeirri von að þetta væri jafn snjöll hugmynd og hún virtist vera. Kjúklingurinn kemur tilbúinn í sítrónu- og rósmarín-marineringu. Því þarf bara að skella honum beint á grillið. Að auki var búin til kryddblanda úr fersku kóríander, rifnum lime- berki, lime-safa, salti og ólífuolíu sem var pensl- að á kjúklinginn með rósmaríngreinum. Með þessu var svo grillað meðlæti sem var tilbúið í bökkum. Það tekur vissulega smá stund að grilla kjúk- linginn enda betra að tryggja að hann sé eld- aður í gegn en útkoman var hreint frábær. Kjöt- ið var meyrt og mjúkt, bráðnaði í munni og grillbragðið kom vel í gegn. Niðurstaða: Butterfly-kjúklingur hentar vel á grillið og bragðast frábærlega. Butterfly-kjúklingur með sítrónu og rósmarín Kryddolía Ferskt kóríander Rifinn lime-börkur Safi úr einu lime Sjávarsalt Ólífuolía Dressing Takið tvær matskeiðar af kryddolíunni (meira af jurtum, minna af olíunni) og blandið saman við sýrðan rjóma Meðlæti Kirsuberjatómatar og mozzarella Smælki Grillgrænmeti Allt grænmeti kom tilbúið í bökkum, beint á grillið. Auðveldasta grillmáltíð síðari ára Heilgrillaður kjúklingur er í margra hugum áhættuatriði sem kallar á flókinn búnað og miseldað kjöt. Matarvefurinn fékk það verkefni að grilla svokallaðan butterfly-kjúkling þessa vikuna en það er kjúklingur sem búið er að fletja út til að auðveldara sé að grilla hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.